Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 14
48 UMFÍ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
Göfug gildi og
góð markmið
Björn Bjarndal Jónsson, formað-
ur Ungmennafélags (slands,
fæddist ( Neðri-Dal ( Biskups-
tungum. Hann er yngstur átta
bræðra og gekk í ungmennafé-
lagið þegar hann hafði aldur til.
Sigurður Greípsson sá í honum
mikinn sundmann og hvatti hann
til dáða. Áhugamálin lágu þó
frekar til félagsstarfa, menning-
ar- og umhverfismála. Björn
gerðist garðyrkjubóndi og rækt-
aði tómata og gúrkur í fjórtán ár
en fór þá utan (framhaldsnám og
lærði skógfræði og tók við starfi
framkvæmdastjóra Suðurlands-
skóga að námi loknu.
„Það var oft kátt í sveitinni enda við
bræður átta talsins," segir Bjöm. „Við
tókum þátt í öllum almennum störfum
sem féUu til við búskapinn og þess á
milli lékum við okkur, fórum í fótbolta
og aðra leiki."
Bjöm segist eiga góðar minningar úr
sveitinni og hann muni eftir því að
stundum hafi önnur böm í sveitinni
komið komið saman og leikið sér.
Hann segir að á þessum tíma hafi nán-
ast allir f sveitinni gengið f ungmenna-
félagið þegar þeir höfðu aldur til.
Gott að alast upp í sveit
„Starfið hjá Ungmennafélagi Bisk-
upstungna var ákaflega blómlegt og
viðamikið. Það fór fram mikið menn-
ingarstarf í félaginu, leiklist, dans,
kvöldvökur, skáldakvöld, opin hús og
margt fleira. Þá var einnig lögð mikil
áhersla skógrækt og landgræðslu.
Skógræktin fór aðallega ffam á Vatns-
leysu og Heiði en landgræðslan á Bisk-
upstungnaaffétti."
Bjöm segir að íþróttir hafi verið með
hefðbundnum hætti í ungmennafélag-
inu. „Aöallega frjálsar og fótbolti en þó
með þeim formerkjum að við lögðum
mesta áherslu á leikinn og hafa gaman
af honum. Það varð sjaldnast hörð
keppni úr leiknum en þeir bestu tóku
engu að síður þátt í mótum og kepptu
á landsvísu."
Bærinn Neðri-Dalur, þar sem Bjöm
ólst upp, er f næsta nágrenni við Geysi
f Haukadal en á sínum tíma rak Sigurð-
ur Greipsson íþróttaskóla í Haukadal.
Bjöm var tíður gestur í skólanum og
segir að það hafi án efa haft áhrif á sig
að kynnast starfsemi skólans og Sig-
urði Greipssyni.
„Sigurður sá í mér sundmann og
hvatti mig til dáða í sundinu. Persónu-
lega hallaðist ég ffekar að félagsstörf-
unum auk menningar- og umhverfis-
málanna en æfði engu að síður sund
um tíma og þegar ég var við nám í Hér-
aðsskólanum að Laugarvami sigraði ég
töluvert eldri nemendur í menntaskól-
anum í sundi þannig að kallinn virðist
hafa haft eitthvað fyrir sér í þessum
efhum."
Bjöm segir að það hafi verið gott að
alast upp í sveit. „Maður öðlast meiri
tilfinningu og virðingu fyrir náttúrunni
og umhverfinu og maður lærir að bera
ábyrgð á sjálfum sér og taka þátt í sam-
félaginu."
Fjölbreytt starfsemi
Að námi loknu í Garðyrkjuskóla rík-
isins á Reykjum og Bændaskólanum á
Hvanneyri flutti Bjöm heim að Neðri-
Dal og stofnaði nýbýlið Stalla og gerð-
ist garðyrkjubóndi. Hann tók síðar við
formennsku í Ungmennafélagi Bisk-
upstungna og seinna við formennsku í
Skarphéðni, héraðssambandi Sunn-
fendinga, auk þess sem hann sat í
stjóm UMFÍ. Bjöm var kosinn formað-
ur UMFI á þingi í Stykkishólmi fyrir
tveimur ámm.
„Það er komið á þriðja áratug síðan
ég settist í stjóm Ungmennafélags
Biskupstungna. Starfsemin hjá ung-
mennafélögum hefur vissulega breyst
á þessum tíma og er sífellt að taka
breytingum f takt við þjóðfélagið. Á
þeim tíma sem ég kom inn í starfið var
það mjög fjölbreytt og er það enn.
Helsta breytingin er aukin áhersla á
íþróttir og íþróttastarf. Margt er þó
óbreytt, til dæmis fer enn ffam gífur-
legt sjálfboðaliðastarf í hreyfingunni
eins og áður."
Bjöm segir jafnframt að framboð á
afþreyingu og tómstundum hafi aukist
mikið og samkeppnin á þessu sviði
vaxi stöðugt. „í dag þurfa félögin að
hafa miklu meira fyrir því að fá fólk inn
f starfið." Engu að síður, segir Bjöm,
hefur hreyfingin verið að stækka og
em nú í henni sextíu og sex þúsund
manns í þrjú hundmð félögum og
nítján héraðssamböndum.
Göfug gildi
Að sögn Bjöms felast gildi ung-
mennafélagshreyfingarinnar í ræktun
lýðs og lands, að allir séu með út ffá
eigin getu og hæfileikum og starfi á
sviði íþrótta-, menningar- og umhverf-
ismála.
„Öfl þessi gildi eiga fullt erindi til
fólks í dag. Það er mikil hraði í samfé-
laginu, áreitið á fjölskylduna er mikið
og ekki alltaf af hinu góða. Ungmenna-
félagið lítur á það sem eitt af hlutverk-
um sínum að auka samvemstundir
fjölskyldunnar, bæði með þátttöku í
þeim verkefnum sem við stöndum fyr-
HVfTBLÁINN: Fáni ungmennafélaganna blaktir við hún á unglingalandsmótinu á (safirði. Björn segir að mótin hafi hlotið afar góð við-
brögð landsmanna og séu komin til að vera.
KOSINN FORMAÐUR FYRIR TVEIMUR
ÁRUM: Björn B. Jónsson, formaður Ung-
mennafélags fslands, var kosinn formaður
UMFf á þingi í Stykkishólmi fyrirtveimur
árum.
ir og með því að minna fólk á að rækta
sjálft sig, fjölskylduna, vini, náttúmna
og landið."
Ungmennafélagsandinn
Umræða um ungmennafélagsand-
ann hefur lengi verið til staðar í þjóðfé-
laginu enda hreyfingin aldagömul.
Bjöm segir að að mörgu leyti snúist
ungmennafélagsandinn um náunga-
kærleik og samhjálp. „f starfi ung-
mennafélaganna snúast hlutimir um
að gefa af sér og taka þátt í margvíslegu
starfi sem varðar samfélagið og koma
að málum sem em hreyfingunni og
öðmm til góðs. Ungmennafélagsand-
inn snýst um svo margt, til dæmis að
virkja næmmhverfið og hjálpast að við
þau verkefni sem verið er að fást við
hvetju sinni. Þetta em að okkar mati
gildi sem þarf sífellt að hlúa að."
Bjöm segir að samkvæmt steftiu og
lögum Ungmennafélags Island sé aðal-
áherslan á þátttöku í starfi. „Fyrir al-
menning í dag skiptir mestu máli að
vera með og halda sér f formi með þátt-
töku í íþróttum og líkamsrækt, útivist
og umhverfismálum, söng, dansi eða
leiklist. Ungmennafélagsandinn kem-
ur vel ffam á landsmótum, það þekkja
þeir best sem hafa mætt á mótin."
Stór mál á dagskrá
Þing UMFI, aðalfúndur fyrir árið
2003, verður haldið á Sauðárkróki dag-
ana 18. til 19. október næstkomandi.
Bjöm segir að óvenjumörg stór mál
bíði úrlausnar þingsins. Meðal annars
liggur fyrir umsókn Iþróttabandalags
Reykjavíkur og Iþróttabandalags Hafn-
arfjarðar að Ungmennafélagi fslands.
Bjöm segir að það sé alltaf spenn-
andi að fá nýtt fólk inn í hreyfinguna og
að allir fslendingar eigi að hafa mögu-
leika á að vinna fyrir ungmennafélags-
FJÖLÞJÓÐLEGT UMHVERFI: Erlend samsklptl eru mjög gefandl og laerdómsrlk fýrir ungt fólk. Hér má sjá Svla, Dana, Finna, (slending og
Færeying takast á viö skemmtilega þraut.
Erlend
samskipti
UMFÍ er í samtökum ung-
mennafélaga á Norðurlöndun-
um „Nordisk samorganisation
for ungdomarbejde - NSU". Á
þeim vettvangi er unnið mikið
af sameiginlegum verkefnum
sem tengja Norðurlöndin sam-
an.
Þar má nefna ungmennaskipti,
ungmennavikur, markmiðsráð-
stefnur og ungbændaráðstefnur.
Enn fremur er UMFf í samtökun-
um NORDLEK, sem em samtök um
þjóðlega dansa á Norðurlöndun-
um, FNV, sem em samtök um full-
orðinsfræðslu og ISCA sem em
samtök um almenningsíþróttir og
menningu hinna ýmsu landa í
heiminum. Anna R. Möller, stjóm-
armaður f UMFÍ, er formaður NSU
og Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFf, situr í stjórn
ISCA.
LANDSMÓT
umf(
1