Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 15
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER2003 UMFÍ 49
BJÖRN OG HALLDÓR: Halldór Halldórsson, bæjarstjórl á Isafirðl, tekur við viðurkenningu
frá formanni UMFl. Viðurkenningin var, að sögn Halldórs, veitt honum fýrir að vera falleg-
asti bæjarstjóri á (slandi en Björn formaður leiðrétti þann misskilning hjá bæjarstjóranum
og viðurkenningin var veitt (safjarðarbæ fyrir glæsilega aðkomu að unglingalandsmótinu.
hugsjónina „Það liggur jaftiframt ljóst
fyrir að nýir félagar koma inn í ung-
mennafélagshreyfinguna á okkar for-
sendum, ekki þeirra. Umsókn íþrótta-
bandalaganna heíur gert það að verk-
um að við höfum farið í skipulags-
breytingar innan UMFÍ, meðal annars
á lögum, þannig að það yrði mögulegt
að taka íþróttabandalögin inn ef það
verður samþykkt á þinginu."
Bjöm segir að UMFÍ sé og verði gras-
rótarsamtök sem starfi á breiðum
gmnni og að það sé ánægjulegt ef fleiri
vilji taka þátt í því starfi. „Landsmótin
sýna styrk hreyfingarinnar á hverjum
tfina og nú liggur fyrir tillaga á þinginu
að opna mótin enn ffekar.“ Formaður-
inn metur það svo að landsmótin eigi
að vera öllum opin og sem flestir eigi
möguleika á að upplifa mótin og
stemninguna sem ríkir á þeim.
Lottó - breyting á lögum og út-
hlutun
Starf ungmennafélaganna og
íþróttafélaga snýst að töluverðu leyti
um fjármögnun á starfinu. Umræðan
um skiptingu tekna á lottófé frá UMFÍ
og ÍSÍ hefur verið til endurskoðunar en
hreyfingamar eiga Islenska getspá
ORÐUVEITING: Formaður UMFl afhendir starfsmerki i kvöldveislu sem bæjarstjórn (sa-
fjarðar bauð til á unglingalandsmótinu. Björn afhendir Kristni Jóni Jónssyni, Birni Helga-
syni, Inga Þór Ágústssyni og Jóhanni Hauki Björnssyni starfsmerki sem viðurkenningu fyrir
vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar.
GLATT Á HJALLA: Norræn ungmennavika var haldin á vegum NSU í Christianslyst I Suður-
Slésvík dagana 27. júnl til 6. júlí.
Norræn ung-
mennavika á
vegum NSU
ásamt Öryrkjabandalagi Islands. Bjöm
segist ekki hafa nokkra trú á því að nú-
verandi lögum um íslenska getspá
verði breytt heldur verði starfsleyfi fé-
laganna þriggja endumýjað. „Hvað
varðar skiptinguna á lottótekjum þá er
það ljóst að ef íþróttabandalögin koma
inn verður breytíng á úthlutun lottós-
ins en það þarf ekki að þýða að hreyf-
ingin líði fýrir það." Bjöm segir jafri-
frarnt að það verði aldrei hundrað pró-
sent sátt um úthlutun fjármagns og
ekki heldur um lottóið.
ÍSÍogUMFÍ
Umræða um sameiningu UMFI og
ÍSÍ var töluvert áberandi fyrir nokkrum
missemm en hefúr nú þagnað að
mestu. Þegar betur er að gáð hefúr um-
ræðan fylgt hreyfingunum í langan
tí'ma, eða allt frá því snemma á síðustu
öld. Bjöm hefur ákveðnar skoðanir á
umræðunni. „Við verðum að koma
réttum skilaboðum til þjóðarinnar fyr-
ir hvað við stöndum og þá verður ekki
frekari umræða um sameiningu UMFÍ
og ÍSÍ. Sameiningammræðan var að
nokkm leyti byggð á misskilningi þvf
að margir héldu að hreyfingamar væm
af sama meiði, en svo er ekki.“
Byggingarframkvæmdir í
Þrastaskógi
Ungmennafélagið er eigandi Þrasta-
skógar og hefur verið síðan 1911 þegar
athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson
færði ungmennafélaginu skóginn að
gjöf. Síðan þá hefúr félagið haft umsjón
með skóginum og meðal annars rekið
veitingastaðinn Þrastalund og nú ligg-
ur fyrir að UMFI muni ráðast í endur-
nýjun á veitíngastaðnum.
„Við emm að ganga til samninga við
byggingaraðila og stefrit er að því að
nýtt hús verið risið í Þrastaskógi næsta
vor. Þetta er löngu tímabært og nýja
byggingin verður í senn glæsileg og
gagnleg og stolt hreyfingarinnar."
Framtíðarsýn formannsins
Ungmennafélag fslands var stofnað
1907 og heldur því upp á aldarafinæli
sitt árið 2007. Allt frá stofnun félagsins
hefur markmið þess verið ræktun lýðs
og lands. Hreyfíngin á djúpar rætur í
samfélaginu og hefúr komið að mörg-
um þjóðþrifamálum í gegnum tíðina.
Ungmennafélagið hefur tekið miklum
breytíngum á þessum hundrað ámm
og fylgt þróun samfélagsins og stund-
um haft forystu um breytingar í þjóðfé-
laginu.
Bjöm segir að framtíðarsýn sín á ald-
arafinæli UMFI sé að ungmennafélag-
ið verði hreyfing allra landsmanna. Fé-
lag sem byggi á hefðinni en starfi í takt
við nýja tíma. „Markmið UMFÍ em góð
og göfug og varða alla landsmenn og
þjóðfélagið í heild þannig að það skipt-
ir miklu máli að starfsemin sé öflug og
að við stefnum ótrauð að sameiginlegu
markmiði."
Norræn ungmennavika var hald-
in á vegum NSU f Christianslyst í
Suður-Slésvík dagana 27. júnf til 6.
júlí. Á vegum Ungmennafélags ís-
lands fór 33 manna hópur á ung-
mennavikuna frá öllu landinu,
ásamt fararstjórum. í Christianslyst
var boðið upp á margs konar af-
þreyingu og var dagskráin þétt
skipuð. Meðal annars var lært að
vinna f leður, unnið í smiðju,
steyptir munir í tin, búnir tii skart-
gripir, sett upp leikrit, samin tón-
list, farið í gamla leiki, siglt mismun-
andi fleyjum, keppt í blaki og knatt-
spymu ásamt því að fara í skoðun-
arferðir. Auk þess voru náttúrusöfn
og ýmis áhugaverð náttúrufyrirbæri
skoðuð. Islenski hópurinn skipu-
lagði skemmtidagskrá sem féll í
góðan jarðveg og kenndi öðrum rétt
glímutök, enda hópur glímufólks
með í för sem hélt sérstakt nám-
skeið fyrir þátttakendur. Hópurinn
kom því þreyttur en glaður heim
eftir viðburðaríka dvöl erlendis.
UNGMENNAViKA í SUUÐUR-SLÉSVÍK: Það var mikið fjör á ungmennaviku í Suður-Slésvík
en UMF( sendi þrjátíu og þrjú ungmenni til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.
(STJÓRN NSU: Anna R. Möller, stjórnarkona I UMF(, er formaður NSU - Nordisk Sam-
organation for Ungdom.
ENDURNÝJUN ÞRASTALUNDAR FYRIRHUGUÐ: Þrastaskógur við Sog í Grímsnesi, einn fegursti skógur Suðurlands, er I eigu UMFl.
Náttúruperla við Sog
Þrastaskógur í Grímsnesi austan
við Ingólfsfjall er í eigu UMFÍ en
Tryggvi Gunnarsson gaf samtökun-
um skóginn á 77 ára afmæli sínu,
þann 18. október 1911. Þrastaskóg-
ur er 45 hektara landsvæði við Sog
og Álftavatn og er nú einhver feg-
ursta gróðurperla Suðurlands. Við
Sogsbrúna stendur söluskálinn
Þrastalundur sem er eign UMFÍ,
byggður 1967. í skóginum er góð
grasflöt sem nýtist bæði sem tjald-
svæði og leikvöllur til ýmissa
íþrótta og leikja. Á hverju sumri er
unnið að fegrun og endurbótum á
svæðinu. Fjölmargir hópar koma í
skóginn á hverju sumri. Fyrirhugað
er að ráðast í endurnýjun á Þrasta-
lundi og er stefnt að þvi að bygg-
ingarframkvæmdir hefjist í haust.