Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 DVSPORT 29 1,3 milljarða Smith í vondum málum Áfram hjá Víkingi Alpay kostaði KNATTSPYRNA: Doug Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, vandar ekki tyrkneska varnar- manninum Alpay kveðjurnar eftir að hann létTyrkjann fara frá félaginu í kjölfar uppákomu á-milli hans og David Beck- hams í landsleikTyrkja og Eng- lendinga í síðasta mánuði. Ellis sagði að Alpay, sem fór án greiðslu frá félaginu, hefði kostað félagið 1,3 milljarða þann tíma sem hann var í her- búðum félagsins, bæði í kaup- verði og launakostnaði, og hefði verið hreinasta hörmung. „Við sögðum upp samningn- um við hann átta mánuðum áður en hann rann út og spöruðum okkur 400 þúsund pund en hann var samt alltof dýr," sagði Ellis. KNATTSPYRNA: Alan Smith, framherji Leeds, er í vondum málum eftir að hann varð upp- vís að því að kasta flösku, sem kom inn á völlinn undir lok leiks Leeds og Manchester United í enska deildarbikarn- umí gærkvöld, aftur upp í stúku. Svo virðist sem Smith hafi hitt unga stúlku sem meiddist á höfði þegar hún fékkflöskuna í sig. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og það er Ijóst að þetta atvik er ekki vatn á myllu Leeds sem birti í vik- unni ársreikning sinn sem hljómaði upp á sex milljarða tap og var versta afkoma hjá ensku knattspyrnuliði í sög- unni og sennilega þótt víðar væri leitað. KNATTSPYRNA: Varnar- mennirnir Höskuldur Eiríksson og Steinþór Gíslason hafa skrif- að undir nýjan þriggja ára samning við Víking eftir því sem fram kemur á vefsíðunni vikingur.net. Höskuldur og Steinþór léku báðir stórt hlutverk ÍVík- ingsliðinu á síðasta tímabili en liðið tryggði sér sæti í Lands- bankadeildinni á næsta tíma- bili. Sigurður Jónsson, þjálfari liðs- ins, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann væri mjög sáttur við að þessir tveir menn yrðu áfram. „Síðan skrifaði Daníel Hjalta- son undir þriggja ára samning um daginn og það eru gleði- fréttir." Ætlar að kæra HSÍ Viggó Sigurðsson ætlar í hart - Einar Þorvarðarson neitar að hafa látið undan þrýstingi FARINN í HART: Viggó Sigurðsson hyggst ekki una ákvörðun Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSl, sem hefur vísað ummælum hans til aganefndar heldur mun hann kæra HSÍ á næstu dögum. Viggó Sigurðsson, þjálfari ís- landsmeistara Hauka í hand- knattleik, hyggst kæra Hand- knattleikssamband íslands á þeim forsendum að það hafi ekki leyfi til þess að hefta tján- ingarfrelsi hans en stjórn HSÍ vísaði í fyrradag ummælum Viggós í garð dómara leiks Hauka og ÍR í RE/MAX-deild til aganefndar á grundvelli aga- reglna HSÍ. Viggó segir jafn framt að framkvæmdastjóri HSf, Einar Þorvarðarson, hafi látið undan þrýstingi frá Há- koni Sigurjónssyni, formanni dómaranefndar HSÍ, og stjórn Handknattleiksdómarasam- bands íslands, HDSÍ, en báðir aðilar sendu Einari tölvupóst varðandi málið en tölvupóstur þessi hefur boristtil Viggós sem og til DV Sports. Eins og áður segir þá hefur DV Sport undir höndum tölvupóst HDSÍ til formanns og framkvæmdastjóra HSÍ og hann birtist hér orðrétt í heild sinni fyrir utan reglugerðina sjálfa. „Ágæti framkvœmdastjóri HSÍ. í kjörfar þeirrar umræðu sem skap- ast hefur um störf dómara í leik ÍR og Hauka sem leikinn var í gær- kvöldi er gerð sú krafa til stjórnar eða framkvæmdastjóra HSÍað aga- nejhd HSI fjalli um þau ummæli sem Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, hefur haft í garð dómara og þeirra er að dómaramálum standa. Þessi ummæli Viggós Sigurðsson- ar sem birtust í MBL ogDVí dag eru íþróttinni til skammar og einstak- lega ógeðfelld umjjöllun um störf dómara og persónur þeirra, nú er mál að linni. Það er mjög athyglis- vert að skoða þessi mál hjá öðrum „Verði ekki komið til móts við ósk okkar um þetta mál kann svo að fara að dómarar innan raða HDSÍ hafi hrein- lega ekki áhuga á að starfa við dómgæslu það sem eftir er afyfir- standandi keppnis- tímabili." greinum íþróttanna, þar er ekki slík umræða um dómara eða í það minnsta ekki leyfð sbr. mál eru komu upp hjá KSÍ á síðasta tíma- bili. Þetta er algerlega ólíðandi og við handknattleiksdómarar ætlum ekki að vinna áfram undir sllku ástandi, svo mikið er víst. Þvígerum við þá kröfu til HSÍ að dónaskapur sem þessi endurtaki sig ekki framar. Verði ekki komið til móts við ósk okkar um þetta mál kann svo að fara að dómarar innan raða HDSÍ hafi hreinlega ekki áhuga á að starfa við dómgœslu það sem eftirer af yfirstandandi keppnistímabili. Jafn framt er sú krafa gerð að úr- skurður aganefndar í þessu máli verði send stjórn HDSI. F.h. stjórnar HDSÍ, Guðmundur K. Erlendsson. “ Ekki að ástæðulausu DV Sport hafði samband við Guðmund K. Erlendsson í gær- kvöld og spurði hann út í bréfið. „Stjórnin ákvað að senda þetta bréf til formanns og framkvæmdastjóra HSÍ og það ekki að ástæðulausu. Ég stend við allt sem fram kemur í þessum tölvupósti," sagði Guð- mundur. Aðspurður hvort honum þætti eðlilegt að stjórn HDSI gerði kröfu um að málið væri tekið fyrir og að stjórnin hótaði því beinlínis að dómarar myndu hætta að dæma í vetur ef ekki yrði farið að kröfum þeirra sagði Guðmundur eftirfarandi. „Við munum taka „Þrýstingur HDSÍer skiljanlegur. Við í stjórn HSÍ viljum útrýma mál- um þar sem menn eru úthrópaðir í fjölmiðlum og jafn vel ráðist að persónum manna eins og gert er í þessu til- felli." ákvörðun um það á seinni stigum hvort alvara verði gerð úr málinu. Við munum fyrst bíða úrskurðar aganefndar. Málefnið er alvarlegt því þarna eru persónur dregnar niður í svaðið - það er mín skoð- un.“ Höfum ekki kært neinn Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSf, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann hefði vísað málinu til aganefndar þótt honum hefði ekki borist krafan frá HDSf. „Já, alveg örugglega," sagði Einar. „Þrýstingur HDSÍ er skiljan- legur. Við í stjórn HSf viljum út- rýma málum þar sem menn eru út- hrópaðir í fjölmiðlum og jafnvel ráðist að persónum manna eins og gert er í þessu tilfelli. Við viljum losna við slíkt úr fjölmiðlum og öll gagnrýni sem hefur komið frá Viggó er í fjölmiðlum. Hann hefur aldrei komið beint á skrifstofu HSf með sfn kvörtunarmál," sagði Einar sem er ósammála Viggó í því að bú- ið sé að kæra hann. „Við höfum ekki kært neinn. Við höfum óskað eftir því að aganefnd HSf fari yfir viðtölin við Viggó. Við erum ekki að kæra. Við viljum með þessu athuga hvort þetta sé refsivert viðtal. Við viljum athuga hvort við getum tek- ið á þessum málum. Það er það sem málið snýst um. Þessi reglu- gerð var sett inn með hagsmuni hreyfingarinnar f huga og nú er það í höndum aganefndar HSÍ að ákveða hvort slík ummæli séu refsi- verð eður ei,“ sagði Einar en þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mál kemur inn á borð aganefndar HSÍ. Hákon þvingaði Einar Viggó Sigurðsson hyggst ekki bíða eftir úrskurði aganefndar heldur mun hann kæra HSÍ á næstu dögum. „Já, það er klárt að ég mun kæra. Það gengur ekki upp að HSÍ banni mér að tjá mig eftir leiki,“ sagði Viggó og bætti við að Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, hefðu einnig gagnrýnt dómara á svipaðan hátt. Viggó vill meina að ástæða þess að máli hans hafi verið skotið til aganefndar sé sú að Einar Þor- varðarson hafi látið undan þrýst- ingi frá Hákoni Sigurjónssyni, for- manni dómaranefndar HSÍ. „Þessi kæra er runnin undan riQum Há- konar en hann krafðist þess að mér verði refsað. Hákon stýrir honum í þessu tilviki og þvingar hann með hótunum. Ég hef undir höndum tölvupóst sem sannar það,“ sagði Viggó sem er sfður en svo sáttur við framgöngu Einars í málinu. „Einar er sjálfúr þjálfari og hann ætti að „Hákon stýrir Einari í þessu tilviki og þvingar hann með hótunum. Ég hef undir höndum tölvupóst sem sannar það." skammast sín fyrir að taka þátt í þessu. Hann lætur þvinga sig með hótunum og maður með sæmilegt vit hefði ekki látið hafa sig út f svona. Það er heldur greinilega ekki sama Jón og séra Jón í þessu máli því ekki fyrir mörgum árum sagði Þorbjörn Jensson, þáverandi lands- liðsþjálfari, eftir landsleik að dóm- aramir hefðu verið helvítis fífl í samtali við fjölmiðla. Svo á að fara að refsa mér fyrir það sem ég segi.“ Viggó er þegar kominn með lög- fræðing í málið og hann mun kæra HSÍ fljótlega. „Það verður ekki beðið eftir úr- skurði aganefndar. Ég er kominn með lögfræðing sem mun annast málið fyrir mig og við ætlum að stefna sambandinu því það gengur ekld að HSÍ ætli að banna mönnum að segja sínar skoðanir. Þessi reglu- gerð á sér enga stoð og ég vil fá hana út úr lögunum." henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.