Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 75. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Það eru liðin tíu ár síðan Þórunn Egilsdóttir sigraði í söngkeppni Verslunarskólans. Síðan þá hefur hún stundað háskólanám í Frakk- landi, leikið í þýskri bíómynd og stjórnað vinsælum sjónvarpsþætti í Lúxemborg þar sem hún býr. Nú er hún 28 ára og hefur rifjað upp söng- taktana því ný smáskífa með henni er að gera allt vitlaust í Lúx. Fókus heyrði f Þórunni sem hefur mikinn áhuga á að koma heim og koma sér á framfæri hér. íslensk poppstjarna í Lúx „Ég er svo ánægð að ég er alveg í skýjunum. Lagið er þegar komið inn á topp tíu listann hér í Lúxem- borg og á næstunni förum við með það til Þýskalands og Belgíu, á MTV, og vonandi til íslands," segir Þórunn Egilsdóttir á línunni frá Lúxemborg. Þórunn sendi fyrir rúmri viku frá sér smáskífu með laginu Complicated og popp- stjörnuferillinn bætist því við sjón- varpsferilinn hjá henni en hún stjórnar nú, annað árið í röð, vin- sælum sjónvarpsþætti á stærstu stöðinni í Lúxemborg. Fílaði ekki að syngja Scooter „Ég er að vinna hjá RTL sem er stærsta stöðin hér og þátturinn minn heitir RTL Boulevard. Þetta er þáttur þar sem fjallað er um allt sem er að gerast í Lúxemborg, viðtöl við stjörnurnar og svona. Þetta gengur alveg rosalega vel,“ segir hún. Hvað kemur þá til að vilt breyta til og fara að syngja? „Ég hef verið að syngja síðan ég var tíu ára og fór í Söngskóla Reykjavíkur. Ég vann svo í söng- keppninni Verslóvæl þegar ég var í Versló þannig að ég hef verið að syngja lengi. Svo hef ég líka sungið áður hér úti í Lúxemborg. Ég gerði árs samning við eitthvert fyrirtæki um að syngja fyrir þá við ýmis tæki- færi. Það var reyndar alveg hræði- legt því þetta var allt eitthvað í lík- ingu við Scooter og Dj Bobo sem ég fíla alls ekki. Mér var alltaf lofað að ég fengi að gera eitthvað spenn- andi ef ég gerði þetta en svo var það svikið. Svo hitti ég strákana frá Momento (sem gerðu með henni smáskífuna) og þá fór allt að gerast. Þetta er sem sagt í fyrsta skipti sem nafnið mitt er notað þegar ég syng hér úti.“ Fjölnir frændi Þorgeirsson ánægður með lagið Það eru þrjú iög á smáskífunni hennar Þórunnar; Complicated, Honeybunny og svo endurgerð af Complicated. En hvernig tónlist er þetta eiginlega? „Þetta er eiginlega blanda af hús- tónlist, danstónlist og diskói. Fjölnir Ifændi minn hefur heyrt þetta. Æ, ég veit ekki hvort þú þekkir hann. Jú, ör- ugglega, hann er Þorgeirsson og hon- um finnst þetta mjög flott tónlist." Jú,jú, það ættu nú allirað kannast við hann ... Er á dagskránni að koma laginu íspilun hérna heima? „Já, mig langar rosalega til þess. Ég veit bara eiginlega ekkert hvaða útvarpsstöðvar eru f gangi núna! Þeir Það eru liðin tíu ár síð- an Þórunn Egilsdóttir sigraði í söngkeppni Verslunarskólans. Síð- an þá hefur hún stund- að háskólanám í Frakklandi, leikið í þýskri bíómynd og stjórnað vinsælum sjónvarpsþætti í Lúx- emborg þar sem hún býr. Nú er hún 28 ára og hefur rifjað upp söngtaktana því ný smáskífa með henni er að gera allt vitlaust í Lúx. Fókus heyrði í Þórunni sem hefur mikinn áhuga á að koma heim og koma sér á framfæri hér. sem pródúsera þáttinn standa mjög vel við bakið á mér og vilja endilega að ég fari til Islands til að kynna lagið og koma mér á framfæri þar. Það er því aldrei að vita hvað gerist. Ég er líka farin að sakna íslands svo mikið. Það eru tvö ár síðan ég fór síðast heim og nú hringi ég eiginlega dag- lega í vinkonur mínar til að fá fréttir og svona." Ertu svo ekki búin að gera mynd- band við lagið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.