Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Blaðsíða 39
rw sport LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 3$ Guðjón Þórðarson, stjóri Barnsley, með 11 leikfæra leikmenn Erí tómu tjóni Gengi Barnsley í ensku 2. deildinni í vetur hefur verið með hreinum ólfkindum. Félagið hefur mátt þola mikið mótlæti þar sem enska knattspyrnusambandið hefur ítrekað sett því stólinn fyrir dyrnar varðandi leikmannakaup og leigu á leikmönnum. Ofan á það hafa bæst mikil meiðsl leikmanna og Guðjón þarf af fást við þá óhuggulegu staðreynd að fyrir leikinn gegn Tranmere í dag er hann aðeins með 11 leikmenn heila og nær því rétt í lið. Til þess að bregðast við ástand- inu hefur Guðjón ráðið til sín ís- lenskan sjúkraþjálfara sem væntan- lega vinnur tvöfalda yfirvinnu þessa dagana til þess að gera menn leik- færa fyrir komandi átök. „Ég var með 12 leikmenn heila á mánudaginn og svo fékk ég einn að láni frá Bolton. Það dugði skammt því á æflngunni í morgun meiddust tveir leikmenn í viðbót og því er ég með ellefu leikfæra leikmenn fyrir leikinn gegn Tranmere. Það er óhætt að segja að ég sé í tómu tjóni því ég rétt næ í lið,“ sagði Guðjón Þórðarson í samtali við DV í gær og áhyggjurnar leyndu sér ekki í rödd hans. Enska knattspyrnusambandið leyfir Barnsley aðeins að hafa 20 leikmenn á samningi hjá sér á meðan fjárhagsvandræfti félagsins eru enn óleyst, en þeir höfðu þó lýst því yfir að Guðjóni yrði leyft að fá til sín lánsmenn ef aðeins 16 leikmenn af þessum 20 væru heilir. Nú virðist sambandið hafa gengið á bak orða sinna því þeir leyfa Guðjóni ekki að fá fleiri leikmenn að láni og hann er langt því frá að vera sáttur við vinnubrögð enska knattspyrnusam- bandsins. „Ég var búinn að ganga frá láni á ungum leikmanni frá Chelsea en þeir leyfðu ekki félagaskiptin. Þetta eru ekki góðar aðstæður úl þess að vinna við en það er samt mesta furða hvað þetta gengur. Þrátt fyrir þessa neitun erum við að reyna að berja á sambandinu því þetta gengur ekki. Enska sambandið hafði talað um að við gætum bætt við okkur manni þegar aðeins 16 væru eftir en þeir hafa neitað okkur þar sem þeir segja að við séum að fíflast með þá og séum að draga inn sterkari menn sem komi frá liðum í úrvalsdeildinni. Þeir telja það ekki heiðarlegt. Þetta er ótrúlegt því þeir segja eitt og svo skipta þeir um skoðun ef það hentar þeim.“ Róbert orðinn sjúkraþjálfari. „Ég hef fengið til mín FH-inginö. og sjúkraþjálfarann Róbert Magnússon og hann verður hér hjá okkur út tímabilið. Hann er alveg frábær og á vafalítið eftir að reynast okkur vel á erfiðum tímum,“ sagði Guðjón. En hefur gamli bak- vörðurinn af Akranesi íhugað að draga fram skóna og setja sjálfan sig á bekkinn ef nauðsyn krefur? ,Ætli ég setji ekki Robba fyrst í hópinn áður en ég íhuga það,“ sagði Guðjón og hló. henry@dv.is Sótthreinsum og Polumer-húðum loftræstikerfi. Gerum föst verdtilbod þér ad kostnadarlausu KZ sérhæfir sig i hreinsun á loftraestikerfum hvort sem er fyrir fqrirtaeki, stofnanir, fjðlbýlishús eda skip. Dæmi um astand loftrsstistokka Sami loftrsstistokkur eftir Her hefur toftraéstistokkurmn að hafa verið hreinsadur. verið sótthreinsadur oj skoladm út med Bqotrol® þoku. loftstokkahreinsun Símar: 555 7550 * 899 5800 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.