Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 15 Háttsettur maður innan frönsku lögreglunnar sakar heilbrigðisyfirvöld um yfirhylmingu. Díana sögð ófrísk þegan hún lést Díana prinsessa Sjúkraskýrslur, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, eru sagðar innihalda upplýsingar um að prínsessan hafí ver- ið með barni þegar hún lést. Háttsettur maður innan frönsku lögregl- unnar heldur því fram að Díana prinsessa hafi verið ólétt þegar hún beið bana í umferð- arslysi í París í ágúst 1997. Ástmaður Díönu, Dodi al-Fayed, lést einnig í slysinu, svo og bíl- stórinn Henri Paul. Breska dagblaðið Independent on Sunday greindi frá þessu í gær. í frétt blaðsins kemur jafnframt fram að lögreglumaðurinn hafni vangaveltum um að Díana hafi verið myrt eins og faðir Dodis, Mohammed al-Faeyd, hefur þráfaldlega haldið fram. Strax eftir slysið sagði al-Fayed að sonur sinn og Díana hefðu átt von á barni. Þessu hafa vinir Díönu og fyrrum bryti henn- ar, Paul Burrel, neitað staðfastelga. Lögreglumaðurinn segir að ástandi Dfönu hafi verið leynt til að forða konungsfjölskyld- unni frá hneyksli. Hann kveðst hafa séð allar sjúkraskýrslur varðandi slysið og í óopinber- um skýrslum komi fyrrnefnd staðreynd fram. Það hafi hins vegar þótt í lagi að leyna þessu þar sem ástand prinsessunnar hafi ekki skipt höfuðmáli við rannsókn á sjálfu slysinu. Formleg réttarrannsókn á dauða Díönu, al-Fayeds og Henri Paul hefst þann 6. janúar næstkomandi. Kongunglegi dánardómstjór- inn, Michael Burgess, stýrir rannsókninni. Hann mun meðal annars fá f hendur gögn frönsku rannsóknarnefndarinnar, um sex þúsund síðna pakka. Hvort óopinberar sjúkraskýrslur verða þar á meðal er ekki vitað. Niðurstaða frönsku rannsóknarinnar var á þann veg að Henri Paul hefði verið drukkinn undir stýri. Hann hefði ekið of hratt þegar hann reyndi að komast undan hópi blaða- Ijósmyndara og því fór sem fór. Lífvörður Díönu, sem var sá eini sem lifði slysið af, kveðst ekki muna eftir atburðinum. arndis@dv.is m. Fáðu áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 286. tölublað (22.12.2003)
https://timarit.is/issue/201848

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

286. tölublað (22.12.2003)

Aðgerðir: