Nýtt dagblað - 03.07.1941, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 03.07.1941, Blaðsíða 4
Hver er styrk'eiki herjanna á austurvígstöðvunum ? Baeíarfréltlr Ármann Halldórsson, mag- ister var settur í gær skóla- stjóri Miöbæ j arbarnaskólans, en. Hallgrímur Jónsson lætur af því starfi eins og kunnugt er. Ármann er ungur maöur að aldri og lauk magisterprófi í sálarfræði við háskólann í Oslo 1936. Dvaldi einnig við •framhaldsnám í barnasálaiv fræði við háskólann í Vínar- borg, en hefur síðan verið kennari 1 þeim fræöum við Kennaraskólann. Gjöf til fæðingardeildar Landsspítalans. Þau hjónin frú Jóhanna Magnúsdóttir og Óskar Einarsson læknir hafa fært fæðingardeild Landsspít- alans kr. 1200.00 sem verði stofnfé að sjóði til bygg- ingar nýrrar fæðingardeildar við Landspítalann. Kaup IJagsbrúnarmanna verður frá 1. júlí sem hér seg- ir: Dagkaup kr. 2,20 á klukku stund, eftirvinna kr. 3,33 og helgidaga- og næturvinna kr. 4,19. íslandsmótið. Kappleikur sá sem fara átti fram í gær- kvöldi, milli Fram og Víkings, gat ekki orðið vegna þess, hve blautur völlurinn var eftir rigninguna í gær. Annað kvöld verður úrslitaleikur mótsins á milli Vals og K.R. Stigin standa svo á milli þess- ara félaga, að K.R. hefur 6 stig en Valur 5. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flytur erindi í út- varpið í kvöld kl. 8y2 um Rússland og Vesturveldin. samlaosins og HoÉlagslos Samningar hafa enn ekki náðst milli Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Læknafélags Islands um læknishjálp í sjúkrahúsum. Samningar þeir, sem um þetta mál hafa gilt, runnu út 1. júlí síðastliðinn. rHinsvegar eru samningar um aðra læknishjálp enn í gildl. Sjúkrasamlagið tilkynnti 1 gær að það mundi ekki eins og sakir standa greiða slíka læknishjálp fyrir samlags- menn sína, en í stað þess verð ur samlagsmönnum, sem sjúkrahúsvistar njóta greidd- ur styrkur eftir reglum, sem síðar verða settar um þetta mál og blaðinu er enn ekki kunnugt um hvernig verða. Þess skal getið, að þessi á- kvæði ná aðeins til sjúklinga, sem njóta sjúkravistar á öðr- um sjúkrahúsum en ríkisspí- tölunum. Nýtt dagblað leitaði sér upp lýsinga í gær um, hve mikið það væri, sem bæri á milli hjá samningsaöilum, en þeh’ vildu ekki ' gefa neinar uppiýsingar um samningana á þessu stigi málsins. Framh. af 3. síðu. í vasabókum fallinna, japanskna Jiðsforingja, sem barizt hafa við hann: „Skothríð þeirra var ógurleg og þeir hittu vel‘f, segir Chira- bari major. „Okkur var sagt, áð þessi her væri ekki sterkur“, segir Nakorna major, en þegar okkur lenti sam an við hann á vígvellinum sá ég, að þar hafði okkur skjátlnzt . . “ „31. júlí réðist 1. hfersveit okkaT á Sjatsavfeng-hæðina. 14 fjarnd- mannahermenn vörðust í 5 klst. árásum 1. hersvieitar okkar, sem greiddi þeim 'þung högg. Það var ekki fyrr en í návígi, að okkur tókst að hrekja þó úr stöðvum sínunr með byssustiingjaárás“. „Þeir rauðu notuðu allar teg- undir fótgönguliðsvopna, bæði byssur og léttar og pnngar vélar með mikilli prýði. Vegna þess, hve vel þeir hittu biðum við mik- ið tjón, jafnvel þó skotið væri í 900—1000 metra fjarlægð . .“, segir Kofuendo lautnant. Rauði herinn á nú þegar við tröllaukinn óvin að etja, og hann verður að vera viðbúinn ennþá geigvænlegri tíðindum. Það er reynt að sameina ófyrirleitnus.tu öfl auðvaldsins úm áltem heim til krossferðar gegn Sovétlýðveldun- um. Það er óhætt að treysta Rauða hernum. Hann mun gera skyldu sína. Ef á þarf að halda munu óvinirnir mæta milljóna- jrjóð undir vopnum. En þetta stríð er eigi aðeins háð um til- veru hins sósíaliska stórveldis. Það varðar allan heiminn, hvert mannsbarn í hverjum krók og kima jarðarinnar. Það kann að {jjróiast í allsherjar hildajleik milli auðdrottnanna og hinna undirok- uðu um allan hnöttinn. Mikils er vert um styrkleika Rauða hersins en það verður kaninske í enn rík- ara mæli komið undir dug hinna lundirokuðu í flasistalöndunum og auðvaldsheiminum hvernig leiks- lokin verða. Kjör hermarnianna í Rauða hemum. I engum her eru kjör her- mannanna eins góð og í Raluða hemum. Fæði, klæðnaður og að- búnaður allur er í bezta lagi. Á áruinum 1934—1939 hækkuðulaun foringja og kunnáttumann(a,r í hlem um um 284o/o eða /nærri fjór- földuðust. Herinn hafði til umráða 1900 samkomuhús 1939. Vel er séð fyrir sýningum ágætra kvik- inynda, leiksýningum með hinum völdustu leikumm, fræðandi fyrir- lestrum og ýmsu mienntandi skíemmtanalífi. 350 þúsund stöðv- ar til að hlusta á útvarp og bóka- siöfn með 25 milljón binda hafði herinni til umráða þetta ar. 1 herh- um eru lesin allt að tveim millj. blaðaeintaka og allt að hálf millj. tímaritahefta daglega. Útgjiöld til menningarmála í hiemum voru 72 millj. rúblur 1934 en 230 milljónir 1939. Orusfurnar á austur- vígsfðdvunum Framh. af 1. síðu. bát og þremur flutningaskip- um. Berlínarútvarpið tilkynnir, sem áður getur í Lundúna- fréttum um eyðileggingu rúss neska hersins í Bialystok, og ’segjast þeir hafa tekið þar 100 þúsund fanga og 400 skriðdreka. Þeir tilkynna töku Riga og Libau. Árás finnsku og þýzku hersveitanna við landamæri Finnlands og Sov- étríkjanna og miklar árásir á rússneska loftflotann.. Þelf segja, aö Ungverjar sæki U í Karpatafjöllum. Þýzka útvarpið flytur þá fregn frá Finnlandi, að Rúss- ar hafi gert loftárásir é finnskar borgir, en þeir segja, að lítið tjón hafi orðið í þeim árásum, en telja sig hafa skot, ið niður 6 flugvélar. Héraðsmót Skarphéðíns Ungmennasambandið Skarp héðinn hélt íþróttamót að Haukadal í Biskupstungum, dagana 28. og 29. júní. Mótið setti forseti Skarp- héðins, hinn kunni íþrótta- frömuöur, Sigurður Greips- son, skólastjóri íþróttaskólans í Haukadal. Þátttakendur voru af sam- bandssvæðinu, en það nær yf- Tif mínnís Næturlæfcnir: Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, síml 2234. Næturvörður er í Ing- ólfs- og Laugavegsapótekum. Næturakstur annast B.S.Í., sími 1540. ÚtvarpiS í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp , 15.30—16.00 Miðdegisútvarp 19.30 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi. 20.50 Útvarpshljómsveitin: Lagasyrpa eftir Bizet. 21.10 Upplestur: Sögukafli (Þórunn Magnúsd. rith.). 21.30 Hljómplötur: Norræn sönglög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mófþróínn magnasf Framh. af 1. síðu. manna. Daginn, sem Þjóðverjar réð ust á Rússa voru 5 þýzk skip, sem lágu á höfninni í Pyreus sprengd í loft upp. í mörgum borgum í Argen- tínu hafa verið settar nefndir á fót til hjálpar Sovétríkjum. ir Árnes- og Rangárvallasýsl- ur. Keppt var í 9 greinum frjálsra íþrótta og ennfremur í sundi og glímu. Þátttakend- ur í glímunni voru 16 full- orðnir menn og auk þess 6 drengir. Fátt var ölvaöra manna, en þeir voru tafarlaus teknir úr umferð. * Tvennskonar viðhorf 5: staðnæmdust fyrir framan fagurt og yndislegt hús, sem Mr. Hunter hafði látið byggja fyrir einu ári. Strax og Batemann var oröinn einn, hringdi hann í sím- ann. Það birti yfir svip hans, er hann heyröi hver svaraði. — Komdu sæl, Isabel, — sagöi hann glaðlega. — Komdu sæll, Batemann. — Hvernig gaztu þekkt rödd mina? — Það er nú ekki svo langt síðan eg heyrði hana síðast, og þar aö auki bjóst ég við þér. — Hvenær get ég hitt þig? — Hefurðu tíma til þess að borða með okkur kvöldverö, eða kannske þú ætlir eitthvað annað? — Þegar þú ert annarsvegar, þá er allt annað einskisvirði. — Er nokkuð að frétta? Honum fannst hann greina kvíöa í rödd hennar. — Já, svaraöi hann. — Jæja, þú segir mér það í kvöld. ‘ Hún hringdi af. Þetta var líkt henni. Hún var ekki að sýna neina óþolin- mæði eftir aö fá aö vita sannleikann, og þó var hann henni svo mikils viröi. ‘ÍÞað var alveg sérkennandi fyrir hana, hVe rólega hún tók öllu. Batemann fannst það lýsa svo aðdáanlegri hugprýði og þreki, að hún skyldi leggja á sig að bíða svona' að óþörfu eftir erindislokunum. Þau voru aöeins fjögur við kvöldborðið, Batemann, Isa- bel og foréldrar hennar. Hann hlustaði með aðdáun á, hve glaðlega og snilldarlega hún mótaði samræðu^nar, stýrði þeim fram hjá þeim málefnum, sem hún kærði sig ekki um, og hélt þeim á þessum léttu, lipru strengjum. Þó gat ekki verið, að henni væri létt í skapi. Batemann fannst, að einmitt þannig myndu aðalskonurnar hafa borið sig, er þær voru leiddar á höggstokkinn. Þá höfðu þær horft brosandi á fegurð þess dags, er bar þeim engan morgundag. Það hjálp- aðist líka allt aö til þess að festa þessa mynd í huga hans. Tígulegir, fagrir andlitsdrættimir og þaö, hve efri vörin var stutt, en það gerði hana ennþá höfðinglegri. Og ekki hvað sízt hið mikla, ljósa hár hennar, sem bylgjaöist svo frjáls- lega niður með vöngunum. Það hlaut að vera augljóst hverjum sem sá hana, aö í æðum hennar rann hiö göfgasta blóö Chicagoborgar. Borðsalurinn var eins og fögur umgjörð, eins og endur- skin af hennar eigin fegurð. Það var heldur engin furöa, því aö ísabel hafði algerlega ráðið stíl hússins, bæöi utan og innan. Það var byggt í gömlum Feneyjastíl, og sér- fræöingur hafði búiö það húsgögnum í stíl Loðvíks 15. Það var eins og þessi íburðarmikla skreyting, sem minnti svo mjög á ástabrall einvaldskommgsins, fengi einhvern ilmandi blæ í návist hennar, gæti ekki notið sín, nema sem rammi utan um hana. Hún var gáfuð og fjölhæf. Samræður hennar, sem alltaf voru mjög liprar, voru þó aldrei efnislausar. Hvert umræöu- efnið tók við af öðru, og alltaf var þaö ísabel, sem eins og hélt samræðunum í hendi sér. Fyi’st ræddu þau um sjónleik, sem hún og móðir hennar höfðu verið á um daginn. Þá um fyrirlestur, sem enskt skáld flutti í háskólanum, um stjórnmálaviðhorfið, og loks um „málverk eitt, eftir einn af hinum gömlu, frægu meist- urum. Faðir hennar haföi nýlega keypt þetta málverk fyr- ir fimmtíu þúsund dollara. Batemann naut þess að hlusta á hana. Hann fann, að nú var hann aftur kominn inn í hiAn menntaöa heim og miðstöð menningar og göfgi. Hann fann nú, hvernig gamlar raddir, sem hann haföi glímt við undanfarin dægur, hljóðn- uöu og hurfu á einhvem dularfullan hátt. — Ó, en hvað það er nú gott að vera kominn aftur heim til Chiacago, — sagði hann. Um leið og þau stóðu upp frá borðinu, sagði ísabel við móöur sína: — Eg ætla að taka Batemann meö mér inn til mín, við þurfum að spjalla um eitt og annaö. — Jæja þá, góða mín, — sagði Mrs. Longstaffe, — við pabbi þinn förum þá inn í Madame du Barry-stofuna.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.