Nýtt dagblað - 03.07.1941, Blaðsíða 1

Nýtt dagblað - 03.07.1941, Blaðsíða 1
Þýzkir skriðdrekar. r rí» iraiEiHii m lerslns. Þjódverjar segjast hafa handtehíð 100 þils. manna her vlð Bíalystok í útvarpi frá London í gær segir svo um hernaðinn á austurvígstöðvimum: Þó að þýzki herinn sæki fast fram, veitir sovétherinn honum hina harðvítugustu mótspyrnu. Segir útvarpið svo frá að Sovéthernum takist mjög að hindra að fótgöngulið Þjóðverja geti fylgt skriðdrekasveit- unum eftir. Þjóöverjar segjast hafa gersigrað hinn um- kringda her Sovétríkjanna við Bialystok og tekið þar 100 þús. fanga. Þessi frétt hefur ekki hlotið neina staðfestingu af hálfu Sovétríkjanna. Þjóðverjar segjast hafa tekið borg- ina Windau í Lettlandi, en viðurkenna, að þar hafi verið um harðvítuga mótspymu að ræða. Enska útvarpið segir, að af fregnum þessum sé ekki vel Ijóst, hvemig málin standi í raun og veru, en Þjóðverjar tilkynni einkum þrjá mikilvæga sigra: í fyrsta lagi, að þeir hafi sigrað her Sovétríkjanna við Bialystok, annað, að við Windau hafi þeir umkringt hersveit, sem ekki verði undan- komu auðið, og í þriðja lagi sæki her inn í Ukraine og sé hann kominn miðja vegu til Kiev. En jafnframt viðurkemia þeir, að víða séu háðar harðar orustur að baki vélahersveit- imurn. Hemaðaryfirvöld Sovétríkjanna minnast ekki á neina sigra eða framsókn Þjóðverja á þessum sióðiun. Þjóðverjar segja, að Rússar berjist af miklum móði, og að Rauði herinn sé miklu harðskeyttari en herir Rússa voru í síðustu heimsstyrjöld. \ Dregutr úr sigurtílkynníngum Þjóðverja Þjóðverjar telja sig hafa far ið yfir landamæri Finnlands og Sovétríkjanna á tveimur stöðum, og segjast þeir hafa truflað samgöngur efth* Mur- mansk j ámbrautinni. Brezka útvarpið hefur orð á því, að Þjóðverjar taki nú ekki eins djúpt í árinni og áður um að þeir hafi eyðilagt rússneska flugflotann, heldur láti sér nægja að segjast hafa veikt hann að mun. Herstjórn Sovétríkjanna segir, að flugfloti þeirra hafi haft sig mjög í frammi, og hafi þeir á mánudaginn skot- ið niöur 102 flugvélar en 54 á þriðjudaginn. Lundúnaút- varpið flytur einnig þá til- kynningu frá Rússum, að í Eystrasalti hafi rússnesk flota deild gert mikinn skaða á her skipum Þjóðverja og við Kon- stanza, flotahöfn Rúmeníu, hafi þeir sökkt þýzkum kaf- Framh. á 4. síðu. Hermdarverk í Ung verjalandí Lundúnaútvarpið skýrir frá því, að síðastliðinn föstudag hafi olíuhreinsunarstöð í Ung verjalandi veriö sprengd í loft upp. Vörusala sambandsíns óx um 6 millj- ónír króna á síðasflíðnu árí Aðalfundur Sambands is- lenzkra samvinnufélaga hefur staðið yfir undanfama daga á Akureyri og sóttu hann 70 fulltrúar frá öllum gildum fé- lögum sambandsins nema einu. Fundurinn stóð yfir í 2Vz dag og lauk hon- um í gær. Fátt markverðra tíðinda gerðist á aðalfundin- um. Á fundinum var birt ýtar- leg skýrsla um starf sam- bandsins og hag þess á liðnu ári. í sambandinu eru 48 fé- lög með nær hálfu átjánda þúsundi félagsmanna og fjölg aði þeim um 1071 á árinu. Vörusala sambandsins (bæði innlendar og erlendar vörur) nam 38,8 milljónum króna, og er sú upphæö um 6 milljónum króna hærri en á fyrra ári. Stofnsjóður óxum 211 þúsund krónur og tekju- afgangur varð 826 þús, kr. Úr stjórn S.Í.S. áttu að ganga Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og Jón ívarsson kaupfélags- stjóri í Horpafirði. Voru þeii' Síðtisfu fregnír; Rfssar lílkiiDa afl eClalersuiltiFiir nilli Moskuiiog liiosk loli ooriO oMiMor Rússar tilkyrmtu í gær- kvöldi, að þeir hefðu eyðilagt vélahersveitirnar, sem sóttu fram frá Minsk áleiðis til Moskva. Harðir bardagar standa yfir við Múrmansk, við Dvínafljótið og í Suður- Póllandi. Bæði á finnsku landamærunum og í Suð- ur-Póllandi hafa Þjóðverj- ar sett niður sveitir fallhlífar- hermanna, en þær voru al- gerlega eyðilagðar. Mófþróínn magnasf í herfeknu löndunum í Búdapest í Ungverjalandi hafa bændum verið bönnuð fundahöld, af því þeir hafa látiö í ljós andúð, gegn stríð- inu á móti Rússum. í Júgóslavíu og Bosníu hvetja verkamenn og bændur til skemmdarstarfsemi. 5 verkamenn hafa veriö teknir fastir og 4 þeirra líflátnir. Þrátt fyrir fjöldahandtökur og líflát í Rúmeníu er flug- miðum dreift um allt landið, þar sem hvatt er til mótþróa og skemmdarstarfsemi. Herréttur Þjóðverja í Haag dæmdi 18 verkamenn í Haag til dauða fyrir skemmdarstarf semi. Allir mennirnir voru taf arlaust teknir af lífi. báðir endurkosnir. Þá voru og endurkosnir í varastjórn þelr Jens Figved kaupfélagsstjóri í Reykjavík, Jón Þorleifsson frá Búðardal og Skúli Guðmunds son á Hvammstanga. Vilhjálm ur Þór var kosinn varafor- maður. Fulltrúarnir úr Reykjavík sem sátu aðalfundinn Koma væntanlega hingað í kvöld. RIMssllörnio Iflor ot 3 oHlllðna inn- Ríkisstjórnin bauð í gær úl nýtt innanríkislán, að upp- hæð 5 milljónir króna. Er lán þetta viðauki við lán það, að upphæð 5 milljónir króna, sem boðið var út um nýárið ií vetur, samkvæmt heimild bráðabirgðalaga. Alþingi hækk aði lánsheimild bráðabirgða- laganna upp í 10 milljónir kr. og er hið síðara lánsútboð seinni helmingur lánsins. Lánin eru handhafaskulda- bréfalán, sem hljóða upp á kr. 5.000,00, kr. 1.000,00 og kr. 100,00. Lánið verður endur- greitt með jöfnum árlegum afborgunum á 25 árum og ea gjalddagi afborgana 1. janúar ár hvert. Vextir eru 4(4%, en eins og kunnugt er, þá eru vextir af sparisjóösinnlánum Landsbankans ekki nema 3% og aðrir innlánsvextir enn lægri. Sala skuldabréfanna hefst í dag og geta menn skrifað sig fyrir lánunum í fjármála- ráðuneytinu, bönkum og spari sjóðum bæjarins, hjá kaup- höllinni og flestum mála- færslumönnum bæjarins, og verða bréfin svo síðar afhent á sömu stöðum. Vilhelmína Hollandsdrottn- ing hélt ræðu í London um hetjudáð þéssara 18 verka- Framh. á 4. síðu.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.