Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 1

Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 1
I. árgangur. Föstudagur 18. júlí 1941. 16. tölublað. Enn eru fregnir óljósar og mótsagnakenndar um við- ureignina á austurvígstöðvunum. Lundúnaútvaipið vekur eftirtekt á því, að í dag geti Þjóðverjar þess ekki, úð sókn- in gangi samkvæmt áætlun, heldur láti sér nægja að segja, að á austurvígstöðvunupþ^ séu nú háðir þeir mestu 'bar- dagar er sögur fara af. Herstjórn Rauða hersins tilkynnir í gær, að engar veru- legar breytingar hafi orðið á vígstöðunni. Lundúnaútvarpið telur, að samkvæmt fregnum að dæma, muni Rauði herinn vera í sókn á Bobroiskvígstöðvunum. Lundúnaútvarpið hefur það eftir fréttaritara Daily Telegraph í Stokkhólmi, að með sanni hafi mikið mátt dást að hernaðarkunnáttu þýzku herstjómarinnar, em einnig megi dást að herkænsku Rauðu herstjómarinnar, uudanhald herja hennar sé prýðilega skipulagt, samband hersins sé ávalt órofið og flutningakerfi Sovétríkjanna hafi reynst miklu betur en við var búist, og gangi greiðlega um alla flutninga til herstöðvanna. jj Sœttirí deilu sjianna og ud Fullfrúar sjómanna gefa Nýju da$« bladí rangar upplýsíngar Þegar Nýtt dagblað talaði við Björn Þórðarsoni, lög- mann og sáttasemjara í vinnudeilum, árla dags í gær, fékk blaðið þá frótt, að sætt hefði komizt á í deilu sjómanna og útgerðarmanna laust fyrir kl. 7 í fyrrakvöld. BerlínarútvarpiS segir, að nú hafi Rússar teflt fram síð- ustu varaliðssveitum sínum til að reyna að tefja sókn Þjóðverja. Segir útvarpið, að á austurvígstöðvunum taki 9 milljónir hermanna þátt í bardögunum. Tilkynnir það enn framsókn Þjóðverja, hafi þýzkar hersveitir farið fram hjá Polovsk og tekið hana (stendur hún við fljótið Dvína), er sagt, aö þar hafi verið barizt í návígi og marg- ir fangar teknir. Á miðvíg- stöðvunum segja Berlínar- fréttir, að Þjóðverjar hafi tek- ið Smolensk, sem er mikil iðn aðarborg um 330 km. vestur af Moskva og mjög þýðingar- mikil borg frá samgangnasjón armiði, en sú frétt hefur ekki verið staðfest af þýzku her- stjórninni og í Moskvafrétt- um er það heldur ekki viður- kennt, en þar er rætt um bar- daga skammt frá borginni. Á leiðinni til Kiev segjast Þjóðverjar hafa tekið nokkur stórskotavirki. Þá tilkynna Þjóöverjar, aö Ungverjar hafi tekið höfuö- borg Bessarabíu, en Lundúna- útvarpið segir frá því, sam- kvæmt fregn frá Moskva, að á þeim slóðum hafi mikil lið- hlaup átt sér stað úr sveitum nazistanna. Þá kemur frá þeim einnig frétt um það, að Finnar telji sig hafa tekið smáeyjar, skammt frá Hangö, og í Lundúnaútvarpi er um það talað, að Finnar þykist vera komnir aö austanverðu Ladogavatni. Þá telur Lundúnaútvarpið fregnir frá Ungverjalandi sanni það, að gífurlegt tjón hafi orðið af árásum Rauða flugflotans á Rúmeníu. Fregnir hafa flogið fyrir um pað, að japanska stjórnin hafi sett Vichystjórninni úrslitakosti um flotastöðv. og aðra herniaðarað þtöðu í Indo-Kína, en ]wí er mót mæit í Vichy. Þá er þess getið, að í fyrradag þegar sendiherra Japana í Moskv gekk á fund Molotoffs, þá hafi Molotoff fullvissað hann um þ.að, að hernaðarbandalagssáttmáli Breta og Sovétríkjan.na snerti að- eins baráttuna gegn þýzku1 naz- Var sæzt á nokkra hækkun frá tillögu sáttasemjara, þeirri er sjómenn höfðu fellt við allsherjaratkvæðagreiðsl- una, en þó ekki nærri gengið aö kröfu sjómanna, er þeir settu upphaflega fram, t. d. er sætzt á %% af brúttósölu- verði aflans til háseta í staö 1%, sem krafa sjómanna var um. Ekki ýar á neinn hátt leit- aö álits sjómanna þeirra, er istunum. Síðdegis í gær höfðu enn ekki komið rueinar opinberar tilkynn- ingar um stefnu nýju stjórnarinn ar. Bretar og Bandaríkjamenn á- lita, að breyiingur vierði í þá átt, að Japanir fari nú að hafa meira um sig á hernaðarsviðinu. Séu þeir nú svo langt komn- ir út á framhaldandi hernað- arbraut, að þeir geti vart aft- ur snúið. þó var hægt að ná til, um þessi kjör. Meö þessum nýju samningum er að vísu um mikla kaupuppbót að ræöa, frá því sem áður var, en þó verður að draga það mjög í efa, að það hafi verið vilji sjó manna yfirleitt að slá í nokkru af þeim kröfum, sem fram höfðu verið settar, því að bæði er það, aö sjómenn vilja ógjarnan fara ísfisksferð irnar til Bretlands, og þeim er það sömuleiðis mjög vel ljóst, hvílíkur geysigróði er af þessum ferðum og telja sig vel að því komna að fá ofur- litla þátttöku í honum. Blaðið biður lesendur mikil- lega afsökunar á því, að rang- lega var frá þessum málum skýrt í blaðinu í gær. Klukk- an rúmlega 7 í fyrrakvöld eða skömmu eftir að gengið var frá samningunum, hitti blað- ið tvo fulltrúa sjómanna í samningunum að máli og spurði tíðinda, en báðir sögðu að enn væri ósamiö og engra tíðinda að vænta þá um kvöld ið og flutti blaðið fregnina í gær samkvæmt því. — Fellur oss það mjög þungt að hafa uppgötvað það, að ekki skuli vera hægt að reiða sig á fregn ir frá fulltrúum verkamanna og þeir skuli gera sér leik að því að gefa blöðum rangar frétth' um þaö, er gerist í mál um verkamannanna. Vonum vér að svona lagað endurtaki sig ekki, og í trausti þess mim um vér ekki ræöa þetta mál frekar að þessu sinni. llaOanem NH- lilins triíliiF Þann 16. [>. m. bárust utanrik- ismálaráðuneytinu skeyti umpað frá Englandi, að blaðamenn Þjóð viljans hafi ]>ann dag verið látn- ir lausir, og bíði [>ess nú, frjáls- ir ferða sinna, að tækifæri bjóðist til heimferðar, sern vonandi verði mjög bráðlega. Framhald á 4. síðu Frá Bakú, rússnesku olíubor-inni. — Enn eiga hersveitir Hitlers langa leið ófama. Ný stjórn í Japan Yfírstjórn hers og flota í sterkarí að- stöðu en áður Lundúnaútvarpið flutti þá frétt árdegis í gær, að ný stjóm hefði verið skipuð í Japan. Konoye prins er forsætis- ráðherra áfram. Er nú talið, að yfirstjóm hers og flota hafi enn sterkari aðstöðu í stjóminni en áður, og er ekki búizt við að rekin verði gætilegri pólitík þar en verið hefur. Er þess getið, að Matsúoka, utanríkismálaráðherra, hafi sótt það fast, að Japanir fæm í stríðið með Þjóðverjum, og þykja nú meiri líkur til þess en áður að Japanir hefji að- gerðir í þá átt. En fjármálamenn og iðjuhöldar Japana hafa einkum á móti staðið.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.