Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 18. júlí 1941. H. K., Laxness Þetta er saga um íslenzkt al- þýðuskáld, sem lifði við lítið heimslán vestur á fjörðum og skrifaði margar þ.ykkar bækur, sem nú geymast á Landsbóka- safninu. Þetta er saga um „fólk í tötr- um“, flækinga og óiánsmenn. Kannske er það líka „svívirð- ingarsaga" um íslenzku þ'jóðina, gerð til að spiila áliti hennar er- lendis. Ef til vill er það samt saga um eitthvað annað. Sumir fínna þama e. t. v. sög- una um fegurð mannlegrar sálar. Þessi gimsteinn skin jafn fagurt í skarninu sem í gullinni umgerð. Og þótt hann sé gallaður og jafn vel ófægður, bnestóttur og með ótal vankanta, þé er hann samt dýrmætari en allt annað. Svo að sá sem hiefur fundið hann lætur fyrir hann „allt sem ha.nn átti“. En þetta fer allt eftir innræti þess sem les. Saga þessi er í fjórum all- stórum bindum. Er hvert um sig sjálfstæð saga, og þó er verkið ein órofin heild. Fyrsta bindið — Ljós heims- ins — segir frá uppvexti Ljós- vikingsins á Fæti undir Fótarfæti. Þetta er sagan um mannlegt um- komuleysi. Á Fæti undir Fótarfæti eru all- <á ir einstæðingar. HöTð lífsbarátta hefur lagt manneskjumar í á- lög og steingert tilfinningar þeirra. Grimmum álögum fylgja þau ósköp að ofsækja og drepa hið góða og fagra. í þessu umhverfi elst skáldið upp. Hann er sem mennskur mað íur í tröllahöndum. Einin móti öll- um og „finnst að allur heimurinn vera að hefnast á sér fyrir eitt- hvað, sem hann hefur ekki gert“. Þó tekst ekki að leggja á hann og gera hann tröllum likan, því að hann sér „ósýnilegan vin“. Því er hann alls ekki einstæðdngur. Umkomulausastir em þeir, „sem guð gaf enga viðkvæmni og áttu þarafleiðandi aldrei bágt og töl- uðu aldrei saman „svo að líf þeirra blómstraði ekki einu sinni einn einasta dag“. Þessvegna er gamalmennið, sem átti nokkrar bækur í klút og sjöi börn í jörðu og sjó og dó umkomulaus eins og dýrin, rík- ari og hamingjusamari. en hinn efnaði fjáreigandi og utgerðar- maður, sem umhverft he'fur mann uðinni í mannhatur. Annars er oss hallt að minn- ast þess, er vér dæmum persónur þessarar skáldsögu, að 'þeim er öllum lýst þann veg, sem þær koma nöfuðpersónunni, Ljósvik- ingnum fyrir sjónir. Höfundurinn virðist einatt vera svo samgróinn NÝTT DAGBLAÐ Oiafs saoa Karasinar Ljósvíkingnum eða Ljósvíkingur- inn höfundi, að erfitt er að sjá, hvar öðrum sleppir og hinn tekur við, en ef til vill kem ég betur að þessu síðar. Tvær næstu bækur gerast í Sviðinsvík undir öþveginsenni. Eignin birtist okkur þar í gervi Hólsbúðar-Dísu. Konunnar, sem rænd hefur verið heiðri sínum, firrtviti og rúin öllummannlegum einkennum. Manneskja í sinni dýpstu niðurlægingu, sinum þyngsta 'þrældómi. Höfðingi eignarinnar, PéturÞrí hross er persónugerfinigur þess valds, er „eigninni" ræður, upp- vera skáld og fræðimaður þótt ekki sé hægt að vierða mann- eskja, eins og Bervíkurklerkurinn. Þetta er þá í stuttu máli uppi- staða verksins. Umkomulaus æska, eldraunir reynslu og þjáninga, endurfæðing í fiegurð. Þetta er tvímælalaust lang- merkasta verk H. K. L'. Salka Valka og Sjálfstætt fólk voru eig- inlega ófullgerð verk. Að loknum lestri var líkast þ>ví að lesandinn stæði einhversstaðar á miðjum vegi og væri ekki alveg viss um hvert leiðin lá, enda þótt framundan væru glöggar götur. Hér aftur á móti leiðir höfúnd Eflír Hlöðve Sígurðsson gjafa hugsjónamaður, sem snúizt hefur til hermdarverka. Umkomu leysi Ljósvikingsins eins og fjar- lægist, sökum ofurþunga manin- Iegra þjáninga umhverfis hann. i þriðja bindi hefur skáldið eignazt „hús“. Skyldur hans við mannkynið birtast í skyldumhans við sitt hús... Heitkonan kom yfir fjöllin með hnegg veturnáttanna i sporum sínum. Hún verður imynd hins líðandi mannkyns,, sem bind ur skáldið með bandi vorkunm- seminnar. Annarsvegar hneigist hann að Jórunni í Veghúsum, er hannkallar ímynd Frelsisins. Þeg ar heitkonan gengur á reitina, sit- ur skáldið heima og ritar þætti um Einkennilega Menn. Þessir einkeninilegu menn eru þjáningar bræður hans. Menm, sem þráðu frelsið, eni áttu hús og hlutu frið leysi en ekki frelsi, eins og Jó- hann Beri, því að „raun og vera eru ekki utan við manninn held- ur búa í hans eigin vitund og hvergi nema þar“. Hér virðast' andfetæðurnar vera ósættanliegar Skáldið ,sem er samvizka og til finning mannkynsins og ber byrð ar alls ranglætis og allrar eymdi ar, þráir aðeins að lifa f fegurð - og hótar að brjóta af sér alla fjötra. I fjórða bindi, Fegurð himins ins, er söguhetjan flutt í aðra sveit, Bervík í Bervíkurhreppi.Og orðinn barnakennari. Þessi bóker lofgjörð um mannlega sál, sem skiíist í deiglu reynslu og þján- inga, andar frá sér alúð og mildi og ljómar af fegurð. Nú upp- götvar lesandinn, að verkið allt er sem voldug hljómkviða, sem endar í lofsöng. Þrátt fyrir allt eru mannlífið og fegurðim ekki tveir elskendur, sem aldrei fá að njótast, heldur býr fegurðin í mannlífinu og hvað mest þar, sem við áttum hennar sizt von. „Þar sem allar hugmyndir um fiegurð eru villutrú, nema í bak- sýn hins ljóta, en öll fiegurð þeim mun töfrafyllri, sem vébönd henn ar nálgast meira ofurefli sinnar eigin andstöðu“. Hér er skáldið kvæntur heitkonunni, sem reynist bonum skilningsbetri eiginkona en hann hafði vænzt. Þegar allt kemur til alls er hægt að tigna fegurðina þótt við snúum ekki baki við mannlegum þjánin^um og jafnvel hægt að ur lesandann upp á sjónarhæðmieð útsýn um víða vegu. Það hefur vierið sagt, að þetta væri saga um förumann og flæk- inga, sagarn um alþýðuskáldið, og jafvel sagan um skáldið. Égheld að eins viel mætti segja, að þetta væri saga um manninn. Ég tel hæpið að tala um persóur sög- unnar sem „týpur“. Ólafur Kára- son, sem birtist í æðstu mann- legri tign og dýpstu mannlieigri niðurlægingu og það jafnvel hvorttveggja í ‘sienn, er ef til vill hverjum manni merkari. Allar aðr ar persónur söguinnar eru eins og fyrr er sagt séðar með iauigumj Ólafs Kárasonar og því ógerning ur fyrir lesandann að átta sig á þeim fyrr ien hann hefur lesið sig inn í sálarlíf Ljósvíkingsins. Bera ier að nokkru leyti draum sýn ólafs Kárasonar, skáldskapur hans um fegurðina. Pétur Þrí- hross er hinn afdankaði umbóta- og hugsjónamaður, sem gerzt hef- ur verkfæri hinna fjandsamlegu þjóðfélagsafla. Barátta hans við skáldin er barátta hans við skáld í honum sjálfum, sem elur hans eigin vanmáttarkennd og kvelur samvizku hans. Líf hans verður friðlaus leit eftir andlegum verð- mætum og jafn friðlaus baráttia við hin andlegu verðmæti, sem hann hefur svikið.. Örn Olfar verður að nokkru leyti andstæða ólafs Kárasonar og þó jafnframt sú hugsjón, sem hann þráir öðru veifi, sá þáttur í hans eigin skapgerð, sem aldrei varð nógu traustur. Þó er hann ekki fremur „typa“ en fjöldi manna, sem við sjáum daglega og tölum við. Heitkonan, tákn mannieskjunn ar, sem þjáist og þjáir aðra, er gamall kunningi, sem við sáum í gær og hittum ef til vill á morgun. Engin þessara piersóna er yfir mannleg eða- undirmannleg. öll um er þeim leikið gegn ólafi Kárasyni. Allar varpa þær á'hann ljósi eða skugga, skýra mund hans. Það _er þeirra hlutverk. Ljósvíkingurinn er þungamiðja listaverksins. Allt anpað er sem umgjörð um mynd hans. I þeirri umgerð eru fjölda margar skyndi myndir, sem verða órjúfanlegur hluti af heildinni. Hver þeirra myndar sinn vissa flöt á umgerð inni um mynd Ljósvíkingsins, sem aftur varpar á þær sínu sterka ljósi. Stundum tekst höfundi í tvieim setningum að draga upp skýra persónu, ómáanliega mynd, svo sem trúboðann, siem „skildi guð en ekki mennina og vissi þeim mun færra um mennina, sem hann vissi fleira um guð“. Hlaupa Halla, sem átti níu börn í tólf sveitum og var alla tíð jafn ósættanleg við tilveruna verður ekki aðeins minnisstæð' heldur og töluviert hugþekk. Innantukthúsmennirnir, skóla- nefndarmennirnir, Jason vitavörð ur og dóttir hans, allt eru þetta Ijóslifandi menn. Það hiefur verið sagt, aö saga Ljósvíkingsins væri eins og hljóm kviða og sjálfur segist H. K. L. mikið hafa lært af músík við byggingu skáldverká. En "hann býr einnig yfir tækni kvikmynda leikstjórans, sem gerir eina mynd úr mörgum og leiðir áhorfand- ann ýmist í nærsýn eða fjar- sýn og klippir að lokum burt allt það er ekki skiptir máli. En þá hefur sálarfræðin gefið höf- undi hvað mest vieganesti til skáldskapargerðar. Hviarvietna í sögum hans sést, hve sárarfræð in er honum inngróin. Það eru ekki tilbúnar piersónur til að sanma sálfræðilegar kenningar, heldur gegnumlýsing mannlífsins í krafti sálfræðilegrar þekkingaí. Þekking höfundar á félagsvís indum hefur og komið honum að góöu liði. Að hætti beztu er- lendra sósíalskra skálda, svo siem Gorkis, velur hann söguhetjur sínar meðal alþýðunnar. Hann sýnir mannlegan hietjuskap og mannlega tign í gervi hins fyrir litna og sinauða. Salka Valka,. Bjartur í Súmarhúsum og ólafur Ljósvíkingur er ekki það fólk, sem hieimurinn hyllir. H. K. L'. tekst að gera þetta fólk stórfeng- legt. En sögurnar verða jafnframt ádeila á þá mannfélagsrækt, er býr þannig að sínum bezta gróðri að hann úrkynajst og vanskapast- Hitt er misskilningur og fáránleg meinloka, að H. K. L'. trani fram í sögum sínum ákveðnum piersön um til að túlka sínar eigin stjóm málaskoðanir. Þá virðast sumir halda að viss atvik, sem þeir kannast við, séu sett til þess að eins að koma þeim að og ná sér niðri á vissum mönnum. Mætti þar nefna greftrun Satans og Mósu, grafreit Péturs Þríhross og aítkvæðagreiðsluna í Féliagi Sannra Islendinga, að ógleymdu Þjóðernis- og Menningarbrókafé- félaginu. Engu þessu er ofaukið í sögunni. Þarna tekur höfundur aðeins efnið í verk sitt þar sem það er hiendi næst og væru slík atvik tilbúningur höfundar mundu þau ekki hneyksla neinn. — ÞaÖ er athyglisvert, að þau átvik í sögum Laxness, sem flestir telja ósieniniliegust eru blákaldar stað reyndir. — Þó má vera, að höf- undur gerði bietujr í 'að reyna ekki svo mjög á þolinmæði við- kvæmra lesenda, sem eiga full- erfitt með að skynja heildarmynld' sagna hans, þótt ekki séu 'þeir truflaðir af þessum sökum. En þegar nokkuð líður frá mun þetta engan siaka og vel eru ýmsir að því komnir, að nafni þeirra og verkum sé 'þannig á lofti haldið. Sfccyfí frá Roosevelf Banda* ríkjaforseta tíl rfkísstfóra Hans Göfgi Sveinn Björnsson, ríkisstjóri íslands, Reykjavík. í hvíta húsinu 16./7. Mér þótti mjög vænt um að fá símskeyti yðar frá 10. júlí 1941, þar sem þér tilkynnið mér, að samkomulag það, sem gert var milli forsætisráðherra íslands og mín með orösendingum, er við skiptumst á 1. júlí 1941 um hervarn- ir íslands, hefði verið staðfest lögformlega svo sem stjórn- skipunarlög Islands mæla fyrir. Þar sem þér í símskeyti yöar minnist hinna sögulegu tengsla milli íslands og Banda- ríkjanna og hvern þátt fólk af íslenzkum uppruna hefur átt í þróun Bandaríkjanna, snertir það strengi, er endur- óma í hjörtum BandaríkjaþjóÖarinnar, sem lengi hefur haft ástæðu til að meta aö verðleikum hin miklu afrek þeirra samborgara sinna, sem af íslenzku bergi eru brotnir. Hin. langa og frækna saga Alþingis íslendinga og hin stöðuga barátta íslenzku þjóðarinnar gegn kúgunarvaldi og fyrir frelsi mannsandans er vel kunn í Bandaríkjunum og vekur aðdáun þar. í ljósi sameiginlegs uppruna og sameiginlegra hugsjóna ber ég traust til þess, að vernd sú á óskertu um- ráðasvæði íslands og stjórnmálasjálfstæði þess, sem við viö höfum tekizt á hendur gegn öflum, sem eru nú aö leitast við að gera að engu sameiginlegar hugsjónir okkar, muni skapa tækifæri til þess að treysta jafnvel ennþá betur þau bönd, sem nú tengja íslenzku þjóðina og Bandaríkin. Ég þakka yður af einlægri alúð fyrir hinar mjög vinsam- legu óskir yðar um heill og farsæld Bandaríkjaþjóðarinnar, sem metur mikils að eiga nánara samstarf við íslenzku þjóðina um varðveizlu þeirrar lífsstefnu og þeirra lífshátta, sem þjóðir okkar beggja hafa helgaö krafta sína. Franklin D. Roosevelt.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.