Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 18.07.1941, Blaðsíða 4
0 Bæjarfrétfír Dájiftffmgn/ Nýlega barst hing a'ð xregn um pað, að Islaindsvin- iurinn, Otto A. Bruun, sé látinn, K. A. Bruun, gleraugnasérfræð- ingur, er sonur hans. Sagrn í blaiöinu. Af sérstök- Um ástæðum hefur orðið að fresta að birta framháld sögunnar: „Tvennskonar viðhorf" í uokkra daga. En von er á framhaldi á næstunni Á meðan verða birtar smásögur í blaðinu. ,Haförnínn‘ leifar að síld Síldveiðarnar ganga treglega enn. Verður litið síldarvart á miðunum, enn sem komið er. Elug vélin hefur síðustu daga flogið yfir miðhluta síldarsvæðisins, en ekki iqjrðið vör við neina síld. Veður hamlaði flugi í gær. Það litla, sem veiðist, er allra aust- ast á veiðisvæðinu og svo nærri landsteinum, að sárfá skip geta hagnýtt sér veiðina. Ámi Frið- riksson, fiskifræðingur, er nú á förum norður til áturannsókna og býst við að fara um Húnaflóa- svæðið um næstu helgi. Frá sambandí sunn- lenzkra kvenna Framh. af 3. síðu. kvenna að sjá vinnubrögðirí og afköstin eftir þriggja snælda rafmagnsrokkinn. Var Sigurjón hyltur þar af kon- um fyrir þessa þörfu uppfinnr ingu. — Á fundinum var rætt kembivélamálið, voru konur ákveðnar og einhuga um að hrinda málinu í framkvæmd svo fljótt sem unnt væri. — Var send áskorun frá fundin- um til Búnaðarsambands Suð urlands og sýslunefndanna þriggja (á Samb.svæðinu), sem hver einasta fundarkona ritaði nafn sitt undir. Garðyrkjumálin. Umferðakénnsla Guðbjarg- ar Jónsdóttur sem leiðbein- anda á vegum sambandsins er vel tekið í garðrækt, mat- reiðslu grænmetis og fleira. Var geröur góður rómur, að skýrslu hennar og erindi á fundinum. Samþ. að halda þessu áfram. Það er venja að hafa heim- ilisiðnaðarsýningu í sambandi við ársfundina þriðja daginn, eru þann dag venjulega flutt opinber erindi til fróðleiks og farnar stuttar skemmtiferðir. Nú var það afleiðing „ástands ins“ að fundardagarnir voru •aðeins tveii’ (6. og 7. júní), umræðufundir milli nefndar- starfa. — Frú Guðrún Péturs- dóttir frá Kvenfélagasamb. íslands sat fundinn og tók þátt í fundarstörfum að venju. í fundarlokin flutti ungfrú Petrína Jakobsson, starfsmaður í Barnavemdar- nefnd Reykjavíkur, fróðlegt erindi. Gróðurhúsin í Reykholti voru skoðuð það kvöld, þótti konum fagurt þar, og hverinn líklegur til að hita upp fleiri stofnanir meö tímanum. H. J. Stórkostleg loftárás á \ Rotterdam Brezka herstjórnin tilkynn- ir gífurlega loftárás á Rotter- dam, og telur hana þá mestu sem gerð hefur verið á þá borg, en nú hafa þeir gert alls 60 loftárásir á borgina. Segir Lundúnaútvarpið svo frá, að undanfarna daga hafi brezka herstjórnin njósnað það, að miklir skipsflutning- ar hafi þangað átt sér stað, og því hafi þeir gert út árás- arleiðangur þangað, og er þetta sú mesta árás, sem Bretar hafa gert að degi til. Var árásin gerð á höfnina og er sagt, að 11 skip hafi staðið í björtu báli. Skip eyöilögðust, er námu 60 þús. smálesta, og skip, er námu 40 þús. smá- lesta, skemmdust. Ennfremur eyðilögðust og skemmdust margar byggingar við höfn- ina. Að árásinni lokinni fóru flugvélamar síðan könnunar- flug til Frakklands. Það voru Blendheim sprengjuflugvplar, sem árásina gerðu. Ennfremur fóru brezkar flugvélar til árása á hafnar- borgir á Vestur-Frakklandi og Noregi. Fyrírbodar vesfan hafs Heímskríngla 28, maí „I viðbót við það, sem sagt er um hin, nýju spor, sem stigin hafa verið í sjálfstæðismáli íslands og birt eru hér að.ofan, má getajæss að rikisstjórinn hefur nú verið kosinn af Alpingi. Er hann Sv. Björnsson, sem- áður var sendi- herra íslands í Danmörku. Er hann íslenzkri pjó'ð svo kunnur, að nafn hans er nóg að nefna. Annar maður var í vlali, Hermann Jónasson, forsætisráðherra. — En hann beið lægra hlut í kosn ingunni“. Heimskringla ier mjög pakklát Árna Eggertssyni fyrir útvegnn pessarar fréttar. Hún birtist í New York Timies, 21. maí, fjór- um dögum eftir að ályktun Al- pingis í sjálfstæðismálinu var birt „og mun vera rétt“, segir Heimskringla. Fram vann seinni leik- ínn víd Ísfírdíngana Síðari kappleiknum milli Fram og ísfiröinganna lauk með sigri Fram. Unnu þeir ís- firðingana meö 2 mörkum gegn 0. Áhorfendur voru tölu- vert margir, og áhugi fyrir leiknum. Ný sfjórn i Japan Framh. af 1. síðu. Við fyrirspurn um úrslita- kosti um Indó-Kína var þaö svar gefið, að þær fréttir hefðu ekki við nein rök að styðjast. Fréttir frá Singapoor herma þó, að þar sé herstjórn Breta við öllu búin og hern- aðarundirbúningi þar haldið áfram. Lundúnaútvarpið seg- ir, að Þjóðverjar geri sér auð- sjáanlega vonir um, að hern- aðarsinnar nái völdunum í Japan með hinni nýju stjórn. Ný dokforsríf~ gerð vídurkennd vld Hafnarhá^ skófa Efth’ fregnum frá Dan- mörku hefur Kaupmanna- hafnarháskóli tekið gilda sem doktorsritgerð, ritgerð eftir Jóhannes Björnsson lækni. Bætist þar með enn einn 1 hóp þeirra íslenzku lækna, sem hlotið hafa doktorsnafn- bót viö Kaupmannahafnarhá- skóla. Jóhannes Björnsson var einn meðal Petsamófaranna og hóf læknisstörf á s.l. hausti. Jóhannes er 34 ára gamall. Tíl mfnnis Nœturlœknir: ólafur Jóhanns- sson, Gunnarsbraut 38, sími 5979. Nætuweröir ier.u í LaugavegR- og Ingólfsapótekum. Nœtumksiur: Geysir, sími 1633 Útiý,arpiö. í dag. 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómpl.: Harmónikulög. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. j 20.30 Erindi: Úr sögu sönglistar- innar, VIII: Þróun himna klass- ísku tónlistarhátta, með tón- dæmum: Róbert Abraham. x 21,15 Hljómplötur: Triple-kon- • sert í C-dúr, eftir Beethoven 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. K. A. sígradi K, R. með 2 mörkum gegn 1 Síðari leik K. R. og K. A., sem háður var á Akureyri sl. mið- vikudag lauk með sigri K. A. Unnu peir leikinn með 2 mörk- um gegn 1. Hafa K.R.-ingarnir ferðast í Vaglaskóg og til Mývatns í bíoði K. A. Eru knattspyrnumennirnir væntanlegir heim að norðan um helgina. Hreiiar tnskor eru ávallt feeyptar í Víkingsprenf h.t. Ersfeíne Caldwell: 2 RAKEL Næsta kvöld bjóst eg við því, að sjá hana í sömu sokk- unum, en þá var hún aftur komin í hvíta baðmullarsokka. Eg spuröi hana ekki um ástæður þessa, því ég hafði lært að segja ekkert það, sem gæti sært hana, en ég gat aldrei skilið hvers vegna hún var í svörtum silkisokkum aðeins þetta eina kvöld, Verið gat að hún hafi íengið þá lánaða hjá mömmu sinni eða systur, en vitanlega gat hún fengið þá með mörgu öðru móti, og engin af tilgátum mínum íannst mér svo sennileg að hún útilokaði aðrar. En ég þorði ekki að spyrja hana, því þaö var ekki að vita nema ég hryggði hana með því. Mér skildist á orðum hennar, aö hún hefði ekki gétað sætt sig við þá fátækt, sem hún þá lifði í. Eg þekkti hana of vel til þess að geta trúað því, að hún hefði alltaf lifað við slík kjör. Eftir að hún kom úr myrkri húsasundsins á kvöldin vor- um við vön að ganga saman eftir uppljómaðri götunni að næsta götuhomi, en þar var hressingarskáli. Á horninu hinurpegin götunnar var kvikmyndahús. Til annarshvors þessara staða fórum við á kvöldin. Eg hefði helzt viljað bjóða henni bæði í bíó og hressingarskálann, en var aldrei nægilega fjáður til þess að við gætum farið í báða staðina sama kvöld. Peningarnir, sem ég fékk fyrir að bera út kvöldblöðin nægðu ekki til þéss að kaupa bæði rjómaís í hressingarskálanum og sæti í bíóinu. Við urðum að velja á milli. Þegar viö stóðum á horninu framan við hressingarskál- ann og beint á móti bíóinu, vorum viö aldrei fyrirfram á- kveöin í hvorn staðinn við færum. Mér fannst alltaf gaman þegar við vorum að ráðgast um þetta. Rakel reyndi þá alltaf að vita hvort ég vildi heldur fara, áður en hún lét sinn vilja í ljósi. Og auðvitað vildi ég einmitt gera það sem hún vildi. „Eg hreyfi mig ékki fyrr en þú hefur sagt mér hvort þú vilt heldur fara“, var ég vanur að segja henni. „Mér er alveg sama, því aðalatriðið hjá mér er það, að fá að vera með þér“. „Eg skal segja þér, hvað við skulum gera, Frank“, svar- aði hún, „þú ferð í hressingarskálann, en ég fer í bíóiö“. Þannig fór hún að því að láta mig skilja vilja sinn, og þó held ég að hún hafi aldrei vitað hve vel ég skildi hana. En þegar hún sagði mér, að ég skyldi fara í bíóið, en hún færi í hressingarskálann, þá skildi ég að hún vildi frekar einn disk af rjómaís. Kvikmyndasýningin stóð næstum tvær stundir, en aftur á móti var tæpast hægt aö sitja við rjómaísinn lengur en hálfa strmd, og þess vegna fórum við oftast í bíó. Eg vildi alltaf fara þangað, vegna þess að í rökkrinu í kvikmyndasalnum sátum við þétt saman og ég hélt í hend- ina á henni. Og væri húsið ekki mjög fullt, reyndum við aö fá okkur sæti aftarlega, helzt í ööru hvoru horninu og þar kyssti ég hana þegar ég var viss um að enginn sá til. Þegar sýningunni var lokið gengum við hægt eftir upp- ljómaðri götunni unz við komum að græna og rauða vatns- póstinum. Við stáðnæmdust nokkra stund þar sem sund- ið inn á milli húsanna byrjaði. Væri enginn sjáanlegur á götunni smeygði ég handleggnum utan um hana og við lötruðum inn í dimman innganginn milli húsanna. Hvorugt mælti orð, en ég þrýsti henn fastar að mér og hún tók þéttar um hendi mína. Og að lokum, þegar við gátum ekki teygt tímann lengur, og hún varð að fara, geng- um við nokkur skref inn í myrkrið og föðmúðumst, og Rakel kyssti mig í fyrsta sinn á kvöldinu, í bíóinu hafði það alltaf veriö ég, sem kyssti hana. Án þess að mæla orð losuðum við faðmlögin, en hendur okkar voru enn saman- slungnar í þéttu, föstu taki. Þegar hún var í þann veginn að hverfa sjónum mínum inn í myrkur húsasundsins, hljóp eg á eftir henni og greip um hendur hennar. „Eg elska þig, Rakel“, sagöi ég og greip fastar um hend- ur hennar, eftir því sem hún smeygði sér lengra frá mér. „Eg elska þig líka, Frank“, sagði hún, sneri sér viö og hljóp inn í myrkriö — og ég sá hana ekki aftur fyrr en næsta dag. Þegar ég hafði beðið unz síðasti ómurinn af fótataki hennar dó út, snéri ég við og gekk hægt á leið heim.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.