Nýtt dagblað - 30.08.1941, Síða 2
2
NtTT DAGBLAÐ
Laugardagur 30. ágúst 1941.
Norðnr kaldan Kjöl
„toO ef einlnn fisiDltaður iii ff
en inin spntlaF eio sIIuf“
Síöastliðinn mánudag- bauö
Perðafélag íslands fréttamönn
ran útvarps og blaða í ferð til
Hveravalla og Kerlingarfjalla.
X; tilefni af því snéri Nýtt dag-
blað sér til framkvæmdastjóra
iélagsins, Kristjáns Ó. Skag-
fjörös, um upplýsingai* um
Férðafélagið og fórust honum
orð á þessa leið:
„Ferðafélag íslands var stofn
að 27. nóv. 1927. Stofnendur
voru 63, en nú er meðlimatala
þess 3000. Helztu hvatamenn _
'áð stofnun þesá Voru meðal
annarra Jón Þorláksson, Helgi
Jónsson frá Brennu, Tryggvi
Magnússon og Geir Zoéga.
Helztu framkvæmdir félags-
ins hafa verið þrennskonar.
í fyrsta lagi hefur félagið kom
ið upp sæluhúsum í óbyggö-
um og hafa þau verið reist á
eftirtöldum stöðum: í Hvitár-
nesi 1930, Kerlingaxfjöllum
1937, Hveravöllum 1938 og í
Þjófadölum 1939. Auk þess
stendur til, að reistur veröi
skáli við Hagavatn á þessu
sumri og er efnið þegar feng-
ið. Ennfremur átti félagið
skála á Snæfellsjökli, en hann
fauk. Stóð hann í 800 metra
hæö. Er nú búið að byggja
tóftimar upp að nýju. Hefur
félagið nú byggt sæluhús fyrir
um 30 þús. kr.
Þá hefur félagið í öðru lagi
beitt sér fyrir skemmtiferðum
víðsvegar um landið á hverju
ári.
Þriðji og ekki ómerkasti
þáttur starfsemi félagsins er
útgáfa árbókarinnar, sem kom
iö hefur út á hverju ári siðan
1928. Eru sumir árgangamir
fyrir löngu uppseldir og er
þar að finna margvíslegan
íróðleik um landið. Auk þess
hefur félagið látið endurbæta
og gefið út aö nýju íslands-
kort Daniel Bruun.
Hagur félagsins stendur vel
cg hefur það þó aldrei fengið
styrk úr ríkissjóði en lítilshátt
ar styrk úr Fjallvegasjóði og
frá Reykjavíkurbæ.
Árgjald í félagið er aðeins
5 krónur og fyrir það fá memj
Árbókina, sem er hið eiguleg-
asta rit. Vinsældir félagsins
fara óðum vaxandi“.
Haldið af stað.
Um eittleytið síðastliðinn
mánudag fóru þótttakendur í
skemmtiför Feröafélagsins og
fréttamenn útvarps og blaða,
að tínast inn í gulan Stein-
dórsbíl, niðri við Hafnarstræti.
Einhver, sem framhjá fór,
vék sér að bílnum og sagði:
„Það er naumast, að þið búist
við góðu veðri, þið ætlið að
hafa storminn með ykkur heim
an að!“ En Magnús, ritstjóri
„Storms“, hafði þá lokið við
að hagræða sér inni í bílnum-
Og vist var um það, að logn
og blíða fylgdi hópnum á allri
íerðinni.
Þegar allir voru komnir rann
bíllinn af stað og þótttakend-
u:' hugðu Éptt tll þess a3
hrista af sér bæjarrykið um
stund og teyga svalandi f jalla-
loftið.
Auslanf jalls —.
Brátt hurfu úr augsýn öll
„ástands“-merki í Reykjavík og
nágrenni, og nú var ekið um
hinar frjósömu sveitir austan-
fjalls, þar sem dökkgræn tún-
in eru eins og eyjar í grashaf-
inu, þar sem moldin bíður eft-
ir framtaki og ræktun starf-
andi handa. ■ « -
Menn horfa nokkur augna-
blik á hringsveipina í Brúará
og minnast þess, þegar íslend-
ingar létu kúgara sinn í poka
og létu straumþunga Brúarár
syngja útfararversið yfir kúg-
un hans. Þegar farið er fram-
hjá Skálholti rifjast upp minn-
ingamar um dýrð og veldi
Skálholtsstóls til forna.
En brátt sáust reykirnir frá
hverunum í Haukadal, þar sem
einhver bezti skóli landsins var
til forna. Nú, á dögum áróðurs*-
fréttanna, er mönnum hollt að
minnast orða íslendingsins;
sem sagði: „Hvaö sem missagt
er í fræðum þessum, þá er
skylt að hafa það er sannara
reynist“.
Og þá er brátt komið að
tveim efstu bæjimum við Hvít-
á, sem síðar munu geymast í
íslenzkri sögu. Tungufell, bær-
inn, þar sem skáldið fór að
leita minja fortíðarinnar og
fann ungu stúlkvma, sem gerð-
ist lífsförunautur hans og kvað
um „Tungufellsmorgna“ og
„Tungufellskvöld".
Og nafn konunnar í Bratt-
holti, sem neitaði að selja
Gullfoss fyrir fé í hendur er-
lends manns, mun áreiðanlega
geymast í sögunni þótt síðar
verði.
Byggðin kvödd.
Menn fara út úr bílnum við
Gullfoss og virða hann fyrir
sér, þótt margir hafi komið
þar áður. Eftir að hafa drukk-
ið kaffi, er lagt af stað upp
í óbyggðina. Hið grasi vafða
land hvferfur skyndólega og
farið er yfir gróðurlausa mela.
örfoka land, sem hefur blásið
upp, því enn standa á stöku
stað grastorfur, þar sem jarð-
vegurinn er margra feta þykk-
ur.
Og um leið opnast útsýnið inn
að Langjökli, þar sem Jarl-
hettur rísa „eins og risar á
verði" í töfrandi fegurð. Það
er haldið upp melöldumar hjá
Bláfelli og menn njóta þess að
komast hærra og hærra., Sé
litið aftur sést úðastrókurinn
úr Gullfossi stíga upp langt
að baki.
Á Bláfellshálsi er staldrað
við. Þaðan blasir Langjökull
við og landið inn með Hvítár-
vatni. Aftur er staðnæmst við
hixm vistlega skála Ferðafé-
lagsins í Hvítaámesi. Hvítár-
vatn liggur kyrrt og spegil-
í’étt: fja’lakyrröinni. Frá skál
anum niður aö vatninu breiö-
ist grasivaxin slétta, en fyrir
handan vatnið steypist skrið-
jökullinn niður í það á tveim
stöðu. Há brotsár jökul-
veggjanna blasa við og stxmd-
um fljóta stórir jakar á vatn-
inu eins og skip.
Fjallafegurðin og kyrrðin
heillar við Hvítárvatn. Dimm-
ur regnbakki hafði grúft yfir
lágsveitunum, en regnið náði
ekki inn til fjallanna.
„Norður kaldan Kjöl“. ’
Eftir skamma dvöl í Hvítár-
nesi var haldið af stað áleiðis '
noröur yfir Kjöl, því náttstað-*
ur var ákveðinn á Hvítárvöll-
um.
Vegurinn norður er að
miklu leyti sjálfgerður yfir
þurrar melöldur og vitanlega
mjög hlykkjóttur, en aö öðru
leyti betri en sumar götur
Reykjavíkur, svo aö ekki sé
talað um veginn til Hafnar-
fjarðar þar sem hann er ómal-
bikaður.
Um svipað leyti og þessi för
\ar farin var minnst 100 ára
dánarafmælis Bjarna Thorar-
ensen, mannsins, sem fyrstur
beitti sér fyrir því, að ruddir
væru fjallvegir á íslandi.
Við óbyggðir íslands eru
tengdar margar sögulegar •
minningar, engu síður en
byggöirnar. Og þó að nú ríkti
þar töfrandi fegurð sumarsins
og Hofsjökull væri um stund
stafaður eldi kvöldsólarinnar,
þá eru söguminningamar einn
ig tengdar hamförum vetrar-
ins. — Þarna norður frá urðu
Rejmistaðabræður úti.
Á Hveravöllum.
Það var farið aö bregða birtu
þegar hallaði norður af. —
Hálfa leið hugurinn ber mig.
— Það hallar norður af.
Þá opnaðist skyndilega hið
bjarta heiði Norðurlandsins.
„Mælifellshnjúkur blár“ reis
þar yfir fjallaklasann, sem bar
við skýlausan norðurhimin-
inn. Það dimmdi jafnt og
hægt og í rökkri sumarkvelds-
ins var komið til Hveravalla,
þar sem hvítir reykimir báru
við dökkar hæðirnar sveipaðar
rökkri. „Það er ljós í skálan-
um“, kallaði einhver og menn
voru forvitnir að vita hverjir
það væru, þótt nú sé trúin á
útilegumenn svo að segja úr
sögunni. Þegar til kom reynd-
ust nokkrir „erlendir gestir“
að hafa tekið sér þar náttstað.
en skáli Ferðafélagsins þar er
nimgóöur og gátu báðir hóp-
amir dvalið þar út af fyrir sig
•og innan stundar lögðust
, menn til hvíldar, ánægöir með
daginn og það, að setjast að i
húsi upphituðu með hvera-
vatni, inni á miðjum öræfum.
Að morgni var gengið í
hraunið umhverfis hverina. í
einhverjum hraunhólum er
kofi Fjalla-Eyvindar, en þótt
við fyndum þar kofarúsir,
þá var erginn f förir.ni v:ss
I Tímanum, sem út kom á þriðju-
dagimi var, birtist eftirfarandi á-
lyktun, sem gerð var í Kennarafé-
lagi Suður-Þingeyinga:
„Aðalfundur Kennarafélags Suður-
Þingéyinga, 2. júni 1941, telur, að
málskemmdir þær, sem fram hafa
komið á mörgurn íslenzkum bók-
um nú undanfarið, iþg færast sífellt
í vöxt, séu mjög alvarlegt vandamál,
sem kemiarastéttin verður að láta
sig varða. Vill fundurinn í þessu
sambandi benda á síðari bækur Hall
um þáð, hvort að þar hefði
kofi Eyvindar staðið, eða ein-
hversstaðar annarsstaðar.
Af hasðunum þar er vítt út-
sýni yfir óbyggðirnar í norðri
og austri. — „Halla! í dag er
fagurt upp til fjalla! “ —
’ 4
Til Kerlingarfjalla.
Brátt var haldið af stáð,
sömu leið til baka, unz beygt
var út af veginum austur til
Kerlingarfjalla, sem standa
við brún Hofsjökuls. Hvassir
tindarnir rísa upp í himinheiö
ið og á milli þeirra eru dalir
og fossandi ár í hrikalegum
gljúfrum og stór svæði sjóð-
andi hvera.
Skáhalt upp frá skála Feröa
félagsins rís hár og einkenni-
legur tindur er Loömundur
nefnist. En af hæsta tindin-
um af „Hágnípum“, sem eru
upp af skálanum, er talið að
sé eitthvert víðasta útsýni á
íslandi, þegar bjart er veður.
Nokkrir skoöuðu hverasvæðið,
sem er ofar í gilinu, en aðrir
nutu veöurblíðunnar niöur frá
þar sem skálinn stendur í fal-
legum grashvammi við Ár-
skarðsá. Annars er fremur lít-
ill gróður þama uppi, en þó
glóöu rauöar eyrarrósir með-
fram ánni.
Einn af tindum Kerlingar-
fjallanna er nefndur Ögmund-
ur, eftir Ögmundi heitnum
Sigurössyni, skólastjóra i Flens
borg, sem var flestum öðrum
kunnugri landinu, bæði byggö
um þess og öræfunum. Og þar
í fjöllunum er 20—25 metra
hár steindrangur, sem kallað-
ur er kerlingin og taliö er að
fjöllin dragi nafn af.
Til byggða á ný.
Við skálann í Kerlingarfjöll-
um bætust 8 manns í hópinn,
sem dvaliö höfðu þar á vegum
Ferðafélagsins, en næsta ár-
bók þess á einmitt aö vera um
Kerlingarfjöll Voru það þeir
Jóhannes Áskellsson, jarðfræö
ingur* Þorsteinn Jósepsson, rit
höfundur, Jón Eyþórsson, veð-
urfræðingur, Steindór Stein-
dórsson o. fl.
Var nú hugsað til heimferö-
ar og munu flestir hafa kvatt
fjöllin meö eftirsjá og óskað
þess, að mega dvelja þar leng-
ur.
Hefur Ferðafélag íslands
unnið mjög þarft verk með
því að koma upp þessum skál-
ni sír.um ti’ af.iota fyv'.r
dórs Kiljan Laxness, rithöfundar,
þar sem þverbrotnar eru löngu við-
urkenndar reglur islenzkrar tungu.
Fvuidurinn finnur sérstaka ástæðu
til að benda á síðustu bók bók-
menntafélagsins Máls og menningar,
„Vopnin kvödd“, í, þýðingu Hall-
dórs Kiljan Laxness, þar sem máí-
ið er þann veg, að vart getur kall-
ast islenzka. Er bókmenntafélag, er
kennir sig við mál og menningu,
tekur að gefa út bækur á þvilíku
máli, telur fundurinn, að lita megi
á það sem beina árás á kennara-
stéttina, og aðra þá menn, sem
neyna að þjóna því erfiða hlutverki,
að kenna íslenzkt mál. Skorar fund-
uriinn á þing og stjóm S. I. B. að,
víta þetta harðlega".
Verður ekki annað séð en að
hér sé skörin farin að færast úpp
i bekkinn, þegar bamaskólakennar-
ar, sem velflestir hafa takmarkaða
þekkingu á íslenzku máli og eru
þannig alls ófærir til rökstuddra
dóma, kveða upp slikan sleggju-
dóm yfir þeim islenzkum rithöfundi,
sem tvimælalaust er einna mest
ur kunnáttumaður á meðferð tung-
unnar. Að vísu á Halldór Kiljan
Laxness sammerkt við ým(sa aðra
af ritfærustu mönnuni þjóðarinnar
fyrr og síðar, að r'tmennska hms
verður ekki vegin né metin á
sama mælikvarða og stílar hjá börn
um.
Annars er það barnakennarastétt-
inni til fullkomins vansa, að inn-
an hennar skuli finnast menn, sem
gera sig seka um firru af þessu
tagi, til þjónustu við Jónas Jónsson
frá Hriflu, en undan hans rifjum
mun ályktun þessi vera runnin.
Bamakennurum ber að mótmæla
því, að lokIeyrsur sem þessar séu
bomar fram i þeirra nafni af sendi
sveinum Jónasar frá Hriflu.
* En um kennara þá, sem hér eiga
hlut að máli er það rétt að segja,
að þeir gefa yfirlýsingu sína út á
eigin ábyTgð en ekki stéttarinnar,
og munu því sjálfir og einir sitja
uppi með spottið, sem þeim ber að
launúm.
Færeyskur málsháttur segir: ,J>aö
er enginn fullspoitaður, fyrr len bann
Framh. á 3. sKJu.
ferðamenn. Þeim stundum er
áreiðanlega vel varið, þegar
þeir, sem þess eiga kost nota
frístundir sínar til þess að
dvelja uppi til fjalla, því loftið
er þar heilnæmt og hressandi
og útsýni fagurt og heillandi.
Brátt blasti byggðin við á
ný. Allir virtust hinir ánægð-
ustu yfir ferðinni, en þó voru
menn fremur þögulir á heim-
leiöinni, hvort sem að eftir-
sjáin eftir fjöllunum hefur
valdið og menn lítið hlakkað
til þess að koma í bæjarrykið
á ný. En þó tókst Magnúsi,
ritstjóra „Storms“, að kóma
þvi til leiðar, að sagðar voru
nokkrar draugasögur í myrkr-
inu á leiðinni yfir Hellisheiði
— en annars voru það ,Jiljóð-
ir og hógværir menn, sem.
néldu til Reybjavíkur“.
J . Bv
«