Nýtt dagblað - 19.11.1941, Síða 3
Mlðvikudagur 19. nóvember 1941
NÍTÍ DAGBL'AÐ
a’jatpó^l’iitinií
mmmmmmmrnmmmmmmmmmmimmmmtommmmmmmmimimmmmmmammámmmmmmmiimmum*
Minningarord um
Halir iDRsson fpá Hari
tiigandi og útgefandi:
Gunnar Benediktsson.
ítitstjórar:
Einar Olgeirsson (áb.)
Sigfús Sigurhjartarson.
Itítstjórn:
Hvertisgötu 4, sími 2270.
tfgreiðsla:
i Austurstræti 12, sími 2184
Víkingsprerit h. f.
Allir eitt - um ekki neitt
Samkomulag þjóðstjórnarflokk
anna er fengið. Á mestu vand-
ræðatímum Islands hafa þjóðskör
ungarnir loks fundið leið. Þegar
lýðræðið heyr stríð upp á líf og
dauða, þegar þjóðfrelsi Islend-
inga sem annarra smáþjóða á
tortímingu yfir höfði sér, þegar
nokkrir stríðsgróðamenn eru að
sölsa uttdir sig öll verðmæti þjóð
arinnar og brjála allt fjármála-
líf hennar með braski sínu, þegar
matvælaframleiðsla hennar er í
hættu, af því skipulagning vinn-
unnar er alröng, — þá setjast
fimm ráðherrar þriggja stærstu
þingflokkanna í ráðherrastól með
glæsilega stefnuskrá um að leiða
þjóðina út úr ógöngunum. Þeir
hafa sett sína beztu heila í að
úthugsa stefnuna og tryggjaþað
a.ð þjóðin verði sameinuð um hana
og vakin til dáða, Og sjá: út-
koman er: Vér sameinumst allir
íslendingar um... .að gera ekki
neitt!
Skattafrumvarpið skai saltað,
milljónamæringarnir eiga að fá
að vera í friði um að græða, með
an þjóðin á í stríði. Gjaldeyris-
írumvarpið skal saltað, spillingin
á að fá að blómgast áfram, með-
an þjóðin hrópar á heiðarlegt
stjórnarfar. Trúnaðarbrotsmálið
skal þaggað niður. Formenn
stærstu stjórnarflokkanna eiga að
fá að ..kjafta frá” eins og þeim
þóknazt, — öllu, sem nauðsyn-
lega þarf að gera, skal skotið á
frest um óákveðinn tíma, — með
an veraldarsagan er stórstígari
og hraðfleygari en nokkru sinni
fyrr.
Tilkynningin um samkomulagið
um aðgerðaleysið er gjaldþrota-
yfirlýsing þjóðstjórnarinnar. Hún
hefur nú gefið upp andann. Hún
hefur viðurkennt, að hún sé svo
ósamstæð, að hún geti ekkert að
hafzt. Frá henni sé þvl engra úr-
ræða að vænta.
Þjóðin veit um orsakirnar, Þær
ern. að afturhaldið í Framsókn
og Sjálfstæðisflokknum. klíkunnar
kringum Jónas og Ölaf Thors,
vilja ekki að neitt sé gert. af
því að það myndi trufla frið
þeirra um að skipta herfanginu.
Það er þingmeirihluti með
skattafrumvarpinu. Það er þing-
meirihluti með gjaldeyrisfrum-
varpinu. En Jónas og Ólafur setja
handjárnhi á flokksmenn sína til
að hmdra þá í að láta vilja
þingsins koma fram. Það er verið
að kefla þingmenn og eyðileggja
þingræðið, — í anda Jónasar og
þágu Kveldúlfs.
En það eru til öfl í öllum þess
um flokkum, sem geta leyst
vandamálin og skapað þjóðinni
einhuga, djarfa stefnu á þessum
örlagatímum, Þau öfl lifa meðal
verkalýðsins í Sósíalistaflokknum
og Alþýðuflokknum, bændanna í
Framsókn og millistéttanna í
Sjálfstæðisflokknum. En þessi öfl
þurfa að brjóta. af sór helsi millj-
ónamæringaruia og lúrðmanna
þeirra ög íaœéinast. Framtíð
„SVO FÓK UM SJOFEKÐ ÞA”
Þá höfum við nú fengið okkar
iofsælu þjóðstjórn aftur. Allir eru
þeir mætth- með tölunni. ráðherr-
arnir, Hermann, Eysteinn, ólafur,
Jakob og Stefán. En hvað skyldu
þeir nú hafa grætt á að segja af
sér? Enginn spyr um, hvað þjóð-
in hafi grætt, — en það er nú
samt sem áður hún, sem hefur
grætt, hún hefur séð upphafið
að leikriti; Hermann lék fíflið,
Eysteinn aumingjann, ölafur
klappaði leikinn niður.
SVO VERÐUR LEIKIÐ BAK
VIÐ TJÖLDIN.
Svo á leikurinn að halda áfram
bak við tjöldin. þangað til í febrú
ar í vetur. Jónas Jónsson verður
leikstjóri. Persónurnar eru fimm,
þær eru allar hugsmíðar Jónasar,
og honum því fullkomlega undir-
gefnar. ólafur er sniðugur götu-
strákur, sem gefur félögum sín-
um á ’ann, til að kenna þeim að
virða sig, Hermann er montinn
uppskafningur, sem heldur að
hann gcti slegið Ölaf út. Hann er
sæll í sinni trú. Eysteinn er lítill
þrákálfur, sem heldur að hann sé
maður, Stefán —1 ja, hvað er
hann Stefán — hö, jú, hann er
svona skrípamynd af sænskum
verkalýðsleiðtoga, litprentuð á
glanspappír, hann er nú bara til
skemmtunar í leiknum. En Jakob
liggur bara uppi í rúmi og gerir
grín að öllum hinum.
SÍÐAN A AÐ OPNA SEM
FLJÖTAST
í febrúar ætlar leikstjórinn að
draga tjaldið frá til hálfs, svona
rétt sem fljótast, liann ætlar þá
að sýna þjóðinni, hvað hann get-
ur búið til dæmalaust skringileg-
ar ,fígúrur’, og að þær verði að
halda áfram að leika, nauðugar
viljugar. meðan. hann vill. og
lengi mun hann láta þá leika,
því seint verður fullhefnt ósigurs
ins frá 1934.
EN ÞJÓÐIN?
En hvað segir þjóðin um þetta,
hún fær ekkert að segja, fær
bara þessar stuttu leiksýningar,
þegar Jónasi þóknast.
Þannig verður unz þjóðin skil-
ur að hennar er valdið. En guð
hjálpi leikurunum og leikstjóran-
um þá.
HAMARKSVERÐ í STAÐ HA-
MARKSALAGNINGAR
Herra ritstjóri!
Mér finnst undarlegt, að blað
yðar skuli ekki hafa skrifað um
verðlagseftirlitið, sem svo er kall
að-
Eins og öllum ætti að vera
kunnugt, eru hér lög í gildi, um
hámarksálagningu á ýmsar mn-
fluttar vörur. Fljótt á litið kann
mönnum að virðast þetta gott
og blessað, menn hugsa sem svo,
að lög þessi kæmu þó alltaf í
veg fyrir okur, við hinu sé auð-
vitað ekkert að segja, þó að varan
hækki á erlendum markaði.
Af eðlilegum ástæðum kOma
menn ekki auga á, hve auðvelt
þjóðarinnar veltur á því, að þau
geri það nógu snemma.
Þjóðstjórnin hefur lýst yfir
gjaldþroti sínu.
Nú er það þjóðin. sem verður
að taka til súma rá'ða.
er að fara kringum þessi ákvæði,
og almenningi er auðvitað ókunn
ugt um, í hve stórum stíl það'er
gert. En aðferðin er þessi: Sá.
sem kaupir vörur inn, fær selj-
andan góðfúslega til þess að á-
kveða verð í erlendri höfn nokkru
hærra en það raunverulega er,
þannig fær hann alla sína papp--
íra í lag, og getur lagt á vöruna
bæði hér heima og erlendis. Auk
þessa gerir kaupmaður, sem fær
að leggja vissan hundraðshluta á
■vörur, sér alls ekki far um að fá
hagkvæm innkaup, hann veit að
hann getur selt allt. sem hann
hefur á boðstólum. og það er
hagkvæmara fyrir hann að selja
dýran hlut en ódýran, sömu teg-
undar.
Það eru því allar líkur til að
ákvæðin um hámarksálagningu
hafi fremur stuðlað að því að
hækka verðlag í landinu en að
lækka það.
Mér virðist ástæða til að blað
yðar tæki mál þetta til meðferð-
ra og benti á nýjar leiðir, þær
eru áreiðanlega til, og skal ég
að lokum nefna eina, hún er sú,
að láta hámarksverð koma í stað
hámarksálagningar.
Reykjavík, 15. nóvember 1941.
Virðingarfyllst.
Borgari.
Framli. af 2. síðu.
þessar óvinsældir með framferði
sínu. Þetta er illt fyrir oss ís-
lendinga sem þjóð, illt fyrir mál-
staðinn. sem vér unnum, — en
þetta er nú einu sinni sá skerfur,
sem brezk yfirstétt leggur til í
þá frelsisbaráttu, sem nú er háð,
og sem hún af cigin liagsmuna-
hvöt tekur þátt í. Það er ekiú
skemmtilegt að hafa bandamann
í mikilfenglegasta frelsisstríði
allra tíma, sem nú heldur áfram
að kúga indversku þjóðina og
aðrar þjóðir, á meðan hann tala^
mest um að berjast fyrir frelsi.
En það er Samt m'klu betra að
hafa hann með í baráttunni, en
á móti, eins og brezka yfirstéttin
var meðan Chamberlain réð. Eðli
lega nota andstæðingar lýðræð-
isþjóðanna óvinsældir hinnar
ensku yfirstéttar til að æsa upp
gegn lýðræðisþjóðunum, Oss ber
því jafnt að varast tvennt: Að
slá nokkuo af gagnrýni vorri á
aðgerðiim brezku yfirstéttarinn-
ar, af því hún sé nú bandamaður
Sovétþjóðanna og annarra frels-
issinna, — og hitt: að láta yfir-
gang og óþolandi frekju brezku
yfirstéttarinnar verða til þess að
hrinda okkur frá þeim ágæta
málstað, sem hún með hangandi
hendi styður.
Brezku hennennirnir hinsveg-
ar hafa yfirþeitt komið mjög vel
fram hér og munu flestir íslend-
ingar bera þeim gott orð og vart
óska annarra erlendra hermanna
hér, ef vér verðum á annað borð
að hafa erlenda hermenn og eiga
því í höggi við þau óhjákvæmi-
leg áhrif á þjóðlíf vort, sem af
slíkri fjöldaheimsókn hljótast.
Ameríska herstjórnin hefur,
það sem af er, komið mjög vel
fram í viðskiptum við íslendinga.
Hún hefur sýnt í verki mikla til-
litssemi til vor og líklegt að sa., .
búð við hana verði hin bezta,
ef eins verður haldið áfram og
byrjað hefur verið.
Það er oft, sem menn eiga
bágt með að trúa því, að maðilr,
sem fyrir skammri stundu var
meðal vor og lifði og hrærðist
þar í sínum daglegu störfum, sé
allt í einu horfinn augum manns
fyrir fyllt og allt. Manni verður
næstum hverft við, þó dauðinn
sé jafnvel það eina, sem áreiðan-
lega kcmur fyrir mann fyrr eða
síðar. Þegar fregnin kemur mjög
skyndilega verður manni ósjálf-
rátt á að segja, að „það sé alveg
ómögulegt”. Þannig varð mér að
orði, þegar ég frétti um hið svip-
lega fráfall Halldórs Jónssonar
frá Varmá. Það er hvergi nærri
tilgangur minn að fara að lýsa
æviatriðum hans við þetta tæki-
færi. Til þess er ég of ókunnug-
ur þeim störfum og þeim stað,
sem hann mun hafa helgað sínum
aðallífskröftum, en þau voru í
Mosfellssveit, þar sem hann bjó
lengst af, þar til hann fluttizt
til Reyltjavíkur og setti á stofn
verzlunina Varmá hér í bæ við
Hverfisgötu. Eg veit. að það eru
margir eins og ég, að þeir
sakna 'Halldórs. Sakna hans ró-
legu og vingjarnlegu framkomu.
Þeir, sem komu í verzlun haiis,
en þar kynntist ég honum, munu
minnast hans með hlýjum hug.
Halldór barst ekki mikið á, eða
En amerísku hermeimimir! —
Það er víst bezt að segja bara:
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
ef maður vill ekki beinlínis
stofna til fleiri árekstra við þá
en orðnir eru. Auðvitað eru þeir
hermenn gífurlega misjafnir inn-
byrðis, og vafalaust margir ágæt
ir menn þar, — en samanborið
við ensku hennennma eru þeir
eftir árekstrunum að dæma, eins
og hvítt og svart, og það eins
þótt þeir amerísku séu eins
stroknir og spengilega klæddir
og hinir éru „sveitó” eða „púkó”.
— eins og reykvísku stúlkurnar
myndu segja.
Einhver sniðugur „epdurbóta-
maður” myndi vafalaust leggja
til að leysa þessi vandamál á
þann hátt, að setja amerísku her
stjórnina yfir ensku hermennina.
en senda svö brezku herstjómina
með amerísku hermennina burt
— helzt til innrásar i Þýzkaland.
— En það er „því miður” ekki á
voru valdi að gera neitt því um
líkt!.
Vér eigum einskis annars úr-
kosta, en freista þess að bæta af-
stöðu vora gagnvárt þessum
vemdarherjum vomm með rétt-
mætri og djarfri gagnrýni á því,
sem aflaga er. og því að standa
sem einn maður saman um að
fylgja kröfum vomm fram,
hvort sem þær eru um frelsi
landa vorra, sem fangelsaðir eru,
— áfhendingu bygginga, sem her.
numdar hafa verið — útgáfu
blaða, sem bönnuð hafa verið —
eða annað- En því að eins stönd-
um vér vel að vígi, til að afla
oss bandamanna í þeirri baráttu,
að vér heyjum hana sjálfir út
frá þeim málstað, sem stríð þetta
Stendur um, málstað frelsis og
mannréttinda', og sýnum það í
verki að vér liggjum ekki á liðí
voru. Því ella er auðvelt fyrir
þá, sem heimtað er að fómi lífi
sínu í frelsiástríði vor aöra, að
skapaði hávaða í kringum sig.
Daglegu störfin tóku hug hans,
og við þau var hann óskiptur.
Af þeirri kynningu, sem ég
hafði af Halldóri, kom hann mér
þannig fyrir sjónir, að hann væri
góðum gáfum gæddur, athugull
og vildi aldrei rasa fyrir ráð
fram, góðgjarn og skemmtilegur
í viðræðum, þegar hann gaf sér
tíma til þeirra, þægilegur í við-
móti og vildi ekki á rétt neins
ganga. Það má vissulega segja,
að hann var einn af þeim mönn-
um, sem alltaf má treysta, sem
alltaf var hinn góði og öruggi
bakhjarl, ekki aðeins þeim, sem
næstir honum stóðu, heldur og
þeirra, er fjær voru, en höfðu
við hann samstarf, og því mun
hafa ráðið skapfesta hans og
skyldurækni.
Það eru því menn eins og Hall
dór var, sem okkar fámenna þjóð
félag má ekki'missa og. sem það
þarf að eiga sem flesta á hverj-
um tíma.
Þess vegna söknum við hans
öU, sem kynntumst honum, og
kveðjum hann okkar beztu kveðju
með söknuði, þó sökmlður eftir-
lifandi konu, barna og fóstur-
bama verði sárastur.
Hann verður til grafar borinn
í dag.
Frímann Helgason,
Kristján Einarsson
gasvirki sextugur
í dag á einn af elztu starfs-
mönnum Gasstöðvar Reykjavíkur
sextugsafmæli. Kristbjörn er góð
kunnur flestum Reykvíkingum
gegnum starf sitt þar.
Á unga aldri lagði hann stund
á sjómennsku og tók þá skip-
stjórapróf og var um skeið skip-
stjóri og stýrimaður. Hann starf-
aði að byggingu Gasstöðvarinnar
og ílengdist þar. Þar hefur hann
starfað að svo að segja öllu, sem
þar hefur fyrir komið, Um langt
skeið var hann starfsmaður í
slökkviliði Reykjavíkur.
Kristbjörn hefur tekið nokkum
þátt í félagslífi hér í bæ, og
starfaði sérstaklega að bindindis-
málum, var hann þar vel látinn,
sem liann og er hvar sem hann
kemur við-
Hann er kátur og reifur og á
til glettni í tilsvörum-
Enginn getur séð að 60 ár séu
flogin fram hjá honmn, svo lítið
hafa þau hrinið á honum.
Hinir mörgu kunningjar hans
og vinir munu senda honum hlýj-
ar kveðjur á þessu merkisaf-
mæli hans.
V.
slá oss út af laginu með því að
spyrja bara: Hvað hafið þér gert
sjálfir, er þér heimtið hitt og*
þetta af oss?
Og þeirri spurningu verður að-
eins svarað í verki. Og það verk,
sem nú liggur næst, — auk starfs
ins við hernaðaraðgerðir hér, sem
vér ekki stjómum, — er: að
safna fé til að senda hjúkrunar-
vörur til Sovétþjóðanna, — þeirra
lýðræðisþjóða, sem nú fóma svo
ósegjanlega miklu fyrir oss. Það
mál verður að takast til alvarlegr
- ar athugunar cg fi*emltvæmda nú
þégár.
Víð erum mitt í stríði, íslendingar