Alþýðublaðið - 23.04.1969, Side 1
Eggert Ólafsson
Vorið
Þegar líður garnla góa,
góðs er von um land og flóa,
vorið bræðir vetrarsnjóa,
verpa fuglar éinherjans
út um sveitir ísalands;
ungum leggur eiins hún tóa,
úr því fer að hlýna.
Engan langar út um heim að blína.
Tjaldar syngja um tún og móa,
tildrar stelikur, gaukur, lóa,
endar hörkur hljóðið spóa,
hreiðrin byggir þessi fans
út um sveitir ísalands;
æðarfuglinn angra kjóar,
eru þeir að hvína.
Engan langar út um heim að blína.
Flugfar strax -
far greitt síðar
Sæt og fögur grösin gróa,
gleðja kindur, naut og jóa,
engjar, tún og auðnir glóa
eftir boði skaparans
út um sveitir fsalands;
að stekkjarfénu stúlkur hóa
og stökkva úr því við kvína.
Engan langar út um heim að blína.
Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja
til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda,
sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins.
Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurnar og um-
boðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsing-
ar um þessi kostakjör.
Sívaxandi fjöldi farþega staðfestir, að það sé engu síður
vegna frábærrar fyrirgreiðslu en hagstæðra fargjalda, að
þeir ferðist með Loftleiðum.
hoFUEIDIR