Nýtt dagblað - 09.12.1941, Síða 1

Nýtt dagblað - 09.12.1941, Síða 1
 1. fag&ngaf. I-riðjudagur 10. desember. 1941. 135. tölublað. StirMenr M i aosiBr-nsfn. lhd oi Bntlands i BgrrsMNilun og l f íltlni III tandansra lailands haBand gidsl an og lagaasir hsr stregnlr Bandaríkin, Bretland, Kína, Holland, Ástratía, Kanada og fimm Miðameríkuríki hafa sagt Japan stríð á hendur Um helgina hafa þeir atburðir gerzt er lengi raunu í minnum hafðir sem ein þýðingarmsetu kaflaskipti í heimsstyrjöldinni. Jap anir hafa steypt sér út í styrjöldina með grimmilegum árásum á þýðingarmestu flota- og flughafnir í ló'ndum Bandaríkjaniia og Bretlands í Kyrrahafi og í suðausturhluta Asíu, og jafn- framt ráðizt á Thailand, er liggur milli valdasvæðis Japana í Franska Indó-Kína og Indlands. Árásunum hefur verið svarað með stríðsyfirlýsingum. Banda ríkin, Bretland, Kanada, Astralía, Holland og auk jieirra fimm smáríki í Miðameríku hafa sagtJapan stríð á hendur. Kína hefur sagt Japan, Þýzkalandi og Italíu stríð á hendur. Mexikó og Egiftaland hafa slitið stjórnmálasambandi við Japah Hernaðaraðgerðirnar i gegn^Bandaríkjunum haf frá Sandvíkur eyjum til Fil- ippseyja. Japanir hafa gert harð ar árásir á þær allar og hertekið Wake. Filippseyjar. Japanski flugflot- inn hefur gert harðar árásir á tvær borgir á Filippseyjum, aðra á stærstu eyjunni Lúson, en hina á syðstui eyjunni. Á báðum, þess- um stðum höfðu Bandaríkjamenn flota- og flugstöðvar. Óstaðfest fregn barst í' gær um landsetn- ingu japanskra fallhlífarmanna á Filippseyjum. 1 þremur borgum í Norður- Kína höfðu Bandaríkjamenn fá- mennt lið, sjóliða, til að vernda Bandaríkjaþegna í þessum borg- um. Japanir tilkynntu í gær, að sjóliðarnir hefðu yerið afvopnað- ir og handteknir. Síðustu fregnir. Sandvíkureyjar: Síðdegis á sunnudag gerðu um 150 japansk- ar flugvélar árásir á tvær stærstu stöðvar Bandaríkjaflotans á Sand víkureyjum, PearL Harbour, skammt frá Honúlúlú og á Oahú eyju. Flugvélamar studdust við tvö japönsk flugvélaskip og jap- önsk herskip tóku einnig þátt í árásunum. Varð mikið tjón að árásuninn, og hafa Bandaríkja- menn tilkynnt að m. a. hafi ver- ið sökkt gömlu orustuskipi og annað orustuskip orðið fyrir skemmdum. Um 1500 manns fórst í árásunum og álíka margir særðust. Margar japanskar flug- vélar voru skotnar niður. Midway, Guam, Wake. Þetta eru smáeyjar, sem mynda röð af flota- og flugstöðvum yfir Kyrra Hernaðaraðgerðír gegn Bretum Malakkaskagi. Japanir gerðu tvær tilraunir til að setja her á land á Malakkaskaga, og var hinni fyrri þeirra algerlega hrundið. 1 seinni tilrauninni tókst að setja japanskan her á land á Malakkaskaga, skammt frá landa mærum Thilands. Stóðu þar harð ir bardagar í gær. Japanskar flugvélar gerðu ákafar árásir á Singapore, hina öflugu herskipahöfn Breta á Mal- akkaskaga. Fórust 63 menn í árásunum en 133 sæi'fúst. Hong Kong. Loftárásir voru gerðar í Hong Kong þegar í fyrri nótt. I dögun í gærmorgun réð- ist japanskur her á vamarvirki borgarinnar, en brezka setuliðið hafði gert öflugar varúðarráð- stafanir, og var árásunum hrund ið. ' Japanir hafa hertekið alþjóða- hverfið í Sjanghaj og brezka for- réttindasvæðið í kínversku borg- inni Tientsin. Hernaðaraðgcrðír gegn Thaílandí Japanskur her réðist í gær inn yfir landamæri Thailands frá Franska Indó-Kína á mörgum stöðum, og samtímis var sett lið á land í suðurhluta landsins. Ná- kvæmar fregnir um hemaðarað- gerðir hafa ekki borizt, en síð- degis í gær var gefin út tilkynn- ing frá Bangkok þess efnje, að samningar væru byrjaðir milli stjórna Thailánds og Japan, og i gærkvöld að samningar hafi náðst, og hafi Japönum verið leyft að fara með her um landið. í síðustu fregnum í gær segir að mikill jajianskur her streymi inn í landið og stefni að landamær- um Burma (Brezka Austur-Ind- lands) og Brezka Malakka. Bandaríhjaþfng samþykkír eínróma stríðsyfirlýsíngufia tíl |apan Árás Japana roihögg á siefnu eínangrunarsínna Bandaríkjaþing hefur samþykkt að segja Japan stríð á liendur. öldungadeildin samþykkti stríðs yfirlýsinguna einróma, og í full- trúadeildinni greiddu allir þing- menn nema einn atkvæði með henni, og urðu úrslitin 388:1. Árás Japna virðist hafa orðið fullkomið rothögg á stefnu ein- angrunarsinni í Bandaríkjunum, og hefur nú meira að segja hinn hálffasistiski félagsskapur „Amer ica First Comittee” lýst yfir fylgi við styrjaldarþátttöku. Míðatneríkuríkín fara ad dæmí Bandaríkjanna Miðameríkuríliin Honduras, San Salvador, Costa Rica og Nicara- gua og eyríldð Haiti hafa farið að dæmi Bandarílijanna og sagt Japan stríð á hendur. Er talið að fleiri Ameríkuríki muni fara á eftir. Sjóorusta á Kyrrahafi Hernaðaraðgerðir gegn jap önsku flotadeildinni, sem árásina gerði á Sndvíkureyjar, halda áíram, og hcfur Bandaríkjaflot- inn fengið þangað liðsauka. Hcf- ur japanska flotadeildin þegar orðið fyrir verulegu tjóni. Roosevelt Ræða Roosevelts Roosevelt Bandarikjaforseti lagði til á sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings að Japan yrði sagt stríð á hendur. Ræðu forsetans var tekið með óhemju fagnaðarlátum. Fara liér á eftir aðalatriði ræðunnar. I gær, 7. des. 1941, réðist jap- anskur floti og japanskur flug- Bfbiíf tll sHiflaldaF llli Banda Hergagnasendíngum tíl Breflands og Sovétríkj- anna með láns- og leígukjörum haldíð áfram Þegar eftir árás Japana á Bandaríkin kom upp orðrómur um að Þýzkaiand mundi tafarlaust segja Bandaríkjunum stríð á liend ur. Engar opinberar yfirlýsingar varðandi breytingu á saiubúð ríkjanna voru gefnar í gær, hvorld í Washington né Berlín, en talið er líklegt að ekki verði langt að bíða styrjaldaryfirlýsingar annarshvors aðila. Þýzk blöð halda uppi illorðum árásuin á Roose veít forseta og segja að hann hafi alltaf stefní að alheimsstyrj- ökl. Bandaríkjaþing Iýsti yfir því í gærkvöld, að Jiýzka stjórnin liefði gert allt hugsanlegt til að reka Japani út í styrjöldina einmitt nú, í þeirri von að það yrði til þess að binda endi á hjálp til pretlands og Sovétríkjanna sam- kvæmt láns- og leigulögunum, en það skyldi ekki verða. Hjálpinni til Evrópuríkjanna, sem berjast gegn fasismanum verður haldið áfram. her fyrirvara- og tilefnislaust á fíota- og flugstöövar Bandaríkj- anna. Bandaríkin voru í fnði vió pessa þjóö, og samningaumleitan- ír stóöu yfir við fulltrúa stjóm- arinnar og Japanskeisara. Það var ekki fyrr en klukkustundu eftir aö árásirnar hófust, að jap- anski sendiherrann afhenti utan- í ikisráöuneytinu svar við álits- skjali Bandaríkjastjórnar og þar með aö ekki væri hægt að liaida samningaumleitunum áfram, en ekkert geíið í skyn um styrjöld. Á því er enginn vafi, að árás- irnar hafa verið rækilega undir- búnar, og hefur japanska stjóm- in gert sig seka um að reyna að blekkja stjórn Bandaríkjanna með röngum yfirlýsingum. Floti og her Bandaríkjanna hafa orðið fyrir þungum áfollum ai árásum Japana, fjöldamargir Bandaríkjaþegnar hafa týnt lífi- Kafbátar Japana hafa sökkt Bandaríkjaskipum á siglingaleið- um milli San Fransisco og Havaí. í gær réðust Jaþanir á Maiakkaskaga. 1 nótt sem leið réðust Japanir á Hong Kong, Guam, Filippseyjar og Wake. í morgun réðust Japanir á Midway eyju. Það þýðir að Japanir hafa byrjað óvænta sókn um allt Kyrrahafssvæðið. Þessar staðreyndir tala sínu máli. Bandaríkjaþjóðin hefur þeg ar tekið afstöóu. Sem yfirmaður hers og flota hef ég þegar fyrir- skipað nauðsynlegar ráðstafanir til landvarna. .En vér munum aldrei gleyma á hvem hátt á oss hefur verið ráðizt. Bandaríkja- þjóðin mun standast hvað sem koma kann og vinna fullan sigur, Eg þykist vita að ég hafi sam- þykki þings og þjóðar, er ég lýsi því yfir, að vér munum ekki skilj ast við þessi mál fyrr en það er alveg áreiðanlegt, að samskonar svik þurfi aldrei framar að setja þjóð vora í hættu. Vér munum mæta hættunni með einbeittni og ósigrandi styrk Eg fer þess á leit, að þingið lýsi yfir því, að verið hafi styrjaldar ástand milli Bandaríkjanna og Japan frá því að hin níðingslega árás Japana hófst, sunnudaginn 7. des. 1941. Roosevelt varð hvað eftir ann- að að doka við í ræðu: sinni vegna fagnaðarláta, og er henni var lokið hyllti þingheimur for- setann með langvarandi fagnað- arlátujn.

x

Nýtt dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.