Nýtt dagblað - 19.02.1942, Síða 4
Nœturlœknir: Halldór Stefáns
son, Ránargötu 12. Sími 2234.
Nœturvörður er í Reykjavíkur-
og Iðunnar apóteki.
Símon Ágústsson flytur fyrir-
lestur í kvöld kl. 6,15 í I. kennslu
stofu Háskólans. Efni: Andleg
heilsuvernd. Ollum heimill að-
gangur.
1 jyrramorgun var maður nokk
ur dæmdur í 500 kr. sekt fyrir öl-
brugg.
Trúnaðarráð Dagsbrúnar held-
ur fund í Baðstofu iðnaðarmanna
kl. 8,30 í kvöld.
,,Gullna hliðið“ verður sýnt í
30. sinn í kvöld. Næsta sýning
verður annað kvöld.
Hermenn rœna
fafnaöí
A mánudagskvöldið var. um
kl. 10, var kært til lögreglunnar,
að tveir brezkir hermenn hefðu
larið inn í hús inni á Laugavegi
og haft þaðan á brott með sér
tau.
Þegar lögreglan kom á vett-
vang voru mennirnir farnir, en
þeim hafði verið veitt eftirför og
náðust þeir og voru þá enn með
mestan hluta þess, sem þeir
höfðu tekið. Voru þeir handtekn-
ir.
Innbrot
í fyrrinótt var brqtizt inn í
skýlið við sundlaugairnar á þann
hátt, að brotin var rúða og far-
ið inn um glugga.
Stoliö var'sælgæti um 80 kr.
virði.
Verzlunarjðfnsiðurinn
f janúar
Innflutningurinn í janúar s. 1.
nam um 15,4 milljónum króna
'. n útflutningurinn á sama uma
u;n 13 milljónum króna og var
því óhagstæður um 2,4 milljónir.
I janúar í fyrra nam útflutn-
ingurinn 18,5 milljónum króna,
cn innflutningurinn aðeins 6 millj
ónum.
Adalfundur Þróítar
Framhald af 1. síðu
hvæðum. Kiríksína Ásmundsdótt
h-, sem boðin var fram af Fram-
úkn og íhaldi, fékk 21 atkv.
Samþykkt var að hækka árgjöld
i:i úr fimm krónum upp í 10 kr.
----— aa
O 4 «
SöSBsáiíÉfiS
MILO
HEILDSOLUB: ÁíífÍI JÓNSSON, RVÍK
Hcíf og köld
svíd
allan daginn
Kaffísalan
Hafnarstrætí 16
Úrslít í kvöld
6.
7.
8.
Þessa dagana hefur staðið yfir
sundknattleiksmót Reykjavíkur.
Eru 3 félög þátttakendur í móti
þessu, þau: Ármann með tvo
flokka, Ægir með tvo flokka og
K. R. með einn flokk.
Urslit leikja í mótinu hingað til
eru þessi:
1. Ægir A. — Ægir B. 7:0.
2. Ármann A. — Árm. B. 7 :3.
3. Ármann B. — Ægir B. gefur.
4. Ármann A. — K. R. 7:1.
5. Ægir A. 7— K- R. 6:0.
Ármann A. — Ægir B. gefur.
K. R. — Ægir B. 5:0.
Ægir A. — Ármann B. 7 :0.
Eftir eru aðeins tveir leikir:
Ármann B og K. R. og verður
hann fyrr, og síðan aðalleikur
þessa móts, sem er leikur A-liða
Ármanns og Ægis. Má því búast
við tveim mjög skemmtilegum
leikjum, því óvíst er mjög um úr-
slitin. Þessi fjögur lið munu því
gera sitt til að -láta hvergi hlut
sinn. Hjá Ármann og Ægi koma
fram flestir helztu sundmenn
bæjarins, og eru hér nöfn þeirra,
eins og búast má við að liðin
verði:
Ármann: Ögm. Guðmunds-
son, Magnús Kristjáns, Þorsteinn
Hjálmarsson, Stefán Jónsson,
Guðmundur Guðjónsson, Gísli
Jónsson og Sigurjón Guðjónsson.
Ægir : Magnús Oddsson, Þórð-
ur Guðmundsson, Hafsteinn
Helgason, Logi Einarsson, Jón
D. Jónsson og Jónas Halldórs-
son.
Eins og menn sjá er ómögulegt
að fullyrða hvor verður sigur-
vegarinn. Eftir þeim leikjum,
sem ég hef séð virðast Ármenn-
ingar vera í góðri þjálfun, og
Ægir enda líka, þó ég efi að þeir
séu í eins góðri þjáfun. Að gamni
mínu ætla ég að ,,tippa“ leikinn
þannig, að Ármann vinni með
1—2 marka mun.
Að þessu sinni er keppt um
álíaflega fagran grip, sem er
sundknattleiksmaður skorinn í
tré, en hann er gefinn af Tryggva
Öfeigssyni skipstjóra.
í sambandi við leiki þessa
verður keppt í 100 m. bringu-
sundi. Keppa þeir þar Ingi
Sveinsson (Æ), Magnús Kristj-
ánsson (Á) og Eðvarð Færsedt
(Æ).
Þá verður keppt í 50 m. skrið-
sundi fyrir drengi innan 16 ára.
Ennfremur 50 m. bringusundi
sömuleiðis fyrir drengi undir 16
ára.
Sundmót þetta er eitt af þeim,
sem helguð eru afmæli í. S. í. Er
líklegt að fjölmennt verði í
Sundhöllina í kvöld.
Fínnsku fasísfatrnír
Framhald af 1. síðu.
finnsku hermannanna*)
Herrarnir R^ti og Rangel eru
mjög varkárir í opinberum yfir-
lýsingum sínum. Þeir eru sérstak-
lega þögulir um manntjón Finn-
lands í stríðinu við Sovétríkin.
Samt er það alkunn staðreynd,
að einungis við Petrozavodsk
biðu margar þúsundir finftskra
hvítliða bana. Ennþá fleirum var
eytt á ströndum Ladogavatns.
Valdhafar Finnlands vita þetta,
| en þeir þora ekki að segja fólk-
inu þetta. Og á meðan klæðist
Finnland í sorg“.
*) Þess skal getið að þýzka
stjórnin gaf fyrir nokkrum mán-
uðum út fyrirskipun um það að
þýzkir hermenn í herteknum
löndum mættu taka sér ,,heiðurs-
konur“ í þeim löndum. Skyldu
börn þau, er þeir gætu við þeim,
vera þýzkir borgarar og hafa
hinar þýzku konur þessara her-
manna engan rétt til að kvarta
neitt yfir þessu.
Verkamenn
Getum tekið 100 verkamenn í góða vinnu'rétt við bæinn.
Upplýsingar á lagernum.
Höjgaaird & Schulfe A, S.
Leíkféíag Reykgavíkur*
„Gulloa hliðiðu
Sýning í kpöld og annað kvöld k^. 8-
Aðgöngumiðasalan er opín frá kl. 4 til 7 í dag.
T«
■HPP"
VA )
97
MANNSKAÐAVEflRKI
eftir
PHYLLIS BOTTOHE
í aðförinni. Það skiftir engu máli af hvaða ástæðum. Eg neit-
aði. Og því er ég hér. Mér var eiiis mikið áhugamál og þeim,
að losna við Hans — ég játa það — en ekki á þenna hátt.
Ólatur hefur ekki beðið þig um að komast að því hjá Freyju,
hvort nokkrir fleiri hafi verið við þetta riðnir, en það er af
því að honum finnst, að yfirvöldin ættu að yfirheyra hana.
Hann brýtur aldrei flokksagann, nema í þágu flokksins.
Hann lítur á það að skjóta Hans, sem skyldustarí. Og hann
afsakar sig með því, að það hafi jafnframt verið í þágu fjöl-
skyldunnar.
Eg get fallizt á afstöðu hans, en ekki tekið þátt í henni.
Eg vil heldur ekki, að Freyja verði yfirheyrð af lögreglunni,
ef ég get komið í veg fyrir það — ég þekki þær aðferðir, sem
þar er beitt. Ut af þessu er það, sem missætti þarf að verða á
milli okkar, eins og endranær.
Þú ert miskunnsamur, sagði móðir hans hæðnislega, en
rétti honum hendina um leið. Fyrirgefðu mér, sagði hún lágt,
ég var utan við mig, að ég skyldi vera svona vond við þig. En
ég hef verið hjá Freyju. Eg er hjá henni. En ég hef engan
rétt til að ásaka þig fyrir það, sem þú hefur ekki gert og ekki
getað komið í veg fyrir, að yrði gert. Eg er þér þakklát fyrir
það, sem þú hefur reynt til þess að hjálpa okkúr. Mér er það
ekki lítils virði, að einn sona minna hafi ekki viljað eiga
hlutdeild í morði unnusta systur sinnar. Við skulum vita,
hvort við getum ekki liðsinnt henni bæði saman. Það eru
engar ýkjur, þegar ég segi þér, að Freyja muni fyrirfara sér,
verði hún fyrir frekara áfalli.
Emil tók ekki í framrétta hönd móður sinnar, en færði sig
nær henni og settist aftur á rúmstokkinn. Fritz hefur dottið
ráð í hug. Hann vill, að þú sendir Freyju að Mabergi, þegar
í stað. Greifinn verður í Múnchen klukkan fimm í kvöld.
Viltu hitta hann á Café Haag ? Hann veit að Fritz ber ábyrgð
á dauða Hans — ásamt Ólafi. Það varð ekki komizt hjá því
að segja honum það — en auðvitað er honum áhugamál, að
því sé haldið leyndu. Fleiri vita þetta ekki. Ef Freyja fer
fljótlega, beina leið að Mabergi, þá er ósennilegt, að nokk-
urn gruni, að hún hafi verið með Hans. Við munum sjá um,
að ekkert berist út frá okkur og þú munt gæta hins sama.
Það gæti haft slæmar afleiðingar, ef það yrði uppskátt síðar,
og þú sérð, að til þess þarf ekki að koma. Auk þess — nú
jæja — Fritz langar alltaf til þess að kvænst henni.
Móðir hans stóð upp. Hún sýndist ótrúlega há og ógnandi.
Æ, æ, stundi hún að lokum. Á þetta að endurtaka sig ?
Þetta, sem ég hélt, að væri úr sögunni að fullu og öllu. Á
að misþyrma annari konu — helfrysta sál hennar og smána
tilfinningar hennar. Eg hélt að þeir tímar væru liðnir, að
konur ættu allt sitt undir miskunn karlmannanna, ég hélt
að hætt væri að líta á þær einvörðungu sem verkfæri eða
leikfang karlmannanna. Þú ert karlmaður, Emil, þú átt lík-
ama þinn sjálfur. Þér er frjálst að beita afli þínu. Ö, hversu
lítið þú veizt hvað það er að vera mannleg vera, ofurseld
miskunn annarrar mannlegrar veru, að þurfa að lifa í nán-
ustu samlífi, án nokurrar ástar. Sendu eftir sporhundum lög-
reglunnar og láttu þá setja systur þína á píningabekk. Það
er betra, að hún stytti sér aldur, heldur en hún þurfi að lifa
í slíkum þrældómi. Eg vil hvorki selja hana né vita hana
selda.
Mamma, mamma, hrópaði Emil. Hann fölnaði við að sjá
ofsann, sem lýsti sér í augum hennar, þegar hún horfði á
hann. Hvers vegna talarðu svona til mín ? Hvers vegna star-
irðu á hendurnar á mér eins og þú hatir þær ? Eg hef ekki
drepið Hans — og guð veit að ég vil ekki selja Freyju eða
auðmýkja hana. Hún þarf ekki að giftast Fritz, ef hún er því
mótfallin. Hann er enginn óþokki og hann elskar hana heitt.
Hún getút ekki harmað dauðan bóndadurg, sem hún þekkti
aðeins um nokkurra mánaða skeið, alla sína æfi.
Móðir hans leit nú rólegar á hann. Hin ofsafengna reiði,
sem hafði náð tökum á henni, hjaðnaði. Hendur hennar fóru
að titra og hún mælti raunalega: Þetta er mér að kenna. Eg
verð að gleyma. Nei, néi. Þú átt enga sök á þessu. Eg vissi
það vel, Emil. Þú erl góður drengur og vilt okkur vel. En
tímarnir eru svo rangsnúnir. Menn gruna alla um að hafa
illt í huga, jafnvel þá sem sízt skyldi. Það er ekki satt, að
mér þyki ekki eins vænt um þig og hin systkinin og ég hef
alltaf borið traust til þín.
Vertu ekki að Ijúga í mig, sagði Emil ruddalega. Það er
öllu öðru verra.
Þau voru þögul og horfðust í augp góða stund. Augu móð-
ur haas háru vott um iðrun, en heit þrá bar reiði Emjjs of-
urliði,
Síífi!!Ö<IftOO*öO<>OO0C>OOO<>OOOOOÖOOOÖOOC>OO^O
>oooo