Nýtt dagblað - 31.03.1942, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 31.03.1942, Blaðsíða 4
ff ** 4? Hcua&Ottu& Nœturlœk.nir í nótt er María Hallgríms- dóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Nœturvörður í Laugavegs apóteki. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Guðbjörg Einarsdóttir, Hofsvallagötu 23 og Ragnar Sveinbjörnsson matsveinn frá Stykishólmi. Frá Glímufélaginu Armann. Allar æfingar hjá Glímufélaginu Ar- mann falla niður frá og með deginum í dag og fram yfir pá^jca. St. Minerva heldur 23 ára afmæli sitt hátíðlegt í kvöld í stóra sal Templara- hússins. Ollum templurum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Aðgöngu- miðar eru seldir á skrifstofu Stórstúkunn- ar kl. 2—6 í dag. Systir okkar Sigríður Jónsdóttir verður jarðsungin miðvikudaginn i. apríl frá Fríkirkjunni. Athöfnin hefst kl. 4 með bsen á heimili hennar Fálkagötu i 7. Fyrir hönd vandamanna Sigurður Jónsson, Þorleifur Jónsson. _____ _________________ Framh. af 3. síðu. er þjóðin með skattalögunum gef- ur þeim, í stað þess að taka stríðs gróðann alveg úr umferð og ráða honum sjálf. Þá er og rétt að benda á að með skattalögum þessum yrði réttur bæjafélaganna til útsvars- álagningar á milljónamæring- anna skertur mjög og afnuminn hvað snertir álagningu á hreinar tekjur, er fara fram úr 200 þús. kr. 2. gr. frumvarpsins um stríðs- gróðaskattinn hijóðar svo : ,,Stríðsgróðaskattur skal lagð- ur á og innheimtur um leið og tekju- og eignarskattur, og af sömu aðilum. Ríkissjóður greiðir hlutaðeigandi sveitarfélagi 45% af þeim stríðsgróðaskatti, sem þar er á lagður og innheimtur, þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur 40% af áætluðum útsvör- um í sveitarfélaginu á því ári”, Og 4. gr. sama frumvarps er þannig: ,,Meðan ákveðið er í lögum, að greiða skuli 90% — níutíu af hundraði — samtals í tékjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskyld- um tekjum yfir 200 þús. krónur, er óheimilt að leggja tekjuútsvör á þann hluta af hreinum tekjum gjaldenda, sem er umfram 200 þús. krónur“. Skal svo á næstunni gerð ýtar- legri grein fyrir frumvörpum þessum. Framhald af 2. síðu. í sveit hefiur margfalt meiri á- hrif á skipan Alþingis en eitt atkvæði í kaupstað. Að leiðrétta þetta misrétti, sem er á milli sveitamanna og kaupstaðabúa. hefur á máli Morgunblaðsins heitið baráttan fyrir réttlætis- málinu. Sósíalistaflokkurinn og Aiþýðufiokkurinn hafa verið verið sammála Sjálfstæðisflokkn- um um að slík leiðrétting væri sannarlegt réttlætismál. Megin- þorri sangjarnra manna úr sveit og við sjó hefur einnig verið þessu sammála, andstæðan gegn réttlætismálinu hefur öll komið frá leiðtogum Framsóknarflokks- ins, sem eiga völd sín á þifigi ranglætinu að þakka. Nú er það komið á daginn, að leiðtogum Sjálfstæðisflokksins er orðið ljóst, að barátta þeirra fyr- ir hagsmunum stríðsgróðamann- anna er svo andstæð vilja alls almennings einnig innan Sjálf- stæðisflokksins, að þeir eiga þess enga von að geta haidið þeim völdum, sem þeir nú hafa í þjó- félaginu, nema með því að styðj- ast við rangláta kjördæmaskip- un. Og hvernig hugsa þeir sér að framkvæma þetta? • Blátt áfram með því' að gera fullkomið bandalag við aftur- haldið innan Framsóknarflokks- ins gegn ,,réttlætismálinu” og fryggja sér um lcið atbeina þess sama afturhalds, í baráttunni gegn hagsmunum launastéttanna og fyrir hagsmunum sti'íðsgróða i íannanna. H Framh. af 1. síöu. sem jafrétthár aðili og hin 1 ó- friðarlöndin. Allir erlendir hermenn, jafnt brezkir sem aðrir, verða fluttir Lurt af Indlandi í stríðslok. nema indverska stjórnin æski dvalar þeirra. \ Fímlcíkasýnín$~ ar skólanna Fimleikasýnmgar skólanna hóí ust í gær með sýningu, sem fram fór í íþróttahúsi Ármanns. Bæj- arfulltrúum, blaðamönnum og fjölda íþróttamanna var boðið á sýninguna. Það voru fjórir flokk- ar sem sýndu, og tókst prýðilega. Sýningarnar. halda áfram í dag og verður nánar frá þeim sagt hér í blaðinu á morgun. Aðalfsndur Prentara- fálagsíns Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags hófst á sunnudag- inn og var honum frestað, þar sem ekki vanst tími til að Ijúka þeim störfum, sem fyrir honum lágu. Urslit stjórnarkosningar, sem lokið er fyrir nokkru, voru tilkynnt og voru þannig: Formaður var kosinn Magnús H. J ónsson með 73 atkvæðum, Stefán Qgmundsson fékk 69. Gjaldkeri Sigmar Björnsson með 144 atkv. og var hann einn í kjöri I. meðstjórnandi Baldur Eyþórs- sonmieð 92 atkv., Oskar Jónsson hlaut 56. I stjórninni sitja áfram Guðmundur Halldórsson, ritari og Stefán Ogmundsson 2. með- stjórnandi. I varastjórn voru kosnir: Hall- björn Halldórsson, Ellert Magn- ússon ritari, Jóhannes Jóhannes- son gjaldkeri, Oli V. Einarsson I. meðstjóranandi, Björgvin Ól- afsson 2. meðstjórnandi. Prentarafélagið hefur nú með höndum mörg og merkileg fram- fara mál fyrir stéttina, sem rædd verða og ráðin á næstunni. ISIIOHHII Ekki leikur það á tveim tungum að meginþorri Sjálfstæðismanna vill halda fast við ,,réttlætismál- ið” svo kallaða, alveg eins og það er víst að til eru þéir menn inn- an Framsóknarflokksins, sem vilja koma á fullkomnu réttlæti hvað kjördæmamálið snertir, nið- urstaðan er því sú að Morgun- blaðið boðar og viðurkennir í fyrsta sinn það, sem Nýtt dag- blað hefur margsinnis bent á, að stríðsgróðaklíka Sjálfstæðisflokks ins ætlar nú að leita á náðir Framsóknarflokksins um atbeina til þess að halda völdum i land- ir.p. Samstarfsgi-undvellinum er lýst í framangreindum ummælum Reykjavíkurbréfa um stefnumið Sjálfstæðisflokksins. Gnindvöllur- inn á að vera þessi: Hina ranglátu kjördæmaskipun á að nota til þess að tryggja Jónasardeild Framsóknarflokks- ins og Thorsdeild Sjálfstæðis- flokksins meirihlutaaðstöðu á Al- þingi. Bændur í dreifbýlinu á að reyna að kaupa. til fylgis við þetta bandalag með því annars- vegar að halda launastéttunum í þrældómsfjötrum, svo að þær geti ekki fengið það kaup, sem þcim ber og þær þurfa, þetta á að vera agn fyrir stórbændur, sém hafa margt verkafólks í þjónustu sinni; við smábændur á lúnsvegar að segja: það gerir ekkert til þó búin ykkar bcri sig ekki, með „gulli hafsins” skal hallinn bættur. Varla er hægt að hugsa sér íráleitara og svívirðilegra „stefnu rnið” en fram kemur í þessari yf- irlýsingu. Fráleitt er það að því leyti, að því er slegið föstu að sveitarbú- skapurinn verði ekki rekinn nema með styrk frá sjávarútveginum, þetta nær auðvitað" ekki nokkiuirri át.t, hver atvinnugrein þjóðarinn- ai verður auðvitað að bera sig út af fyrir sig, og vel geta þeir tímar komið að óvist sé hvorri grteininni vegnar betur landbún- aði eða sjávarútvegi. Svívirðilegt er það að því leyti að hér er á læ- víslegan hátt verið að bjóða sveitamönnum mútur, til þess að ganga í lið,vmeð milljónamæring um kaupstaðanna, í baráttu þeirra gegn athafnafrelsi launþeganna, það er vcrið að bjóða þeim mút- ur til þess að vcita þessum millj- ónamæringúm aðstöðu til þcss af* sölsa undir sig ennþá meira af auðæfum þjóðarinnar, fleiri skip, fleiri verksmiðjur, fleiri jarðir. Svo eiga bændurnir einn góðan veðurdag að vakna við þann vonda draum,' að jarðirnar þeirra séu komnai' í eign þessara sömu millj ónamæringa, þær liafa verið keyptar fyrir ,,gull hafsins” og þegar svo er komið, geta millj- ónamæringarnir sagt ,,haf þú bóndi minn hægt um þig”. 125 MANNSKAÐAVEÐRiÐ eftir PHYLLIS BOTTONE opnuð, sagði hann með varúð, en það litla, sem ég sagði, var satt og rétt. Vinum þínum öllum líðvr vel. Þeir ganga að sínum venjulegu störfum. Sorgin skein út úr augum gömlu konunnar, en hún hefur mikið að gera og sonur hennar, Karl, sem er bezti drengur, hjálpar henni með ráðum og dáð. Þau voru öll áfjáð í að heyra fréttir af þér og þau skildu vel, hvers vegna þú gætir ekki heimsótt þau. Rúdí fór með mér. Hann langaði til þess og ég áleit, að það gæti ekki sakað hann. Hann er orðinn nógu gamall til þess að geta þagað. Michel sýndi honum skepnurnar og skemmti hann sér hið bezta. Hann á erfitt uppdráttar í Múnchen. Við, mamma þín og ég, Freyja, höldum, að rétt- ast væri að senda ykkur bæði af landi burt. Þú skalt hugsa um þetta áform með stillingu. Nei, við getum ekki farið með ykkur. Mér fyndist ég liðhlaupi, ef ég yfirgæfi vini mína og starfsbræður, þegar sízt skyldi. Móðir þín þarf einnig að taka tillit til hinna sona sinna. Hún mundi skiljast við þá að fullu og öllu, ef hún færi frá þeim nú. Við megum ekki ætl- azt til þess af henni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eg læt Rúda læra ensku utan skólans; þú ættir líka að rifja upp fyrir þér, það sem þú hefur lært, því að þið verðið að fara til Ameríku. Bróðursonur minn einn býr í New York, en hann er ungur og því ekki víst, að hann muni vel eftir okkur. En Hildegard systir mín, í Los Angeles, hefur hjartað á rétt- um stað, þó að mörg ár séu liðin síðan við höfum verið sam- vistum og ættum aldrei margt sameiginlegt. Hjá henni getið þið búið. I Kaliforníu er þér frjálst að stunda háskólanám og þar geturðu tekið próf í læknisfræðinni og gerzt þegn Bandaríkjanna. Eg er að afla mér upplýsinga, því að svo. getur farið, að við verðum að hafa hraðann á. Stjórnin hefur gert eignir mínar upptækar. Eg er fátæklingur og móðir þín á ekkert. Það gerir ekkert til. Eg hef eftirlaunin og húsinu höldum við. Við getum lifað óbrotnara lífi. En þetta snertir þig, því að þú áttir að fá drjúgan skerf, en nú íærðu ekkert annað en það, sem þú getur unnið þér inn. Þetta gerir þér ennþá erfiðara að verða hér á landi eftirleiðis. Eg get unnið fyrir mér, svaraði Freyja fljótt, hvar sem ég verð — og ég ætla aldrei að giftast. En ég vil heldur ekki fara frá ykkur mömmu — það er ómögulegt, að ég verði að gera það. Faðir hennar brosti. Við ráðum ekki því óhjákvæmilega, mælti hann blíðlega. Við verðum að lúta örlögunum, en þau ekki okkur. Eitt verð ég að segja þér enn, sem mér er fremur óljúft að minnast á, en að því loknu getum við snúið okkur að ánægjulegri efn- um. Nazistar hafa farið fram á það, að móðir þín yfirgæfi mig. Hún er ekki neydd til þess, en hún hefur fengið bend- ingu í þá átt. Ef hún neitar, hvílir grunur á henni og van- þóknun nazista. Eg þarf víst ekki að segja þér, að hún neit- aði að verða við þeim tilmælum. Pabbi, pabbi, æpti Freyja skelfd. Hvernig geta þeir að- hafzt annað eins ? Hversvegna fara þeir með oss eins og holdsveika ? Hvað hefur kynstofn okkar gert, að hann verð- skuldi að vera þannig hundeltur ? Hví taka ekki aðrir ráða- menn í Þýzkalandi í taumana ? Þeir eru ekki allir vitstola ? Nei, nei, svaraði faðir hennar. Því fer fjarri, að allir séu brjálaðir, en þú verður að vera minnug þess, að þýzka þjóðin er sein að hugsa og ístöðulítil, annars væri hún ekki jafn iðju- söm og dugleg við hernaðarframleiðslu sér til varnar. Þjóðir, sem ekkert óttast þurfa ekki á miklum her að halda. Gáfna- fari okkar Gyðinga er á annan veg farið um margt og er ekki laust við, að Þjóðverjar öfundi okkur. Við erum lítið vopn- laust þjóðarbrot og þar sem við erum undir handarjaðri þeirra, er þeim hægt um vik að misþyrma okkur. Þýzka þjóð- in er ekki hugrökk — beygð af ósigri — en hún hefur þó nokkra herkænsku til að bera. Hún hefur einnig séð, hvern- ib hinn voldugi nágranni, Rússinn, hefur varpað auðjöfr- unum fyrir borð. Þýzki júnkarinn hefur því haft vaðið fyrir neðan sig og, með aðstoð hræddra millistéttanna, sem aldrei hafa lært að hugsa sjálfstætt, hafa þeir hrifsað til sín þau völd, sem nægja til þess að bæla niður hugsanlega byltingu. Hitler, sem sjálfur er verkamaður, hefur vilt verkalýðnum OOO

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.