Nýtt dagblað - 31.03.1942, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 31.03.1942, Blaðsíða 2
NÝTT DAGBLA Ð . Þriðju&agur 31. márz 1942 St. Mínerva nr. 172, heldur hátíðlegt 25 ára afmælí sitt í dag, þriðjudaginn 3 i. marz kl. 8 e. h. í stóra sal Góð- templarahússins. V erður þar kaffidrykkja, ræðuhöld, söngur (einsöngur) og dans. Félögum stúkunnar er heimilt að taka með sér gesti. Aðeins templarar geta fengið aðgang, meðan húsrúm leyfir. Aðgöngu- miðar afhentir í skrifstofu Stór- stúku íslands, Kirkjutorgi 4, í dag kl. 2—6. Á hverjum sunnudegi birtir Morgunblaðið Reykjavíkurbréf. Bréf þessi skrifa ýmsir af stærri spámönnum Sjálfstæðisflokksins, en þó oftast Magnús Jónsson prófessor í guðfræði og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Á s.L sunpu- dag voru bréf þessi óvenjulega hreinskilin, sennilega hefur Magn ús skrifað þau. En hvað sem um það er, þá er víst að höfundur- inn hefur fundið þörf hjá sér til að skrifa og hann birtir, þó að nokkru leyti undir rós sé, megin- atriðin úr stefnu þeirri, sem Thorsfjölskyldan hefur ákveðið að flokkurinn skuli fylgja í nán- ustui framtíð — hann birtir sann leikann um Sjálfstæðisflokkinn, og auðvitað um leið lygina um höf- uðandstæðinginn, Sósíalistaflokk- inn, sem hahn kallar kommúnista flokk, því það er einn augljós- asti sannleikurinn um Thorsai’a- forustuna í Sjálfstæðisflokknum, að um andstæðinga sína segir hún aldrei satt orð, — Thorsar- arnir hafa ekki til einskis verið með Jónasi —. En nú skulum við snúa okkur beint að Reykjavíkurbréfunum. „Breyttír fímarM Þessi bersöglisræða Reykjavík- urbréfanna'- hefst á kafla um breytta tíma, þar segir svo: ,,Síðan fjárhagur almennings og ríkissjóðs batnaði, sækir sýni- lega í hið sama gamla horf. Nú finnst öllum illindamönnunum þeim sem þurfa að berjast með kjaftinum, baknaga, rógbera og níða náungann, að nú megi taka upp hina sömu þjóðlegu iðju me fullu offorsi og ákafa, til þess að vinna upp þau tækifæri, sem kunna að hafa verið ónotuð, með- an ofurlítið var dregið úr deilun- um, vegna tómahljóðsins í ríkis- fjárhirslunni”. Svo mörg eru þau orð. Hvað finnst yður um orðbragðið, finnst your ekki höfundurinn muni sóma Gúmmístakkar níðsterkir fást í VOPNA Aðalstraeti 16. Heít og böld svíd allan daginn Kaffísalan Hafnarsfreefí 16 ooooooooooooooooo Heíðruðum bæp arbúum tilkynnist að frá og með mánu- deginum 30. þ. m. hækka flestir liðir verðskrár okkar lít- ilsháttar. N. B. Á miðvikudaginn fyrir skírdag verða rakarastofurnar opnar til kl. 8 síðd. Lokað verður kl. 6 eftir hád. laugardaginn fyrir páska. Rakarameistarafélag Reylyavíkur. sér vel á freinsta bekk ,,illinda- rnanna”? Getur nokkrum dulizt, að einmitt hann telur sig nú þurfa ,,að berjast með kjaftinum, baknaga, rógbera og níða náung- ann” ? Ef einhver skyldi enn ganga þess dulinn, þá þarf hann ekki annað cn að lesa það, sem síðar verður upp tekið af hans eigin orðum í þessari grein, til að augu hans opnist. En hvenær var það, sem þessi forustumaður Sjálfstæðisflokks- ins taldi rétt að gera ofurlítið hlé á „baknaginu”, , rógburðin- um” og „níðinu” um ,,náungann”? Það var hérna á ánmum, þegar Kveldúlfur skuldaði bönkum þjóðarinnar 8—10 milljónir króna -- það var þegar Landsbankinn var búinn að fá einni fjölskyldu 1 vöfalt stofnfé sitt til umráða, þá var dregið úr ,,baknaginu”, „TÓgburðinum” og „níðinu” um þá stjórnmálamenn sem talið var líklegast að hægt væri að blekkja til þess að svíkja umbjóðendur sina, stefnu sína og þjóð sína og ganga í hið mikla „heimavamar- Ilð” Thorsaranna, sem hafði það híutvprk að bjarga völdum einn- ar fjölskyldu, völdum hennar yfir fé og framleiðslutækjum. Hvert sporið öðru stærra hefur verið stigið í þessa átt. Skatt- frelsi stórútgerðarinnar, verðfell- ing krónunnar, bann við kaup- liækkunum o. s. frv., o. s. frv. og nú þegar markinu er náð og augui sumra þeirra, sem létu blekkjast eru að opnast, kemur nöðrukyn Sjálfstæðisflokksins rægjandi, níðandi og bakbítandi hvem þann, sem ekki stígur dansinn frammi fyrir altari Kveldúlfs. Á réttu íslenzku máli hljóðar Llausan, sem að framan er birt úr Rekjavíkurbréfunum þannig: ,,Siðan fjárhagur” Kveldúlfs og annan-a stórgróðafyrirtækja „lór að batna, sækir sýniiega í hið sama gamla horf. Nú finiist öllum” þjóiuun Thorsaraættar- innar, „þeim sem þurfa að berj- ast með kjaftinum, baknaga, rógbera og níða náungann, að nú megi taka upp hina sömu þjóð- legu iðju með fullu offorsi og á- kafa”. Þetta er einn þáttur úr sann- leikanum um Sjálfstæðisflokkinn, það er fyrsti þáttur, en fleiri koma á cftir í eðlilégri atburða röð. „ðtefnumíðíd" Næsti kafli bersöglisræðunnar heitir ,,stefnumið”. Kaflinn hefst þannig: „Hér skal í fám orðum vikið að þeim stefnumiðum, sem þjóð- in verður að aðhyllast fyrr eða síðar, ef hún á að reynast þess megnug að ráða sér sjálf. Aðalframleiðslugreinar vorar, sjávarútvegur og Iandbúnaður, þurfa að geta unnið saman, svo óskyldar sem þær eru í eðli sínu. Sjávarútvegurinn verður að vera þess megnugur að styðja landbún aðinn. Þeir sem í sveitunum búa og vinna þar hin erfiðu störf, sem oftast gefa lítið í aðra hönd, verða að nota vald sitt og að- stöðu i þjóðfélaginu til þess að li IM u lUUnenlir Helgafell. Tímarit um bók- menntir og önnur menning- armál. Utgefandi Helgafells- útgáfan. Ritstjórar Magnús /ísgeirsson og Tómas Guð- mundsson. Hér er myndarlega af stað far- ið og í mikið ráðizt. Ritstjórarnir segja í ávarpsorðum : ,,Við, sem tekið höfum að okkur ritstjórn þessa tímarits, höfum lengi verið þeirrar skoðunar, 'að íslenzkum lesendum og rithöfundum gæti orðið það nokkur fengur, ef tak- ast mætti að gefa hér út mánað- arrit um bókmenntir og önnur menningarmál, er talizt gæti sam bærilegt, eftir aðstæðum, við önnur tímarit slíkrar tegundar með nágrannaþjóðunum“. Er auðsjáanlega ekkert til rits- ins sparað, það er í stóru broti, prentað á góðan pappír og með myndum. Og til efnisins er einn- ig vandað. Þetta fyrsta hefti flyt- ur grein um styrjaldarhorfur eftir Jón Magnússon, byrjun á greina- flokki eftir Barða Guðmundsson um uppruna íslenzkrar skáld- menntar, ferðaminningu eftir Gunnar Gunnarsson og grein um Georg Brandes eftir Sverri Kristj- ánsson. Sjálfir leggja ritstjórarnir til kvæði, ritdóma og ,,léttara hjal“. Magnús birtir þýðingu á ,,Ef.... “ eftir Kipling (í um- gerð, sem betur hæfði Fornaldar- sögum Norðurlanda) og smá- kvæði eftir Georg Brandes, en Tómas frumort kvæði, ,,Bréf til látins manns". Af óbundnu máli eru ritgerðir Barða og Sverris veigamestar, en allt er það læsi- legt. S. G. tfy&gja frjálst athafnalíf þeirra, er sjóinn sækja. Með gulli hafsins og engu öðru verður framtíð sveitanna tryggð”. • Hvað á höfundur Reykjavíkur- bréfanna við, þegar hann talar um , frjálst athafnalíf þeirra er sjó- inn sækja” ? Á hann við, að sjó- menn eigi að hafa frjálsræði til að selja vinnuafl sitt eftir því sem þeir bezt geta á hverjum tíma? Á hann við að sjómenn ráði því hvernig útgerðin er rekin, sem þeir vinna við? Á hann við að þeir eigi að ráða arðskipting- unni ?■ Það kann að virðast broslegt að varpa svona spurningum fram svo ótvírætt sem staðreyndirnar svara þeim neitandi. Það vita allir, að þegar leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins tala um frjálst at- hafnalíf, meina þeir ótakmarkarð athafnafrelsi til handa stórat- vinnurekendum, samfara. stór- íelldum takmörkunum á athafna frelsi verkalýðsins og annarra launþega, þeirra frjálsa athafna- líf er athafnalíf gerðardómslag- anna. Sveitimar eiga að „nota vald sitt og aðstöðu í þjóðfélaginu til þess að tryggja frjálst athafna- llf þeirra, er sjóinn sækja”. Hvaða „vald” og hvaða ,,að- staða” er það, sem sveitimar eiga að nota? „Vald” þeirra og ,,aðstaða” á vettvangi stjórnmálanna byggist á því, að kjördæmum er þannig skipt í landinu, að eitt atkvæði Framh. á 4. síðu. Afmœlisnefndin. Aðvörun Heimsóknir til barna að barnahælinu Sólheimum í Grimsnesi eru bannaðar, meðan hettusótt, kikhósti og aðrar farsottir ganga. Sesselja Sigmundsdóttir. Iðja félag verksmíðjufólks* ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin að Hótel Borg miðvikudaginn I. apríl kl. 9 e. h. 1. Samkoman sett. (formaður). 2. Einsöngur(Þorsteinn Hannesson). 3. Danssýning: (Sif Þórs). Aðgöngumiðar á skrifstofu félagsins í dag og á morgun kl. 5—7 e. h. og við innganginn ef eitthvað verður óselt. — Samkvæmisklæðnaður ekki nauðsynlegur. STJÓRNIN Ný bók eftir Helgu Sigurðardóttur: Heimilisalmaoak í bókinni er sagt, hvað borða á hvern dag ársíns. Þar eru nýjustu leiðbeiningar um bakstur úr heilhveiti án eggja, kafl- ar um tækifærisveizlur og hátíðamat, borðsiði, hreingerning á heimilum, hreinsun á fötum og blettum í fötum, og ýmsar leiðbeiningar, sem hverri húsmóður mega að gagni koma. — Auk frk. Helgu Sigurðardóttur rita í bókina: Dr. Gunnl. Claessen um „Umgengni utanhúss“, frú Kristín Ólafsdóttir læknir um , .Mataræði barnshafandi kvenna", Jón Oddgeir Jónsson: „Forðist slysin í heimahúsum“, Guðm. Jónsson kennari á Hvanneyri: „Reikningsfærsla húsmóðurinnar . Þá er og í bókinni tafla eftir Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi, sem sýnir hvenær og hvernig á að sá hverri græn- metistegund, svo að sem beztur árangur náist. Þetta er bók allra tslenzkra húsmœðra. T i I k y n n i n g Frá og með I. apríl verður allur akstur frá okkur mið- aður við staðgreiðslu. Frá sama tíma er öllum reikningsviðskiftum að fullu lokið. Virðingarfyllst Bifreiðastöðin GEYSIR / OOOOO

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.