Nýtt dagblað - 02.04.1942, Page 3

Nýtt dagblað - 02.04.1942, Page 3
Fimmtudagur 2. apríl 1942. NÝTT DAGBLAÐ KASAKSTAN- eíff af sexfán sambandslýdveldum Sovéfríbjanna Iláskólahverfið i Alma Ata, liöfuðborg Kasakstan. Eigandi og úlgeíandi: Gunnar Benediktsson, Kilstjórar: Einar Olgeirsson (áb,) Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórn: Hverfisgötu 4, sími 2270- Aígreiðsla: Austurstr. 12, sími 2184. Víkingsprent h. f. Húsnæðismálin Afleiðingarnar af aðgerðaleysi bæjarstjórnaríhaldsins á undan- förnum árum í húsnæðismálum Reykvíkinga, eru alltaf að koma þyngra og þyngra niður á bæjar- búum. Utlitið um húsnæði í vor er að minnsta kosti eins slæmt og í haust. Þær aðgerðir, sem fram- kvæmdar hafa verið til að bæta úr því, hafa — eins og Sósíalista- flokkurinn hefur sýnt fram á, — reynst gersamlega ófullnægjandi. Byggingarefnið, sem flutt hefur verið inn með mestu fórnum og erfiðismunum, hefur verið notað í lúxusíbúðir handa hinum nýríku stríðsgróðamönnum og pólitísk- um þjónum þeirra, en íbúðabygg- ingar fyrir alþýðuna hafa verið látnar sitja á hakanum. Yfirstétt- arsjónarmiðið hefur sem fyrr ver- j ið ráðandi í öllum ákvörðunum um húsnæðismálin. Við svo búið má ekki standa. Það verður að taka húsnæðismál- in föstum tökum. Það verður að sjá til þess að byggingarefnið, sem til er, verði notað til íbúðarhúsabygginga, sem ætlaðar eru fyrir fjöldann. Það verður að aðstoða menn til þess að koma upp þaki yfir höf- uð sér. jafnvel þó slík hús full- nægi ekki þeim ströngustu kröf- um, sem nú eru gerðar til bygg- inga, ef vitanlegt er að um var- anleg og góð hús sé samt að ræða. Það verður að knýja fram lög- gjöf, sem heimilar skömmtun húsnæðis. Það er algerlega óþol- andi að á þessum hættutímum geti einstakar auðmannafjölskyld ur setið í 8—12 herbergja íbúð- um, meðan fjöldi manna verður ýmist að hrekjast úr bænum vegna húsnæðisleysis eða búa við algerlega óþolandi húsakost. V erkalýðsfélögin og önnur samtök fólksins verða strax að láta þessi mál til sín taka. Það dugar ekki að bíða nú unz allt er komið í eindaga. Bæjarstjórnaríhaldið var eitt- hvað að fjasa um það fyrir kosn- ingar, að það ætlaði að beita sér fyrir byggingu íbúðarhúsa að kosningunum loknum. Allir vissu að þessi loforð voru gefin til að svíkja þau, þess vegna meðal annrs tapaði íhaldið við bæjar- stjórnarkosningarnar, en það tap- aði ekki nógu miklu, það hefur meirihlutann enn, og þeim meiri- hluta mun það beita til þess að hindra allar framkvæmdir í þess- um málum, nema fjöldasamtökin í bænum sýni því mátt sinn og knýi það til þess að efna einhvem hluta kosningaloforðanna. Samtök fólksins er það eina sem íhaldið hræðist, séu þau nógu sterk. I þessari grein verða nokkrar tölur nefndar, sem gefa dálitla hugmynd um Kasakastan, þefta v'íðlenda lýðveldi, nátfúru þess og •róun. — Sovétlýðveldið Kas- ;kstaii er í nuðausturhorni ríkj- í.iina, rúmlega þrjár milljónir fer iulómetrar að stærð eða á stærð við Þýzkaland, Frakkland, Eng- land, Italíu, Pólland, Tékkóslóv- akíu og allan Balkanskaga. Gróð ur þess og loftslag er fjölbreytt. Oft kemur það fyrir að meðan voryrkjan er í fullum gangi í suðurhluta landsins eru kuldar og byljir í norðurfylkjunum, svo frostið getur hæglega orðið allt að 45 gr. á Celc. um það leyti. Náttúruauðæfi cru mikil og er næstum því sama á hvaða sviði það er. Þar eru gullnámur, silfur, sink, blý og fjöldi annarra málma. Þá er þar mikið af kol- um. 1 Kasakstan eru um 78% af blýná.mum Sovétríkjanna, 50% af sinki, yfir 64% af kopar þeim sem vitað er um og 72% af nikkel ríkjanna. Alveg sér- staklega auðugf af málmum er hið svonefnda Altajhérað sem er að mestu fjalllendi eða hálendi. Eiitt héraðið í þessu lýðveldi heit ir Karaganda, en þar hafa jarð- fræðingar og verkfræðingar fund ið hvorki meira né minna en um 50 milljónir tonna af kolum. Við norðurströnd Kaspíahafs hafa fundizt auðugar olíulindir. Eftir síðustu rannsóknum og mæling- um að dæma er þar meira en milljarð tonna af steinolíu að ræða. Og þannig er um mörg önnur nátfúruauðæfi þar í landi. Mjög er erfitt að gera sér ljóst og næstum ótrúlegt hversu þetta land var langt aftur úr í iðnað- arlegu og menningarlegu tilliti fyrir byltinguna. Sfrax og friðuir var kominn á, var hafizt handa á öllum sviðum þjóðlifsins. Á tímabili fyrstu fimm ára áætlun- arinnar og tveimur þeim næstu voru reist 150 stór iðjufyrirtæki, sem kostuðu um eina milljarð rúblur. Þessi iðjuver voru flest tilheyrandi hinum svonefnda þungaiðnaði, þ. e. framleiðslu þungra málma, kola og olíu. Á grunni hans hafa svo á síðari árum risið upp aragrúi fyrir- tækja, sem tilheyrir létta iðnað- inum. Má þar nefna t. d. kjöt- niðursuðuverksmiðjurnar í Sep- ippalatinsk, hinar risastóru sykur verksmiðjur í Mesensk og Taldin- Kúrgan, og fisk- og kjötniður- suðuverksmiðjurnar í þessum borg um. I höfuðborg lýðveldisins, Alma Ata, eru miklar tóbaks- verksmiðjur og við Balkasvatnið (sem er eitt af stórvötnum heims ins) er nýreist eitt stærsta iðju- ver í Sovétríkjunum, það er marg þætt og segja má að þar taki ’ ein stórverksmiðjan af ann- arri við tréefninu og skili því ekki fyrr en það er orðið að rennilegum bifreiðum eða fjöl- crðum. Árið 1917 var ekki til einn einasti bíll í öllu þessu landi. 1926 era þeir 630, 1. maí 1935 eru þeir 9000 og 1939 rúmlega 20000. Samyrkjubúin hafa bætt við sig þúsundum bíla. Fyrir bylt inguna var aðeins ræktað kom í Kasakstan, en þetta er nú breytt. Árið 1934 voru ræktaðir 113000 hektarar af baðmull og 8600 hektarar af tóbaksökrum. Nærri því alla þessa akra varð að vökva með áveitukerfi. Fyrir bylt inguna var uppskeran 5.9 vættir pr. hektara, en 1939 fæst að með altali 10.9 vættir af hektara. — Fyrir 1917 var næstum hver oinasti maður ólæs og skrifandi og langsamlega mestur hluti þjóð arinnar voru hirðingjar. Nú hef- ur þessi fyrrverandi hirðingja- þjóð fengið sér fasta bústaði og komið sér upp iðnaði og sam- yrkjubúum. Árið 1932-33 voru stofnsett yf- ir 70 þúsund fastra heimila, og á árunum 1933-35 bættust við 154 þúsunda, en 1939 eru heimilin hátt í hálfa milljón. Þó hér sé um æðimörg heimili að ræða, eru þau samt ekki mörg í hlutfalli við stærð landsins og möguleika þess. Þarna á eftir að fara fram landnám og það í geysistórum stíl. Milljónir manna geta búsett sig í landinu og hlotið ágæt lífs- skilyrði. Þeir fáu menn sem voru læsir og skrifandi, en það voru tæplega 2%, töldust til fyrrver- andi jarðeigenda, eða eigenda stórra dýrahjarða. Það er erfitt fyrir oss, þegna í þjóðlöndum fjisti’a Hfsforma að skilja hversu mikið verk hefur verið unnið í þessu nýsköpunarríki. 1934 var um hálf milljón fullorðinna manna í skólum að læra undirstöðuatriði almennar fræðslu. Fyrir byltinguna voru engar bókmenntir til, það sem til var áf bókum í landinu voru nokkrar trúarbragðabækur þýddar á tungu Kasakstanbúa. En nú eni ritverk eftir Shakespeare, Moliere, Goet- he, Maupassant, Púskín,, Tolstoj, Gorkí og marga aðra snillinga þýddar á mál landsmanna. Beztu bækur ,,klassisku” bókmenntanna og nýbókmenntir Rússa lesa nú þeir, sem lesa kunna. Leikmennt varð til i fyrsta sinni. Byggð hafa verið yfir 50 leikhús, sem fengið hafa fasta leikendur, að viðbættum fjölda leikhópa, sem ferðast um og sýna listir sínar í bæ og byggð. Leik- irnir fara fram á tungu lands- manna. Hljómsveitum hefur ver- ið komið upp, og í höfuðborginni, Alma Ata, sérstaklega fjöl- breyttri sveit, Kósakkakórar hafa verið stofnaðir og eldri endur- bættir. Þeir syngja forn þjóðlög og nota stundum hin furðulegustu hljóðfæri, sem hirðingjarnir, for- feður þeirra, hafa notað í alda- raðir. Stofnaðir hafa verið hljóm listarháskólar og leikendaskólar við stærstu leikhúsin. Til ársins 1939 hefur verið komið á yfir 100 vísindastofnunum i þágu iðn- aðar og landbúnaðar. Mjeð vís- indamönnum, sem fengnir hafa verið úr öðrum löndum sam- bandsríkjanna vinna yfir 500 kasakstanskir visindamenn, og þannig er unnið að því að vitka og mennta þjóðina í þessu stóra landi. Það er talið að sú þjóð, sem ■telja má aðalþjóðina i Kasakstan hafi verið þar í rúmlega 500 ár. Hún hefur lifað nákvæmlega eins í allar þessar aldir og í engu breytt lifnaðarháttum sínum eða venjum. En með komu sósíalism- aiis hefst nýtt líf, líf sem þjóðina hafði ekki dreymt um. Hjarð- mennskan, þekkingarleysið, skort urinn og hungurdauðinn er gert landrækt. Risafengin auðæfi lands ins eru nýtt í þjónustu nýrrar og vaxandi þjóðar. Æskan fyllist cldmóði og þeim fróðleiks og at- orkukrafti, að þeir gömlu sogast með inn í lærdóm og starf. Þann- ig unnu allir að einu marki, og nærri því kraftaverk gjörðust. 1 þau 500 ár fyrir byltinguna, komu alls út í landinu um 120 bækui’, næstum þvi allar trúarlegs efnis. En í þau 20 ár eftir bylt- inguna hafa komið út bækur í þúsundum; fagurfræðirit ein má ^ telja í hundruðum. I rithöfunda- sambandi landsins eru á annað hundrað rithöfundar. Meðan stór j flugvélin „Maxim Gorki” hafði J vængina flaug hún margar ferðir í útbreiðsluerindum til Kasakst- | au; dreifði hún út ritum og kenn urum um allt ríkið. Stórir hópar landkönnuða, verkfræðinga, vís- indamanna, byggingameistara og leiðbeinenda gengu, óku og flugu um þetta stóra land og allstað- 3 FÉlag laðmanena mófmaelír frumvarpí um Mvínnuskyldu° þeírra ad afloknu námi Fyrir Alþingi liggur nú frv. borið fram af allsherjamefnd Ed. þar sem ríkisstjórn er heimilað, að skylda læknakandidata til að starfa 6 mán. í héraði áður en þeir öðlist laekningaleyfi. Fjölmennur fundur læknastúd- enta var haldinn í Háskólanum 27. marz sl. til þess að ræða frv. þetta. Á fundinum kom fram mikil óánægja yfir þeirri frelsisskerð- ingu, sem í frv. felst, enda myndu ungir læknar fúsir til að taka að sér læknisstörf úti í hér- uðum, svo framarlega sem sæmi- leg kjör væru í boði. Ennfremur myndi afleiðing slíkrar lagasetn- ingar verða sú, að sum héruð, sem nú er örðugt að fá lækna í, myndu jafnan fá unga, óreynda menn nýkomna frá prófborðinu. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma. Fundur í Félagi læknanema haldinn 27. marz 1942 lýsir óá- nægju sinni yfir frumvarpi til laga nr. 92 um breytingu á lögum nr. 47 frá 23. janúar 1932, þar sem gert er að skilyrði fyrir ótak- mörkuðu lækningaleyfi, að læknakandídatar hafi gegnt lækn ishéraði, eða aðstoðarlæknisstörf um hjá héraðslæknum cillt að sex mánuði að loknu námi. Frumvarp þetta mun fram kom ið til þess að bæta úr þeirri vönt- un, sem undanfarið hefur verið á læknum í sum héruð landsins. Fundinum er fullljóst, að héraðs- læknar eiga ekki heimangengt og fá oft enga hvíld frá störfum svo árum skiftir, né heldur eiga þeir þess kost, að kynna sér nýungar í fræðum sínum af eigin sjón. Fundurinn veit einnig fullvel, að erfitt er að fá lækna í sum héruð landsins, svo töturleg sem aðbúð læknanna er og viðurgemingur allur í fámennum útkjálkum. Fundurinn er því samþykkur til- gangi fmmvarps til laga nr. 80, um breytingu á lögum nr. 44. 23. júní 1932, sem sé: 1. Að héraðslæknar séu léttir ofstriti, 2. að þeir geti fengið samfelld- an frítíma, sem aðrir vinnandi menn, og geti notað sér hann til uppbyggingar og aukinnar fræðslu, 3. að ungum læknum sé gef- inn kostur á að starfa í héraði Framh. á 4. síAu. ar var lært og unnið. Eftir að flugvélin „Maxim Gorki” fórst, var flugvélin „Pravda” aðallega notuð í þessar ferðir á.samt fleiri stórum vélum.Miklum fjárupphæð um hefur verið varið til þess að notfæra sér landið, yrkja það og rannsaka í þeirri trú og vissu að það skili því þjóðinni aftur með margföldum vöxtum og til lieilla mannkyninu. Og nú eftir að ráð- izt. hefur vei'ið svo ódrengilega á Sovétríkin sem raun ber vitni, mun sósíalistiska lýðveldið Kas- akstan ekki láta sitt eftir liggja um framleiðslu verðmætra lxrá- efna og véla, til vaniar hinu nýja rikjasambandi sósíalismans. H. S. N.

x

Nýtt dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.