Nýtt dagblað - 02.04.1942, Side 4
Oprboi*glnn1
Nœturlœknir £ nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími
2234. Aðra nótt: Axel Blöndal,
Eiríksgötu 31, sími 3951. Aðfara-
nótt sunnudags: Björgvin Finns-
son, Laufásvegi 11, sími 2415.
Nœturvörður í Laugavegsapó-
teki.
Helgidagalœknar eru: Skír-
dag: Kristbjörn Tryggvas., Skóla
vörðustíg 33, sími 2581, — og
föstudaginn langa: María Hall-
grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími
4384 og laugardaginn: Ol. Jó-
hannsson, Gunnarsbraut 38, sími
5979.
Búðum er lokað kl. 4 á laugar-
daginn.
Gullna hliðið verður sýnt í 50.
sinn klukkan 4 á annan í páskum
og verða aðgöngumiðar seldir á
laugardag fyrir páska frá kl. 2.
UtvarpicS í dag:
12.15—13.00 Hádegisútvarp.
14.00 Messa úr Hallgrímssókn (séra Sig-
urbjörn Einarsson).
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Ur „Mattheuspassion-
en‘‘ eftir Bach.
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Frétir.
20.30 Erindi: Um daginn og veginn (séra
Sveinn Víkingur).
20.50 Orgelleikur úr Dómkirkjunni (Páll
ísólfsson) :
a) Chaconne í í-moll eftir Pachedbel.
b) Tilbrigði um sálmalagið „Margt er
mannabölið", eftir Joh. Gottfried Walt-
her.
21.15 Utvarpshljómsveitin: a) Forleikur
að óratóríinu „Paulus" eftir Mendel-
sohn. b) Lög úr óperunni „Guðspjalla-
maðurinn" eftir Kienzl.
21.35 Hljómplötur: Ur sálumessu eftir
Brahms.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
SannSeíkurínn.,,
Framhald af 3. siðu.
landi hafa þeir í þjónustu sinni
íorustusveitir tveggja stjórnmála-
ílokka, Framsóknarflokksins og
fíjálfstæðisflokksins, þessar for-
ustusveitir sækja nú fram af
raeira kappi og ákafa en nokkru
sinni fyrr, undir forustu Jónasar
Jónssonar og Ólafs Thors, í bar-
áttunni fyrir hinni andlegu pest
sem heitir fasismi.
Úleyfileg viðskiptl við
setuliðið
Maður að nafni Karl S. Þor-
steinsson bakari hefur verið kærð
ur fyrir óleyfileg verzlunarvið-
skipti við setuliðið. Þegar hefur
sannazt, að um veruleg viðskipti
hefur verið að ræða. Hinn ákærði
hefur meðal annars keypt 15
poka af hveiti á 35—36 kr. pok-
ann og allmikið af sultutaui, sír-
ópi og bjór.
Rannsókn málsins er ekki lok-
ið. —
Ragnar Jónsson fulltrúi saka-
dómara hefur málið með hönd-
um.
Asíustyrjöldin
Framhald af 1. síðu.
200 km. vestar en vígstöðvarnar
sem nú er barizt á.
Japanir hófu áhlaup í stórum
stíl á varnarstöðvar Bandaríkja-
hersins á Filippseyjum, og tókst
iótgönguliði þeirra að ná nokkr-
um framvarðarstöðvum varnar-
hersins eftir grimmilega byssu-
stingjaorustu. Árásarliðið var
stöðvað áður en kom að hinni eig-
inlegu varnarlínu Bandaríkjahers-
ins.
Sprengjuflugvélar Bandamanna
lialda áfram áköfum árásum á
stöðvar Japana á Nýju Gíneu og
Tímor. Áströlsk blöð telja, að á
Nýju Gíneli hafi Japanir hlotið
fyrstu alvarlegu áföllin í Kyrra-
hafsstyrjöldinni.
Austurvírjf-
stödvarnar
Framhald af 1. síðu.
an bæ, og segir Moskvaútvarpið
að barizt hafi verið um hverja
götu og hvert hús í bænum. Stór-
skotalið rauða hersins undirbjó
lokaárásina með margra klukku-
stunda látlausri stórskotahríð.
Á Krím hefur rauði herinn gert
vel heppnuð áhlaup á varnarstöðv
ar Þjóðverja,, og notið til þeirra
aðstoð Svartahafsflotans,
OOOOOOOOOOOOOOOOÖ
Gerizt áskrif-
endur að
Nýju dagblaði
><><><><><><><><><><><><><><><><><
Leíkfélag Reybjavíkur.
„Gulln
hliðiðu
50. sýning á annan í páskum kl. 4.
Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 2 til 5 á laugardag.
Auglýsið í Nýju dagblaðí
ni MianNH
Framh. af 3. síðu.
nokkurn líma og sé þeim að því
þroskaauki og menntun. Hins-
vegar telur fundurinn launakjör
þau, sem frv. nr. 80 gerir ráð fyr-
ir, algerlega óviðunandi, með til-
liti til hins mikla námskostnaðar
lækna og launa annara stétta
þjóðfélagsins. Má í því sambandi
minna á, að nýlega auglýsti ein
af stofnunum ríkisins eftir sendi-
sveinum, og skyldi grunnkaup
þeirra vera kr. 300,00 á mánuði,
þ. e. a. s. hið sama og áðurnefnt
frumvarp gerir ráð fyrir.
Til þess að ná tilgangi þeim, er
í frumvarpinu felst, er um tvær
leiðir að ræða. í fyrsta lagi, að
bæta kjör héraðslæknanna svo,
að þau séu sæmilega viðunandi,
og í öðru lagi leið sú, er frum-
varp nr. 92 bendir á, það er að
skylda læknakandidata með vald
boði til þess að gegna héruðum.
Þessa aðferð telur fundurinn með
öllu óviðunandi, enda óþarfa.
Læknum er einum allra há-
skólaborgara skylt að vinna heilt
ár að afloknu bóknámi, áður en
þeir öðlast vinnuréttindi. Auk
þess er nám þeirra lengra, dýrara
og erfiðara en allra annarra
stétta. Vilji þeir síðan hljóta sér-
þekkingu tekur það langan tíma,
og verður ekki gert nema erlend-
is, með ærnum kostnaði, sem
stendur ekki í neinu hlutfalli við
það, er þeir geta borið úr býtum
á eftir. Læknar einir verða alltaf
að gegna kalli, hvernig sem á
stendur fyrir þeim, hafi þeir ferli-
vist. Það er því furðu hart, að
leggja á þessa stétt þegnskyldu-
vinnu umfram aðra þegna þjóð-
félagsins, þegar svo tilgangurinn
virðist einungis sá, að spara rík-
inu nokkurra króna útgjöld, er
ekki hægt að láta slíku ómót-
mælt.
Fundurinn álítur hinsvegar, að
sú leið sé greiðfær og sjálfsögð,
til lausnar þessu máli, að gera
8vo vel við héraðslækna og vænt-
anlegra aðstoðarlækna, að em-
bætti þeirra verði ekkert neyðar-
brauð, sem menn einungis taki
fremur en að fara á hreppinn.
Störf héraðslækna eru einatt
vandasöm, ætíð erfið og ábyrgð-
armikil, og oft ábyrgðarmeiri en
stéttarbræðra þeirra í bæjunum,
því þeir hafa oft ónóg hjálpar-
tæki og engan að ráðgast við í
erfiðum tilfellum. Fólkinu er því
nauðsynlegt að fá sem bezl
mennta lækna til þessara starfa.
Eins og launakjörum héraðs-
lækna er nú háttað leggur enginn
maður á sig erfiði og kostnað til
þess að keppa að lélegu héraði.
Duglegur maður mundi á þessum
tíma heldur leggja fyrir sig brask
og græða fé.
Ráðið til þess að fá góða lækna"
út í byggðir landsins verður því,
að gera svo vel við héraðslækn-
ana, að starf þeirra verði eftir-
sóknarvert.
Reykjavík 28. marz 1942
Virðingarfyllst,
(Undirskriftír).
126
KANNSKAÐAVEfiRifi
eftir
PHYLLIS BQTTOME
Hundarnir í garðinum vöknuðu, stóðu letilega á fætur,
dilluðu skottunum og fylgdu henni vingjarnlegir út að garðs-
hliðinu, þar sneru þeir við, röltu til baka og tóku á sig náðir
á nýjan leik.
Enn var ekki farið að grána af degi og var ekki laust við,
að óhug setti að Freyju á leiðinni niður hlíðina. Inni á milli
trjánna var svarta myrkur.
Tilvera Freyju var öll með öðrum hætti en hún átti að
venjast. Föðurland hennar hafði snúizt öndvert gegn henni.
Hún bar barn undir belti. Hún var landlótta útlagi, sem
læddist laumulega'á brottu eins og þjófur. Nú ætlaði hún
að leita sér griðastaðar hjá lítt kunnugum fjallabúum. Þetta
var næsta ólíkt því, sem hún hafði stundum hugsað um í
æsku sinni, bæði með tilhlökkun og kvíða, að eignast barn.
Freyja varð einskis vör á leið sinrii niður hlíðina. Járn-
brautarstöðin var auð og tóm, að undanskildum mjólkurílát-
um, sem þar voru í langri röð.
Skömmu síðar var þögnin rofin af lest, sem nálgaðist.
Hún nam staðar, ískrandi og másandi og innbyrti Freyju og
mjólkurbrúsana.
Freyja var eini farþeginn með lestinni. Þegar staðnæmzt
var hjá St. Jóhanns þorpinu, voru allir þar í fasta svefni, en
örlítið var þó farið að birta. Fuglarnir voru farnir að láta til
sín heyra.
Freyju lá við að óska þess, að veðrið væri ekki eins gott og
raun var á. Hvert fótspor minnti hana á aðra ferð þessa
sömu leið í svona veðri. Morgunsólin var farin að gylla tind-
ana á Wettersteinsfjallinu. Sjónin og heyrnin skiptust á um
að kvelja hana og angan jarðarinnar lét ekki sitt eftir liggja.
Henni fannst Hans ganga á undan sér upp troðninginn. Hún
staðnæmdist við og við og hlustaði, hvort vingjarnlega röddin
hans ryfi ekki kyrrðina.
Hún þorði ekki að líta upp og skima í kringum sig, þegar
hún heyrði skrjáfa í laufinu fyrir ofan, undan íkorna, sem
þar var á ferð. Henni lá við að bugast, þegar hún minntist
þess, að vegna þessa litla kvikindis hafði hún glaðzt með
Hans, í morgunsárinu, á þessum sömu slóðum.
Hún varð fegin, þegar hún kom út úr skóginum, fjallið
hafði þó skipt um ham. Sóleyjarnar og krókusarnir sáust
ekki lengur, snjórinn var horfinn úr giljunum. Lækirnir voru
minni og hljóðlátari. Upp á Wetterstein var löng ganga og
erfið, en hvergi svo hættulegt, að athygli Freyju gæti beinzt
einvörðungu að ferðalaginu, en mjög reyndi á líkamlegt þrek
hennar.
Hún varð svo þreytt, þegar hún kom upp á brúnina, að
við sjálft lá, að hún gæfist upp, en þá sá hún slóðina heim
að bænum og brátt blasti hann við henni í grænu verpi og
vinalegu.
Klukkan var ellefu um morguninn og erfiðustu störfum
dagsins lokið, þegar hún kom að bænum.
Frú Breitner var ein í eldhúsinu við matreiðslu. Anna og
Michael, Franz og Karl voru á engjum.
Freyja stóð feimnisleg í dyrunum og vissi ekki hvernig sér
mundi verða tekið.
Þegar frú Breitner heyrði fótatakið, sneri hún sér frá elda-
vélinni og leit til dyra.
Þær horfðust lengi í augu, án þess að mæla orð frá vör-
um. Síðan gekk gamla konan til Freyju og faðmaði hana
blíðlega.
Na, na, mælti hún lágt. Guð hefur þá ekki gleymt því, að
ég átti son, sem hét Hans.
Freyja hafði lengi verið að hugsa um, hvort sér mundi
veitast auðvelt eða erfitt að segja frú Breitner leyndarmál
sitt. Henni hafði ekki dottið í hug, að ekkert mundi dyljast,
reyndu og árvöku auga sveitakbnunnar. Hún sá óðara það,
sem hvöss og tortryggin augu greifafrúarinnar höfðu ekki séð.
Frú Breitner spurði Freyju nokkurra beinna, raunhæfra
spurninga og kinkaði ánægjulega kolli við svörum hennar.
Komdu út í sólskinið og settu þig niður, á meðan ég sæki
þér eitthvað að drekka. Þú hefðir ekki átt að leggja á þig
þessa löngu og erfiðu göngu. Fóstrið hefði getað haft illt af
því. Ung stúlka, sem gengur með fyrsta barn sitt, verður
að fara vel með sig. Líkami hennar er ekki eins sterkur og