Nýtt dagblað - 05.04.1942, Page 4
0
Opfbö^glnnl
Nœturlœhnir í nótt: Gísli Pálsson,
Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í
Reykjavíkur apóteki.
A3ra nótt: Gunnar Cortes, Seljaveg 11,
sími 5995.
Helgidagslœknir: Páakadag: Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. 2.
páskadag: Kristján Hannesson, Mírnis,
veg 6, sími 3836.
ÚtVarpiS í dag:
8.00 Messa úr dómkirkjunni (síra Frið-
rik Hallgrímsson).
10.00 Messa.
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Messa.
15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur) :
Brandenburg-konsert eftir Bach.
19.25 Hljómplötur: Páskaforleikurinn eft-
ir Rimsky-Korsakoff.
20.00 Fréttir.
20.20 Síra Sigurbjörn Einarsson : Páskarn-
ir.
20.50 Hljómplötur: a) Fiðlukonsert í Eis-
dúr eftir Mozart. b) Symfónía nr. 6 í
G-dúr, eftir Haydn.
ÚtvarpiS á morgun:
10.00 Morguntónleikar (plötur): Fiðlu-
konsert eftir Beethoven.
12.15 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegistónleikar: Vinsæl klassisk
lög.
18.30 Barnatími.
19.25 Hljómplötur: Prélude, Aria og
Finale eftir César Franck.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Um daginn og veginn (Magnús
Jónsson prófessor).
21.00 Karlakór Reykjavíkur syngur (söng-
stjóri Sigurður Þórðarson) : a) Wagner:
Glaðir vér fögnum (úr ,,Tannhauser“),
b) Verdi: 1) Dánarsöngurinn úr ,,Trou-
badour". 2) Nautbanakór úr ,,La Tra-
viata“. c) Mascagni: Maríubæn (úr
„Cavalleria Rusticana"). d) Verdi: Er
daprir skuggar dotta (úr , .Rigoletto")
e) Denza: Funiculi, Funicula. f) Goun-
od: Ave María. g) Donizetti: Ástar-
vínið yndislega (úr „Ástardrykknum")
h) Chippani: Ættarlandið. i) Donizetti:
í félagsskap góðum (úr „Ástardrykkn-
um“).
21.35 Hljómplötur: Norskir dansar eftir
Grieg.
21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
ÚtvarpiiS á þriðjudag:
12.15 Hádegisútvarp,
12.55 íslenzkukennsla, 3. flokkur.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur.
19.00 Enskukennsla, I. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Siðskiptamenn og trúar-
styrjaldir XI: Richelieu kardínáli
(Sverrir Kristjánsson sagnfr.).
21.00 Tónleikar Tónlistarskólans (tríó):
„Tónafórn", eftir Bach-Casella.
21.20 Hljómplötur: Symfónía í G-dúr eft-
ir Haydn.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
OOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOO
Útbreiðið
Nýtt dagblað
ooooooooooooooooo
ooooooooooooooooo
Innilegt þakklæti íyrir sýnda samúð við andlát og jarð-
arför systur okkar
SIGRlÐAR JÓNSDÓTTUR
fyrir hönd vandamanna
Sigurður Jónssort, Þorleifur Jónsson.
127
Amerískír varðmenn beíta
enn ofbeldi
Þeír ráðasf á mann sem er á leíð fíl skíps 03
þá sem honum fylgdu, og ofa kyssum að Iög«
reglunní. Hvað er gerf víð slíka varðmenn?
Á föstudagsnóttina var íslenzk-
ur sjómaður á leið til skips, sem
lá við Ægisgarð. Þrír menn voru
í fylgd með honum.
Þeg£tr fólk þetta var á leið fram
Ægisgarðinn stöðvaði amerískur
varðmaður það, og krafðist vega-
bréfa. Fólkið sýndi þegcir vega-
bréf að undanskildum sjómann-
inum, sem kvaðst hafa gleymt
sínu vegabréfi í skipinu, en tók
að leita annarra skilríkja í vösum
sínum, er sönnuðu hver hann
væri.
Varðmaður beið þá ekki boð-
anna, heldur réðist hann og fé-
lagar hans á fólkið með ofbeldi,
og hrakti það upp í Tryggvagötu.
Sjómaðurinn sneri sér þá til
amerískrar varðstöðvar, og fékk
fylgd um borð, en þeir sem með
honum voru héldu á lögreglustöð-
ina og sögðu frá tíðindum.
Aðalfundur
Kron
Framhafd af 1. síðu.
steinn Jónsson, Guðni Magnús-
son, Jens Figved, Magnús Kjart-
ansson, Steinþór Guðmundsson,
Th. B. Líndal, Vilfnundur Jóns-
son, Þorlákur G. Ottesen, og til
vara Guðbrandur Magnússon,
Guðgeir Jónsson, Ragnar Guð-
leifsson og Zophonías Jónsson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Ari Finnsson og Magnús Bjöms-
son, og til vara Ragnar Ólafsson
og Árni Björnsson.
Fundinum var lokið um kl. 7
síðdegis.
Bretar og ftalir hafa
skipti á fðngum
Stjórnir Bretlands og Ítalíu
hafa komið sér saman um skipti
á særðum stríðsföngum.
Tveir íslenzkir lögregluþjónar
og einn amerískur brugðu þegar
við og fóm vestur á Ægisgarð og
hittu varðmanninn, sem brást
illa við umvöndunum þeirra.
Ameríski lögregluþjónninn fór
inn í búð varðyfirmannsins og
átti við hann tal, íslendingarnir
dvöldu við bifreið sína fyrir utan.
Varðmaður komst þá aftur í víga-
móð, hóf hann byssu sína á loft,
og hrakti lögregluþjónana á und-
an sér. í þessum svifum kom þar
að annar varðmaður og beindi
hann einnig byssu sinni að lög-
reguþjónunum. í þessum svifum
kom enn eým hermaður á vett-
vang og vatt sér að varðmönnun-
um og beindi byssum þeirra upp
á við. Ameríski lögregluþjónninn
kom nú einnig á vettvang, hættu
þá varðmennimir yfirganginum,
en lögregluþjónarnir hurfu á
braut.
Þessir atburðir og margir fleiri
sanna, það sem sagt var í síðasta
blaði Þjóðviljeins, sem Bretar
leyfðu út að koma, að þó
margt mætti af viðskiptum Breta
við oss finna, þá mundu þó við-
skipti við amerískumenn verða
verri.
Um þennan atburð þarf annars
ekki að fjölyrða, hann er aðeins
ný staðfesting þess að meðal hins
ameríska herliðs eru til menn,
sem hafa á sér háttsemi amer-
ískra ,,gangstera“ en ekki háttu
siðaðra manna.
íslendingar spyrja: Hvað er
gert við slíka menn ? Halda þeir
stöðum sínum í hernum eins og
ekkert hafi í skorizt ?
Hvað er gert til þess að koma
í veg fyrir að slíkir atburðir end-
urtaki sig ?
Um þetta hefur ekkert féngizt
að vita.til þessa. En vér krefjumst
svars, og það er bezt fyrir báða
aðila, íslendinga og Ameríku-
menn, að þessum spurningum sé
svarað undandráttarlaust og taf-
arlaust
REYKJAVlKUR ANNÁLL
Reoýan
Hailó Amerika
verður sýnd n. k. þriðjudagskvöld (þriðja í páskum) kl. 8.
Aðgöngum. seldir i Iðnó frá Ij/. 2 á morgun (annan ipáskum)
KAKNSKAÐAYESRK)
eftir
PHYLLIS BOTTOME
Athugaðu að þú ert ekki vön erfiðisvinnu. Pabbi þinn
minntist ekkert á þetta, þegar hann kom hingað um daginn,
en það er nú reyndar nokkuð síðan. Okkur leizt ljómandi
vel á hann — betur að hans jafningjar væru margir — þarna
niður frá, í Múnchen. Okkur féll líka ágætlega við bróður
þinn, hann Rúda litla. Hans hafði oft sagt okkur frá honum.
En það getur samt orðið erfitt fyrir þig eina, innan um allt
fína fólkið, með föðurlandslaust barn. Minnstu þess þá, að
barnið á hvergi heima nema hér. Fólki föðursins ber að sjá
fyrir barni stúlkunnar. Við mundum liðsinna þér og barninu
af fremsta mætti, Hans vegna, án tillits til þess, hvort hann
er á lífi eða ekki.
Eg hef ekki sagt foreldrum mínum frá þessu ennþá, sagði
Freyja.
Eg átti að fara á háskólann aftur, að afloknu sumarleyf-
inu, núna í september, en ég er hrædd um að ég fái ekki
inngöngu eins og nú er komið. Mig langaði til þess að vera
hér, þegar barnig fæddist, en pabbi er að hugsa um að
senda okkur Rúda af landi burt og, ef til vill, væri það rétt-
ast nú. Barninu yrði allstaðar minni hætta búin en í Þýzka-
landi og ég gæti unnið fyrir því.
Til Tíról ? spurði frú Breitner. Henni datt ekki í hug neitt
land, sem ekki væri nærri. Tíról var líka fjallaland eins og
hennar eigið land og þar var töluð sama tunga. Eg hef heyrt
að þar sé ögn skárra. Reyndar eru nazistar þar líka, en þeir
eru ekki eins bölvaðir. Kirkjan kemur í veg fyrir mörg hryðju-
verk þar, ef til vill af því að þar er ekki eins langt til páfans.
Hér verður kirkjan okkur ekki að minnsta liði.
Frú Breitner flýtti sér inn í eldhús og kom aftur að vörmu
spori með fulla könnu af mjólk, þykkt rjómalag var ofan á.
Drekktu þetta, mælti hún um leið og hún settist andspænis
Freyju og lagði handleggina á borðið. Hún starði á Freyju,
djúpt hugsandi um þessi nýju tíðindi. Hún byrjaði ekki strax
að flysja kartöflurnar, sem hún hafði komið með um leið og
mjólkina.
Na, það er betra hérna, sagði hún þegar hún hafði íhugað
fyrirætlanir Freyju nógu lengi. Barn Hans væri óhultara hér
hjá okkur. Nazistarnir fara varla að skipta sér af króa sveita-
fólks uppi á reginfjöllum. Eg er ekki háöldruð — fjörutíu og
þriggja næst þegar ég á afmæli. Eg hefði getað átt bam sjálf,
ef bóndi minn hefði verið á lífi.
Eg lofa þér því að fara með þetta barn eins og ég ætti
það sjálf. Það er óþarft að tilkynna yfirvöldunum barns-
burð, sem hér verður í nóvember eða desember, fyrr en ein-
hverntíma á næsta vori. Lítið stoðar að grenja Heil Hitler,
ef snjóflóð er á ferðinni. Hingað kemur enginn fyrr en snjóa
hefur leyst. Hver á þá barnið ? Þá, en fyrr ekki, þarf það
að eiga foreldra. Hér uppi erum við vön að skíra börnin
strax nýfædd, hvort sem nokkur prestur er við hendina eða
ekki og það nægir. í vor geta þau Karl og Anna frænka
hans kallazt foreldrar barnsins, þá verður það hvorki Gyð-
ingur né kommúnisti. Nazistar eru síður en svo andvígir
barneignum — svo að þú getur reitt þig á, að öllu er óhætt.
Við þurfum engum slúðursögum að kvíða, því ég þarf
hvorki lækni né ljósmóður til þess að taka á móti barni. Eg
stundaði Önnu, þegar hún átti Franz. Hún var komin á
fætur og til vinnu eftir þrjá daga. Og Michel gefur mér
ekkert eftir í þessum efnum, nema síður sé. Náttúran sér fyr-
ir öllu nema síðasta áfanganum. Seinna geturðu svo sent
okkur peninga með baminu, ef þig langar til, en það er
nóg fyrir það að leggja hér í kotinu, að minnsta kosti fyrstu
árin. Þú getur komið, hvenær sem þú vilt og séð barnið.
Heldurðu ekki að því verði óhættara hér hjá okkur heldur
en þama niður frá, þar sem alltaf er ófriður og hver höndin
upp á móti annarri ? Þú hefur líka frjálsari hendur um nám-
ið, ef þú ert ein.
Jú, ég veit, að þetta væri betra, mælti Freyja lágt. Hún
orakk mjólkina og horfði yfir handriðið á pallinum, út í
bláan geiminn. Augu hennar staðnæmdust við Lerkitindinn,
sem var sveipaður purpurahjúpi.
Þarna niður fómm við Hans á skíðum, sagði hún eftir
stundarþögn, í fyrsta skifti, sem við hittumst. Eg var ein-
mitt að hugsa um þá ferð. Færið var gott og við runnum