Nýtt dagblað - 21.04.1942, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 21.04.1942, Blaðsíða 2
r> L> NÝTT Ð'AGBLAÐ Þriðjudagur 21. april 1942. Sanini eia aziiFrtkslf Þeir morgu gallar sem komið hafa fram á einstaklingsrekstri á aðalframleiðslutækjum þjóðar- innar, hafa vakið menn til um- hugsunar um hvernig hægt er að komast frainhjá þeim, svo skop- uð sé tryggari afkoma fyrirtækj- anna og fjöldans sem að þeim standa. Það kemur ekki ósjaldan fyrir að ýmsir staðir hafa ekki það fjársterka einstaklinga, sem geta reist eða rekið fyrritæki, sem nokkru nemur. Og er þá spumingin, hvort lánsfé skuli leggja í hendur einstaklingum eða félagshópum, á yfirstandandi tím- um eru uppi ólík sjónarmið um þetta, og hörð barátta þar á milli. Félagshyggjumaðurinn vill fara leið samtakanna, hann trúir ekki einstaklingseignarréttinum fyrri afkomu sinni og atvinnu, og finnur hve hann hefur brugð- ist sér á hinum erfiðu tímum. þar sem fjöldinn á sín eigin fyr- irtæki, á hann að geta notið arðs ins af þeim og öryggisins sem þau veita. — Hér á landi hafa verið tvö félagsform hvað útgerð snerti, samvinnu- og hlutaráðn- ing — og bæjarrekstur. Eins og nútímanum er háttað með verkaskiptinguna, hraðann og tæknina, er nauðsýnlegt að fé- „Þðr“ hleður til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka fyrir hádegi. Einar Frídrífc hleður í dag til Arnarstapa, Sands, Ólafnvíkur, Grundarfjarð- ar og Stykkishólms, ef rúm leyfir. Vörumóttaka fyrii' hádcgi. Hcít og köld svid allan daginn Kaffisalan Hafnarsíræfí 16 lagshyggjan ráði yfir réttum grundvelli með fyrirtæki sín svo tilviljun ein marki ekki gang þeirra. Á undangengum árum hafa menn barizt við erfiðleika í at- vinnuháttum, — kreppu — sölu- tregðu og framieiðsluörðugleika, þá hefur skapast krafan um lækk un kaups vegna samkeppni á er- lendum mörkuðum, á útfluttum afurðum, fyrst og fremst sjávar- afurða, og hefur þótt allra meina bót. En vegna alýðusamtakanna þótti ekki hentugt að leggja fram beinar kröfur um launalækkanir, og var þá barizt fyrir hluta- og samvinnuútgerðum, þegar afla- hluturinn var í lágu verði og lít- ils virði, var hagkvæmt fyrir út- gerðarstarfsemina að fá sjómenn- ina til að taka tekjur sínar upp úr aflahlutnum og samvinnu- rekstri svo að þeir gætu skilið erfiðleika atvinnurekendanna og á þennan hátt var hægara að fá launalækkanir viðurkenndar. Það er eftirtektarvert, að sam- vinnufélög fá ekki rekstrarfé, nema mjög lítið og bendir það til þess að kaupfrádráttur sjómanna skuli vera bjargvættur fyrirtækis- ins, og bendir allt til þess að þessi skoðun hafi verið staðfest á hærri stöðum. Eitt félagið, S.f, Grimur, í Borgarnesi fór aldrei inn á sam- vinnu- og starfsgrundvöll sem at- vinnufyrirtæki, eins og ætlað var í fyrstu, enda er það staðfest með dómi undirréttar í málaferl- um sem standa innan félagsins, ,,Þetta félagsform virðist ekki hafa reynst heppilegt í fram- kvæmdinni og að minnsta kosti hefur starfseminni verið hagað þannig, að samband félagsmanna við félagið' og viðskipti þeirra flestra við það hafa lítil eða eng- in orðið”. Þegar gerður er sam- anburður á félagi sem vanrækir ekki skyldur sínar við félaga sína eins og þetta félag hefur gert, er vert að athuga hvert stefnir, fyrir því, það er s.f. Stykkis- hólms. Það kaupir skip í byrjun krepp unnar, skipið fiskar og veitir at- vinnu bæði á sjó og iandi, kaup- frádrátturinn er fyrsta og æðsta boðorðið, og er óspart notaður, en það dugar ekki til að jafna reksturinn öll kreppuárin magn- ast vantrú fólksins á þessu fyrri- komulagi, skipið var svo selt árið 1939 rétt áður en stríðsgróðinn kemur, en einkafyrirtækin á þeim stað og annarsstaðar sigla hrað- byri inn í tímabil gróðans. Þetta samvinnufélag byrjar í kreppu til bjargar og öryggis, og á þeim stað sem gömlum fúaduggum hafði verið komið fyrir í fjör- unni, bundnar skuldabyrgðum sem hvíldu á herðum þjóðarinnar. Það var heimskulegt að efast um stuðning frá formælendum þessa fyrirkomulags, þeir sem réðu peningastofnunum þjóðarinn ar gátu varla metið minna að veita fjárhagslegan stuðning til samvinnuútgerðar en einkarekst- ursins, en hvað skeði — þqgar kaupfrádrátturin og smástuðning- ur ekki dugði, varð að farga skip- inu, en milljónum ausið í útgerð einkafyrirtækjanna, og þegar skip ið sigldi skildi það eftir reynsl- una á samvinnufélagsútgerðar- fyrirkomulaginu eins og forvígis- mennirnir óskuðu að hún yrði. Þetta var hin löglega rekna sam- vinnuútgerð, einskonar henging- aról á alþýðufólkið, mótleikur á kröfu þess um sæmileg lífskjör, en fólkið sem hafði reiknað með því öryggi að vera að reka sín eigin fyrirtæki með skiptingu hins réttláta frirkomulags, sá at- vinnutæki sitt renna úr höfn, með sínar glæstu vonir, og varð að nýju að beygja hné sín fyrir herra einkarekstursins, •— mark- inu var náð. Hinn sanni félags- hyggjumaður stendur álengdar og horfir á hinn grímubúna leik. — Og ef maður athugar vinsemd þessara manna í garð þess fólks, sem stofnaði s.f. Grím í Borgar- nesi, eftir að það hafði lagt á sig ábyrgðir og framlög í þágu félagsins um 140 þúsund kr. í þeim tilgangi að það lyfti upp atvinnumöguleikum handa því, sem það gerði ekkr, og svo þegar félagið græðir hundruð þúsund á stríðsviðskiptum sínum, þá höfða þessir samvinnuherrar málaferli á félagið fyrir stuðning sem það var sammála að láta félagsmönnum í té. — En samvinnumennirnir segja ekki eitt möglunarorð við því að láta einn óviðkomandi mann félaginu græða á að leigja skipið 1939 og 40 mikið á annað hundrað þúsund krónur (eftir eig n skattaframtali). Á þeim tíma þegar samvinnu- og hlutafyrirkomulagið var mest um talað, og togaraeigendurnir buðu sjómönnunum skip sín, á leigu, hélt Þjóðviljinn því fram sem nú er komið á daginn. Nú eru ekki togaramir til leigu fyrir sjómennina og ekki þessi harða barátta samvinnumannanna fyrri samvinnuútgerð, en í stað þess eru nú þessir herrar máttug- ir í skjóli peningavalds síns, at- vinnutækja og ríkisvalds, að bjóða byrginn með kaupkúgunarlögum, svo stríðsgróði þeirra hrökkvi ekki ofan í vasa vinnandi fólks- ins. Bæjarreksturinn gengur aðrar götur, í upphafi tekur hann á sig ábyrgðirnar og leggur fram féð til að eignast atvinnutækin, hann greiðir þeim sem vinna, taxta- kaup, — bæjarfélagið hefur á- hættuna af rekstrinum, ef tap verður, er það bæjarfélagsins að bera það, og ef gróði verður, þá er það hagur bæjarfélagsins, þannig verður það ábati eða tap hvers einstaklings hvernig geng- ur, í þeim rckstri, byrðarnar eru þannig ekki lagðar á sjómanna- stéttina cf illa geng-ur, heldur vcrður j>að raunverulega lagf á alla eftir gjaldgetu þeirra. — Þegar fyrirtæki eru byggð upp á þann hátt, er ekki óeðlilegt þó Slð IiINBAB milli Breclands og Islands halda áfram eins og að undanförnw. Höfum 3—4 skip 1 förum. Tilkynntngar um vöru- sendingar sendist Cullíford & Clarb Ltd. Bradleys Chainbers, London Street, Fleetwood. Jóse Diaz látínn Jose Diaz, aðalritari Uonnnumstaflokksuis spænska, er lat- inn. Eftirfarandi tilkynning um lát hans heíur verið gefin út af ýmsum aðalleiðtogum kommúnistaflokkanna í heiminum, þeini sem nú dvelja í Sovétríkjunum. Jose Díaz, leiðtogi spænska verkalýðsins, lííið og sálin í bar- áttu spænsku þjóðarinnar gegn föðurlandssvikaranum Franco og glapamannaklíku hans, hinn ó- sveigjanlegi haráttumaður í frels- is- og varnarstríði spænsku þjóð- arinnar gegn hinni þýzk-ítölsku innrás, hann er nú horfinn sjón- um vorum. Fregnin um dauða hans mun valda spænsku þjóðinni og verka- lýð allra landa djúprar hryggðar. Með fráfalli Jose Diaz hefur spænska þjóðin misst einn af beztu stjórnmálaleiðtogum sínum. Hann skipulagði baráttu ' spænsku þjóðarinnar gegn fasisma og stríði og beitti sér fyrir einingu verklýðshreyfingarinnar og sam- einingu þjóðarinnar. Hann var fæddur í verklýðsstétt og tengdur verkamönnum Andalúsíu órjúf- andi böndum og hann helgaði líka verklýðsstéttinni krafta sína fram á síðustu stund., Jose Diaz er táknrænn fyrir liina göfugu baráttu spænsku þjóðarinnar í stríðinu 1936—1939. Meðan sú barátta stóð sem hæst þreyttist hann aldrei á því, að skýra það fyrir þjóð sinni, svo að notuð séu orð Stalins, að frelsisbarátta spænsku þjóð- arinnar var ekki háð eini;ngis fyr ir hana eina, heldur var sú bar- átta jafnframt háð fyrir málstað alls hins frelsisunnandi og fram- sækna mannkyns. Hann vissi að hin svívirðilega samsærismannaklíka Francos, sem bað um aðstoð erlendra herja til þess að ráða niðurlög- um spænsku alþýðunnar, var ein- mitt svarnasti fjandmaður spænsku þjóðarinnar, og að kjami spænsku þjóðarinnar var fyrst og fremst verklýðsstéttin, framsæknasta stéttin, og hags- munir hennar og velferðarmál voru því órjúfanlcga tengd vel- ferð þjóðarinnar. Síðastliðin tvö ár hefur liinn ógleymanlegi félagi okkar, Diaz, verið alvarlega veikur. En þrátt fyrir það fylgdist hann nákvæm- iega og stöðugt með baráttu spænsku alþýðunnar unz hinu dáð ríka lífi hans var lokið. Hann fagnaði af öllu hjarta yfir hetju- dáðum hins óbugandi rauða hers. Til hins síðasta hugsaði hann um sigra hins rauða hers sovétþjóð- anna yfir fasistahjörðum Hitlers. Hann var sannfærður um það, að þeir sigrar myndu auðvelda baráttu spænsku alþýðunnar gegn því, að vera steypt út í styrjöld- ina með Hitler og að þeir sigrar þau leggi fram fé til eins eða annars í þágu bæjarfélagsins þeg ar gróðinn myndast, enda er ekki lagt á þau útsvar, og ekki skatt- ar til ríkisins, og er á valdi stjórnenda bæjarfélags í samráði við rekstrarráð að ákveða um tekjur fyrirtækisins, hvort þeim skuli varið til aukningar eða ör- yggis útgerðinni sjálfri eða í þágu bæjarfélagsins á annan hátt. Jónas Kristjánsson, Borgamesi. Jose Dia/,. myndu einnig gefa frelsis- og sjálfstæðisbaráttu spör.sku þjóð- arinnar sjálfrar byr undir báða vængi. I dag lýtur spænska þjóðin liöfði í lotningu til minningar um •tryggasta vin sinn og fremsta baráttumann, Sá dagur mun koma, að spænska þjóðin mun í otningu flytja ösku hans til hjarta Madridborgar, því nafnið, Jose Diaz, er órjúfanlega tengt við hina hetjulegu vörn þeirrar borgar. Allir, sem unna frelsi og sjálfstæði fólksins munu minnast með þakklæti þess manns sem barðizt til þess að losa þá undan villimannlegri yfirdrottnun fas- ismans. Orðstír Jose Diaz mun aldrei deyja! » 21. marz 1942. Dolores, Ibarruri, Hernandes, Modcsto, Lister, Gordon, Taguena, Anton, Castro, Uribes, Vidiella, Flanelles, Segis, Dimitroff, Manuil sky, Wilhelm Pieek, Andre Marty, M. Ercoli, Klement Go.ttwald, Wil helm Florin, Eugen Varga, Jo- hann Koplenig, Mathias Rakosi, Anna Pauker, Ulbricht, Acker- mann, Kolaroff, Friedrich, Fuern- berg, Kopecky, Weimbergir, Bruno Koehler, Blagojeva. Kjörræðistnenn (slands Utanríkisráðherra skipaði síð- astliðinn laugardag eítirtalda kjör ræðismenn íslands: 1. Herra Gretti L. Jóhannsson ■til þess að vera ræðismaður is- lands í Winnipeg. 2. Herra Þorlák Sigurðsson til þess að vera ræðismaður Islands i Newcastle-on-Tyne. • 3. Herra Henry Blackburn til þess að vera ræðismaður Islands í Fleetwood. 4. Herra John Ormond Peacock til þess að vera vararæðismaður Islands í Glasgow. 5. Herra William W. Smethurst til þess að vera vararæðismaður íslands í Grimsby. 6. Herra William Repper til þess að verí vararæðismaður Is- lands í Aberdeen.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.