Nýtt dagblað - 21.04.1942, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 21.04.1942, Blaðsíða 4
Verkalýðsfélögín undírbúa sameígínlegan 1. maí Nefndír frá fclögunum héldu fund i fyrradag Nœturlœknir: María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Sverrir Kristjánssan sagnfræðingur flytur XII. erindi sitt um siðaskiptamenn og trúarstyrjaldir í útvarpið í kvöld, et- indið fjallar um Gústaf Adólf Svíakon- ung. Utvarþið í dag: 12.13 Hádegisútvarp. 12.55 íslenzkukennsla, 3. fl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, I. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Siðskiptamenn og trúar- styrjaldir, XII: Gústav Adólf Svíakon- ungur (Sverrir Kristjánsson sagnfr.). 21.00 Tónieikar Tónlistarskólans: Ein- leikur á pfanó. Tónverk eftir Chopin (Árni Kristjánsson). 21.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Glazou- now: a) Fiðlukonsert í a-moll. b) Úr ballettinum ,,Ástarbrellur“. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þjóðverjar hófuðu. Framh. af 1. sxðu. Eins væri það um Þjóðverja nú, þeir hefðu ekki í huganum auð- mýkingu Frakklands, heldur kæmu þannig fram, a.ð Frakkar héldu sínum heiðri(!!). Var öll ræða hans á þessa lund, undirróð ur fyrir samvinnu Frakklands og Þýzkalands. > Brezka útvarpið segir að Hitler hafi verið óheppinn, er hann valdi Laval fyrir héraðsstjóra (Gauleit- er) í Frakklandi, það sé fyrirlitn- asti maðurinn í Frakklandi, sem hann hafi þar fengið. Un$mennafélag Rvíkur Framh. af 1. síðu. í ræðu sinni skýrði hann starf og stefnu ungmennafélaganna, og lagði áherzlu á það, að á þeim upplausn%,rtímum, sem nú eru, þyrfti að bindast samtökum til þess að starfa að menningu æsku lýðsins og varndun íslenzkra menningarverðmæta. Slíkt væri einmitt stefna og markmið ung- mennafélaganna. Var síðan samþykkt í einu hljóði að stofna félagið og voru stofnendur þrjú hundruð. Lög fyrir félagið voru síðan rædd og samþykkt, eru þau í sama anda og lög annara ungmennafélaga. Þá fór fram stjómarkosning og er hún þannig skipuð : Páll Pálsson kennari, formaður. Skúli H. Norðdahl, varaform. Svanhildur Steinþórsd. ritari. Jón úr Vör, fjármálaritari. Kristín Jónsdóttir, gjaldkeri. Þá ræddi Aðalsteinn Sig- mundsson um húsnæðismál fé- lagsins og athvarfsleysi æsku- lýðsins í bænum. Sagði hann, að lil þess að bjarga æskulýð bæjar- ins frá tilgangslausu göturangli og óheppilegum samkomustöð- um þyrfti að koma upp æsku- lýðsheimili, er yrði athvarf æsku» lýðsins, ,,sem hann gæti leitað í hollra skemmtana og tómstunda- iðkana'*. Bar hann fratn eftirfarandi til- lögu, sem var einróma sam- þykkt: ,,Funduriiin telur L'ngiiiwinaté- lagi Reykjavíkur það meginnauð- syn, að liaí'a ráð á húsnæði til starfsemi sinnar. Auk þess hefur fuiiduiiiin fullkominn hug á því, Fulltrúar frá 13 verklýðsfélög- um hér í bænum komu saman á fund á sunnudaginn til þess að ræða um hátíðahó'ldin fyrsta maí. Þeir kusu 7 manna nefnd til þess að ræða við fyrsta maí nefnd full trúaráðsins. Verkamenn úr öllum verklýðsféló'gum eru staðráðnir í því að láta ekkert hindra fullkom ið jafnrétti og fullkomna einingu verkalýðsins fyrsta maí. Verkalýðsfélögin eru nú sem óðast að kjósa fulltrúa í fyrsta- maí nefndina, og hefur mikill meirihluti þeirra þegar tilkynnt kosningu. Þessir fulltrúar kusu þá Sig- urð Guðnason formann Dagsbrún- ar, Björn Bjarnason formann Iðju, Sigurjón Pálsson frá Sveina félaginu, Áma Ágústsson, Jón Rafnsson, Emil Tómasson og Sig- urð Guðmundsson, Freyjugötu 10, til þess að ræða um hátíðahöldin við fyrsta maí nefnd fulltrúaráðs- ins, en eins og kunnugt er, er nefnd sú skipuð Alþýðuflokks- mönnum einum saman, og því í að Ungmennafélagið reyni að bæta úr þeirri miklu og aðkall- andi þörf, sem æskulýð bæjarins er á athvarfi, sem hann geti Icit- að í hollra skemmtana og tóm- stundaiðkana. Þessvegna sam- þykkir fundurinn, að félagið rann saki mó'guleika á því, að koma upp l’élags- og æskulýðsheimili, til frambúöar, eða til hráðabirgðá. í því skyni kýs fundurinn tvær fimm manna nttfndir. Skal önnur þeirra leilast fyrir um stuðning hjá ráðamönnum ríkis og bæjar, en liin undirbúa og hefja fjár- söfnun”. I þessu sambandi þykir rétt að geta þess, að bæjarfulltrúar Sósí- alistaflokksins báru fram tillögu um að Reykjavíkurbær legði fram 200 þús. kr. til byggingar æskulýðsheimilis á þessu ári, en sú tillaga var íelld. Ungmennafélögin standa utan allra politiskra flokka, í þeim eru menn af öllum stjórnmálaskoð- unum. Bygging æskulýðsheimilis í bænum er eitt af mest aðkallandi nauðsynjamálum æskunnar. Það er því gott til þess að vita, að jafn fjölmennt æskulýðsfélag, sem skipað er mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum skuli beita sér fyrir þessu máli, því með sam- eiginlegu átaki æskunnar ætti að fast viðunandi lausn á þessu máli. Þá var að lokum kosin nefnd til að annast undibúning skóg- ræktarstarfsemi félagsins. Félag- ið verður í U. M. F. í og Ung- mennasambandi Kjalarnesþings. alla staði óhæf til þess að stjórna hinum sameiginlegu hátíðahöldum verkamanna, sem allir verkamenn eiga að taka þátt í án tillits til stjómmálaskoðana. Þessi fyrsta maí nefnd Alþýðu- flokksmanna hefur gert sig hlægi lega með því að færast undan að tala við þá 7 menn, sem verka lýðsfélögin kusu. Sennilega falla þeir þó frá þessari firru, því auðvitað er þeim ljóst að valdið og mátturinn er verklýðsfélag- anna en ékki þessara Alþýðu- flokksmanna, sem skipa fulltrúa- ráðið, og ekki er rétt að ætla þeim þá heimsku að þeir gerist til þess að fara að stofna til ein- hverrar Alþýðuflokkskröfugöngu, við hliðina á þeirri sameiginlegu kröfugöngu, sem verklýðsfélögin eru staðráðin í að efna til fyrsta naí. Það er bezi fyrir Alþýðuflokk- inn að minnast þess að hann hef- xr ekki lengur einræðisvald í verk lýðsfélögunum, og það er bezt fyrir hann að haga sér í samræmi við það, það er honum sjálfum og fyrir beztu að hann læri, þó seint sé, að setja hag verklýðs- samtakanna ofar augnablikshags- munum sínum, einingu verklýðs- ins getur hann ekki hindrað hvort eð er. GJAFIR TIL SJÓMANNAHEIMILIIS F. Hansen og kona 500.00 kr. Jón Guðmundsson 50.00 kr. Guð sveinn Þorbjörnsson 20.00 kr. Björn Bjarnason, fisksali 50.00. Erlendur Indriðason 5.00. Jens Kristjánsson 5.00. Gísli Sigurðs- son 5.00. Loftur Loftsson, útgm. 1000.00. Starfsfólk Eimskipafé- lags íslands 526.00. Skipverjar b. v. ,,Óli Garða" 1055.00. Skip- verjar e. s. „Fjallfoss" 1110.00. Valdimar Þórðarson 100.00. Skip verjar e. s. ,,Dettifoss“ 1510.00. Ónefnd hjón í Reykjávík 1000.00 Sigurþór Jónsson, úrsm. 100.00. Prins Valdimar og PrinseSse Maries fond 100.00. Oddný og Þorkell 10.00. K. B. S. 10.00. Þ. Þ. 10.00. Þuríður Erlingsdóttir 5.00. J. O. J. Erlingur Jónsson 25.00. Þorsteinn Einarsson 15.00. Ragnar Björnsson 10.00. Þórir Þorleifsson 10.00. Konráð Gísla- son 25.00. Silli & Valdi 100.00. Har. B. Bjarnason 25.00. Reinh. Andersen 10.00. — Samtals kr. 7.401.00. Þess utan gaf ísafoldarprent- smiðja h. f. prentunarkostnað á öllum söfnunargögnum. Kærar þakkir. Björn Ólajs. Leífeféfag Reyfejavífeur, „Gulhia hllðlðu Sýning í kvöhl kl. 8. Aðgöngumiðar seldir lrá kl. 2 í dag. 137 HANNSKAÐAVEÐRIÐ efttr PHYLUS BOTTOME Fræðilega séð drekk ég í mig allar kenningar nazista, mér finnst nazisminn einmitt það, sem okkur vanhagar mest um, en ég geri hann ekki að neinu skurðgoði, sem ég dýrki, en varpi öllu öðru fyrir borð. Mér finnst, til dæmis, ekkert gera til með blöðin. Það þarf hvort sem er að segja fólkinu, hvern- ig það eigi að hugsa og enginn veit betur en stjórnarvöldin, hvað gerist og hvernig því er hollast að hugsa. Hvernig get- urðu vænzt annars én hernaðaranda í stóru og sterku Iandi eins og Þýzkalandi, sem hefur verið sigrað og sigrinum fylgt eftir ? Áður var heimurinn á móti okkur — bandamenn okkar lítils virði. Næst sjáum við til þess að vera betur undirbúnir, með betri bandamenn og ekki eins skæða andstæðinga. Þetta þykir mér skynsamlegt og ég styð þetta af fremsta megni. Þótt undarlegt megi virðast, þá er það, að nokkru leyti þín vegna, Freyja, að ég er nazisti. Mér var, það brátt ljóst, að þá fyrst yrði ég þín verður, er ég væri sannur og góður nazisti. Eg vildi ekki verða annar eins ræfill og pabbi, sem ekkert gerir annað en skjóta og drekka, leika knattleik við bændurna og elta dætur þeirra á röndum. Hið sama hefði vafalítið beðið mín, ef ég hefði ekki gerzt nazisti. Já, svaraði Freyja dauflega. En sá hængur er á þessu, Fritz, að það er nazisminn, sem hefur náð tangarhaldi á þér, en ekki þú, sem hefur tök á honum. Þér er óheimilt að vera annað en nazisti. Aftur á móti er því svo farið með mig, að þá fyrst gæti ég orðið nazisti, þegar ég væri frjáls að því að láta það vera. Framundan voru tvær litlar, röndóttar stengur, sín hvoru megin við veginn. Girt brú lá yfir ána. Á brúnni voru tveir vopnaði verðir. Freyja horfði á þá sljóum augum og reyndi að bæla niður ólgurót endurminninganna. Hún heyrði ekki hverju Fritz svaraði. Hann sýndi varðmönnunum vegabréfið, sem heimilaði þeim að fara yfir landamærin. Hann skipti við þá nokkrum gamanyrðum og síðan óku þau af stað aft- ur. Nokkrum augnablikum síðar komu þau að varðstöð Aust- urríkismanna. Þar var allt nákvæmlega eins og Þjóðverja megin, að því undanskildu, að varðmennirnir voru í öðru- vísi einkennisbúningum, sama tunga og sömu siðir. Nú voru þau komin til Austurríkis. Þau voru frjáls. Áin, sem rann meðfram veginum, var hin sama, vatnið jafnsilfurtært, fjöllin voru nákvæmlega eins, sumarhitinn og blómskrúðið óbreytt. Bændur þeir, sem þau óku framhjá, heilsuðu á sama hátt og þeir þýzku, en Freyju virtist þeir upplitsdjarfari. Þeir horfðu hiklaust framan í þau Fritz og Freyju um leið og þeir heilsuðu: Grúss Gott. Þeir voru einarðlegir og lausir við alla tortryggni. Þeir báru þess engan vott, að vakað væri yfir hverju fótmáli þeirra. Freyja hafði ekki orð á þessum athugunum sínum við Fritz. Hún vildi ekki fara að þrátta við hann. Hugur hennar var fullur af góðvild til allra. Henni fannst barnaleg fjarstæða að halda að menn gætu ekki hugsað og breytt sómasamlega, nema eftir fyrirmælum nazista. Þegar þau komu að Kufstein, bað Freyja Fritz um að lofa sér að fara upp að kastalanum, einni síns liðs, og koma svo þangað líka, er hann hefði aflokið erindinu. Hún stóð lengi á klettabelti fyrir ofan þorpið og horfði yfir til Keisarafjalla. Glampandi kveldsólarskinið lék um fjallahlíðarnar og var sem geislarnir mættu ekki til þess hugsa, að hverfa þaðan á brott. Hér og þar sáust grænir engjablettir og sumstaðar voru stórar heyfúlgur. Húsaþökin íyrir neðan, brún og rauð, sýndust sviðin. Hvítur vegurinn liðaðist meðfram ánni og áfram alla leið að Krítarfjöllum, en sólin varpaði purpura- blæ á skóglausar hlíðar þeirra. Ofurlítil, bleikföl mánasigð á himinhvolfinu, reyndi að vekja eftirtekt á sér. Freyja varð gripin af óstjórnlegri þrá eílir því að hlaupa af stað, hlaupa og hlaupa á meðan birtan entist og íela sig síðan í einhverju gilinu þarna langt í burtu. Hana langaði til þess að týnast, áður en Fritz kæmi til baka og láta aldrei finna sig framar. Hún vildi ekki hverfa aftur til þeirrar prís- undar, sem hún hafði verið í, sífelldrar fyrirlitningar, til- gangslausrar, valtræ vináttu, sem henni var í té látin af >ooooooooooooooöoooooo<xxxx>ooooooooo o<>

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.