Nýtt dagblað - 30.04.1942, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 30.04.1942, Blaðsíða 2
2 N*TT D3EGBLXS Fimmtudagur, 30. april 1942 í. maí sk.emmtanir oerkalýhsjélaganna. Kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu heldur i. maí- nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, kl. 9 e. h. í kvöld, fimmtudag 30. apríl. Skemmtísbrá: 1. 1. maí. Ræða: Jón Rafnsson. 2. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness. 3. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson. 4. DANS. Aðgöngumiðar að skemmtuninni eru seldir í skrifstofu iðju, skrifst. Sjómannafélags Reykja- víkur og við innganginn. Krakka vantar til að bera út Nýtt dagblað. Upplýsing- ar á afgreiðslunni, Austurstræti 1 2. Sími 2184. Æ. F. R. Æ. F. R. 1. mai skemmtun heldur Æskulýðsfylkingin í Reykjavík laugardaginn 2. maí á Amtmannsstíg 4. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. með sameigin- legri kaffidrykkju. DAGSKRÁ: 1. Upplestur : Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur. 2. Ræða: Einar Olgeirsson. 3. Upplestur. 4. DANS. Aðgöngumiðar seldir I. maí í skrifstofu Sósíalistafl., Lækjar- götu 6, milli kl. 6—7 e. h. Sósíalistar! Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. — Húsinu lok- að klukkan Wft e. h. STJÖRNIN. Tllkjmnlng Öll verkamannavinna fellur niður 1. maí, eins og venjulega, vegna hátíðahalda verkalýðsfélaganna. Stjórn verkamannafélagsins Dagsbrón Eysteinn vildi „frysta" kaup verkamanna í Breta- vinnunni I gær fóru fram umræður í E. d. um lögin um gjaldeyrisverzlun frá síðasta ári, sem heímila að ,,frysta“ inneignir í erlendum bönkum. Jóhann Jósefsson lagði til, að lögin yrðu numin úr gildi. Skýrði hann frá, að aðeins 11 milljónir hefðu verið ,,frystar“, og sama sem ekkert af því fé kæmi á togaraeigendur, heldur aðra fiskútflytjendur. Nú eru lög- in ekki framkvæmd. Eysteinn skýrði þá jrá því, að kpmið hejði til tals í ríkjsstjórn- inni, að ,,frysta“ nokknð aj kuupi manna, sem vinna í setuliðsvinn- uhni, og sömuleiðis nokkuð aj andvirði jiskjar, sem seldur er samkoœmt brezk-íslenzka jisk- sölusamningnum. Það skal tekið fram, að hvort- tveggja er óheimilt samkv. lög- unum, því þar ræðir aðeins um innstæður í erlendum bönkum. Þetta var aðeins ein af hinum mörgu leiðum, sem ræddar hafa verið í ríkisstjórninni til að lækka kaup íslenzkra verkamanna og fiskimanna. ooooooooooooooooo Ferðasætlun Strætisvagna að Lögbergi 1942 I. maí til 20. maí: Frá Reykjavík kl. 7.00, 8.30, 13.15, 18.15, 21.15. Frá Lögbergi kl. 7.45, 9.15, 14.15, 19.15, 22.15. 21. maí til 10. sept.: Frá Reykjavík kl. 7.00, 8.30, 13.15, 15.15, 17.15, 19.15, 21.15, 23.15. Frá Lögbergi kl. 7.45, 9.15, 14.15, 16.15, 18.15, 20.15, 22.15, 24.00. Á sunnudögum aukaferð kl. 10 frá Rvík, kl. 10.45 frá Lækjar- botnum, ef þörf krefur. II. sept. til 30. sept.: . Frá Reykjavík kl. 7.00, 8.30, 13.15, 18.15, 21.15. Frá Lögbergi kl. 7.45, 9.15, 14.15, 19.15, 22.15. 1. okt. til 15. okt.: Frá Reykjavík kl. 13.15, 17.15. Frá Lögbergi kl. 14.15, 18.15. ATH. Á sunnudögum hefst akstur kl. 8.30. Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. Ceymið ferðaáœtluriina. >oooooooooooooooo< 1. S. 1. Sundmeistaramóti íslands S. R. R. lýkur í kvöld kl. 8,30. Keppt verður í 400 m. bringusundi, 400 m. frj. aðf. 3 x 100 m. böðsundi o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni. Fryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. í kvöld skemmtir fólk sér bezt í Sundhöllinni! Framsókn skipar „tnakk~nefnd" líka Framsóknarflokkurinn hefur nú skipað nefnd til að tala við gömlu þjóðstjórnarflokkana um, hvort möguleiki væri fyrir nýrri þjóð- stjóm. 1 nefndinni eru : Jónas frá Hriflu formaður, Jörundur Brynj- ólfsson og Sveinbjörn Högnason. Nefndir íhaldsins og Alþýðu- flokksins hafa nú setið á rökstól- um í hálfan mánuð, og ekkert gengið. Stjórnarskrárnefndin ger- ir ekkert, af því þessir flokkar — og þá fyrst og fremst íhaldið — geta ekki komið sér niður á í hvorn fótinn stíga skal. Og nú hefur Framsókn skipað nefnd líka ! — Þingið dansar, en Það kemst ekkert áfram ! Hvers vegna fara þeir yfir til rauða hersins? Finnskur hermaður, Remo Osk- ari Molainen að nafni, gaf sig á vald rauða hernum. Til skýringar á því, hversvegna hann gerði það, sagði hann eft- irfarandi: „Öll fangelsin í sveit- um okkar og bæjum eru troð- full af mönnum, sem hafa strokið frá vígstöðvunum. Tvö hundruð strokumenn eru í bænum Oulun. Eg strauk einnig. Eg var tekinn og Iátinn vera í tvo daga í fangelsi. Síðan var ég sendur til vígstöðvanna á ný og sagt að ég yrði að taka fang- elsishegninguna út að stríðinu loknu. Eg tók því þann kost að fara og gefa mig rauða hernum á vald”. íslenzkur sjómaður hverfur erlendis Síðast ]>egar togarinn Venus var í Englandi hvarf einn maður af áhöín skipsins, Brynjólfur Guð- mundsson að nafni, frá Gó'rðum í Breiðuvík á Snæíellsnasi, Fór hann í land en kom ekki til skips aítur og hefur ekkert til hans spurzt. Gúmmístakkar níðsterkir fást í VOPNA Aðalstræti 16. Aðalfundur Ferða- félags Islands Aðaljundur Ferðafélags íslands var haldinn í jyrra koöld í Iðnó. Er jélagiÓ í örum vexti, félaga- talan jókst á árinu um 672, og eru jélagar nú 3680. Félagið á nú í sæluhússjóði nær 5 þúsund krónur og í félagssjóði um 3 þúsund krónur, og má fjár- hagur félagsins því teljast góður með tilliti til þess, að kostnaður við Árbókina var allt að helmingi hærri en árið áður. Félagsgjaldið var 5 kr. á s. 1. ári, en var nú hækkað upp í 10 krónur. Félagið fór í 30 ferðir á árinu, og mátti segja, að þær gengju all- ar ,,eftir áætlun". Þátttakendur í þeim voru 918, en árið þar áður (1940), 620 þátttakendur. Félagið hyggst að gangast fyr- ir ferðum í sumar, eins og að und- anförnu, en engin áætlun hefur enn verið samin, en það mun verða gert á næstunni. Er erfitt að fá bíla til ferðanna. Ráðgert er að byggja sæluhús við Hagavatn á þessu sumri, og hefur efnið þeg- ar verið keypt. 1 aðalstjórn voru kosnir: Geir Zoega forseti, Steinþór Sigurðs- son varaforseti, Jón Eyþórsson ritari og Kristján Skagfjörð gjald- keri, og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri félagsins. Skídamóf Reykýavfkur Svigkeppnin í skíðamóti Reykja víkur fór fram í Innstadal s. 1. sunnudag. Úrslit nrðu Jæssi: I A- og B-flokki karla varð fyrstur Magnús Árnason (IR) á 68,8 sek., annar Georg Lúðvíksson (KR) á 73,33 sek., þriðji Einar Eyfells (ÍR) á 88,0 sek., fjórði Stefán Stefánsson (Á) 88,5 sek. I C-flokki sigraði Haraldur Ár- mannsson (IR) og næstir honum voru iR-ingarnir Ólafur B. Guð- mundsson, Björn Þorbjarnarson og Páll Jörundsson. Fimmti varð Hörður Þorgilsson (Á) og sjötti Gunnar Johnson (KR). ooooooooooooooooo Gerizt áskril- endur að Nýju dagblaði ><><><><><><><><x>o<><><><x><> Nokkrar stulkur Vantar að Kíeppi og Vífilsstöðum. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunum. /

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.