Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 10

Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 10
Helgar 1 0 blaðið Leynd yfir mengun Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjóm og hönnun: Sævar Guðbjörnsson. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing: Sveinþór Þórarinsson. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndrití: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Nýlega var skýrt frá því í fréttum að sjö böm hefðu fæðst nýmalaus á Suðumesj- um á síðastliðnum áratug. Hér er á ferð- inni sjúkdómur sem kallaður er Potters- sjúkdómsmynd (Potters-syndrome) en eðlilegt er talið að eitt af hverjum hundr- að þúsund fæddum bömum séu haldin þessum sjúkdómi. Á Suðumesjum lætur nærri að um eitt af hverjum fimm hunduð bömum fæðist með þennan sjúkdóm. Hér er um að ræða óhugnanlega hátt hlutfall sem brýnt er að bregðast við með viðhlít- andi hætti. Þá hefur verið upplýst að Bandaríkja- menn hafi gengist fyrir rannsókn á vatns- bólum með tilliti til svokallaðrar TCE- og PCE- mengunar. I ljós kom að bæði þessi efni fundust við vatnsból hersins, við Leifsstöð og við vatnsból Njarðvíkinga. Sérfræðingar segja að PCE sé svo eitrað að það megi alls ekki finnast í drykkjar- vatni. Þessi mengun er af allt öðrum toga en varð fyrir nokkrum ámm þegar 75 tonn af olíu fóru niður nálægt vatnsbóli Keflavíkur. Rannsókn Bandaríkjamanna, sem lciddi í Ijós PCE- og TCE-mengun, fór fram árið 1988 en það var ekki fyrr en haustið 1991 að nýtt vatnsból var tekið í notkun sem Bandaríkjamenn borguðu fyrir. Þrátt fyrir að vitneskja væri fyrir hendi um hættuleg efni í vatnsbólum var haldið áfram að nota þau í stað þess að loka þeim þegar í stað. Það em afar ámælisverð vinnubrögð og ættu í raun að vera refsiverð. Þótt ekki sé á þessu stigi hægt að draga þær ályktanir að umrædd efni valdi Potters-sjúkdómsmynd er brýnt að rannsaka málið ítarlega, bæði mengun- ina sem slíka, orsakir hennar og afleið- ingar, og einnig hið óhugnanlega háa hlutfall bama á Suðumesjum sem fæðast með áður nefndan fæðingargalla. Nú hefur verið lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að fram fari rannsókn á jarðvegi og gmnnvatni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að leiða í ljós hvort þar hafi á liðnum ámm farið niður önnur eiturefni en þegar er vitað um. Það er ákaflega brýnt að á mál- um af þessum toga sé tekið fljótt og und- anbragðalaust af hálfu stjómvalda. Líf og heilsa hundruða og jafnvel þúsunda Is- lendinga getur verið í húfi og því má ekk- ert til spara til að komist sé að sannleik- anum um mengunarmál afþessum toga. Sigríður Jóhannesdóttir varaþingmaður gagnrýndi á þingi fyrir skemmstu þá leynd sem hvílt hefur yfir þessu máli. Hún benti á að jafnvel á sama tíma og böm vom sérstaklega hvött til að drekka vatn og send á berjamó á svæði sem em menguð af eiturefnum, hafi vitneskjan um merigunina legið fyrir án þess að yfir- völd sæju ástæðu til að aðhafast eitthvað í málunum. Ástæða er til að taka undir þessa gagnrýni og hvetja ráðamenn til að taka upp ný vinnubrögð og nýstárlegri hugsunarhátt. Kjömir fulltrúar eiga nefni- lega að gæta hagsmuna almennings en ekki einstakra fyrirtækja eða hersveita. Sá tími hlýtur að vera liðinn. Halldór Laxness Nóbelsskáldið Halldór Laxness hélt upp á níræðisafmæli sitt á sumardaginn fyrsta. Þessara tímamóta er minnst með margvíslegum hætti eins og vera ber og em Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið þar í broddi fylkingar. Á þeirra vegum em ýmsum verkum skáldsins gerð skil með leiklestri, upplestri, söng og fleiru á Qöl- um leikhússins og í útvarpi og sjónvarpi. Á því Ieikur vart vafi að Halldór Lax- ness hefur með frásagnarlist sinni lagt meira af mörkum til íslenskrar menningar og sögu en flestir aðrir Islendingar og er þá langt til jafnað. Hann er tvímælalaust í hópi þekktustu og virtustu Islendinga og á æði drjúgan þátt í að kynna land og þjóð á erlendum vettvangi. Helgarblaðið sendir Halldóri Laxness innilegar heillaóskir á þessum merku tímamótum í lífí hans. ÁÞS Ráðhús Reykjavíkur Ég tók sæti í borgarstjóm Reykjavíkur 15. júní 1986 og hcf síðan þá fylgst með þróun ráðhús- málsins a6 svo miklu lcyli scm borgarfulltrúum hefur verið það unnl. Framkvæmdir voru í höndum sérstakrar verkefnisstjómar svo og öll innkaup en ekki í gcgnum Inn- kaupastofnun Rcykjavíkur eins og eðlilegt hefði verið. Þess vcgna kom borgarráð og borgarstjóm ekkert að ákvarðanatöku uin cin- staka þætti. Þannig var kjömum fulltrúum haldið frá málinu. Hugmyndir voru á krciki hjá sjálfstæðismönnum kjörtímabilið 82-86 um byggingu ráðhúss og staðsctningu þcss í norðurcnda Tjarnarinnar. Formleg ákvörðun um þessa staðsetningu var þó aldrei tekin, hvorki í borgarráði nc borgarstjóm. Hins vegar gcrði borgarstjóri til- lögu í borgarráði í ágúst 1986 um að efna til samkeppni um ráðhús á Bámlóðinni. Á þessum tímapunkti áttu borg- arfulltrúar að mótmæla fyrirhug- aðri staðsetningu og vckja athygli á málinu, ef þeir voru ekki sam- mála. Þama hcíði átt að bera franr tillögu um aðra staðsetningu bygg- ingarinnar, en ekki hálfu öðru ári seinna. Dómnefnd Borgarráð valdi dómnefnd í samkeppni um ráðhúsið í ágúst 1986. I henni voru Davíð Oddsson, undirrituð og Þorvaldur S. Þor- valdsson frá borginni og arkitekt- amir Guðni Pálsson og Þorstcinn Gunnarsson. Þetta dómnefndarstarf var erfitt og vandasamt en afar lærdómsríkt. 38 tillögur bámst og við lögðum mikla vinnu í að yfirfara þær og skoða. Vissulega var erfitt að gera upp á milli teikninganna en ég studdi þá tillögu sem byggt var efi- ir. Vali mínu réð einkum að þessi teikning var að minna húsi og skerti einnig Tjömina síður en flestar hinna tillagnanna. Þá var hún hógværari og yfirlætislausari en aðrar á þessurn viðkvæma stað. Þótt húsið sé ckki fallegt, séð frá Vonarstræti, opnast nýr heimur þegar inn cr komið. Húsið er að- gengilcgt almenningi vegna gönguleiðar í gcgnum það og brúar yfir að Iðnó. Ráðhús á að vera fyrir almenn- ing, ekki bara virki fyrir borgar- sljóm og embættismenn. Þá er skri fstofuaðstaða starfsmanna skemmtileg og útsýni fagurt og lif- andi lil Tjarnarinnar. I húsinu skynjar maður nálægð Tjarnarinn- ar mjög glögglcga. Ég hcf ckki breytt um skoðun síðan ég tók af- stöðu í dómnefndinni, ég lel að við höfum valið rétt. Það eina scnr ég hcf orðið fyrir vonbrigðum mcð cftir að húsið er risið cr að ég hélt að Tjarnarsalurinn yrði bjartari yf- irlitum. Þá bcr að hrósa handbragði iðn- aðarmanna í húsinu. Dýrkeyptur framkvæmdahraói Þcgar tillaga lá fyrir borgarstjórn í okl. 1987 um að byggja ráðhús samkvæml vcrðlaunatillögunni átti ég í harðvítugri baráttu. Átti ég að hafna því að byggt yrði samkvæmt þeirri tillögu sem ég hafði lagt svo mikla vinnu og orku í að velja og var sannfærð um ágæti hcnnar? Að vísu hafði ég hvergi komið nærri að ákvarða þcssa staðsctningu, cn húsið var hannað miðað við hana. Ég samþykkti tillöguna en lagði til að ckki yrði ráðist í fram- kvænrdir strax. Borgin hafði ýmis stórvirki með höndum á sama tínra. Endurbygging Viðcyjarstofu, bygging Borgarleikhúss og Perl- unnar fóru fram á þessum tíma. Ég tel að vissu leyti eðlilegt fyrir höf- uðborg að franrkvæmdir við eina stórbyggingu á vegunr hennar séu í gangi á hverjum tíma, en ekki nrargar í einu. Einnig var þetta á þcnslutíma og þá á hið opinbera frekar að draga úr framkvæmdum sínum cins og sitjandi ríkisstjórn þá mælist til við borgarstjórn. Ég hcf á framkvæmdatímanum gagnrýnt mjög framkvæmdahrað- ann, sem markaðist fyrst og fremst af stórmcnnsku Davíðs Oddssonar. Framkvæmdahraðinn gcrði húsið mun dýrara en ella hefði orðið cf nægur undirbúningur og hagsýni hcfðu ráðið ferðinni. Þá hef ég gagnrýnt harðlega ónákvæmni í kostnaðaráætlunum bæði við ráð- húsið og Perluna og bera þær göll- uðu stjórnkerfi vitni. Hvemig stendur t.d. á því að hús aldraðra við Vitastíg, scm era svipaðrar stærðar og ráðhúsið, þurftu 2-3 ára undirbúningstíma áður cn hafist var handa við að reisa þau? Ólíkt meiri þörf var þó á því a6 flýta þeim en ráðhúsinu. Sagan úrskurðar Borgin hefur einu sinni áður lagt fc-til byggingar ráðhúss, en Hegn- ingarhúsið í Reykjavík var í senn ráðhús Reykjavikur og dómshús. Á efri hæðinni vora bæjarstjómar- fundir haldnir á áranum 1873 til 1903. Þar var jafnframt kjörstaður í bæjarstjórnarkosningum. Stað- setning þess var einnig gagnrýnd. en þá hversu langt það var talið frá bænum. Blaðið Þjóðólfur spurði t.d. í hneykslunartón: „Hver hefir séð eða heyrt getið, nokkursstaðar um víða veröld, um ráð- og dóms- hús langt fyrir utan alla borgar- byggðina, eitt sér, auk heldur „í tugthúsinu" eður ofan á því?“ Á árinu 1908 voru íbúar Reykja- víkur um 10 þús. Þá var bæjarfull- borgarfulltrúi Framsóknarflokksins trúum fjölgað í 15 og borgarstjóri valinn í fyrsta sinn. Enn eru borg- arfulltrúar fimmtán þótt íbúar séu orðnir 100 þús. íhaldið telur þessa ráðstöfun auðvelda þeim að halda hér merihluta í borgarstjóm. Við í svokölluðum minnihluta megum heldur ekki auðvelda Ihaldinu að telja borgarbúum trú um að þeir einir eigi að stjóma Reykjavíkurborg, en það gera þeir borgarfulltrúar sem láta sjálfstæð- ismenn eina um ráðhúsið. Þar með gera þeir ráð fyrir að þeir stjómi þessum vinnustað okkar til fram- búðar. Ég er algjörlega á öðru máli. Við eigum að stefna að því að fella meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjóm, vegna þess að þeir stjóma borginni illa. Við eigum ekkert að gefa þeim yfirráð í ráðhúsinu í framtíðinni, þau yfirráð eigum við að taka af þeim. Ég vona að með því að stjóm- sýsla borgarinnar er komin á einn stað, verði auðveldara fyrir al- menning að fylgjast með störfum okkar og hann verði þar af leiðandi betur meðvitaður um hverjir eigi að stjóma borginni. Ráðhúsið er risið og orðið hluti af borginni okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það varðar þó mestu að þaðan verði borg okkar vel stjóm- að. Saman fari ráðdeild og reisn, umhyggja fyrir velferð borgarbúa allra og sterkur vilji til að gera borg okkar góðan stað bömum sín- um og gestum. Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.