Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 15

Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 15
Föstudagurinn 24. april Helgar 15 blaöi'ð Álfadrottningin er mikil skrautsýning, en nemendur Myndlista- og handí&askól- ans gerbu búningana. Mynd: Kristinn. son syngur hlutverk drukkna skálds- ins, en hann tekur um þessar mundir þátt í uppfærslu Operusmiðjunnar á La Boheme og hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína þar. Sigurður Bemhöft syngur Haustið, Fríður Sigurðardóttir syng- ur Nóttina, Hjörtur Hreinsson er Phoebus, guð ljóssins, Asgeir Ei- ríksson er Veturinn, Oddný Oskars- dóttir Sumarið, Anna Halldórsdóttir er vatnadís, Hallveig Rúnarsdóttir álfamær, Þorvaldur Þorvaldsson brúðkaupsguðinn, Ragnar Davíðs- son fer með hlutverk Leyndarinnar og Bjöm Emilsson er Svefninn. Auk þess syngja Elín Helga Jóhann- esdóttir, Steinar Guðmundsson og Þórarinn Sverrisson smærri hlut- verk. Skrautið í fyrirrúmi Operan Alfadrottningin er ævin- týraópera. Hún var frumllutt í London árið 1692. A þeim tíma var ópemfonnið ekki búið að ná þeirri fullkomnun sem það síðar fékk. Tónlistin og söngurinn vora flutt sér og leikin atriði á milli. Uppfærsian núna er einungis á tónlistarhlutan- um, enda hefði verkið tekið um fjóra tíma í flutningi ef lciknu atrið- in hefðu einnig verið með. Skrautleg ævintýraópera Ævintýraóperan Álfadrottningin eftir Henry Purcell verður frumsýnd í Nýja tónlistarskólanum, Grensás- vegi 3, þriðjudaginn 28. april kl. 20.30. Uppfærslan er unnin í sam- vinnu þriggja skóla; söngvarar og hljóðfæraleikarar eru úr Nýja tón- iistarskólanum. nemendur í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sáu um búninga og sviðsmynd og nem- endur í Listdansskóla íslands dansa. Sigrún Björnsdóttir. leiklistar- kennari við söngdeild Nýja tónlist- arskólans, sagði að þessi samvinna skólanna hefði verið mjög ánægju- leg. „Samstarfið hefur verið einstætt og er óskandi að framhald verði á því.“ Samstarf ólíkra skóla Það era nemendur á fyrsta ári textíldeildar Myndlista- og handíða- skólans sem gerðu búningana undir leiðsögn kennara og eru þeir mjög glæsilegir. Sviðsmyndina gerði Alda Sigurðardóttir. nemandi Myndlista- og handíðaskólans, og vann hún það sem sjálfstætt verk- efni. Margrét Gísladóttir, kennari við Listdansskóla Islands, samdi dansa við óperuna og sýna nemendur hennar þá. Leikstjóri sýningarinnar er Oddur Björnsson leikritaskáld og er þetta fyrsta óperauppfærsla hans, en hann hefur áður sett á svið mörg af eigin leikverkum. Hljómsveitarstjóri cr Ragnar Bjömsson. skólastjóri Nýja tónlisl- arskólans, og er hljómsveitin skipuð nemendum og kennurum skólans auk þess sem tveir fyrrum nemend- ur skólans leika með hljómsveitinni. Söngvaramir eru allir nemendur Nýja tónlistarskólans. Allir sem koma fram í sýningunni taka þátt í kómum en auk þess syngja nokkrir nemendur einsöng og sumir fleiri en eitt hlutverk. Bima Ragnarsdóttir syngur hlutverk álfadrottningarinnar og Vorsins. Jóhann Smári Sævars- Söguþráður óperunnar er sá sami og í Jónsmessunæturdraumi Shake- speares. Þrátt fyrir það er ekki eitt orð í textanum eftir Shakespeare, heldur er höfundur ókunnur. 1 skóginum koma fram allskonar náttúruvættir og skipta sér af gangi mála en þar sem leiknu atriðunum er sleppt minnir uppfærslan meira á myndasýningu af álfum, árstíðum, skógarvættum og mennskum mönn- um, sem bregður fyrir í spaugileg- um atriðum. Sigrún sagði að verkið væri í anda enskrar grimuhirðleikjahefðar, en í þá daga fór aðalsfólkið sjálfl í þessi hlutverk. „Tónlistin er feikilega falleg enda oft flutt í konsertformi. í henni bregður fyrir mikilli gamansemi og glettni. Þetta er mikil skrautsýning, falleg tónlist, dans, glæsilegir bún- ingar og hrífandi leikmynd. Allt samkvæmt gömlu hirðleikjahefðinni þar sem skrautið var í fyrirrúmi,“ sagði Sigrún. Látlaus lífróður Almanakið segir okkur að framundan séu stór tímamót, aldamót, inn- an fárra ára. Meira að segja árþúsundamót. Stórmót. Hvað er eig- inlega um að vera? Er hér um að ræða nokk- uð annað og meira en tölustafi á almanak- inu? Það eru meiri lætin og hugsandi og hagþenkjandi menn eru famir að fá áhyggj- ur af framtíðinni sem aldrei fyrr, og ártalið 2000 er orðið viðmið- unarártal fyrir ótelj- andi framtíðarspár. Vakandi menn. Og hvað listina varðar era til þess vaxnir spámenn byrjaðir að velta fyrir sér hugsanlegri stöðu hennar í framtíðinni, og sýnist sitt hvcrjum um það mál. Aldamót virðast vera gædd undarlega örlaga- þrungnum töframætti; í gamla daga spáðu menn heimsendi um hver aldamót. í dag spá menn i hvort þetta eða hitt muni lafa út öldina. Sumir eru sérlega þjakaðir af áhyggjum af listinni og hlutverki hennar, n.b. mcintu hlutverki hennar; er heimsendir í nánd í listinni, er listin komin að endimörk- um sínum? Ekki ætla ég að blanda mér í þessa flóknu umræðu, enda cr það ckki ætlun mín að trafla spá- mennina í vinnunni sinni. En eitt get ég ekki sætt mig við. Áf hverju cr alltaf verið að eigna listinni hin og þessi hlutverk, verkefni, til- ganga og verkahringi? Stendur það í okkar valdi að úthluta iistinni slíkt eftir eigin geðþótta eða mæla henni út eitlhvert æviskcið? Á sama hátt og ég vil vera ég sjálfur eftir því sem ég kemst næst því að þekkja sjálfan mig, vill list mín vera hún sjálf, umbúðalaust. Takist það, skipta tölur á al- manaki engu máli eða ímynduð endalok. Öll vand- ræði og heilabrot hinna áhyggjufullu umboðsmanna framtíðarinnar skipta engu máli. Aðeins núið skiptir máli. Lífið er ekki langt. Lífið er ferðalag frá a til ö - eða kannski e til f? Á þessu stutta og hryssingslega . ferðalagi er ýmist horft í þá átt sem framtíðin er talin vera í, með sambland af ugg og eftirvæntingu í svipnum, eða legið í fortíðinni. Hafið þið tekið eftir núinu? Hafið þið gefið því gaum að lífið er ein óslitin röð af núpunkt- um? Munið þið eflir öllum Síðastliðið ár dvaldi hann í Þýskalandi og Hollandi þar sem hann lék m.a. á tónleikum í Amsterdam í minningu hins þekkta pí- anóleikara Glenn Gould. Alexander hefur dvalið á Is- landi frá áramótum ásamt fjölskyldu sinni, en kona hans lvgenia er listdansari og kennir hjá Islenska dans- flokknum og Listdansskól- anum. Á tónleikunum leikur Al- exander verk eftir Beethov- en, Chopin, Debussy, Rach- maninoff og Prokoficv. Miðaverð er kr. 1000 og eru miðar scldir í bókabúðinni Borg Lækjargötu 2 og við innganginn. núunum sem þið vanræktuð og hlupuð yftr í kapphlaup- inu að framtíðinni sem er framundan, alltaf jafn glæsi- leg? Það er út í hött að af- saka sig með þvi að fram- undan séu mörg ókomin nú, því núið er aðeins núna. Nú- ið finnst ekki á almanakinu eða filófaxinu. Munið það. Núið er blik í auga eilífð- arinnar. Hafið þið kjark til að horfast í augu við það? Núið er ekki hverfult eins og fortíðin og ekki svikult eins og framtíðin. Núið svikur ekki, það vikur ekki frá okkur. Það erum við sem bregðumst núinu. RLR og aðrir fomleifafræðingar eiga fortíðina, spákaupmenn spá í framtíðina. Við eigum nú- ið. Þegar núið gerist lúið þá er allt búið. leiðslu Yakov Flehar. Hann starfaði síðan í Moskvu sem einleikari og kennari auk þess sem hann hélt tónleika víða um lönd. Alexander neyddist til að taka sér lista- mannsnafiiið Makarov í Rússlandi til að fela gyð- inglegan uppruna sinn. Alexander óskaði flutn- ingsleyfis til Israels árið 1976 en var synjað. í kjöl- far þess var honum meinað að fara í tónleikaferðir utan Rússlands. Það var ekki fyrr en árið 1989 að beiðni hans um að flytjast til Isra- els fékk náð fyrir augum ráðamanna í Moskvu. Sama ár fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Israels. Kristbergur Pétursson Að lifa í núinu er eins og að taka sér ferð á hendur niður langt fljót. Taktu því rólega. Hættu þessu tilefnis- lausa árabusli því þú fælir alla fallegu fiskana og fugl- ana í burtu með þessum lát- um og þyriar upp leðjunni á botninum með öldugangi svo vatnið verður mórautt. Slappaðu af og láttu fljótið bera þig áleiðis. Hallaður þér aftur í makindum og njóttu þess sem fyrir augu ber á leiðinni, allt er á sínum rétta stað á réttum tíma, njóttu þess, njóttu lífsins. Hættu nú að róa, því þú öðl- ast ekki stærri hlutdeild í til- veranni með þessum flýti. Þú kemst niður fljótið eins og hinir þótt þú sért seinni en allt sem seint er, og allir spyrja þig með tón sem dyl- ur ekki óþolinmæði, vand- lætingu og pirring: Ertu kominn? Já, það ber ekki á öðra, þú - ert kominn á áfangastað og það era alltaf sömu lætin. Nú era menn að metast og þrasa um hver hafi náð best- um tíma í mark og með mestum tilþrifum. Hér ertu kominn, óþreyttur og endur- nærður með fuglasöng í höfðinu og margar sögur um það sem fyrir augun bar á leiðinni, það sem aðrir gáfu sér engan tíma til að virða fyrir sér. Viljið þið hlusta, þið sem uppskáruð aðeins blöðrur í lófum og eymsli í baki? Alexander Makarov (Goldfeder) vi& flygilinn. Rússneskur gyðingur með tónleika Rússneski gyðingurinn AJexander Makarov (Goldfeder) heldur ein- leikstónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 17. Makarov hefur áður hald- ið tónleika hér á landi, í Is- lensku óperunni í febrúar og í mars lék hann einleik við opnun sýningar á verk- um Finns Jónssonar í Lista- safni Islands. Alexander Goldfeder fæddist 1946 í Moskvu. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Moskvu 1970 undir hand- ^^HHIHHH^^H

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.