Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 17

Helgarblaðið - 24.04.1992, Blaðsíða 17
Afríku- og Asíumenn í biðröð (i Hamborg) eftir þvi að komast í þýsku veiferbina - í mars s.l. sóttu fleiri útlendingar um dvalarleyfi þarlendis en i nokkrum mánuöi ábur. Helgar 17 blaðið Mótaiæla- kosningar þriðja- heimsfólki Urslit kosninganna síðustu vikur í Frakklandi, Þýskalandi og á Italíu urðu hrakföll fyrir „gömlu og virðulegu“ stjórnmálaflokkana, bæði til hægri og vinstri, en stórsigrar fyrir óánægjuflokka með fyðskrums- og hægriöfgabrag. Við þær fréttir svo að segja í einu lagi frá þremur íjölmennustu ríkj- um meginlands Vestur-Evrópu setti hroll að mörg- um. Hjá sumum vaknaði ótti við end- urkomu fasískrar fortíðar, hjá öðr- um við að flokkakcrfið eins og það hefur í stórum dráttum verið í þess- um löndum frá lokum heimsstyij- aldarinnar síðari væri að hruni kom- ið og þar með á forum sá stöðug- leiki í stjómmálum sem menn hafa þakkað því. Le Pen, Lega Nord Skelfmguna sem við þetta greip stóru kerfisflokkana má marka af því að í Þýskalandi fóru talsmenn kristilegra demókrata og jafnaðar- manna, aðalandstæðinganna í stjómmálum þar frá striðslokum, að minnast á samstöðu þessara tveggja risa þýskrar pólitíkur gegn hættunni utan af hægri kanti. í Frakklandi gengu stóm hægriflokkamir tveir, nýgaulleistar og UDF, sameinaðir til kosninga, líklega helst af ótta við Þjóðfýlkingu svokallaða undir for- ustu Bretónans Jean-Marie Le Pen. I fylkis- og héraðsstjómakosning- unum þarlendis jók flokkur þessi á hægri kanti fýlgi sitt um þriðjung og slagar nú hátt upp í stjómarflokk sósíalista í fylgi. Þeir biðu einn sinn mesta ósigur og stóm hægriflokk- amir töpuðu einnig miklu, þó að þeir kæmu betur út úr því vegna samstöðu sinnar. í kosningum í tveimur þýskum fýlkjum, Baden-Wúrttemberg og Slésvík-Holtsetalandi, unnu hægri- öfgaflokkar mikið á (sá í fýrmefrida fýlkinu fékk um 11%) en stóm kerf- isflokkamir tveir, kristilegir demó- kratar og jafnaðarmenn, fóm ófarir. I þingkosningum á Ítalíu var eini teljandi sigurvegarinn Norðlend- ingabandalag (Lega Nord), sem um sumt er sviplíkt hægriöfgaflokkum norðan Alpa. Sá flokkur eða flokka- bandalag fékk um fimmtung at- kvæða á Norður-Ítalíu og er nú fjórði fylgismesti flokkur landsins. Kristilegir demókratar, aðalflokk- urinn í ítölskum stjómmálum frá Umberto Bossi, sigurvegari itölsku kosninganna - Nor&ur- Italia á leiá i fa&m arftaka Habsborgara? striðslokum, fékk nú í fýrsta sinn undir 30 af hundraði atkvæða. Flokkar þeir tveir, sem stofnaðir vom upp úr næststærsta flokknum frá stríðslokum, Kommúnistaflokki Ítalíu, fengu samanlagt miklu minna fylgi en fýrirrennari þeirra í næstu þingkosningum áður. Gamlar konur í Hansastað Heimspressan, sem yfirleitt hefúr kennt sigurvegara umræddra kosn- inga við hægriöfgar og óánægju, er nú auk þess farin að kalla þá „mót- mælaflokka.“ Enda er svo að heyra að í Frakklandi og Þýskalandi sér- staklega hafi umræddar kosningar snúist upp í mótmæli nokkurs hluta almennings út af miklum fjölda inn- flytjenda frá þriðja heiminum og Austur- Evrópu, stöðugu innstreymi Þorleifsson innflytjenda frá þessum heimshlut- um og stefhu (eða stefnuleysi, eins og margir segja) stjómvalda í þeim málum. Ymislegt bendir til að hinir sigursælu flokkar, yfirleitt ekki tald- ir stofuhæfir af öðrum flokkum, eigi sigra sína ffernur að þakka óænægju almennings með ástandið í þeim efnum en eigin vinsældum. Fréttamaður danska blaðsins Po- litiken staddur í Lúbeck, granna og sálufélaga Norðurlanda frá miðöld- um, sat rétt eftir kosningamar þar hjá þremur gömlum konum, sem horfðu með hryllingi á hakakross er málaður hafði verið á vegg stór- virðulegs ráðhúss borgarinnar frá blómatíð hennar á Hansaöld. Er það nú að koma aftur, sögðu þær. Eins og það hafi nú ekki leitt yfir okkur nógu mikið böl. En þær létu enn meiri hrylling í ljós er innflytjend- umir komu til orða. Ótti við glæpi Einskonar „hingað og ekki lengra- afstöðu" virðist nú í vaxandi mæli gæta hjá almenningi í Evrópu viðvíkjandi innflytjendunum, sér- staklega þeim sem komu og koma frá þriðja heiminum. Ótti við of- beldi og vaxandi öryggisleysi í sam- félögunum fyrir innfædda íbúa þeirra á dijúgan þátt í þessari and- úðar- og mótmælaöldu. Lengi hefur verið vitað að glæpatíðni meðal inn- flytjenda er talsvert eða jafnvel miklu hærri en meðal innfæddra. í Þýskalandi hefur athyglin undanfar- ið í þessu samhengi beinst einkum að afbrotum unglinga og bama. Samkvæmt þýskum hagskýrslum vom 31 af hundraði allra afbrota, er ffarnin vom þarlcndis árið 1990 af unglingum og bömum, verk út- lendra ungmenna. I hagskýrslunum em átta af hundraði landsmanna skilgreindir sem útlendingar. MonikaTraulsen, afbrotafræðingur í Stuttgart, hefur þar að auki komist að þeirri niðurstöðu að afbrotatíðnin aukist stöðugt hjá útlendu ungmenn- unum, en standi í stað hjá þeim þýsku. Að sögn lögreglu í Frankfurt am Main vom þijú af hveijum fjór- um ungmennum (unglingum og bömum), sem gripin vom þar í borg í fýrra fýrir rán á götum úti, útlend að uppruna, flest Tyrkir. Ymislegt bendir til að eitthvað svipað sé það víðar í Vestur-Evrópu. Þessi ungi glæpalýður veitist ekki hvað síst að gömlu fólki, sem til- tölulega fjölmennt er í velferðarrikj- um og á ekki hægt um hönd að veija sig. Fjölmennir og stækkandi minnihlutar Fjöldaflutningar fólks frá þriðja heiminum til Vestur-Evrópu hafa staðið yfir nærfellt frá lokum heims- styijaldarinnar síðari og þegar breytt svip Evrópu vemlcga. A rúmum 40 ámm hafa myndasl í löndum álf- unnar vestanverðrar fjölmennir minnihlutar múslíma, blökkumanna o.s.ffv. Skilningur á milli þeirra og innfæddra hefur reynst takmarkaður og því fer fjarri að gagnkvæm vel- vild hafi alltaf aukist við nánari kynni. Innflytjendumir hafa í sam- ræmi við það safnast saman á viss byggðasvæði, þar sem innfæddir hafa síðan talið sér ófært að búa. Þetta, ásamt með stöðugu inn- streymi nýrra innflytjenda, hefur leitt til þess að Evrópumenn em famir að hafa á lilfinningunni að múslímar, Afrikumenn o.s.frv. séu byijaðir á því að leggja föðurlönd þeirra undir sig; hér sé í raun um að ræða innrás með „öðrum“ aðferð- um. Stjórnmálamenn sagöir sópa undir teppiö Ótti við eiturlyf, alnæmi o.fl. er inni í þessari mynd. Og á tímum mikils atvinnuleysis (sem er t.d. um 10% í Frakklandi) og hækkandi skatta (í Þýskalandi vegna hjálpar við austurlýlkin) þykir mörgum að stjómvöld hafi annað við peningana að gera en að veija þeim innflytj- endum til uppihalds og fyrir- greiðslu. I Þýskalandi frnnst mörg- um nær að veija fé ffáteknu fýrir innflytjendur til hjálpar innflytjend- um frá Austur-Evrópu og fyrrver- andi Sovétríkjum, sem margir em af þýskum ættum, en innflytjendum frá Asíu og Afríku. I þessu sambandi beinist að stjómvöldum reiði og gremja vegna þess að stjómmálamenn og embætt- ismenn em grunaðir um algera upp- gjöf í þessum málum eða að þeir reyni að halda þeim undir teppinu þangað til þeir sjálfir komist á eftir- laun. Ekki em þær ásakanir með öllu ástæðulausar. Þannig sagði Ed- ith Cresson, sem hrökklaðist úr sæti forsætisraðherra Frakklands við kosningaósigur flokks síns fýrir Le Pen og græningjum, ekki alls fýrir löngu að næstum tveir af hveijum þremur þriðjaheimsmönnum, sem sæktu um leyfi til landvistar í Frakklandi en væri neitað um það, yrðu eigi að síður um kyrrt í land- inu. Skömmu áður hafði belgískur ráðherra sagt að útvísanir útlendinga þarlendis væm marklausar; þeim væri yfirleitt ekki framfýlgt. „Rómverskir þjófar" Kosningasigur Lega Nord er að nokkm leyti öðmvísi til kominn. í kosningabaráttu sinni veittist flokk- urinn að vísu að stjóminni út af ólöglega innflytjendastraumnum frá Norður- Afríku, en aðalmálið hjá þeim flokki virðist vera að koma því til leiðar að Norður-Ítalía slíti sig að mestu stjómarfarslega ffá Mið- og Suður-Italíu og tengist í staðinn nánar löndum handan Alpa stjómar- fars- en einkum efhahagslegum böndum. Það er engu líkara en Norður-ítalir, svo illa sem þeir eirðu á sínum tíma í fjölþjóðlegu stórveldi Habsborgara, séu nú komnir með einskonar heimþrá eflir tengslunum gömlu norður fýrir fjöll. Umberto Bossi, leiðtogi Norðlendingabanda- lags, kallaði ríkisstjóm lands síns í kosningabaráttunni sjaldan annað en „rómversku þjófana“ og endurtók hvað eftir annað til skýringar; Sunn- lendingar eyða og spenna, Róm eys peningum í óráðsíu þeirra og við Norðlendingar borgum brúsann. Það er ekki með öllu út í hött að sjá í þessu teikn þess að Evrópa sé að hverfa frá tímaskeiði þjóðríkja og þjóðemishyggju, grundvölluðu á því að menn skuli vera saman í'ríki tali þeir nokkumveginn sama mál, til fjölþjóðlegs ríkis á ný, í þetta sinn undir EB-fánanum. Við þá þróun dregur úr gildi landamæra þjóðríkj- anna, ekki síst þeirra sem ekki em mjög gömul í hettunni. Norður-ítalir segja nú að þeir séu í menningarefh- um sannir Evrópumenn, líkari Frökkum, Svisslendingum, Austur- rikismönnum o.s.ffv. en Suður-ítöl- um með vanþróun sína og mafíur. Norður- Italía er efnahagslega séð sterkasti hluti landsins, í þeim efn- um í stómm dráttum jafhfætis norð- lægari EB-löndum. Itölsku norð- lendingamir segjast nú vera hræddir um að spilling, úrræðaleysi og ma- flustand, sem að sögn þeirra og fleiri em ær og kýr stjómvalda í Róm og Suður- Itala, muni draga Italíu niður í annan flokk EB-ríkja í efhahagsmálum, þar sem fyrir eru Grikkland, Spánn, Portúgal og Ir- land. Vestur-Asíu- menn á lei& inn i danska samfélagi& - ótti vi& „inn- rás me& ö&rum a&- fer&um". Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.