Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 15
Helgar 15 blaðið
Majorku
Miró umbreytti sjónrænni reynslu
sinni af umhverfmu í formveröld
sem lýtur sínum eigin lögmálum og
á sér engan líka.
Skúlptúrar þeir sem setja megin-
svip á sýninguna á Kjarvalsstöðum,
ólafur Gíslason skrifar
mynda í raun afmarkað svið listsköp-
unar hans, sem ekki getur talist til
þungamiðju hennar. Það var í mál-
verkinu sem Miró náði lengst í að
skapa þann myndheim sem var
hvorttveggja í senn, persónulegur og
altækur. Skúlptúramir eru oftast
hrárri en málverkin, þar sem lista-
maðurinn gripur hlutina hráa úr um-
hverfi sínu og stefhir þeim saman í
nýju og oft undirfúrðulegu samhengi,
án þess að beita þeirri formrænu um-
myndun sem í málverkinu er fólgin.
Ummyndun sú, sem gefúr þessum
skúlptúrum gildi, er fólgin í samtali
formanna og fyrirbæranna og því
nýja samhengi sem þau öðlast við
það að vera steypt í brons. Þessir
skúlptúrar lýsa óheftu hugarflugi
listamannsins og glöggskygni hans á
formræna eiginleika hversdagslegra
hluta og fyrirbæra í umhverfmu, en í
þeim er hið groddalega ríkjandi á
meðan Miró talaði um það sjálfúr að
hann leitaðist við að „sameina
groddaskapinn og viðkvæmnina“ í
verkum sínum.
Annað sem einkennir jafht skúlp-
túra hans og málverk er græskulaus
leikurinn. Leikurinn varð honum að-
ferð til þess að nálgast hið sammann-
lega og altæka. Miró ffamkvæmir
enga vitsmunalega greiningu á við-
fangsefni sínu áður en hann hefst
handa, heldur leikur hann af fingmm
ffam eins og baminu er tamt. André
Breton, helsti páfí súrrealistanna í
París, taldi þetta ljóð á lífsverki Mi-
rós, en aðrir myndu trúlega segja að
þessi hæfileiki hans hafi einmitt ver-
ið aðalsmerki listar hans og það sem
gerir hana bæði óvenju meðtækilega
fyrir þorra fólks og sérstaka í mynd-
list 20. aldarinnar.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er eins
og sólargeisli frá Majorku og ætti að
vera fagnaðarefni allra unnenda
myndlistar.
einkennist list hans af sakleysi og
frelsi sem tekur öllu öðru ffam.
Telja má að áhrif hans á Picasso,
sem gengið hafði til liðs við súrr-
ealista tveim árum áður, hafi verið
að stómm hluta afgerandi. Eini
ljóðurinn á ráði Mirós er sú stað-
reynd að persónuleiki hans virðist
hafa stöðvast á bemskuskeiðinu,
sem dugar honum ekki fyllilega til
að veijast ístöðuleysinu, sóuninni
og leiknum og takmarkar vits-
munalega séð mikilvægi vitnis-
burðar hans.
André Breton: Le Surréalisme
e la Peinture, 1965.
„Ég hitti Miró í París einhvem
tima í kringum 1926. Hann sótti
tíma í hnefaleikum til þess að geta
varið hið andlega tóm sitt hnúum
og hnefum við tækifæri."
René Magritte i bréfi til Maur-
ice Rapin 1957.
„Miró sagði mér dásamlega
sögu. Ferðalangur nokkur hafði
lofað vini sínum að færa honum
páfagauk frá Ameríku. Á heim-
leiðinni áttaði hann sig á að hann
hafði gleymt loforðinu og hljóp þá
til og keypti uglu, sem hann litaði
græna. Vinimir hittust síðan
nokkru eftir að gjöfin hafði verið
afhent og ferðalangurinn spurði
vininn: „Hvemig líður páfagaukn-
um sem ég gaf þér? Er hann farinn
að tala?“ „Nei,“ svaraði vinurinn,
„hann talar ekki enn, en hann
hugsar mikið.“
Salvador Dali: La vie secréte
di Salvador Dalí, 1952.
Miró hafði náð fullum þroska
sem myndlistamaður við lok
heimsstyrjaldarinnar. Endalok
stríðsátakanna fólu líka í sér enda-
lok hinna nýju listrænu hugtaka frá
ámnum fyrir stríð. Ungt skáld gat
ekki lengur hafið feril sinn sem
kúbisti eða fútúristi, og dada var á
þessum tíma eina mikilvæga lista-
stefhan. Miró hóf feril sinn á að
mála sveitalífsmyndir ffá heima-
byggð sinni í nágrenni Barcelona.
Þótt myndir hans hafi haft yfir-
bragð raunsæis þá bjuggu þær yfir
djúpri skynjun á hinu óraunveru-
lega. Nokkrum árum síðar kom
hann til Parísar og kynntist dada-
istunum, sem á þeim tíma vom að
sveigja verk sín í átt til súrreal-
isma. Þrátt fyrir þessi sambönd
hélt Miró sig alltaf sér á paríi og
utan allra beinna áhrifa og sýndi
röð mynda sem höfðu til að bera
sterka litaskynjun og nýjan tvívíð-
an myndheim, sem hafði engin
tengsl við abstraktsjónina.
Hann gerði líka verk er vom í
beinum tengslum við súrrealis-
mann, en það var í samspili og leik
litaðra myndeininga sem hann
tjáði persónuleika sinn best.
Marcel Duchamp: úr sýningar-
skrá Societé Anonyme.
Listmálaramir elskuðu að eyða
frítíma sínum í samræður, og það
kom mér á óvart að sjá að þrátt
fyrir englabros sitt og glaðlegt yf-
irbragð bjó Miró yfir hlédrægni
sem nálgaðist hið dularfulla. Hann
talaði ekkert um sjálfan sig eða
áform sín, og hann lét aldrei í ljós
ákveðna skoðun á því sem var til
umræðu. Pablo (Picasso) talaði
hins vegar á við tvo, og Miró virt-
ist ánægður með það. Athuga-
semdir hans takmörkuðust við
stutt „er það?“ eða , jæja“ eða
„ertu að segja það salt?“ og féllu
viðstöðulítið inn í orðaflaum Pa-
blos sem var óstöðvandi. Eftir að
hann hafði verið samvistum við
okkur og setið til borðs með okkur
í 15 daga þekkti ég hann ekki
meira en á fyrsta degi. Ég spurði
Pablo hvort hann hefði alltaf verið
þannig, og hvort Miró hefði ein-
hveija sérstaka ástæðu fyrir hlé-
drægni sinni. En þetta var þeim
mun fúrðulegra sem hlýtt og hjart-
anlegt viðmót hans bar einlægri
vináttu vitni.
Pablo fór að hlæja: Þótt þú hittir
Miró daglega i tvö ár yrðir þú
engu nær. Hann hefur háttvísi og
hógværð Katalóníubúans.
Francoise Gilot:
Vivre avec Picasso, 1965
Verkefnaval áhugaleikhúsanna hefur orbib metnaáarfyllra mei árunum. Úr sýningu Leikfé-
lags Húsavíkur á Gaukshrei&rinu.
Einþáttungahátíð á Patró
Patreksfiörður fylltist af lífi í
gær, uppstigningardag, því
þá fjölmenntu áhugaleikarar
allsstaðar af landinu til
Patró. Þar stendur nú yfir
einþáttungahátíð, þar sem
ellefu áhugaleikhópar sýna
tólf einþáttunga, og fykur
hátíðinni í kvöld. I fiám-
haldi af hátíðinni verður svo
haldinn aðalfimdur Banda-
lags íslenskra leikfélaga.
Vilborg Valgarðsdóttir, ritari
BÍL, sagði við Helgarblaðið að
þetta væri í fyrsta skipti sem svona
einþáttungahátíð væri haldin á
vegum Bandalagsins. Það hefði
komið til umræðu áður að halda
einhverskonar leiklistarhátíð í
tengslum við aðalfund félagsins,
en ekki verið hægt að koma því við
fyrr.
Vilborg sagði að flestir leikhóp-
amir hefðu æft einþáttungana sér-
staklega fyrir þessa hátíð og sumir
þáttanna væra sérstaklega samdir
vegna hennar. „Leikhópamir munu
svo sýna verkin heima í héraði eftir
hátiðina.“
Alls hafa 105 manns skráð sig til
þátttöku, en auk þess taka þátt í há-
tíðinni og fúndinum félagar úr
Leikfélagi Patreksfjarðar.
Leiklistarskóli BÍL
Einsog önnur menningarstarf-
semi fór BÍL illa út úr síðustu fjár-
lögum. Stuðningur hins opinbera
við áhugaleikfélög er reyndar svip-
aður og áður en framlag til skrif-
stofu BÍL var skorið veralega nið-
ur og að sögn Vilborgar er það far-
ið að bilna á starfinu.
„Við reynum samt að halda uppi
sömu þjónustu við áhugaleikfélög-
in og áður, en þessi niðurskurður
bitnar á erlendu samstarfi, sem er
mjög siæmt, auk þess sem við er-
um farin að safna skuldum."
Á aðalfúndinum verður mótuð
stefna fyrir næsta ár, sérstaklega í
námskeiðahaldi og menntunarmál-
um. Fyrir fúndinum liggur mennt-
unaráætlun sem Kári Halldór leik-
stjóri hefur unnið fyrir BIL, en
samkvæmt henni á að stofna Leik-
listarskóla bandalagsins.
Námskeið á vegum BÍL hafa yf-
irleitt verið mjög vel sótt, en þau
eru haldin vítt um landsbyggðina,
líkt og aðalfundir bandalagsins.
BIL hefúr gengist fyrir námskeið-
um í förðun, lýsingu og leik-
myndagerð. í ár hefur BÍL m.a.
verið með námskeið í stjómun
leikfélaga og var mikill áhugi á
því. Einnig hefúr verið haldið
námskeið í leiksmíði og útfærslu
leikmynda í samvinnu við Borgar-
leikhúsið. Síðasta námskeiðið í vor
var í trúðleik og var króatískur
leikhúsmaður leiðbeinandi á því.
„Áhugi á starfi með áhugaleik-
húsum hefur vaxið mjög mikið.
Áhorfendafjöldi rokkar frá ári til
árs og fer töluvert eftir verkefna-
vali, en áhuginn á að starfa með
áhugaleikhúsunum hefúr aukist
mikið. Einkum er það áberandi hjá
áhugaleikhúsum í Reykjavik hve
miklu fleiri vilja taka þátt en áður.
Það var einhver feimni rikjandi í
Reykjavík, sennilega vegna stóra
atvinnuleikhúsanna. Fyrsta áhuga-
leikfélagið í Reykjavík var Hug-
leikur, stofnaður árið 1984 og er
enn starfandi, en síðan hefúr fjöld-
inn allur af hópum tekið sig til,
sumir lifað stutt en aðrir lengur.
Áhugaleikhúsin þurfa að gefa sér
allt aðrar forsendur en atvinnuleik-
húsin, bæði í verkefnavali og upp-
færslum og þá láta áhorfendur yfir-
leitt ekki á sér standa og þeir sem
starfa við leikhúsið fá vinnu sína
margfalt til baka þótt það sé ekki í
beinhörðum peningum. Að vinna í
áhugaleikhúsi er mikil heilsubót.
Við höfúm stundum sagt í grini að
fólk sem slarft við þetta þurfi ekki
að fara á geðsjúkrahús. Þessu gríni
fylgir nú töluverð alvara.“
Verkefnaval áhugaleikhúsa hef-
ur breyst mikið að undanfömu. Hér
áður fyrr var iðulega ráðist i að
setja á fjalimar erlenda farsa en af
75 uppfærslum áhugaleikhúsa á ár-
unum 1990 til 1991, voru einungis
4 erlendir farsar. íslensku leikritin
vora 34 talsrns, bamaleikrit 14 og
erlend þýdd Ieikrit, sem ekki flokk-
ast til farsa, voru 8. Meiri metnað-
ur einkcnnir því val áhugaleikhúsa
en áður, einkum er áberandi að
BÍL gekkst fyrir námskei&i i
trúoíeik i vor.
bamaleikritin era farin að verða
mun stærri þáttur í starfinu.
Einþáttungamir sem fluttir verða
á hátíðinni á Patró eru mislangir.
Sá stysti tekur eina mínútu í flutn-
ingi en sá lengsti klukkustund. Af
þessum 12 einþáttungum era 10 ís-
lenskir.
Leikfélag Patreksfjarðar sýnir
bamaleikritið Allt í plati eftir Þröst
Guðbjartsson í leikstjóm Harðar
Torfasonar.
Leikdeild Ungmennafélagsins
Skallagríms sýnir Feijuþulur eftir
Valgarð Egilsson í leikstjóm og
flutningi Sveins M. Eiðssonar.
Hugleikur flytur einþáttunginn
O, færiband! sem Sigrún Óskars-
dóttir samdi sérstaklega fyrir hátið-
ina. Tónlist og söngtexti er eftir
Þorgeir Tryggvason en leikstjómin
var hópvinna.
Leikfélag Selfoss sýnir Svart og
silfrað eftir Michael Frayn í þýð-
ingu Guðjóns Ólafssonar og leik-
stjóm Guðrúnar Höllu Jónsdóttur.
Jóhannes Geir Einarsson skrifaði
Illt til afspumar sérstaklega fyrir
hátíðina og Leikfélag Húsavíkur
sýnir. Leikstjómin er hópvinna.
Leikfélag Hveragerðis sýnir Ský
efTir Áma Ibsen í leikstjóm Emils
Gunnars Guðmundssonar.
Leikfélag Mosfellssveitar er
með tvo einþáttunga á hátíðinni;
Komið og farið eftir Samuel Bec-
kett í þýðingu Áma Ibsens og leik-
stjóm Jóns Sævars Baldvinssonar
og stysta einþáltunginn á hátíðinni,
Hugsanafiutning efiir Babalú, sem
tekur mínútu í flutningi. Leikstjóri
cr Jón Sævar Baldvinsson.
Veruleika eflir Súsönnu Svavars-
dóttur í leikstjóm Emils Gunnars
Guðmundssonar.
Skagaleikflokkurinn er með nýj-
an einþáttung eftir Isak Harðarson
sem nefnist Glymjandi Fjallsslætti,
í leikstjóm Ásgerðar ísfeld.
Leikdeild Ungmennafélags Staf-
holtstungna er með brot úr dagskrá
úr verktun Halldórs Laxness sem
nefhist Úr Brekkukotsannál. Leik-
stjóri er Jón Júlíusson.
Leikfélag Kópavogs er með
verkið Iþróttung, sem upphaflega
var sett á sviö á árshátíð félagsins
en hefur verið endurumiið fyirir
þessa hátíð. Höfúndar og leikstjór-
ar eru úr röðum félagsmanna.
„Það er sko enginn barlómur
heyranlegur hjá áhugaleikhúsun-
um, nema rétt við peningakassann.
Til marics um það hversu öflugt
starfið er má geta þess að Leikfé-
lag Hólmavíkur var nýlega með
14. sýninguna á gömlum erlendum
farsa, Glímuskjálfta. Þar af voru
einungis þqár sýningar á Hólma-
vik. Nú um helgina verður leikfé-
lagið með Glímuskjálfla norður á
Raufarhöfn, sem er vinabær
Hólmavíkur,“ sagði Vilborg.
Föstudagurinn 29. maí