Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 16

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 16
Helgar 16 blaðið íhald, velferð Allt er gott sem endar vel Þegar útvarpað var frá eld- húsdagsumræðum á Al- þingi ekki alls fyrir löngu, máttí taka eftír því að for- maður Alþýðuflokksins hafði skipt um ham í tíl- efhi dagsins. Hann var ekki sá glaðbeittí pólitíski evróputúrhestur sem hann hefur lagt sig fram um að sýnast að undanfömu. Hann settí upp móralskan og ögn dapurlegan svip jafiiaðarmannaforingjans sem þarf að koma því tíl skila að honum standi stuggur af ranglætí heims- ins. Nú þurfi að muna eftír smælingjunum, rétta hlut þeirra sem höllum fætí standa. Kratar, Fundin jafna&arstefna Þeir sem á annað borð hafa nennu til að fylgjast með muna hvað Jón Baldvin var að fara. Hann reyndi að koma þvi til skila að sá niðurskurður á velferðar- kerfi sem flokkur hans stendur nú að í ríkisstjóm, væri eiginlega ekki niðurskurður, heldur fram- hald á góðri og gamalli jafnaðar- stefnu við nýjar aðstæður. Hann sagði sem svo, að það væri til þó nokkuð af mönnum hér á landi sem „eiga skuldlausar villur, sumarbústaði og torfærujeppa og færa ncysluna á fyrirtækið og geyma slatta af skattfrjálsum spariskírsteinum og híutabréfum í eldtraustum bankahólfum - en borga ótrúlega lága skatta til sam- eiginlegrar velferðar". Með öðr- um orðum sagt: Jón Baldvin mundi eftir þeim sem „eiga land- ið“ og hann ætlaði að taka í karp- húsið hér á árum áður þegar hann var að komast til forystu í sínum flokki. Jón Baldvin spurði með nokkr- um þjósli hvort það væri ckki full ástæða til að fella niður eða draga úr bótum velferðarkerfisins til þessa ríkisfólks sem ckki þyrfti á slíkum stuðningi að halda - en hækka þær í slaðinn til þeirra scm þurfa þeirra með. Ætlun og reynd Þctla var vitanlega ekki galin spuming hjá Jóni. Og ef þctta væri einmitt það scm Alþýðu- fiokkurinn hefur verið að gera, þá ættu kratar ekki í þeirri sjálfum- leikakreppu sem nú streymir út úr hverri þeirra svitaholu. Hvað sem þeir nú annars ætluðu sér þá er reyndin ekki sú að þeir ríku (scm halda áfram að verða ríkari eins og jafnvel ófullkomnar tekju- skýrslur sanna) hafi orðið fyrir skakkafollum eða auknum út- gjöldum sem talandi cr um: vafa- laust þykir sliku fóllji jafnaðar- mennskan endurfundna í ræðu Jóns Baldvins hin spaugilegasta. Reyndin er hinsvegar sú, eins og allir vita, að mikill fjöldi venju- legra skjólstæðinga heilbirgðis- kerfisins og menntakerfisins á um sárt að binda, sem og þær fjöl- mennu starfsstéttir sem í velferð- arkerfunum starfa og finnst ekki aðeins að kjömm þeirra sé spillt heldur og fordjarfað sjálfu lífs- starfi þeirra. Misræmi Hetjuleg ummæli flokksfor- mannsins verða fljótt að háði um hann og hans menn: Vegna þess að þeir hafa ekkert gert sem um munar til að þeir síríku og enn- ríku verði teknir fostu taki og skekinn úrþeim skattundandrátt- urinn. Og líka vegna vandræða- legs misræmis. Alþýðuflokkurinn hefur lítt treyst sér til að hækka skatta á þá efnameiri (og treyst meira á óbeina skatta en aðrir kralafiokkar) á þeim forsendum m.a. að það sé lítt að marka skatt- skýrsiur, hina „opinbcru“ tekju- skiptingu. En fer síðan að láta Bergmann scm hann taki mark á þeirri sömu opinberu tekjuskiptingu á jafn viðkvæmu sviði og velferðarkerf- ið er. Svo cr annað. Morgunblaðið gerði Jóni Baldvini þann grikk á dögunum að endurscgja ræðu hans með vclþóknun í Reykjavík- urbréfi („Alþýðuflokkurinn er rciðubúinn til að fjalla um vel- ferðarkerfið á öðrum forscndum en áður“). Og bætir því svo við að næsta verkcfni sé að taka við hugmyndum Sjálfstæðismanna um aukna einkavæðingu hcil- brigðiskcrfisins. Höfundur Reykjavíkurbréfs ber þar fram það sjálfvirka markaðshyggjulýð- skrum, að það séu „mannréttindi" að fá að kaupa sér hcilbrigðis- þjónustu ef mcnn vilji. Og hleyp- ur þá, eins og við mátti búast, yfir þá augljósu staðreynd að slík sölumcnnska á sviði heilbrigðis- mála hlýtur að þýða í reynd að þeir sem borga fái aðra og betri þjónustu cn þeir scm ekki borga: frjálshyggjan er hér aðferð til að færa stéttaskiptinguna inn á sjúkrahúsin líka. Gjafir eru yður gefnar, Jón Baldvin. Deilt um sögutúlkun 1 leiðinni notar Morgunblaðið tækifærið til að setja ofan í við formann Aiþýðuflokksins fyrir það sem blaðið tclur ranga sögu- skoðun. Reykjavíkurbréfið segir að það séu „auðvitað ýkjur hjá formanni Alþýðufiokksins, að jafnaðarmenn hafi vcrið slíkir forystumenn velferðarkerfisins sem hann vill vera láta. ...Hér hefur hlutur Sjálfstæðisflokksins ekki verið síðri og raunar mestur þar sem Sjálfstæðisfiokkurinn hefur lengst af farið einn með stjóm mála, þ.e. í höfuðborginni". Og nú er komið að því aó taka upp hanskann fyrir Alþýðuflokk- inn og fieiri sem við félagshyggju em kenndir. Sögutúlkun Morgun- blaðsins er röng. Það eru reyndar jafnaðannenn, kratar, kommar og allaballar, sem hafa farið mcð forystu í sköpun velferðarkerfis á Islandi. Frá þeim komu hug- myndir og frumkvæði og tillögur, sem Sjálfstæðismenn fyrst börð- ust gegn. reyndu síðan að salta, en tóku síðan þátt í að fram- kvæma þegar vinstriöflin höíðu búið til þá stöðu í samfélaginu að vclferðarkrafan var orðin að ómótstæðilegri fjöldahreyfingu. Þctta er alþekkt mynstur - Guð- bcrgur Bergsson rithöfundur hef- ur lýst því svo að vinstrimenn fái hugmyndimar en hægrimenn framkvæmi þær (- á sinn tak- markaða hátt, getum við bætt við, og vegna þess að þeir hafa m Meiri framkvæmdamöguleika, undirtökin í samanlögðu valda- kerfinu). Lítil dæmisaga Það er annars meiri frctta- fiaumur af Alþýðufiokknum um þessar tnundir en hægt er að koma inn á í stuttum pistli. Flokksþing framundan og ef til vill formannsslagur. Aður er hann komst á dagskrá var tölvert um það íjasað í blöðum að von væri á stólaskiptum í ríkisstjóminni og þá ckki síst hjá krötum. Stjómar- herrarnir ætluðu að færa sig á milli ráðuneyta og það álti víst svo að heita að allt væri það gcrt til að gera stjómina skilvirkari. Stólaumræðan minnti mig á gamla skrýtlu úr Sovétríkjunum sem voru. Þar kom ungur hag- ræðingarráðunautur i ríkisstofnun og lagði fratn fiottar tillögur um það hvemig bæta mætti starf og aðstöðu með því að breyta lýs- ingu, raða skrifborðunum upp á nýjan hátt og með fleiri skyldum tilfæringum. Eldri kona skildi ekki almennilega til hvers þetta umstang allt væri og var henni sagt að það mundi að sjálfsögðu skila sér í auknum afköstum stofnunarinnar. Jæja, sagði hún. I gamla daga vann ég á hóruhúsi í Odessu. Og þegar að því kom að það dró úr afköstum starfskraftanna þá færð- um við ekki til rúmin. Við skipt- um um hómr. Jósef Haydn er auðvitað eitt- hvert mesta stórmenni tónlistar- sögunnar. Og þótt hann hafi hvorki skapað sinfóníuna né strengjakvartettinn festi hann þessi form í sessi og gaf þeim það svipmót sem við þekkjum. Og snilli hans var þvílík að hún lætur á sér kræla í fiestm hans óteljandi tónsmíðum. Hugmundaauðgi hans er eiginlega hálf óhugnanleg. Rétt eins og hann hafi selt Qandanum sál sína fyrir innblásturinn. Samt er leitun að jafn yndislegum ka- rakter í músík og gamla góða Haydn. En hann átti vonda konu. Michael, litli bróðir, átti hins vegar skrýtna kónu. Og hún lifði mann sinn í meira en tvo áratugi og var mjög óhamingjusöm. Þau misstu einu dóttur sína og var það mikil sorg. Stundum gleymum við því að tónsnillingamir voru menn af holdi og blóði og lifðu bæði sætt og súrt. Og kannski var það mestan part súrt. Michael var víst fyllibytta og varla hafa þær verið gæfulegri i gamla daga en núna. Alvcg kolruglaðar og slepjaðar. Mikki var þó ansi góður með sig. Hann þóttist ekki vera minni maður en stóri bróðir. Ef hann hefði fengið sömu tækifæri hefði hann líka orðið voða stór, vildi hann meina. En ekki hefur sjálfs- mat Mikka verið sérlega raunsætt fremur en ruglukolla yfirleitt. Sjaldan hefur meiru verið logið. Það er sagt að sumt af kirkjutón- list hans sé góð tónlist, en yfirleitt eru verk hans andlaus og vitlaus, þó svo að Mozart- feðgar hafi metið hann mikils sem tónskáld. En Leopold hafði illan bifúr á honum sem manni því Leopold var ekki minni púritani en gagn- rýnandi Helgarblaðsins. Ekki er þetta gamla drasl, sem er 90% af tónlistarsögunni, svo sem hótinu skárra þótt það sé orð- ið gamalt. Það er ekki miklu hærra á því risið en tölvupoppi nútím- ans. Kom það berlega í ljós á tón- leikum Haydn-félagsins í Lista- safni Sigurjóns síðasta sunnudag. Þá var fyrsta vorveðrið í höfuð- borginni og bæði tónlistin og spilamennskan var sömuleiðis nauðaómerkileg. Flutt voru skemmtiverk eftir þá bræður. Svona músik gæti verið ókei úti undir beru lofti í skemmti- Guðjónsson skrifar garði að sumarlagi, til dæmis í Húsdýragarðinum, innan um jarm- andi lömb og baulandi bola. Fólk gæti þá komið og farið eftir duttl- ungum sínum í góða veðrinu. Enda væri músíkin spiluð af sum- arfjöri og rífandi skemmtilegheit- um. En að vera að smala fólki saman inn í hús til formlegra tón- leika til að hllusta á svona djönk - það svo sem drepur engan, en það er bara ferlega asnalegt. Ekki síst þegar spilamennskan er hvers- dagslegasta rútína og ekkert þar fram yfir. Það verður að dekra og stjana við svona músík ef hún á ekki að stuðla að mannhatri áheyr- enda. Hún er eins og vandræða- bömin okkar í því að kerijast óvenjulega mikillar alúðar og ræktarsemi. Þetta voru sem sagt hundleiðin- legir tónleikar. Hrein tímasóun i vorblíðunni. En það voru þama nokkrar sætar stelpur á ýmsum aldri sem voru augnayndi í leið- indunum, en stelpur hafa þá dular- fullu eiginleika að vera langsæt- astar á vorin. Og kannski voru þama líka nokkrir sætir strákar fyrir þá sem eru svoleiðis. Þetta fór því allt saman vel þótt virkilega illa horfði um tíma. Og allt er gott sem endar vel. Bakarí Brauðbergs að Hraunbergi 4 Nýbökuð brauð, gómsœtar tertur og kökur í miklu úrvali. Mjólkurvörur ogfleira. Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00, laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00. Brauðberg Hraunberg 4, sími 17272 Föstudagurinn 29. mal

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.