Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 17
Helgar 17 blaðið
„Hætt við
að Afríka
verði
líkhús"
Alnaemissjúklingar í Afríku - i sumum borgum og héru&um er yfir helmingur ibúanna talinn HIV-
smitaður.
Meðal sérfræðinga um al-
næmi gætir vaxandi vonleys-
is um árangur í því að hefta
útbreiðslu sjúkdómsins. „Við
höíúm tapað stríðinu gegn al-
næminu," segir Larry Kram-
er, Bandaríkjamaður er var
meðal þeirra fyrstu þarlendis
er vöktu athygli á sjúkdómn-
um og vandamálum þeirra er
af honum þjást eða eiga hann
yfir höfði sér.
A skrifum heimspressunnar um
þetta er svo að heyra að stöðugt sé
að koma í ljós að læknavísindin hafi
allt fram undir þennan dag vanmetið
þann geigvænlega andstæðing sem
alnæmið er. Þótt spár þeirra um út-
breiðslu hafi oft þótt æmar hroll-
vekjur hafi vemleikinn þó farið fram
úr þeim í hryllingi.
100-200 ára gamalt
Eitt það nýjasta, sem vísindamenn
segjast hafa komist að raun urn við-
víkjandi alnæminu, er að það hafi
ekki byijað á því að leggjast á
mannkynið fyrirþetta 12-17 ámm
aðeins, eins og lengi var álitið. Nú
þykir sannað að HI V-veiran hafi
verið komin á gang í sunnanverðri
Afriku fyrir um 100 eða jafhvel um
200 ámm. Aðalástæðan til þess að
ekki hafi fyrr verið tekið eftir verk-
unum hennar sé að aðrir sjúkdómar
hafi valdið slíku mannfalli á þeim
slóðum lengi vel að alnæmið hafi
„horfið á bak við“ þá.
Svo er ekki lengur, og af öllum
heimshlutum er Afrika sunnan Sa-
hara verst leikin af alnæminu. Þar er
það „drepsótt 20. aldarinnar", segir
sænski farsóttafræðingurinn Michael
Koch. Hagskýrslur frá þeim löndum
em ekki með ábyggilegra móti og
því margt á huldu um útbreiðslu sjú-
dómsins þar. En víst er að fleiri hafa
smitast, veikst og látist af sjúkdómn-
um þar en í nokkrum heimshluta
öðmm, að tiltölu við fólksfjölda.
Á stóruin svæðum sunnanvert í
Afríku er nú útbreiðsla alnæmisins
svo hröð að dauðsföll af völdum
þess tvöfaldast að tölu á hverjum
þremur ámm. I sumum borgum þar
og hémðum hefur verið giskað á að
yfir helmingur íbúanna sé HlV-smit-
aður. í mörgum sjúkrahúsum afr-
ískra stórborga em þegar allt að átta
afhveijum tíu sjúklingum með al-
næmi. Alþjóðlega heilbrigðismála-
stofnunin (WHO) telur út frá rann-
sóknum að á þessum síðasta áratugi
20. aldarinnar muni um 10 miljónir
afriskra bama missa báða foreldra
sína úr alnæmi.
„Þjóðardau&i
yfirvofandi"
Ennfremur leggst alnæmið þar
hlutfallslega mest á menntaðri og
efri lög samfélaganna. „Fijálslyndi"
í ástamálum er þar landlægt og þar
að auki er víða talið til stöðutákna
að hafast að sem mest og víðast á
þeim vettvangi. Fyrir nokkmm árum
var Mobutu einræðisherra í Zaire
sagt að menn sem hefðu kynmök
við margar konur ættu öðmm frem-
ur á hættu að fá HlV-smit. Þá skelli-
hló Mobutu.
„Sé það satt væra ráðherrar mínir
allir fyiir löngu dauðir," varð honum
að orði.
Þá var alnæmið ekki enn komið i
ríkisstjómina þarlendis, en það mun
ekki hafa dregist lengi eftir þetta.
Stjómsýslu-, efhahags-, mennta-
og heilbrigðiskerfi Afrikulanda em
með gisnasta og veikasta móti, eftir
því sem gerist, og auk alnæmisins
ógna því hungursneyð og illindi
milli ættbálka/þjóðflokka. Vaxandi
ótta gætir við að einmitt hranndauði
menntaðra manna, sem þar var al-
varlegur hörgull á fyrir, úr alnæmi
muni endanlega kollvarpa því kerfi,
með þeim afleiðingum að ríkin leys-
ist upp, eins og þegar er orðið í
Sómalílandi. (Fréttamaður einn lýsti
nýlega ástandinu í því landi þannig,
að þar beijist 128 ættbálkar er lands-
menn kváðu skiptast í um völdin
upp á líf og dauða jafnframt því sem
Dagur
Þorleifsson skrifar
þeir deyja úr hungri.)
„I sumum löndum er þjóðardauði
yfirvofandi, hætta á að heilar þjóðir
þurrkist út. Sérstaklega er hætta á að
Afríka breytist í líkhús."
Þessi hroðalega spá um alnæmis-
hættuna kemur frá Robert Gallo,
einum vísindamanna þeirra er upp-
götvuðu alnæmisveimna.
Bombay: 6000
smitast á dag
Fyrir rúmu ári var útbreiðsla al-
næmisins samkvæmt skýrslum frá
WHO næstmest í Ameríku (bæði
Norður- og Suður-) og þar á eftir
komu Vestur-Evrópa og Eyjaálfa. I
fjórða sæti á þeim lista vom þá Suð-
ur- og Suðaustur-Asía, en sérfræð-
ingum urn alnæmið ber saman urn
að þar breiðist sjúkdómurinn nú út
með sprengingarkenndum hraða. 1
upphafi s.l. árs var um hálf miljón
manna á öllu svæðinu HIV- smituð,
nú er ein miljón HIV- smitaðra í
Indlandi einu, einnig samkvæmt
WHO-skýrslum. James McDonald,
fonnaður sérfræðingahóps um al-
næmi sem Bandaríkjaþing kvaddi
saman, segir: „Árið 2000 verða fleiri
HlV-smitaðar manneskjur í Indlandi
en em í dag í öllum heiminum“.
Líkt og í Afríku breiðist alnæmið
þar einkum út við samfarir karla og
kvenna og í Indlandi er fjöllyndi í
ástamálum og vændi einnig aðal-
ástæða til hraðrar útbreiðslu, að mati
sérfræðinga. I Bombay, höfuðborg
indverska iðnaðarins, em um
150.000 vændiskonur og a.m.k. 30
af hundraði þeirra em þegar HIV-
smitaðar. Jim McDermott, banda-
rískur læknir og þingmaður, giskar á
að þar í borg smitist um 6000 karl-
menn af alnæmi á degi hveijum.
Dregur hann þá ályktun af því að
ekki verði smit nema við þúsund-
ustu hveijar samfarir í borginni.
Sumir aðrir læknar segja það mikils
til of lágt áætlað.
Ekki síður skelfilegar em horfúm-
ar í þessum efnum í Taílandi og á
Filippseyjum, þar sem vændi er
mikill atvimiuvegur. Ráðamenn í
stjómmálum og atvinnurekstri
stuðla beinlínis að vændi þar til að
laða að ferðamenn með harðan
gjaldeyri. Fyrir fimm ámm var talið
að fimm af hundraði vændiskvenna í
Bangkok væm HIV- smitaðar; nú er
sú tala komin upp í 72 af hundraði. 1
Suðaustur-Asíu em menn víða ekki
við eina ijölina felldir í ástamálum
og heróínneyslan, sem mikið er um
þar, á vemlegan þátt í að breiða
sjúkdóminn út.
„Skutum þó alla"
Kína og Japan, Austur-Asíuríkin
stóm, agaðri nokkm í samræmi við
konfúsíanska hcfð en grannríkin í
suðri og þar sem sjálfsagt þykir
samkvæmt sömu hefð að stjómvöld
hafi eftirlit nokkurt með lífsmáta
þegnanna, hafa til þessa sloppið bct-
ur við alnæmið en grannamir suður
frá, en hafa af því vaxandi áhyggjur.
I Kina er stjómvöldum ekki vel við
að menn iðki kynlíf fyrr en í hjóna-
bandi. Á bak við það liggur viðleitni
til að draga úr fólksfjölgun en síð-
ustu árin einnig til að halda alnæm-
inu utan dyra.
Það hefur ekki tekist, sérstaklega
kvað sjúkdómurinn hafa breiðst út
eins og eldur í sinu í Júnnan, fylki
scm liggur að heróínlandinu Búmia.
Og á „efnahagslega sérsvæðinu"
Shenzhen, skammt frá fyrimiynd
sinni Hongkong, liefur verið opnuð
fyrsta sjúkrastofan í fjölmennasta
ríki heims fyrir alnæmissjúka. í
Shenzhen hefur vændi haldið inn-
reið sína með öðm frjálsu framtaki
og með því alnæmið.
Líkt og annarsstaðar í Asíu mun
alnæmið í Kina einkum tilkomið út
frá smitunum við samfarir gagnkyn-
hneigðs fólks. Marc Conant, banda-
rískur alnæmissérfræðingur, hefur
eftir rektor Sjanghaí- háskóla, sem
hann hitti á ferðalagi þar eystra
1984, að ekki væri mikil hætta á því
þarlcndis að menn smituðust af
HlV-veiru við samfarir samkyn-
hneigðra. „I menningarbyltingunni
skutum við þá alla,“ sagði rektor.
Ástaþyrstir túristar
í Japan er talið að tiltölulega lítil
hætta sé á að menn HIV- smitist
innanlands við samfarir við vændis-
konur, sökum mikils eftirlits með
þeim þar sem stendur á gömlum
merg. Á hinn bóginn em japanskir
karltúristar fyrir löngu þekktir urn
alla Asíu sem „betri" viðskiptavinir
vændiskvenna en nokkrir aðrir. Jap-
önskum konum er og bannað með
lögum að nota pilluna, og gengur
stjómvöldum í því til, að sögn kunn-
ugra, að þau óttast að konumar muni
gerast fjölþreifnari í kynferðismál-
um, hafi þær aðgang að ömggri
getnaðarvöm. Ottinn við alnæmið er
einnig með í þeirri mynd.
Á Vesturlöndum em horfumar
ekki heldur góðar í þessum eftium,
þótt þar sé heilbrigðiskerfið miklu
betra og þar með virkara gegn al-
næminu en víðast annarsstaðar. I
bandaríska læknatímaritinu Medical
Tribune er skrifað um „alnæmis-
sprengingu“ þarlendis. Á níu árum,
1979-88, veiktust um 100.000
manns í Bandaríkjunum af alnæmi,
miðað við tilkynnt sjúkdómstilfelli.
Næstu þrjú árin vom þeir, sem
veiktust af sjúkdómnum þarlendis,
álíka margir. Falkner von Sonnen-
burg, þýskur farsóttafræðingur,
sagði nýlega að alnæmið væri orðið
„hættulegasti smitsjúkdómurinn“ í
Þýskalandi.
Á Vesturlöndum em það enn öðr-
um fremur hommar og eiturlyfja-
neytendur, sem smitast og veikjast
af alnæmi. En útbreiðsla sjúkdóms-
ins þar verður stöðugt hlutfallslega
meiri meðal gagnkynhneigðra karla
og kvenna.
Eftir ab Múrinn hrundi • ••
Meðan kommúnisminn var með
sitt jámtjald hélt hann alnæminu
furðanlega frá Sovétríkjunum og
fylgiríkjum þeirra. Hugmyndaffæð-
ingar marxlenínismans höfðu að
vísu ekki rétt fyrir sér í því að þeirra
afbrigði af sósíalisma væri pottþétt
vöm gegn vændi, en þeir höfðu þó
að líkindum nokkuð til síns máls er
þeir dæmdu það kapítalískan löst,
því að með innreið kapítalismans í
fyrrverandi austantjaldslönd hefúr
vændi þar aukist mjög. Og með þvi
breiðist alnæmið einnig út þar.
Samkvæmt hagskýrslum stendur
íslamski heimurinn alnæmið betur af
sér en aðrir heimshlutar. Nefna sum-
ir sem ástæðu strangan kynferðis-
móral, en aðrir telja hæpið að skýrsl-
ur um útbreiðslu sjúkdómsins þar
séu tæmandi.
Nýlegar niðurstöður Michaels
Koch og fleiri alnæmisffæðinga um
möguleika þeirra, sem smitast af
HlV-veim, em á þá leið að um 10 ár
líði að meðallali frá smitun til and-
láts úr alnæmi. 1 Afríku, þar sem
heilbrigðiskerfið er víða fyrir neðan
allar hellur, deyja menn að jafnaði
um 100 dögum eftir að þeir veikjast.
I þróuðum löndum, þar sem meira er
unnið gegn sjúkdómnum, lifa menn
að jafnaði allmiklu lengur með
hann, í Þýskalandi þannig um tvö ár.
WHO hefur reiknað út að alda-
mótaárið verði um 40 miljónir HIV-
smitaðra í heiminum. Sumir sérffóð-
ir kalla það bjartsýnisspá.
AMSTRAD
AMSTRAD fyrirtækið, sem hefur selt á
þriðju milljón móttökudiska fyrir gervi-
hnetti og er með 86% markaðshlutdeild
á Bretlandseyjum og 50% í Evrópu, hef-
ur nú markaðssett búnað til notkunar í
NORÐUR SKANDINAVIU OG Á ÍSLANDI.
Satellite TV nr.
AMTEC hf., umboðsaðili AMSTRAD á íslandi, býður
nú fullkomin móttökubúnað tilbúinn til uppsetningar.
1.2 m diskloftnet með flestingu
Lógsuðumagnari með innbyggðum pólskipti (Dual LNB)
48 rósa stereo mótfakari með fjarstýringu
5
Búnaðurinn er seldur ón milliliða með heildsölu ólagn-
ingu og fæst eingöngu hjó AMTEC hf., Suðurlands-
braut 32, sími 30200.
Xl.
ÓTRÚLEGT VERD!
59.900
ÁMTEC
Sími 30200
Suðurlandsbraut 32,
108 Reykjavík.
Föstudagurinn 29. maí