Dagblaðið - 16.10.1975, Blaðsíða 2
2
Pagblaöiö. Fimmtudagur 16. október 1975.
Verður ný Hringbraut sunn-
an við Umferðarmiðstöðina?
Nýtt skipulag við Land-
spítalann hefur enn ekki veriö
samþykkt en verður til
umfjöllunar í skipulagsnefnd á
næstunni.
Þetta fengum við að vita hjá
borgar- og skipulagsyfirvöldum
Reykjavikur.
Gerður var samningur á
árunum 1967-68 milli rikissjóös
og borgarsjóðs um flutning
Hringbrautar og makaskipti á
lóð. A að færa Hringbrautina
sunnar og liggur hún þá i boga
suður fyrir Umferöar-
miðstööina. Mun þetta leysa
viss umferðarvandamál, svo
sem hringtorgið á mótum
Snorrabrautar Miklubrautar og
Hringbrautar og á horni
Sóleyjargötu og Hringbrautar.
Lengi hefur verið talað um aö
Háskóli íslands kæmi til meö að
byggja i samvinnu við Land-
spitalann. Þarna er ekki aðeins
um að ræða stækkun spitalans
heldur mætti nefna þetta
kennslu- og spitalastofnun.
Fyrirhugað er að þarna veröi
lækningar- og þjónustumiðstöö
sem hefur með flestar sér-
greinar að gera. Neðst, næst
Hringbrautinni, yrðu kennslu-
stofur Háskólans.
Fyrirhugað er að fyrstu fram-
kvæmdir verði vegna tann-
læknadeildar og kennslu á veg-
um iæknadeildar. Verður þetta
5hæða húsþar sem tannlækna-
deildin f ær tvær hæðir en lækna-
deildin þrjár. -EVI.
Hér sjáum við langtima áætlanir um byggingu fyrir Landspitaiann og Háskóla isiands. Módeliö er að vlsu ekki alvegfullbyggt.
Til dæmis vantar geðdeiidina sem er aö verða fokheld. Lengst tii vinstri sjáum viö Umferöarmiöstööina.Gamla Hringbrautin hverfur
gjörsamlega. Ljósm. Bjarnleifur.
„Byggingu annars hússins lauk
i sumar og við vonumst til að geta
lokið hinu núna i haust,” sagði
Jón. „Þegar smiðinni verður lok-
ið er ég kominn með 900 ferm
undir gler.”.
Kvaðst Jónnotaum 600 fm fyrir
tómataræktina, sem væri megin-
þátturinn i ræktuninni, en auk
þess ræktar Jón agúrkur og
blóm, auk rófna. Þær elur
hann i moldarpottum inni
þar til þær eru komnar vel á veg.
Með þvi móti er hann kominn með
góðar rófur upp úr miðjum ágúst.
„Aðalmarkaðurinn fyrir græn-
metið er á ísafirði og kemur
Djúpbáturinn hingaö tvisvar i
viku,” sagði Jón. „Samgöngur
eru þvi vel viðunandi.”
Nægur jarðhiti virðist vera á
svæðinu, 26 sekúndulitrar af um
50 stiga heitu vatni, samkvæmt
upplýsingum Jóns. Sagði Jón
þessi þrjú heimili, sem eru á
Laugarási vera hituð með vatni
úr borholum af svæðinu og það
væri Reykjanesskóli einnig.
Hefðu menn þvi engu að kviða i
þeim efnum, þótt norðarlega
væru.
HP
Röng
œtt-
frœði
Hafsteinn Einarsson, annar að-
standenda tslenzkrar fyndni, sem
sagt var frá i blaðinu i gær, var
talinn afkomandi Gunnars frá
Selalæk. Það reyndist misskiln-
ingur og leiðréttist hér með.
Gróðurhús á norðlægum breiddargráðum, Laugarás við Isafjarðar-
djúp.
GROÐURHUS A 66.
BREIDDARGRÁÐU:
TÓMATARÆKT VIÐ
ÍSAFJARÐARDJÚP
Ný veitingastofa, Esjuberg
Jón garðyrkjubóndi
Þórðarson á Laugarási við
l'safjarðardjúp hefur ný
lega aukið gróðurhúsakost
sinn til muna. Við höfðum
samband við Jón og f rædd-
umst um ylhúsarækt
norðlægum slóðum:
Opnuð hefur verið ný og
glæsileg veitingastofa á jarðhæð
Hótel Esju i Reykjavik. Veit-
ingastofan, sem hefur hlotið
nafnið Esjuberg, er með kaffi-
teriusniði og rúmar 248 gesti.
Bætir hún úr brýnni þörf, þvi
aö áður hefur aðeins verið rúm
fyrir 58 manns i sæti i veitinga-
sal hótelsins á 9. hæð hússins.
Jafnhliða opnun Esjubergs
verður tekið i notkun nýtt og
fullkomið eldhús sem leysir af
hólmi hálfgerða eldunaraðstöðu
er fyrir var á hótelinu. Eldhúsið
er þannig úr garði gert að öll
tæki og borð má flytja úr stað.
Þannig á að vera mjög auðvelt
aö þrifa og er þetta nýmæli hér
á landi.
Afgreiðsla i kaffiteriunni ætti
að geta gengið snurðulaust fyrir
sig þvi gestir verða afgreiddir
við langt afgreiðsluborð og er
afgreitt frá báðum endum, eins
og tiðkast viða erlendis.
Umsjón með framkvæmdum
þessum sem hófust i febrúar,
höfðu Hafsteinn Vilhelmsson
aðstoðarhótelstjóri á Esju og
Steindór ólafsson sölustjóri.
Yfirmatreiðslumaður að Esju-
bergi verður Einar Arnason.
—IIP—
Séö yfir hluta hinnar nýju veitingastofu Flugleiða, Esjuberg, aö Hötel Esju f Reykjavlk.