Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.10.1975, Qupperneq 5

Dagblaðið - 16.10.1975, Qupperneq 5
nagblaðið. Fimmtudagur 16. október 1975. a Útvarp Sjónvarp i> Fimmtudagur 14.30 Miðdegissagan/ „A fullri ferð” eftir Oscar Ciausen. Þorsteinn Matthiasson les (3). 15.00 M iðdegistónle ikar, NicolaiGedda syngur sænsk lög. Filharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur með, Nils Grevillius stjórnar. Josef Suk yngri og Jan Penenka leika fjóra þætti fyrir fiðlu og pianó op. 17 eftir Josef Suk eldri. Leopold Wlach og Stross-kvartettinn leika Klarinettukvintett i B-dúr op. 34 eftir Veber. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir), Tón- leikar. 16.40 Barnatiminn: Ragnhild- ur Helgadóttir og Kristin Unnsteinsdóttir stjórna . Fjaranji’riðrik Sigurbjörns- son ræðir um fjöruskoðun. Sigrún Sigurðardóttir les japanskt ævintýri i þýðingu Áslaugar Árnadóttur, „Taro og hinn furðulegi bambus- teinungur”. Ennfremur fluttarsögur um marbendla og seli. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlíf i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri d Akureyri rekur minningar sinar (8). '18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðtal við Hafstein Guð- mundsson bókaútgefanda. Óskar Halldórsson lektor ræðir við hann. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Ragnheiður Guðmundsdótt-' ir syngur lög eftir Fjölni Stefánsson, Jón Ásgeirsson og Pál Isólfsson. Guðmund- ur Jónsson leikur á pianó. 20.25 Leikrit: „Akæruskjalið” eftir Gergely Rákosy Þýð- andi: Áslaug Árnadóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Persónur og leikendur: Margrét Sikula....Sigriður Hagali'n, Rósa Rövecses- ...Anna Kristin Arngrims- dóttir, Frú ördög.....Geir- laug Þorvaldsdóttir, Lög- regluþjónn.....Kjartan Ragnarsson, Barnið........ Sigurlaug M. Jónasdóttir. 21.00 Frá tónlistarhátiðinni i Bergen i maí. Alicia de Larrocha leikur á pi'anó verk eftir Albeniz og Granados. 21.30 „Krá á Jótlandi”, smá- saga eftir Kund Sönderby. Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Knútur R. Magnús- son les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Jívöld- sagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson.Höfundur les (3) 22.35 Krossgötur.Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. - Dagskrárlok. Útvarpið í kvöld kl. 21,30: gg Kró á Jótlandi Útvarpið í kvöld kl. 20,25: LEIKRITK) „ÁKÆRUSKJALIÐ" Myndin er af þeim önnu Kristfnu Arngrlmsdóttur og Sigrföi Haga- lin I hlutverkum sfnum I Hitabylgju, sem sýnd var I Iðnó. Leikritið i kvöld er eftir Gergely Rákosy, ungverskan höfund af yngri kynslóðinni. Ein stór skáldsaga er þekkt eftir hann og heitir hún Stóra dælan. Vakti bókin geysimikla athygli á sinum tima. Fjallar hún um ástandið i sveitum Ung- verjalands á árunum 1950—60. I leikritinu „Akæruskjalið” er þjóðfélagsádeilan einnig áber- andi. Þar eru hin gifurlegu hús- næðisvandræði i Búdapest tekin til meðferðar og er fyrst og fremst ráðizt á hin smáborgara- legu sjónarmið. Leikritið er i léttum ádeilustil. Með aðalhlutverkin fara þær Sigriður Hagalin og Anna Kristin Arngrimsdóttir. Aðrir leikendur eru Steinunn Jóhannesdóttir, Geirlaug Þor- valdsdóttir, Kjartan Ragnars- son og Sigurlaug M. Jónasdótt- ir. EVI „Þetta er góð saga en erfið i lestri,” sagði Knútur R. Magnússon sem les fyrir okkur söguna „Krá á Jótlandi eftir danska höfundinn Knud Sönder- by i kvöld. Sagan spannar yfir mikið. Höfundur litur inn i sinn eigin hugarheim, þá koma bein sam- töl og höfundur fer svo að hugsa aftur i timann. Þeir eru tveir vinirnir, sem eru á ferðalagi um Jótland, veðrið er slæmt og þeir stoppa á krá einni. Þarna sér höfundur- inn efnivið I sögu sina og hann fer að hugsa um fólkið sem þarna gengur um beina. ímynd- Útvarpið í kvöld kl. 20,00: Einsöngur í útvarpssal Lög sem sjaldan hafa heyrzt Mér finnst afar gaman að þýzkum ljóðum, annars er jafn- skemmtilegt að syngja allt,” segir Ragnheiður Guðmunds- dóttir sem syngur fyrir okkur i útvarpssal i kvöld. Það verða lög eftir islenzka höfunda á dagskrá, lög sem við höfum sjaldan eða aldrei heyrt fyrr eins og „Einmana” eftir Fjölni Stefánsson við ljóð Þor- geirs Sveinbjarnarsonar. Þor- geir er eitt af uppáhaldsskáld- um Ragnheiðar og völdu þau Fjölnir þetta ljóð saman, sem Fjölnir samdi siðan músikina við. Ragnheiður byrjað að læra að syngja hjá Mariu Markan en hefur verið i Tónlistarskóla Kópavogs undanfarin fjögur ár og lært söng hjá Elisabetu Erlingsdóttur. Einnig hefur hún lagt stund á alhliða tónlistanám. Hún mun útskrifast i vetur. Þjálfari er hún i kórskóla Ingólfs Guðbrandssonar i sam- bandi við Pólyfónkórinn. Ragnheiður er húsmóðir, ekki „bara”, og á tvær dætur. Söng- urinn er hennar hobbi og músik- in er i ættinni þvi að yngri dótt- irin, sem er bara fjögurra ára, fer stundum með henni i tónlist- arskólann og tekur þá undir með henni, en sú eldri er aðal- lega i poppinu. Lögin, sem hún syngur i kvöld, eru eftir Fjölni Stefáns- son, Jón Asgeirsson og Pál Isólfsson. EVI unaraflið lætur ekki á sér standa og fyrr en varir er þjón- ustustúlkan orðin ástmær veit- ingamannsins. Hugsanir hans eru truflaðar öðru hvoru því vinur hans er lika uppfullur af andagift og hann yrkir. Hvort svo þjónustustúlkan er raun- verulega i tygjum við vinnuveit- anda sinn fáum við nánari vit- neskju um þegar við hlustum á söguna, sem er bráðskemmti- leg. „En ekki þori ég að hlusta á sjálfan mig lesa hana, þvi aö það er mér að kenna ef hún kemst ekki rétt til skila,” sagði Knútur. —EVI Ragnheiður Guðmundsdóttir ásamt fjögurra ára dóttur sinni, Elfu Ernu Harðardóttur. Hún tekur gjarnan lagið lika með mömmu sinni. Ljósm. Bjarnleifur. nýtt í hverri Viku í hafinu — Ævilok Olivers — Meira um krydd

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.