Dagblaðið - 16.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.10.1975, Blaðsíða 8
8 Oagblaðift. Fimmtudagur 16. október 1975. MMBUÐW írjálst, úháð dagblað tJtgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Ilelgason tþróttir: Ilallur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdai Biaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pét- ursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Þeir eru komnir aftur Mörgum landsmanni brá i brún á mánudags- og þriðjudagskvöldið. Menn höfðu þá haft nokkurn veginn sumarlangan frið fyrir alþingis- mönnum þjóðarinnar. En nú heyrðu menn þá hnakkrifast i útvarpi og sjónvarpi um fjárlagafrumvarpið og fiskveiðilög- söguna. Útfærsla lögsögunnar i 200 milur er ef til vill eina málið, sem nokkurn veginn alger samstaða er um með þjóðinni. En auðvitað þurftu þingmennirnir að finna sér ótal ágreiningsefni i þvimáli eins og öðrum og virtist það ástæðulitill ágreiningur i flest um atriðum. Það var þvi von, að menn spyrðu: Eru þeir þá komnir aftur, blessaðir kjóarnir! Fjárlagafrumvarpið er að mörgu leyti skárra en slik frumvörp hafa verið á undanförnum árum, þótt það sé alls ekki i fullu samræmi við greiðslugetu þjóðarinnar. Þvi miður benda fyrstu ummæli þing- manna ekki til þess, að þeir hafi áhuga iá að laga frumvarpið betur að greiðslugetunni. Fremur virðist svo sem þeir hafi áhuga á að eyðileggja það litia, sem er gott i þvi. Samkvæmt venju eru þingmenn farnir að kveina hástöfum yfir þvi, að frumvarpið geri ekki ráð fyrir brú hér og skóla þar, flugvél hér og spitala þar. Þá varðar litt um þjóðarhag, en þeim mun meira um hagsmuni þrýstihópanna, sem eiga hvert bein i mörgum þeirra. Nú er að hefjast mikið kapphlaup þingmanna um að troða inn á f járlög margvislegum áhugamálum þrýstihópa til viðbótar við það, sem er i frumvarpinu og yfirgnæfir þegar greiðslugetu skattgreiðenda. Þar á ofan er ljóst nú þegar, að margir þeirra stefna að þvi að fá dregið úr þeim niðurskurði sem rikisstjórnin hafði kjark til að gera ráð fyrir i frumvarpinu. Bráðlega hefjast ramakveinin um, að land- búnaðurinn og niðurgreiðslur landbúnaðarafurða hafi verið skorið niður i 7.000.000.000 krónur eða sjö milljarða i fjárlagafrumvarpinu, og er það þó rúmlega tólf prósent af rikisútgjöldunum. Ætti þó öllum að geta verið ljóst, að þessi upphæð er, þrátt fyrir niðurskurðinn, mjög þungbær byrði á þeim, sem verðmætin skapa i þjóðfélaginu. Hún rýrir hvort tveggja i senn, afkomu atvinnuveganna og lifskjör starísmanna þeirra. Fjárlagafrumvarpið er of hátt eins og það kemur frá rikisstjórninni. Það gerir ráð fyrir óbreyttu hlutfalli rikisútgjalda af þjóðartekjum frá þvi i ár og i fyrra. Og reynslan hefur einmitt sýnt, að þetta hlutfall er allt of hátt. Þetta háa hlutfall rikis- báknsins er veigamesta ástæða verðbólgunnar og dapurlegrar afkomu atvinnuvega og launþega. Ef alþingismenn ætluðu að standa sig i starfi og vinna i þágu umbjóðenda sinna, mundu þeir skera niður fjárlagafrumvarpið og neita að hlusta á raddir þrýstihópanna, sem sækja aðþeimúr öllum áttum. Þá væru þeir ábyrgir þingmenn, en ekki þrælar þrýstihópa. Þeir eru kjörnir af þjóðinni til að halda þjóðarskútunni á floti en sökkva henni ekki. Ef þingme'nn sýndu slikan manndóm, mundu landsmenn ef til vill hætta að fá fyrir hjartað á hverju hausti, þegar þingmennirnir koma úr frii og hefja hinar broslegu burtreiðar sinar Afi í rauðum Jóhann Hjálmarsson: MYNDIN AF LANGAFA Hörpuiitgáfan 1973. 58 bls. Það er nú ekki efi á því að hvötin, kveikjan að nýrri bók Jóhanns Hjálmarssonar er komin ,,að utan”: frá finnska skáldinu Pentti Saarikoski og bók hans Ég horfi yfir um höfuð Stalins. Væntanlega kannast ýmsir lesendur við þá bók i sænskri þýðingu, enda er hún að hálfu leyti ferðalýsing skáldsins héðan af landi. Jóhann fer ekki heldur dult með þennan skyld- leika, en með öðrum einkunnar- orðum fyrir bók hans er tilvitn- un til Saarikoskis. En hvað er þá af Saarikoski að læra? Það er ugglaust ýmis- legt, en hann er af þeim sem gerst þekkja talinn I hóp fremstu ljóðskálda á Norður- löndum. Minnstu hygg ég að skipti þau hugmyndatengsl sem' greina má i bókarheitum þeirra Jóhanns. Myndin af langafa heima á stofuvegg í Skuld, æskuheimili Jóhanns, er auðvit- aö af Stalin eins og brjóstmynd- in i glugganum hjá Saarikoski. En pólitiska efnið sem Stalin stendur fyrir hjá honum er á- reiðanlega miklu flóknara en mynd „langafa” i ljóðum Jó- hanns. Það sem Jóhann Hjálmarsson einkum virðist hafa lagt sig eftir og lært fyrirmynd Saarikoskis erhinn „opni” ogfrjálslegi ljóð- still, sprottinn beint úr hvers- dagsmáli, sá háttur að yrkja berum orðum um efnivið hvers- daglifs og eigin reynslu, hjá Saarikoski með mergjuðu, dag- legu orðfæri, hrynjandi talaðs máls sem meira að segja kemur fram I þýðingu. Fyrst og siðast er Saarikoski að yrkja um sjálf- ansig,sjálfslýsingin, eins konar hUðfletting skáldsins, er lifs- kvika ljóðanna, og bæri kannski keim af sjálfsdaðri ef ekki kæmi til kimni og skopvisi textans. En af bersögli Saarikoskis, hinni næmu sjón á smámuni hvers- dagsins og svipmót fólksins sem hann yrkir um, hlifðarlausri hreinskilni hans, sýnist Jóhann Hjálmarsson ekki hafa dregið mikinn dám i nýju bókinni. Þessi samanburður kann að þykja ósanngjarn — þótt aðferð Jéhanns i Myndinni af langafa bjóði honum heim. Á við Saari- koski kemur Jóhann einkar penn og prúðmannlega fyrir i bókinni, en óneitanlega sýnist hUn lika dálitið eins og blóðlaus, efnislitil á við fyrirmyndina. En núna er þess að gæta að fyrir Jóhanni mun einkum vaka aðkoma fram ein- faldri frásögn látlausum orðum sem gæti fyllsta trúnaðar við eigin reynslu og tilfinningar hans, og þessi háttur að yrkja kemur lika ^mætavel heim við ljóðrænan einfaldleik og þokka bestuljóðanna i næstu bók hans á undan þessari, Athvarfi i him- ingeimnum. Fn til að yrkisefni hans,frásagnarefnið i Myndinni af langafa komist fram og til skila, þarf það á að halda kveikju persónulegrar reynslu, lifunar sem ljóðmál og still megni að láta uppi svo að sann- færi lesandann. Slikan frásagn- arhátt er sjálfsagt örðugra að tileinka og semja sér með sjálf- stæöum hætti af fyrirmynd Saarikoskis en bara hinn „opna” stilshátt hans. Eins og kunnugt má vera af fréttum og frásögnum af bók- inni er viðfangsefni Jóhanns Hjálmarssonar i Myndinni af langafa einkum bernskuminn- ingar hans og jafnframt pólitisk þroskasaga frá blautri barn- rammo æsku og fram undir þennan dag. Pólitísku sögurnar i bókinni eru raunar tvær og gripa hvor inn i aðra, önnur af föður Jóhanns, Hjálmari Elieserssyni, en minningu hans ásamt ömmu skáldsins er bókin tileinkuð, en hin segir af höfundi sjálfum. E.nislega er hin pólitiska hroskasaga þeirra feðga alkunn .yrir af annarra manna reynslu og öðrum bókum: það er sagan af hugsjón kommúnismans og afdrifum hennar á striðsgróða- og kaldastriðstimanum, von- brigðum og uppgjöf byltingar- sinnaðra sósialista frá kreppuárunum við andlát Stal- Ins og uppljóstranir Krústjoffs um glæpi hans, innrásina i Ung- ''erjaland og siðan Tékkó- slóvakiu. Það er saga af guði sem brást: langafa á veggnum heima. Þennán alkunna kapitula úr pólitiskri hugmyndasögu rekur Jóhann Hjálmarsson i ljósinu af eigin bernskuminningum og af ævi föður sins. En efnið er vand- meðfarið svo vel sé. Hið lát- lausa, einfalda orðfæri og frá- sagnarháttur á sifellt á hættu að Verða alveg hversdagslegt, bara flatt, og hinar algengu skoðanir, svo fjarri þvi að brjóta á nokkurn hátt I bága við viðtekinn smekk á pólitik, mega fyrir enga muni verða að póli- tiskum tuggum upp úr leiðara eöa af fundi. 1 texta sem þessum getur lesandi gert kröfu um sanngildi sem varla eiga við aöra ljóðagerð, um meðferð staðreynda ekki siður en tilfinn- ingamál og skynjanir, og um ljóðmál. Það kemur t.a. m. kynlega fyrir um höfund sem fæddur er 2/7 1939, eins og segir á bókar- kápu, að hann skuli muna striðsbyrjun og hernám breta: Af hverju Bör? Kaupmaöur og búöarjómfrú —• Lára lsaksen: Guörlöur Guö- björnsdóttir og Bör Börsson: Siguröur Jóhannesson. Leiklist Leikfélag Kópavogs: BÖR BÖRSSON JR. Söngleikur eftir Harald Tuss- berg og Egil-Monn Iversen. Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephen- sen Hljómsveitarstjóri: Björn Guðjónsson Þýðandi: Kristján Arnason Leikmynd: Kristján Arnason. Eiginlega væri framtak, kapp og dugnaður sem Leikfélag Kópavogs sýnir með söngleikn- um um Bör Börsson allrar æru vert — ef Kópavogur bara væri einhverstaðar„ annarstaðar en hann er. Ef Kópavogur væri svo i sveit settur að staðarfólk þvrfti- fyrir hvern mun að skemmta sér sjálft, ætti litinn eða engani kostákynnum af leiklist, ef ekki væri annarra kosta völ fyrir á- hugafólk um listir og hæfileika- fólk um þá hluti en neyta kraft- anna sjálft, mennta sig með þvl að skemmta sér og öðrum, t.a m. I leikfélagi eða kór. Þá væri sýning þessi á Bör Börsson á- reiðanlega mjög svo lofleg vegna fjölmennis, sem til sýn- ingar þarf og margskonar hæfi- leika sem þar reynir á, vegna allsherjar glaðværðar, sem af sýningunni gæti stafað bæði á sviöi og i sal. En dálitið er það óglöggt hvað vakir fyrir Leikfélagi Kópavogs með þessari sýningu þar sem hún er niðurkomin i næsta námunda við leikhús og bió’ i Reykjavik, bæjarfélagi sem er ekki nema úthverfi, enda eiga Kópavogsbúar allra sömu kosta völ og aðrir Reykvikingar um félagslif og skemmtanir og ástundun lista og mennta i tómstundum eða i atvinnuskyni. í Kópavogi eru augljóslega allt önnur starfsskilyrði, t.a.m. fyrir áhugafólk um leiklist, en gerist i kaupstöðum úti um land — og lika til annars að vinna ef vel tekst. Sagan af Bör Börsson er vist viða kunn hér á landí enn i dag vegna fornra vinsælda sinna i útvarpi, og i fyrra gátu menn rifjað hana upp á bió með vinsælum norskum sjónvarps- leikara i hlutverki Börs. Sú bió- mynd var að sinu leyti reist á þvi sama músikali sem nú er af einhverjum ástæðum til sýnis i Kópavogi með sama leikara, Rolf Wesenlynd I aðalhlut- verkinu. Það má vera að leiknir og færir gamanleikarar geti bjargað mörgu og miklu við. Hvað sem þvi liður sýnist músikalið um Bör fjarska frumstæð smið og gæti þess vegna verið tilbúið i leikfélagi i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.