Dagblaðið - 16.10.1975, Side 11

Dagblaðið - 16.10.1975, Side 11
11 Dagblaðið. Fimmtudagur 16. október 1975. Athugið þið dogstimpilinn á kartöflupokonum? „Neytandinn ætti ekki að kaupa kartöflur sem verið hafa i verzlun meira en 4- 5 daga. Pakkningardagurinn er stimplaður með rauðu á kartöflupokann.” Þetta sagði Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri Grænmetis- verzlunarlandbúnaðarins er við litum við hjá honum. Verzlanir geta fengið litla skammta i einu. Segir Jóhann að þær séu einmitt hvattar til að nýta þá þjónustu, þvi að þær hafi fæstar aðstöðu til að geyma kartöflur eða annað grænmeti að ráði. Ég tel Sigurð Söebech og hans fólk óliklegasta allra til að taka við skemmdum vörum, þar sem harin' & kost á þvi að neita mót- töku á sliku,” sagði Jóhann. Sig- urður sagði i viðtali við Dag- blaðið að Grænmetisverzlunin neitaði að taka við skemmdri vöru aftur frá verzlun hans. ekki geymslu. Grænmetið tók auðvitað við þeim aftur. Einnig getur komið fyrir að ein og ein skemmd kartafla slæðist með i pokana við pökkun og siðan skemmi þær út frá sér. Undir 6 manna nefndinni komið hvort við fáum nýjar umbúðir. Það er rætt um umbúðir um kartöflur og Jóhann bendir á að það sé 6 manna nefndarinnar að ákveða verð kartaflna, ekki standi á Grænmetinu að vera með aðrar umbúðir, og Jóhann sýnir okkur nýja gerð af ameriskum pokum með glugga á. En það er galli á gjöf Njarðar, þvi að hvert kiló af kartöflum myndi hækka um 1 krónu til 1.50 i þessum umbúðum. Finnsku pokarnir, göngum um Grænmetisverzlun- ina og sjáum hvernig kartöfl- urnar eru yfirfarnar. Það eru stórar fallegar hollenzkar bintje-kartöflur sem um er að ræða nú. Þeim er fyrst hellt I siló og siðan fara þær á færi- bandi sem við standa að jafnaði 2—4 starfsmenn. Þeir tina úr þær stærstu og lita eftir að engin skemmd fari með. Siðan fara kartöflurnar undir teppi og yfir bursta sem hreinsa leirinn af þeim. Eftir það fara þær áfram á færibandi i sjálfvirkavigtun og þá taka á móti þeim 2 húsmæður sem láta þær i poka. Þær hafa augun hjá sér ef eitthvað grun- samlegt læðist með. „Það getur auðvitað farið fram hjá okkur ein og ein slæm, en þær eru ekki margar,” segja húsmæðurnar um leið og aðrar tvær taka við pokunum og loka þeim. Raunar vinna þarna að Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri Grænmetisverzlunar landMnaOanai, fylgist með þegar húsmæö- urnar, sem hjá honum vinna, ganga frá kartöflunum I pokana. Kartöflurnar eru burstaðar og starfsmenn lfta eftir að skemmdar kartöflur slæðist ekki með i pokana til neytenda. jafnaði 8—9 konur en hinar eru farnar heim þvi við erum seint á ferð. Við höldum áfram i gegnum geymslurnar. Þarna eru is- lenzkar kartöflur i pokum og kössum lika. Það er verið að gera nýjar tilraunir með að flytja þær i kössum en Jóhann segir að reynslan verði að skera úr hvort betur reynist. Margir kaupa á markaös- torginu „Þetta er okkar markaðs- torg,” segir hann, en margur Margur Reykvikingurinn leggur leið sina á markaðstorglð. Það er eins og kartöflurnar smakkist betur þegar þær eru keyptar þar. Jóhann sagði að reiknað væri, með hjá Grænmetisverzluninni að kartöflum væri skilað aftur, frá verzlunum ekki seinna en 10- 12 dögum frá dagstimplun reyndust þær skemmdar, og ætti þetta ekki siður við annað grænmeti. Hins vegar væri ekki hægt að taka við grænmeti sem ef til vill hefði legið i verzlunum i heilan mánuð. Hann sagði að Sigurður Söebech hefði skilað j mai og júni 71,5 kg af lauk á sama tima og fæstar verzlanir hefðu skilaö neinu að ráði. Þá skilaði Sigurður einnig 3 kg af rófum. Flugurnar sem Sigurður fann i káli sinu segir Jóhann að sér séu óskiljanlegar. Þá benti Jóhann á, að verzlanir hefðu vissa rýrnunar- álagningu sem væri 10% fyrir hvitkál, en minni fyrir lauk, og frjáls álagning er á rófum, sem kosta 95 kr. i heildsölu. 1 sambandi við belgisku kar- töflurnar, sem voru hér á markaði i sumar, sagði Jóhann, að þær hefðu virzt prýðilegar, þegar þeim var pakkað, en síðan kom I ljós að þær þoldu sem eru tvöfaldir 5 kg pokar, eru þetta ódýrari. Hins vegar er munurinn enn meiri á 2 1/2 kg pokunum, sem eru einfaldir Is- lenzkir. Amerisku pokarnir eru 9 kr. dýrari. Um plastpokana sem notaðir eru undir nýjar Is- lenzkar kartöflur fyrst á haustin, hafði Jóhann það aö segja að kartöflurnar væru svo rakar fyrst aö bréfpokarnir rifnuðu utan af þeim. Það yrði einfaldlega að losa plastpokann strax og heim væri komið til þess að kartöflurnar geymdust vel. Og auðvitað má ekki geyma þær i vaskskápnum, eins og sums staðar er gert. Kartöflur geymdust betur áður fyrr, áður en hin mikla véltækni við ræktun þeirra hófst. Þær eru burstaðar og litiö eftir að engin skemmd slæðist með. „Það hefur aldrei gerzt á þeim 20 árum, sem ég hef veriö hér, að við höfum þurft að flytja inn kartöflur á uppskerutima,” segir Jóhann um leið og við Verða þær svona? Nýju umbúðirnar utan um kartöflurnar. —DB myndir Bjarnleifur MAINí POTAtors borgarbúinn leggur leið sina i Grænmetið og kaupir vöruna þar i stað þess að kaupa i búð. Hér er eini staðurinn þar sem hægt er að fá stórar kartöflur til aö baka eða i franskar. Stærðar kæligeymsla er það næsta, sem við sjáum, og siðast komum við að mötuneyti starfs- fólksins. Milli 40 og 50 manns starfa i Grænmetinu. Fjórir vörubilar eru að jafnaði I út- keyrslu og þrir menn eru á hverjum bil. Margir vinna við pökkun, við afgreiöslu, flokkun og skrifstofustörf. „Geymslurnar eru góðar. Það yrði kostnaðarsamt fyrir marga aðila að koma upp góðum græn- metisgeymslum,” segir Jóhann og bendir á að það sé ekki Græn- metisverzlunin sem sé með ein- okun á kartöflum. Landbúnað- arráðuneytið gefur út innflutn- ingsleyfi. Aður fyrr var kar- töflusala i höndum margra kaupmanna. Þá kom það oft fyrir að kartöflur fengust ekki i Reykjavik yfir hásumartimann. Þær voru hreinlega ekki fluttar inn þvi að svo erfitt var að giyma þær. EVI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.