Dagblaðið - 16.10.1975, Page 18

Dagblaðið - 16.10.1975, Page 18
18 Dagblaðið. Fimmtudagur 16, október 1975. FORMAÐURINN VAR KÆRÐUR Fisksalar fyrir dómi: Fisksalar borgarinnar voru kvaddir fyrir verðlagsdóm i gær. Ákæra út af verðlagsbroti var birt fyrir einum þeirra, for- manni Fisksalafélagsins, en hinum boðin sátt, samkvæmt heimild rikissaksóknara. Neituðu sumir sáttinni en aðrir tóku sér frest. Formaður fisksalafélagsins hafði áður neitað sátt og lá alvej* ljóst fyrir, að ekki þýddi að reyna þá málsmeðferð frekar en gert hafði verið. — öðrum boðin sátt Ekki skal reynt að flytja mál „sökudólganna” i þessari frétt. Hitt er vitað, að fáir menn vinna jafn langan og erfiðan dag og duglegustu fisksalarnir Þeir eru á ferð í nágrannaveiði- stöðvar, þegar ekki gefur á sjó úr borginni. Fara þeir jafnaðar- lega um öll Suðurnes upp á Skaga og allt vestur á firði f leit að soðningu handa borgarbúum. Allt um það verða þeir að lúta lögum og reglum, sem annað fólk, en minum fisksala væri vorkunn þótt hann yrði þungur á brúnina yfir sektargreiðslum. Hann er geðprýðin sjálf, nema þegar rætt er um verðlagsmál. Þá er hann ekki einhamur. —BS— V GERAST MODEL EINN DAG Einu sinni á ári bregða þær sér i gervi sýningarstúlkna, stúdinurnar. Þá halda þær kaffisölu og sýna þann fatnað, sem efstur er á baugi i það og það skiptið. Og á myndinni sjá- um við nokkrar stúlknanna sem koma fram á kaffisölu Kven- stúdentafélagsins á sunnu- daginn á Hótel Sögu. Skemmtun þeirra hefst kl. 15, og þá er hægt að verða sér úti um gómsætar kökur og brauð, sem félagskon- ur hafa sjálfar bakað af al- kunnri snilld. Allur ágóði rennur i styrktarsjóð félagsins. — DB-mynd frá Hótel Sögu i gær, Björgvin. ROTUÐU MANNINN — stálu flöskunni Þremur ungum mönnum þótti bera vel I veiði i dimmunni klukkan rúmlega 7 i gærkvöldi, er þeir rákust á drukkinn mann á Snorrabrautinni, sem var ekk- ert að fela áfengisflösku er hann átti. Fundi þessara aðila lauk með þvi, að sá ölvaði var rænd- ur flöskunni og lá i götunni eftir rotaður. En lögreglan var fljót á stað- inn, náði i þann sem barið hafði manninn, og fékk hann geymslu i fangaklefa i nótt. Hinir tveir sluppu i bili með flöskuna — en það verða stundargrið. ASt. Stórslasaðist í umferðinni 73 ára gömul kona, sem var á leið suður yfir Hringbrautina móts við Landspitalann um há- degisbilið i gær, varð fyrir bif- reið, sem ekið var vestur Hring- brautina, og slasaðist hún alvar- lega. Kastaðist konan af bilnum nokkurra metra vegalengd. Kon- an er fótbrotin á báðum fótum, höfuðkúpubrotin og hlaut auk þess önnur meiðsli. Hún er ekki talin i lifshættu og liðan hennar i morgun var mjög sæmileg eftir atvikum. /vst. Stútur við stýri Lögreglan á Keflavikurflug- velli tók ölvaðan ökumann við akstur i gærkvöldi inni á vallar- svæðinu. Flesta daga þarf lög- reglan þar að hafa afskipti af ýmsum smáárekstrum sem rekja má til áfengisneyzlu, þó slik brot jséu flest um helgar. En lögreglan er vel á verði og á sifelldum eftir- litsferðum. —ASt. Hjálpræðisherinn. Norsk-islenzk kvöldvaka verður haldin i kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.30. Gestir kvöldsins verða ofursti Hagen og major Brodtkorb. Sýnd verður norsk kvikmynd. Veitingar og happ- drætti. Mikill söngur og hljóð- færasláttur. Brog. Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson stjórna. Allir velkomnir. Klúbburinn: Júdas og Haukar. Opið frá 8-11.30. Röðull: Stuðlatrió. Opið frá 8- 11.30. Þórscafé: Trió 72. Opið frá 9-1. Sesar: Diskótek. Erlendur Magnússon velur lögin. Opið frá 8-11.30. óðal: Diskótek. Opið til kl. 11.30. ÝmSslegt At/anticai^f lceland Review HYDRO ANO GEOTHERMAL ENERGY Thc Jcdarxttc Carrters join Hands Gcrriiic 1N CAKVING Iceland Rewiew 3. tölublað 13. ár- gangs er nýkomið út. Meðal efnis i blaðinu má nefna grein Aðal- steins Ingólfssonar um útskurð I gotneskum stil. Ritstjórinn, Haraldur J. Hamar, skrifar um sameiningu islenzki flugfélag- anna, og þeir Sigurður Þórðar- son, Þorkell Erlingsson og Pálmi R. Pálmason fjalla um háspennu- og jarðorkukraft á tslandi. Fleira efni er I blaðinu. A forsiðu blaðs- ins cr mynd, sem sýnir bráðnu áli hellt. Ritstjóri Iceland Review er Haraldur J. Hamar. Armeníukvöld: Félagið MtR, Menningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna, efnir til Armeniu-kvölds ihúsa- kynnum sínum að Laugavegi 178 á fimmtudagskvöld 16. október kl. 8.30. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30 — 17.30. Vinsamlega hafið með ykkur ónæmisskirteini. ' Þessi stæðilegi högni brá sér út á lifið á siðasta fimmtudagskvöld og hefur ekki sézt siðan. Ef ein- hver verður var við köttinn á förnum vegi er hann beðinn að til- kynna fundinn i sima 26568 eða skila honum til sins heima, á Hverfisgötu 90. Knattspyrnufélagið Vik- ingur — handknattleiks- deild. Æfingatafla veturinn 1975—’76. Mfl. kvenna. Mánudaga kl. 21,10—22. Fimmtudaga kl. 21,45—23,15. 2. fl. kvenna Mánudaga kl. 20;-20—21.10. Miövikudaga kl. 19,05—19,55. 3. fl. kvenna. Sunnudaga kl. 9,30—10,20. Mfl. karla og 1. fl. karla. Mánudaga kl. 19,05—20,20. Þriðjudaga kl. 21,20—22,50 (Laugardalshöll). Fimmtudaga kl. 19—20,15. 2. fl. karla. Mánudaga kl. 22—23,15. Miðvikudaga kl. 19,55—21,10. 3. fl. karla. Sunnudaga kl. 12—13. Fimmtudaga kl. 21—21,45. 4. fl. karla. Sunnudaga kl. 11,10—12. Fimmtudaga kl. 20,15—21. 5. fl. karla. Sunnudaga kl. 10,20—11,10. Allar æfingar fara fram i Réttar- holtsskóla. — Stjórnin. 1 Ökukennsla ökukennsla, æfingatimar, ökuskóli og próf- gögn. Kenni á Volgu. Simi 40728 til kl. 13 og eftir kl. 20.30 á kvöldin. Vilhjálmur Sigur- jónsson. Kannt þú að aka bifreið? EF svo er ekki, hringdu þá i sima 31263 eða 71337. Þorfinnur Finnsson. Hreingerningar > ‘j Teppahreinsun. Hreinsum gólfteppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirtækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 82296 og 40991. Gerum hreint ibúöir og fleira. Simi 14887. Hreingerningar—Teppahreinsun. tbúðir kr. 90 á fermetra eða 100 fermetra ibúð á 9000 kr. Gangar ca 1800 á hæð. Simi 36075. Hólm- bræður. Vélahreingerning, gólfteppahreinsun og húsgagna- hreinsun (þurrhreinsun). Vanir menn. Vönduð vinna. Uppl. i sima 40489. Hreingerningar. Vanir og góðir menn. Hörður Victorsson, simi 85236. Þjónusta Get bætt mönnum við i fast fæði. Uppl. i sima 32956. Hreingerningar. Geri hreinar Ibúöir og stiga- ganga, vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar I sima 26437 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7. Getum enn bætt við okkur fatnaði til hreins- unar. Hreinsun — Hreinsum og pressum. Fatahreinsunin Grims- bæ. Simi 85480. Órbeiningar. Tek að mér úrbeiningar á stór- gripakjöti svo og svina- og fol- aldakjöti, kem i heimahús. Simi 73954 eða i vinnu 74555. Tökum að okkur ýmiss konar viðgerðir utan húss sem innan. Uppl. i sima 71732 og 72751. Teppahreinsun. hreinsum gólfteppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirtækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 82296 og 40991. Tökum að okkur að þvo, þrifa og bóna bila, vanir menn, hagstætt verð. Uppl. i sima 13009. Úrbeining á kjöti. Tek að mér úrbeiningu og hökkun á kjöti á kvöldin og um helgar. (Geymið auglýsinguna). Uppl. I sima 74728. Bílabónun — hreinsun. Tek að mér að vaxbóna bila á kvöldin og um helgar. Uppl. i Hvassaleiti 27. Simi 33948. Gróðurmold heimkeyrð Ágúst Skarphéðinsson. Simi 34292.______________________ Tek að mér að flytja hesta. Vanir menn og góður bill. Upplýsingar I sima 72397. Tek að mér viðgerðir á vagni og vél. Rétti og ryðbæti. Simi 16209. Innrömmun. Tek að mér innrömmun á alls konar myndum, fljót og góð afgreiðsla. Reynið viðskiptin. INNRÖMMUN VIÐ LAUGAVEG 133 næstu dyr við Jasmin . Húsaviðgerðir og breytingar. Tökum að okkur hvers konar húsaviðgerðir og breytingar á húsum. Uppl. i sima 84407 kl. 18—20. Vinsamlega geymið aug- lýsinguna. Húseigendur — Húsverðir Þarfnast hurð yðar lagfæringar? Sköfum upp útihurðir og annan útivið. Föst tilboð og verklýsing yður að kostnaðarlausu. Vanir menn. Vönduð vinna. Uppl. i sim- um 81068 og 38271. Málningarvinna. Ef þér þurfið að láta mála, hring- ið þá I sima 81091. Heimilisþjónusta. Getum bætt við okkur heimilis- tækjaviðgerðum. Viðgerðir og breytingar utan húss sem innan. Sköfum upp útihurðir. Uppl. i sima 74276 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 6 á kvöldin. Húsráðendur athugið. Lagfæri smiði i gömlum húsum, dúklagnir, flisalagnir, veggfóðruo o.fl. Upplýsingar i simum 26891 og 71712 á kvöldin. Fasteignír Sumarbústaður til sölu við Meðalfellsvatn i Kjós. Skipti á Ibúð eða bil koma til greina. Til- boð merkt 3004 sendist Dagblaö- inu fyrir 25. okt. n.k. Passap prjónavél með mótor til sölu. Uppl. i sima 92-1998 eftir kl. 7 á kvöldin. 4

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.