Dagblaðið - 22.10.1975, Síða 6
6
Dagblaðið. Miðvikudagur 22. október 1975.
Pompeíí
rœnd
Ómetanlegum dýr-
gripum frá timum
rómverska heims-
veldisins var stolið i
gærkvöldi úr tveimur
söfnum i hinni fomu
borg Pompeii.
Þjófarnir höfðu á
brott með sér silfur-
peninga og silfur-
festar, styttur úr
bronsi og postulin sem
hafði varðveitzt i ösk-
unni er féll á Pompeii
fyrir nærri2000 árum.
Hlutunum var stolið
úr sýningarskápum i
söfnunum.
Fœkkun konunglegra
fyrirtœkja í Bretlandi
Um það bil 70 af virðulegustu
fyrirtækjum og verzlunum Bret-
lands eru i þann veginn að missa
mikilvægan stimpil, þ.e. þann er
segir til um að viðkomandi fyrir-
tæki sé tilkallað af brezku krún-
unni til að veita ákveðna
þjónustu.
Talsmaður Buckinghamhallar
sagði i gærkvöldi að „fjöldi fyrir-
tækja hefur ekki veitt konungs-
fjölskyldunni nokkra þjónustu i
margar kynslóðir”. Þeirra á
meðal er hárskeri Georgs
konungs, hanzka- og regnhlifa-
framleiðandi og kvölddrykkjar-
framleiðandi.
Eins og nærri má geta, þá er
konunglegur stimpill á brezkum
verzlunum og fyrirtækjum þeim
mikið metnaðarmál, jafnvel þótt
viðkomandi konungur/drottning
Klœðskerameistari
með mikla starfsreynslu óskar eftir góðu
starfi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dag-
blaðsins merkt: Klæðskeri.
Eldtraustur
peningaskópur
Mjög vandaður Jöli peningaskápur til sölu.
Utanmál: hæð 112,5 cm, breidd 68,5 cm, dýpt
63,5 cm. Innanmál: hæð 85 cm, br. 50 cm dýpt
44 cm.
Selst með 33 1/3% afslætti frá núverandi
verði. Upplýsingar í síma 75485.
Cand, philol. GRO HAGEMANN frá Oslo
flytur fyrirlestur i Norræna húsinu
fimmtudaginn 23. október 1975 kl. 20:30
um „KVINNENS LEVEFORHOLD OG
BEVEGELSE I NORGE 1880-1914”
Aðgangur er öllum heimill
Kaffistofan er opin. Verið velkomir
Norræna húsið
Kvennasögusafn íslands
Nordmannslaget
NORRÆNA
HÚSIO
r
Urvals kjötvörur
og þjónusta
ÁVALLT EITTHVAÐ
GOTTI MATINN
Stigahlíö 45-47 Sími 35645
BIABW
frfálst, nháð dagblað Dagblaðið
er hjó Þórdísi Sölvadóttur Selvogsgötu 11
milli klukkan 5 og 6 — Simi 52354
hafi verið uppi fyrir tveimur eða
þremur öldum.
Jafnvel þótt nefnd 70 fyrirtæki
og verzlanir missi konungs-
stimpilinn, verða enn eftir um
1000 fyrirtækii er njóta þessara
forréttinda.
Talsmaður konungsfjölskyld-
unnar sagði að framvegis félli
stimpillinn sjálfkrafa niður 10
árum eftir dauða viðkomandi
konungs eða drottningar.
Sovét
sprengir
enn á
Novaya
Zemla
Jarðskjálftastofnunin i Upp-
sölum i Sviþjóð skýrði frá þvi
gærkvöldi, að mælar stofn-
unarinnar hefðu sýnt að
Sovétrikin hefðu sprengt aðra
neðanjarðarkjarnorku-
sprengju sina á fjórum dögum
á eynni Novaya Zemla i
N-lshafinu.
Sprengingin var það sterk,
að álitið er að 150—200 þúsund
tonn af sprengiefnum hafi ver-
ið i sprengjunni.
Forstöðumaður jarð-
skjálftastofnunarinnar, dr.
Marcus Baath, benti á að til-
raunir Sovétmanna undanfar-
in ár hafi aðeins verið tvær
árlega en það sem af er þessu
ári háfa Sovétmenn sprengt
þrjár sprengjur á eynni.
w
mr
; - J | ' ^
í; " ' 'jj£
<T\i +.f*
X r?
* 7< K.WF '
Karen Anne Quinlan:
„Grœnmeti
•/#
Sérfræðingur, sem rannsakað
hefur Karen Anne Quinlan, gaf til
kynna fyrir rétti i Morristown i
New Jersey i gær að hann væri
sama sinnis og foreldrar hennar
sem vilja leyfa henni að deyja i
staðþess að halda henni á lifi með'
gervilunga og fleiri tækjum.
Dr. Julian Korein, sem er
taugasérfræðingur bið Bellevue
sjúkrahúsið og læknaskóla New
York University, lýsti Karen sem
vonlausum sjúklingi,
„grænmeti”! og að hann vissi
engin ráð til að vekja hana úr sex
mánaða meðvitundarleysi.
Lögfræðingur Quinlan-hjón-
anna, Paul Armstrong, yfirheyrði
dr. Korein og sagði læknirinn þá
m.a.: „Ég, eins og margir starfs-
bræður minir, hef engan áhuga á
að bjarga lifi, sem verður aðeins
eins og liflaustgrænmeti i 10 ár.”
Móðir Karenar kemur fyrir rétt
i dag, en faðir hennar bar vitni i
gær.
Borgarastyrjöldi í Angola:
Lokasóknin nálgast
barízt í nágrenni Luanda
Hermenn frelsisfylkingarinnar
FNLA í Angola eru nú i aðeins 20
km fjarlægð frá úthverfum
Luanda, höfuðborgarinnar, að
sögn talsmanns portúgalska her-
ráðsins i borginni.
FNLA stefnir að þvi að hafa náð
borginni á sitt vald fyrir 11.
nóvember, er landið hlýtur sjálf-
stæði eftir 500 ára nýlendustjórn
Portúgala.
Hermenn FNLA hafa mætt
nokkurri andspyrnu undanfarna
daga, aðallega frá M FLA, einni
þriggja frelsisfylkinga i landinu,
sem nú hefur höfuðborgina é
valdi sinu. Portúgalski herinn
fylgist með ástandinu en er
heldur hlynntari FNLA, enda þar
vinstrimenn við völd.
Sáttanefnd Einingarsamtaka
Afriku lauk í gær 10 daga ferð um
Angola. Skoðaði nefndin allar
aðstæður og mun nú gefa
formanni Einingarsamtakanna,
Idi Amin, skýrlsu.
FULLTRUI WALDHEIMS
KOMINN TIL CHAD
Sendifulltrúi Kurt Waldheims,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna,
kom til N’Djamena i Chad i gær.
Hlutverk sendimannsins, að sögn
heimildarmanna Reuters, er að
hlutast til um að franska mann-
fræðingnum Francoise Claustre
verði sleppt úr haldi. Hún hefur
verið i glslingu I eyðimerkurbúð-
um uppreisnarmanna undanfarið
hálft annað ár.
Helzti ráðgjafi þjóðarleiðtoga
Chad tók á móti sendimanninum,
Charles Edouard Bourbonniere, á
flugvellinum i höfuðborginni.
• Heimildarmenn Reuter minntu
á að áður hafa stjórnvöld i Chad
hafnað afskiptum alþjóðlega
Rauða krossins af málinu, sem
þau telja innanrikismál Chad.
Oryggisráð S.Þ. úrrœðalaust
Fulltrúum í Oryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna tókst ekki i
einkaviðræðum sinum i gær-
kvöldi að komast að samkomu-
lagi um hver væru hin réttu víð-
brögð við ósk stjórnar Sþáriár
um að stöðva Sahara-göngu
Marokkómanna.
Costa Rica, annar fulltrúi
S.-Ameriku, hafði áður lagt
fyrir ráðið drög að ályktun þar
sem stjórn Marokkó var hvött'
til að hætta við gönguna. Stjórn
Spánar hefur lýst gönguna, sem
hófstigær, „innrás” á yfirráða-
svæði sitt.
1 New York er hald manna að
sjálf Spánarstjórn hafi staðið að
baki þessari ályktun sem mætti
töluverðri andspyrnu.
Ekki hefur verið boðað til nýs
fundar öryggisráðsins. Einka-
viðræðurnar hafa farið fram I
einkaskrifstofu sænska sendi-
-herrans, Olofs Rydbecks.