Dagblaðið - 22.10.1975, Page 7

Dagblaðið - 22.10.1975, Page 7
Oagblaðið. Miðvikudagur 22. október 1975. \ V Erlendarl Tiede Herrema fundinn á írlandi fréttir BYSSA VIÐ GAGNAUGAÐ, LÖGREGLA Á NEDRI HÆÐ. EIGINKONAN HORFIR Á l REUTER í) Radio Renascensa Innsiglin rofin Vinstrisinnaðir hermenn og verkamenn rufu i morgun innsigli stjórnar Portúgals á sendi kaþólsku útvarps stöðvarinnar Radio Rena scensa og búa sig nú undir að hefja aftur útsendingar Stjórn Azevedos stöðvaði starfsemi stöðvarinnar fyrr i þessum mánuði vegna „and byltingarstarfsemi”. Innsiglið var rofið eftir að starfsmaður stöðvarinnar hafði sagt þúsundum manna fyrirutanstöðina, að nefnd, er gerir kröfur um að stöðin verði opnuð, reyndi árangurs- laust að hafa tal af forseta landsins, Francisco da Costa Gomes. SOVEZKIR SJÓMENN SKEMMA NET JAPANSKRA STARFS- BRÆÐRA Japanir fyigjast ná- iö meö fiskveiðum sovézkra skipa nærri eynni Hokkaido i Noröur-Japan eftir að kvartanir fóru að ber- ast um að sovézku sjómennirnir skemmdu veiðarfæri japanskra starfs- bræðra sinna. Jap- anska landhelgisgæzl- an skýrði frá þessu i inorgun. Japanska gæzlan sagði varðskip sin vara sovézku skipstjórana, sem hafa haldið sig við veiðar viö eyna siðan i júni, við þvi að koma of nærri japönskum fiskiskipum. 1 sovézka flotanum á þess- um slóðum eru m.a. 12000 tonna verksmiðjuskip. Hér- aðsstjórnin á Hokkaido hefur sagt tjónið, sem Sovétmenn- irnir hafa valdið, nema rúm- lega 3 milljónum islenzkra króna. Talsmenn japönsku gæzl- unnar segjast vera með skrá yfir 75 sovézk skip, sem sézt hafa við veiðar á Hokkaido- miðum siðan 20. júni. Sum þeirra eru i aðeins 6 milna fjarlægð frá ströndinni. Hollenzka iðnjöfrinum dr. Tiede Herrema er haldið i myrkvuðu herbergi i smábænum Mona- sterevin i irska lýðveldinu og er kalt byssuhlaup við gagnauga hans. Herrema fannst i gærkvöldi en ræningi hans, Eddie Gallagher, hótar að skjóta hann ef lögreglan kemur of nærri. Nær kemst hún þó varla. Gallagher er með gisl sinn á efri hæð hússins, en á neðri hæðinni er lögreglan með allt sitt hafurtask. Fyrir utan biða hermenn og fleiri lögreglumenn og seint i gærkvöldi kom eiginkona Herremas i bæinn og beið fyriF utan húsið i alla nótt. Áður en lögreglan tók raf- straum af húsinu mátti sjá dr. Herrema inn um glugga á efri hæð — og Gallagher, þar sem hann beindi byssu að höföi hans. Lögreglan telur sig hafa rök- studdan grun um að annar ræn- ingi, mögulega kona, sé éinnig i herberginu með þeim Gallagher og Herrema. Dr. Herrema var rænt 3. októ- ber. Nærri hafði tekizt að bjarga honum i gær er lögreglan þusti inn i húsið eftir utanaðkomandi ábendingar, en Gallagher tókst að draga gisl sinn upp á efri hæð hússins áður en til hans náðist. Skæruliðinn, sem hefur klofið sig út úr Irska lýðveldishernum hefur skotiö að lögreglunni i nótt og morgun og hent i hana skák- mönnum, greinilega til að benda á, að nú eigi lögreglan næsta leik. Ræningjarnir hafa krafizt þess, að þrir fangelsaðir félagar þeirra verði látnir lausir i skiptum fyrir Herrema. Meðal þeirra er dr. Rose Dugdale, vellauðugur erf- ingi, sem gerðist skæruliði. Hún hefur eignazt barn i fangelsinu og er Gallagher talinn faðir barns- íns. Ford krafínn um mynd band til sönnunar Dómari i Sacramento I Kali- forniu hefur fyrirskipað Ford Bandarikjaforseta að útvega myndsegulbandsupptöku af morðtilræði Lynnette Fromme við hann i borginni 5. september sl. Forsetinn verður að leggja upptökuna fram sem sönnunar- gagn. Fromme hefur farið fram á það, að forsetinn verði látinn bera vitni við réttarhöldin, sem hefjast Lynnette Fromme (t.h.) 4. nóvember. Dómarinn, Thomas MacBride, kvað upp þann úrskurð, að Ford bæri að ieggja fram nefnd sönn- unargögn og 'kvað óheppilegt, að forsetinn þyrfti ,,að hafa þetta ó- næði af” málinu. Lynnette „Squeaky” Fromme. sem er 26 ára, er ákærð fyrir að hafa beint hlaðinni 45 kalibera byssu að forsetanum. Franco á síðasta snóning Francisco Franco, sem um 39 ára skeið hefur stjórnað Spáni með járnhendi, er að hressast eftir að hafa fengið aðkenningu af slagi i gær, að þvi er segir i opinberri til- kynningu spænsku stjórnar- innar. Jafnframt fara vaxandi óstaðfestar fregnir um að Juan Carlos prins muni senn taka við stjórnartaumunum af Franco, sem nú er 82 ára gamall. Augljóst er, að Franco á ekki langt eftir ólifað, þótt spænsk yfirvöld segi hann þegar vera farinn að taka þátt i stjórnarstörfum. Þannig sagði talsmaður stjórnarinnar i Madrid frá þvi i morgun, að Franco hefði i morgun átt þriggja stundar- fjórðunga langan fund með Carlos Arias Navarro for- sætisráðherra. „ASKIUUM OKKUR RETT Tll ílNMIDA ÚTFÆRSLU í 50 segir Evensen \U Norðmenn hafa i hyggju að semja um öll vandamál, er upp kunna að koma vegna áætlana landsmanna um 200 milna efna- hagslögsögu, sagði hafréttar- málaráðherra Noregs, Jens Evensen, á norska þinginu i gær. Evensen hittir aðstoðarutan- rikisráðherra Breta, David Ennals, i London á morgun. Evensen lagði áherzlu á það i morgun, að Norðmenn vildu forðast árekstra við lönd, sem hlut ættu að máli, þ.e. Bretland, Vestur-býzkaland, Frakkland, Belgiu, Holland, Sviþjóft, Danmörku, Pólland, Austur- Þýzkaland og Sovétrikin. t fyrirhugaðri efnahagslögsögu Norðmanna verða friðuð svæði, sem hvorki norskir né útlendir togarar fá að veiöa i. Areiðanlegar heimildir I Osló herma, að Norðmenn hafi i hyggju að stækka þessi friðuðu svæði. Málið verður rætt á fundi Evensens og Ennals. Sovézk sendinefnd kemur til Osló i næstu viku til landhelgisviöræðna, þar sem þetta mál og fleiri skyld verða rædd. Evensen gat þess á þingfundi I gær, að jafnvel þótt Norðmenn ætluðu að semja um lausn allra vandamála er af útfærslunni hlytust, áskildi norska stjórnin sér rétt til að færa fiskveiði- mörkin einhliða út i 50 milur. Fyrirhuguð efnahagslögsaga hefur i för með sér, að Norðmenn fá i sinar hendur allar auðlindir, þar á meðal fisk, olíu og jarðgas. Fyrirhuguð lögsaga er fimm sinnum stærri en núverandi lög- saga Norðmanna. Evensen sagði það skoðun sina, aö ekki myndi nást endanlegt samkomulag á hafréttarráðstefn- unni i New York i marz og þvi þyrfti fjórða fundinn til. LlVI STOFNAO 1925 VERÐ MIÐA KR. 250 50 ARA afmælishappdrætti DREGIÐ VERÐUR 23. DES. 1975 — UPPLÝSINGASlMI 81690 VINNINGS SÉ VITJAÐ INNAN ARS VINNINGAR: Einvígisskákborð frá hcimsmeistaracinvíginu 1972, ásamt hliðarborðum og taflmönnum og áritaðri plötu af þeim Fischer og Spasský...............Kr. 2.500.000 Málverk eftir Veturliða Gumiarsson.............— 140.000 Kanaríeyjaferð fyrir tvo með ferðaskrifstofunni Sunnu..........................................- 125.000 Staunton-skáksett, handsmíðað..................— 120.000 Málverk eftir Benedikt Gunnarsson...............— Málverk cftir Steinþór Gunnarsson...............— Málverk eftir Elí Gunnarsson................ • • • — Einvígisútgáfa limaritsins Skákar, handbundin 1 kiðlingaskinn, árituð og tölusett............ • • — Gullpeningur frá heimsmeistaraeinv. í skák 1972 .. — Jerger-skákklukka............................. • • "“ 100.000 65.000 65.000 50.000 20.000 10.000 Heildarverðnueti vinninga kr. 3.200.000 Teflið til vinnings Vinningsleiðin er að kaupa happdrættismiða Skáksambands íslands Fást á svæðamótinu að Hótel Esju, verzluninni Klausturhólum, Lækjargötu 2 og hjá taflfélögum víðsvegar um land

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.