Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.10.1975, Qupperneq 14

Dagblaðið - 22.10.1975, Qupperneq 14
14 ' Dagblaðiö. Miðvikudagur 22. október 1975. Véltœkni fékk Grindavík: REYNSLAN MILLJÓN KRÓNA VIRÐI — taldi Fjarhitun h.f. ,,Það er búið að semja við Véltækni hf. um að taka að sér fyrsta áfanga Hitaveitu Suður- nesja,” sagði Ingólfur Aðal- steinsson hjá Hitaveitu Suður- nesja, en þarna er um að ræða um það bil helminginn af dreifi- veitu Grindavíkur. Tólf fyrirtæki buðu i verkið. Lægstur var Ýtir með 42.925.950 kr., næst Véltækni hf. með 44.004.800 og þar næstir Svavar og Ellert hf., með 44.205.300 en efstur var Arnljótur Guðmunds- son með 65.002.400. Kostnaðaráætlun var 48.753.500 þannig að lægsta til- boð er 88% af kostnaðaráætlun en tilboðið sem var tekið 90.3%. Ingólfur sagði að það væri alltaf matsatriði hvort ætti að taka lægsta tilboði eða ekki, þó væri það venjulegast gert. Ráð- gjafar hitaveitunnar sem eru Fjarhitun hf. töldu rétt að taka tilboði Véltækni hf. þar sem það fyrirtæki hefði mikla reynslu i hitaveitulögnum. Aftur hefði Ýtir sf. ekki sömu reynslu i verktækni. —EVI Víkingar sem biðja friðarbœna „Þetta er friðartákn", segir Ásmundur Sveinsson, um hamarinn sem Einar afhenti Sameinuðu þjóðunum „Ég tók þetta sem hálfgert symból fyrir það að vikingarnir i gamla daga voru duglegir i ó- friði Og i dag erum við afkom endur þeirra friðarsinnar. Ann ars voru þeir ekki þeir verstu, vikingarnir gömlu, og áreiðan- lega erum viði dag mestu friðar- sinnar heims,” sagði Asmundur Sveinsson myndhöggvari, þegar Dagblaðið rabbaði við hann i gærdag um fundarhamar sem Einar Agústsson utanrikisráð- herra afhenti Luxembúrgar- manninum Gaston Thorn, for- seta 30. allsherjarþingsins á dögunum. Hamarinn var gerður fyrir um tiu árum, hélt Asmundur, frummynd hans heitir „Bæn vikingsins fyrir friði”, og hefur hamar þessi verið skorinn i tré af Jóni Benediktss. myndhöggv- ara. Hamarinn er gjöf íslands til Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er öryggis- og friðar- tákn,” sagði Ásmundur, „ég er nú bara montinn af þvi að það skuli vera notað svona vel.” Einar Agústsson færir Thorn, forseta allsherjarþingsins góða gjöf. Litla myndin, Ásmundur og afsteypan af „friðarbænum vikinganna”, Ásmundur kvað verst að vita ekkert hvar frum- myndin væri niðurkomin. Vildi hann gjarnan að þeir sem vissu af henni létu sig vita. (Ljósm. Björgvin). ’VcuTcteV' Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Núpabakka 19 Upplýsingar i simum 3-47-70 og 7-40-91 DAGBLAÐIÐ er smáauglýsingablaðið BIPREIÐA EIGERDUR! Nú er rétti timinn til athugunar á bílnum fyrir veturinn Framkvaomum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ásamt tilhoyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitnki. VÉLASTILLING SF. Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 \ KJrkjugarós Þessi kirkjugarösljós fást hjá okkur. Birgðir takmarkaðar. Raftækjaverzlun Kópavogs Álfhólsveg 9 HATTA OG HANNYRÐAVF.RZLUNIN Jenný & ZJl Árgerð '76 /Saab NÚ EIGA STUÐARAR AÐ STANDA UNDIR NAFNI SAAB 95 og 96 Litlar sem engar útlitsbreyt- ingar verða á 76-árgerðinni af Saab-bílunum. Þó setur ný gerö af stuðurum svolitinn svip á 95 og 96 geröir bllanna. Stuöararn- ir eru sams konar og á 75-módeli Saab 99 og eiga að þola meira högg. Af öðrum breytingum má nefna að felgurnar breikka um hálfa tommu, úr 4” í 4,5”. Einnig eru nú komnir rafmagns þræðir I afturrúðuna auk heits blásturs. Þá kemur nýtt stýri á 76-módelið og rými i aftursæti á Saab 96 eykst um 5 senti- metra. Nokkrar aðrar smá- breytingar verða á bilunum, en allt þetta veldur þvi að nú heitir billinn Saab 96L. Verðið á Saab 95 og 96 er þessa stundina: 96 ca 1.510.000 95 ca 1.740.000 99 frá 1.990.000til 2.280.000 kr. í þessu verði er allt innifalið til þess að billinn sé tilbúinn á götuna, nema aö sjálfsögðu tryggingarnar. Innflytjandi Saab, Sveinn Björnsson og Co, lánar um 300.000 krónur riýjum bilum, og þá til tiu mánaða. —AT-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.