Dagblaðið - 22.10.1975, Síða 24
KOTTUR REÐST A
SEX ÁRA TELPU
— „Má ekki til þess
hugsa hvað gerzt
hefði ef fullorðinn
hefði ekki komið að",
segir móðirin
„Þetta var alveg hræðilegt.
Það blæddi svo mikið”, sagði
Jórunn Melax, móðir Lindu
Óskar 6 ára telpu, sem köttur
réðst á i Asparfelli 10 i gær.
„Kona húsvarðarins hringdi i
mig i vinnuna en Linda var i
pössun hjá Báru, konu i húsinu.
Ég fór beint upp á Slysavarð-
stofu. Þeir gátu ekkert gert. Það
varð að fara mað hana á Landa-
kot og kalla út sérfræðing til að
gera aðgerðina. Það þurfti að
taka tugi spora. Andlitið var
verst og hún var lika klóruð i
hársverðinum, á bakinu og á
lærinu.” segir Jórunn.
Þær voru tvær telpurnar að
leik inni i ganginum i Asparfelli
10. Húsið er ekki fullfrágengið
og aðaldyr vantar i suðurhlið.
Svartur köttur hefur verið að
flækjast um i blokkinni i nokkra
daga og kom kona húsvarðarins
að kettinum að leik við 10 mán-
aða gamalt barn á stofugólfinu
fyrr um daginn.
Bára sem passar telpurnar
tvær var i þvottahúsinu, þegar
hún heyrði veinin i telpunni og
hvæsið i kettinum. Var Linda
litla á hnjánum til að reyna að
verja sig. Kötturinn hætti ekki
fyrr en Bára sparkaði i hann.
„Ég get ekki til þess hugsað
hvað hefði skeð ef ekki hefði
veriðeinhver fullorðinn i nánd”,
segir Jórunn.
Leitað hefur verið að kettin-
um, en hann hefur enn ekki
fundizt.
Linda Ósk liggur nú á Landa-
koti og liður vel eftir atvikum.
EVI.
BÓK FRÁ
HELGAFELLI EFTIR
FORSETANN
Forseti Islands, Kristján
Eldjárn, hefur skrifað bókina
„Hagleiksverk Bólu-Hjálmars”,
sem kemur út hjá Helgafelli á
næstunni.
Svo sem heiti bókarinnar ber
með sér fjallar hún um ævi og
störf tréskurðarmannsins og
skáldsins á Bólu. Verða i bókinni
fjölmargar myndir af útskurðar-
verkum Hjálmars, er bókin hinn
mesti kjörgripur, i sama broti og
Kjarvalskverið, Skeggræður
gegnum tiðina og bókin um
Ásmund Sveinsson.
Svangur sjóari?
RÉÐST MEÐ LOG-
SUÐUTÆKJUM
AÐ BÚRHURÐINNI
1 Seyðisfj'arðarhöfn gerðist
það i fyrrinótt, að skipverji á
Emily NS 124 réðst með log-
suðutækjum á eldhúshurð
skipsins og hugðist komast i
matarbúr af þvi er talið er.
Hurðin er úr tré og var föst
fyrir og dugðu logsuðutækin
ekki til annars en að tendra
eld, sem auðgert var að
slökkva, þegar skipsfélaga
bar þarna að. Varð þá hlé á
innbrotinu, en skipstjóri var
sóttur og lögregla. Þegar aftur
var að komið, hafði skipverj-
inn lagt til atlögu með öðrum
áhöldum og tekizt að brjóta
hurðina. Var hann fluttur á
lögreglustöðina.
Hurðin er talin ónýt og dyra-
umbúnaður skemmdur, en
ekki er búið að meta tjónið á
Emily NS 124, sem er 250 lesta
skip, sem stundár togveiðar.
Maðurinn, sem tjóninu olli,
var ölvaður.
— BS.
„HALFGERÐ HUGSJON HJA
MÉR AÐ LEGGJA INN SEM
— segir Hermann
Vilhjólmsson,
MEST I EINU
götusóparinn sem
stolið var fró hólfri
milljón króna
„Það var óttaleg glópska hjá
mér að vera með svona mikla
peninga i húsinu, en það var
hálfgerð hugsjón hjá mér að
leggja sem mest inn i einu,”
sagði Hermann Vilhjálmsson
götusópari, þegar við leituðum
frétta um innbrotið h já honum á
laugardagsmorguninn.
Þjófarnir spenntu upp glugg-
ann hjá Hermanni, en brutu
ekki rúðu, en>eir fóru inn. Þeir
stálu peningum, sem hann hafði
safnað saman með þvi að selja
flöskur og annað smáverðmæti,
alls um hálf milljón króna. Auk
þess sáu þjófarnir ástæðu til að
stela gleraugunum hans og
ýmsum persónuskilrikjum.
Ekki hafði Hermann hina
minnstu hugmynd um, hverjir
hefðu getað verið þarna að
verki, en „ég er viss um, að þeir
hefðu drepið mig, ef ég hefði
verið inni, þegar þá bar að
garði,” sagði hann.
Ennþá hefur rannsóknarlög-
reglan ekki komizt á snoðir um
neitt, sem gæti gefið visbend-
ingu um þetta þjófnaðarmál.
— AJ.
HERMANN, — ætlaði einmitt
að fara að leggja inn.
(PB-mynd Björgvin).
frjálst, úhá ð dagblað
Miðvikudagur 22. október 1975.
ELSKU PABBI
BODINN í HÓF
HJÁ ANGLÍU
Á HÓTEL BORG
Elsku pabbi, Patric
Cargille, hefur mikinn áhuga
á að gista Island nokkra daga
snemma á næsta ári. Þá hefur
Anglla árshátlð sina með
sama glæsibrag og fyrr. Hefur
félagið boðið þessum vinsæla
leikara til hófsins og jákvæð
svör borizt frá honum. Það er
svo annað mál að hjá leik-
urum getur margt farið öðru-
visi en ætlað er. Vonandi tekst
„pabba” þó að ná sér i nokkra
daga hérlendis.
Anglia hefur vetrarstarfið
með svipuðu sniði og i fyrra.
Talæfingar félagsins eru full-
skipaðar, allir vilja getasvarai
játandi, þegar spurt er: „Do
youspeak English?” enda al-
kunna að enskan er orðin
alþjóðamál og getur viða um
heim orðið mönnum að liði.
Þá er ætlunin að færa upp
enskt leikrit i vetur, skemmti-
kvöld verður haldið 7. nóvem-
ber og 31. janúar verður árs-
hátiðin, þar sem Cargille
verður vonandi heiðursgestur-
inn, haldinn á Hótel Borg.
Anglia er 54 ára gamalt
félag og vinnur að þvi að
stuðla að samskiptum á milli
tslands og enskumæiandi
þjóða.
I stjórn Angliu, sem kjörin
var fyrir nokkru, voru endur:
kjörin: . Alan Boucher
formaður, Ellen Sighvatsson
ritari, Garðar Fenger gjald-
keri, Erna Albertsdóttir
skjalavörður, Colin Porter
skemmtanastjóri, meðstjórn-
endur Bergur Tómasson,
Aslaug Boucher, Sylvia
Briem, Paul O’Keefe.
—JBP-
BÍLAR STÓÐU ÝMIST FASTIR, -
EÐA MISSTU ALLT UNDAN SÉR
þessu tilfelli varð að gripa til
þess ráðs að hefla efnið úr
„Hrein mold"
borin í
þjóðveginn:
„Fóiksbilarnir hafa setið
fastir á þjóðveginum, en ýmsir
haft síg yfir kaflann með þvi
nánast að hefia moldárhrygginn
i miðju hans og taka þá áhættu
að skafa allt undan sér, púströr
og annað lauslegt. Margir
þeirra hafa komið hingað á
verkstæðið til viðgerðar,” sagði
Halldór Jóhannesson bif-
véiavirki i Viðihlið er við
ræddum . við hann um
þjóðvegarkafla sem angrað
hefur vegfarendur mjög.
Þetta er svona 10—15 km
vegarkafii frá Vatnshorni að
Viðidalsá, sagði Halldór og var
frásögn hans samhljóöa þeim
umkvörtunum sem blaðinu
höfðu borizt, og við vorum að
bera undir „heimamann”.
Grófur ofaniburður var settur
þarna i veginn i vor, m.a. til að
hækka hann, og siðan hefur
lengi staðið á bindiefni ofan á
möiina. Og nú er það
komiö en gailinn er bara sá að
þetta er nánast hrein mold.
Afleiöingarnar hafa orðið þær
að djúp hjóiíör hafa grafizt i
veginn en hryggur myndazt i
miðju og til beggja hliða. A
mibjuhryggnum hafa margir
fólksbilar setið fastir og bileig-
endur oröið fyrir tjóni af
þessum óvenjulega þjóðvegar-
kafla. Hann hefur og valdið
heimamönnum miklum óþæg-
indum og er almenn óánægja
rikjandi út af ástandinu. Telja
þeir fráleitt að bera slikt efni i
veg á þessum tima árs, og
nánast óðs manns æöi.
Halldór Jóhannesson sagði i
viðtali við Dagblaðið að hann
teldi veginn ófæran fyrir fólks-
bila. Að fara hann á slikum far-
kosti gæti haft i för með sér
miklar skemmdir.
Dagblaðið ræddi þetta mál við
Gunnlaug Jónsson hjá Vega-
gerðinni. Hann kvað ekkert um
þetta bókað i dagbók Vegaeftir-
litsíns og ástandið kom honum
alveg á óvart. En hann kynnti
sér málin og I ljós kom að bindi-
efni hafði verið borið i þennan
vegarkafla og vegageröarmenn
höfðu orðið að hætta verkinu
vegna rigninga. Vegurinn hafði
grafizt og gripið hafði verið til
þess ráðs að hefla ofaniburðinn,
sem búið var að setja i veginn,
til hliðar, og þar yrði hann
geymdur þar til stytti upp. Þá
myndi hefill setja hann á veginn
á ný.
Aðspurður um hvort það efni,
sem heimamenn kölluðu
„hreina mold”, væri heppilegur
ofaniburður sagði Gunnlaugur:
Þetta er gott efni þegar það
binzt vel i veginn. Sé það borið i
að sumarlagi þarf að hafa tank-
bil á veginum til að binda þaö
niður með vatni. Þess vegna ér
haustið valið til ofaniburðarins.
En komi slagrigning, þá verður
að fresta framkvæmdum og i
veginum i bili.
Við spurðum hvort dýrara
væri aö láta tankbil sprauta
efnið niður að sumarlagi en að
bera i veginn, skafa efnið úr
veginum með hefli og hefla það
svo i hann aftur.
Gunnlaugur sagði að hefling
efnisins fram og til baka tii
hliðar væri „smámunir”. Til
þess væri þó gripiö vegna vand-
ræðaástands er skapazt hefði af
rigningum. Þetta væri ekki
einstakt fyrirbrigði og af
völdum slikra óhappatilfella
sköpuðust miklir eríiðleikar
fyrir litla bila.
—ASt.