Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 2

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 2
2 /■ Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. “~_^ Komin heim frá Miss International keppninni: Jqpqnir voru spurulir um kvennafrídaqinn „Tilgangurinn með fegurðar- samkeppni er sá að auka vin- áttu og skilning þjóða á milli,” sagði Þorbjörg Garðarsdóttir, Njarðvikurstúlkan sem tók þátt i Miss International-fegurðar- samkeppninni, sem haldin var á eyjunni Okinawa i byrjun nóvember, en varð þó ekki með- al hinna útvöldu. „Alls tók ferðin tæpan hálfan mánuðog heppnaðist i alla staði mjög vel, þótt hún væri erfið, löng ferðalög og ströng dagskrá. Úrslitakeppnin, fór fram á „flotsviði” . en gegnt þvi á ströndinni, var áhorfendastúk- an. Við skiptum um föt i snekkju, sem lá þar hjá, og ég var komin með hálfgerða sjó- riðu þegar ég hafði skipt um föt i þrigang en við komum fyrst fram i þjóðbúningi, siöan i kjól- um og að lokum i sundbol.” Þorbjörg sagði að það hefði verið hrifandi sjón þegar Miss International var krýnd. Fyrr- verandi fegurðardis kom róandi á báti meö kórónu og veldis- sprota, skrautlega klædd og gekk böðuð ljósgeislum til júgó- slavnesku fegurðardrottningar- innarog krýndi hana við mikinn fögnuð áhorfenda. Einnig komu keppendur einu sinni fram i Tokyo, áður en þeir héldu til Okinawa. Fyrst var fundur með fréttamönnum og þar næst gaf hver keppandi eina þjóðlega gjöf, sem siöan var slegin hæstbjóðanda, en and- virði rann til liknarstofnunar. „Okkur voru lika gefnar japanskir munir við það tæki- færi,” sagði Þorbjörg, „gull- armband, silfurskeið og jap- anskir skór sem reyndar voru of litlir Þjóðbúningurinn, sem ég klæddist i, þótti mjög fallegur, en hann var saumaður af Sigur- disi Ingimundardóttur i Njarð- vikunum. Mesta athygli mina vakti i ferðinni hve margir vissu um kvennaverkfallið. Japanskur maður spurði mig itarlega um kvennafridaginn og ein flug- freyja sömuleiðis. Bæði voru hrifin af þessum skörungsskap islenzkra kvenna, en japanski karlmaðurinn vildi þó ekki að kvenfólkið heima fyrir fylgdi dæmi kynsystra sinna hér á landi.Hann vildi óbreytt ástand i málefnum japanskra kvenna,” sagði Þorbjörg. „Veðurbliðan var einstök, meðan við dvöldum á eyjunni sól og bliða. Mengun er engin, loftið tært og sjórinn hreinn. Eyjan er mjög fögur, en þvi miður gátum við ekki skoðað hana né Expó ’75 sýninguna nægilega vel vegna timaskorts, aðeins það helzta. Ef ég hefði ekki tekið þátt i fegurðarsamkeppninni hérna heima á vegum Sunnu, er ólik- legt að mér hefði nokkru sinni gefizt kostur á að takast slika ferð á hendur,” sagði Þor- björg,” svo að vel var til vinn- andi, þótt ekki sé öllum gefið um slikar keppnir.” Foreldrar Þorbjargar fengu einnig sina ferð vegna dóttur- innar, sólarlandaferð með Sunnu, en þau eru Arndis Tómasdóttir og Garðar Magnússon, búsett i Njarðvik- unum. —emm y*i»K 11 1 11 3 *i \ ■ i 1 ’ ífl i A.-’ r m m m § / lk Flotsviðið, sem notað var við Miss Internationalkeppnina I Okinawa —————— í fegurðarsamkeppni fyrir Island Tekur tvisvar þátt Halldóra Björk Jónsdöttir, 18ára Reykjavikurstúlka, hélt i gær til London, þar sem hún keppir um titilinn „Ungfrú Alheimur” þ. 20. þ.m. Var Halldóra kjörin til þessarar keppni i undanrásum að Hótel Sögu i marz-mánuði s 1. á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. „Halldóra á einnig að koma fram á miss Scandinavia-keppninni, en óvist er hvort hún verður haldin fyrr en eftir jól,” sagði Einar Jónsson. „Hins vegar er mikið um dýrðir i London, þetta er 25. árið sem keppnin er haldin þar og hefur hróður fyrirtækis þess er um keppn- ina sér vaxið mikið á undan- förnum árum. Allur ágóði af keppni þessari rennur til góð- gerðarstarfsemi.” Að sögn Einars eru 7 stúlkur þátttakendur i fegurðar- samkeppni viðs vegar um heim, nú siðast Þorbjörg Garðarsdóttir frá Kefla- vik, sem tók þátt i miss young international i Japan. FJÖLBÝLISHÚS EÐA RAÐHÚS? MEIRIHLUTINN RÆÐUR EDA ... Sérstakt mál, og þó ekki neitt einsdæmi um slikar erjur, hefur skotið upp kollinum við Tunguveginn hér i Reykjavik og minnir helzt á slikar erjur i rómönum frá suðrænum löndum, þar sem fólki er gjarnt að hitna i hamsi út af smá- munum. tbuar eins raðhússins innar- lega á Tunguveginum komu saman á fund um miðbik sumars og ræddu jarðarbætur og snyrtingu lóðar við norður- hlið húsaraðarinnar. Voru ýmsar hugmyndir á lofti en að Íokum ákvað meirihiutinn að leggja skyldi gangstétt með- fram allri húsaröðinni til þess að auðvelda fólki umgang um húsin enda taldi meirihlutinn að illfært væri um útidyr, sérstak- lega i votviðri eins og i sumar. vegna aurs og bleytu. Þessu vildu tveir ibúar hússinsekki una. enda áttu þeir einir snyrtilega gróðurreiti, sem þeir höfðu girt og hlúð að. á meðan hinir létu sér nægja steina til þess að stikla á yfir forina. Hreyfðu þeir mótmælum en allt kom fyrir ekki og var fenginn verktaki, sem tók málið föstum tökum, flutti á staðinn vinnuvélar, skipti um jarðveg og lagði gangstig yfir tré, runna og grindverk. Þótti meiri- hlutanum þetta harla gott og annar þeirra er misst hafði garð sinn lét sér segjast og gekk i lið með gangstéttarmönnum. Nú átti verktakinn einnig að gera bilastæði við austurenda raðhúsanna, eða fjærst þeim er einn var orðinn i baráttunni fyrir grænu byltingunni. Átti stæðiðað vera útbúið ræsum til frárennslis og skyldu þau einnig vera við austurendann Nú hagar svo til að vatnshalli er frá austri til vesturs og var þvi brugðið á það ráð að grafa upp gangstéttina fyrir framan hús garðeigandans. Vildu menn gera þar ræsi og veita öllu vatni undir hús hans. Þá vargarðeig- andanum nóg boðið og'fékk lög- fræðinga til liðs við sig. Stendur nú i stappi að fá úr þvi skorið hvor hafi rétt fyrir sér i máli þessu, meirihlutinn, sem segir að hann ráði samkvæmt reglum um fjölbýlishús, eða garðeig- andinn, sem segir að þetta sé raðhús en ekki fjölbýlishús og þvi sé gróflega brotið á einstaklingsrétti sinum. Vissu deiluaðilar ekki gjörla hvernig máli þessu mvndi lykta. en töldu þó að einhverjar samningaumræður myndu eiga sér stað á næstunni. HP Stórvirkar vinnuvélar höfðu hafið gerð ræsis undir húsið, er gripið var í taumana.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.