Dagblaðið - 11.11.1975, Page 3

Dagblaðið - 11.11.1975, Page 3
Dagblaöið. Þriöjudagur 11. nóvember 1975. 3 Nœsta ársþing NATO-sinna haldið hér — Næsta ársþing áhugamanna- félaga til kynningar á markmið- um og starfsemi Atlantshafs- bandalagsins verður haldið hér i Reykjavik dagana 11.-17. júli næstkomandi. 1 öllum aðildarrikjum Atlants- hafsbandalagsins og á Möltu starfa áhugamannafélög, sem meðal annars hafa að markmiði að kynna Atlantshafsbandalagið og þýðingu þess. Samtök um vest- ræna samvinnu er það félag, sem hérlendis hefur þennan tilgang meðal annars. Munu Samtökin hafa veg og vanda af undirbún- ingi og framkvæmd ársþingsins. Er gert ráð fyrir þátttöku að minnsta kosti 2-300 fulltrúa frá 16 löndum. Ekki er enn ákveðið um aðal- viðfangsefni þingsins eða fram- sögumenn, en undirbúningur er þegar hafinn. — BS ÓTTAST AÐ ÚTGERÐ 90 TOGARA FARI Á HÖFUÐIÐ 1 Hull óttast menn, að útgerð um niutiu úthafstogara fari á höfuðið, ef ekki takast samningar milli Breta og íslendinga um landhelgismálið. Þetta kemur fram i grein i brezka blaðinu Financial Times. Þar segir, að þetta séu niutíu af hundraði af brezkum togurum, sem veiði nú milli 12 og 50 milna við Island. Eigendur og skipstjórar togar- anna segja, að ekki verði unnt að færa öll skipin yfir á önnur mið með svo stuttum fyrirvara. Þvi geti verið, að úthafstogara- floti Breta muni minnka niður i um 300 skip fyrir marz næstkom- andi vegna vaxandi kostnaðar og litillar eftirspurnar eftir fiski. Tapið, sem yrði við brottrekst- ur togaranna af Islandsmiðum mundi þýða atvinnuleysi að minnsta kosti tvö þúsund manna. Hins vegar segir blaðið, að togaramenn telji sennilegast, að tslendingar vilji ekki nýtt þorska- strið og Islendingum verði ekki „þolað” að standa á algerri útfærslu i 200 milur. Sennilegast sé, að niðurstöður viðræðna Breta og íslendinga verði nýtt samkomulag, þar sem Bretar fallist á að draga úr veiðum á tslandsmiðum frá þvi, sem nú er. -Hti Viðskiptaráðherra: Engar að- gerðir alveg á nœstunni ,,1 minu ráðuneyti eru engar sér- stakar efnahagsráðstafnair á döf- inni, ”sagði Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra i gær. Hann sagði að visu að „alltaf gæti eitthvað komið upp” og viður- kenndi að staðan i efnahags- málum væri erfið. Ólafur sagði einnig að hann mundi ekki auglýsa fyrirfram ef ráðstafanir yrðu gerðar.Slikt gæti verið varasamt. Hann sagði að ekki hefði komið til umræðu i við- skiptaráðuneytinu að taka aftur upp- innborgunarskyldu, þá að- ferð að innflytjendur leggi ákveðinn hluta innkaupsverðs á sérstakan reiknng i Seðlabanka. ,,Við vonum að það versta sé að baki, ”sagði viðskiptaráðherra og benti á að nú drægi úr dýrtiðinni i heiminum og ástandið lagaðist i Bandarikjunum, á stærsta markaði okkar. Þetta kæmi fram i dálitilli hækkun, sem orðið hefði á fiski þar, og menn vonuðu aö það væri meira en stundarfyrir- brigði. —HH Mistök eða hreint svindl? Verð gosdrykkja er háð verð- lagseftirliti, enda hið sama i flestum verzlunum. En nú ger- ist það æ algengara að ekki er hægt að fá sér gosdrykkjaflösku i sjoppum, heldur verður við- skiptavinurinn að sæta þvi að fá sitt gos i plastbauk. Þeir hafa þekkzt nokkuð lengi á ódýrari matsölustöðum, öllum sem verzla þar til ama, bæði vegna hærra verðs og litils magns, sem i baukunum er. Nú fylgja sjoppurnar i kjöl- farið og i miðbænum fá menn nú t.d. appelsín i bauk fyrir 40 kr. Hámarksverð innihalds 25 cl flösku er 34 kr., en i plastbauk- inn komast 20.6 cl sé hann fyllt- ur svo að aðeins sé með var- færni hægt að lyfta honum að munni sér. Hámarksverð inni- halds 19 cl flösku er 31 kr. Sjá þá allir, að hér fær kaupandinn minna magn á hærra verði og leiðinlegri umbúðir. Við reyndum þetta sjálfir i gær, hirtum boxið og prófuðum hvað i það kæmist úr venjulegri flösku. Á myndinni sjáið þið árangurinn. Ekki er hægt að velja milli flösku og bauks. Leitað var álits verðlags- stjóra og vissu starfsmenn þar harla litið um að gossala væri hafin með þessu móti víða i sjoppum, þar sem engin veit- ingasala getur talizt fara fram, en lofuðu að athuga málið. Plastboxaframleiðandinn kvað ilátið geta tekiö álika magn og er i litilli Coca Cola flösku. Appelsinflaska af þeirri stærð á að kosta 31 kr. sem fyrr segir. Mönnum sýnist að þegar sleppt er flöskum, sem kosta 30-50 kr. i innkaupi til landsins, ogkaupmaðurinn losnar við alla meðhöndlun flaskna, ætti verð drykkjarins að lækka fremur en hækka. Auðvitað hlýtur hér að vera um mistök að ræða, sem snar- lega verða leiðrétt, eða hvað? —ASt. Appelsin i plastbauk er selt á 40 kr. Hámarksverð 25 cl appelsin- flösku er 34 kr. Sé hellt úr flösku í bauk eru um 24% eftir i flöskunni, þegar baukurinn er fullur. Db-mynd B.P. Réttum Portúgölum 160 milljónir króna — í fátœkt okkar Portúgal er annað helzta við- skiptaland okkar. Við ætlum fyrir vikið að hjálpa Portúgölum i upp- byggingu iðnaðar. Helzt er talið að við leggjum 1 milljón dollara, rúmlega 160 milljónir króna á nú- verandi gengi, til iðnþróunar- sjóðs, sem EFTA ætlar að láta Portúgal i té. Þetta skal greiðast á fimm ár- um. Iðnþróunarsjóður Portúgals sækir fyrirmynd til iðnþróunar- sjóðsins, sem Norðurlönd komu á fót hér á landi. Menn munu almennt ekki gera sér grein fyrir, hve miklu Portú- gal skiptir i viðskiptum okkar. Bandarikin voru i fyrsta sæti i ár sem fyrr. Fyrstu niu mánuði ársins fluttum við út þangað fyrir um 8,8 milljarða en inn frá Bandarikjunum fyrir 4,4 mill- jarða. Við seldum Portúgal vörur fyrir um 5,6 milljarða og höfum góðan hagnað af viðskiptumvið Portúgali, þvi að við keyptum aðeins af þeim fyrir 287 miiljónir. Afgangur er á viðskiptunum við Bandarikin og Portúgal, eins og fram kemur hér, en mikill halli á viðskiptum við þriðja aðal- viðskiptalandið , Sovétrikin. Við seldum Sovétmönnum fyrir um 4,1 milljarða fyrstu 9 mánuði árs- ins en keyptum af þeim fyrir 5.2 milljarða. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi viðskiptaráðherra. Ólafs Jóhannessonar, i gær. Hann sagði frá EFTA-fundi, sem hann er ný- kominn af. Portúgal var þar efst á baugi og ennfremur ákvörðun sænsku stjórnarinnar að setja innflutningshöft á skófatnað. sem flestum mun þykja brot á EFTA-samningnum. —HH GUÐMUNDUR ENN EFSTUR Guðmundur Sigurjónsson er enn i efsta sæti á svæðismótinu i Búlgariu ásamt þeim Matanovic frá Júgóslaviu og Georghiu frá Rúmeniu. Hafa þeir fengið 8 vinn- inga hver. Guðmundur hafði 7 1/2 vinning i gær, en ekki 8, eins og stóð i frétt af mótinu. Hann tefldi við Matu- lovic i gær. Eftir harða skák en stutta, 25 leiki, sömdu þeir um jafntefli. Nú eru tvær umferöir eftir og eru sigurhorfur Guðmundar nokkuð góðar. Hann á eftir að tefla við Czerniak frá tsrael og Letselster frá Frakklandi, sem báðir eru neðarlega i mótinu. Hann teflir við Czerniak i dag. Liberzon - Skákin milli Parma og Hamm- an fór i bið aftur i gærkvöldi. Þeir hófu taflið aftur kl. 11 i morgun. Er augljóst, að Parma telur sig eiga vinningsmöguleika. Fari svo, að Parma vinni þessa skák, er hætt við, að brúnin á Liberzon fari fyrir alvöru að siga, þar sem Parma? hann verður þá að tefla við Parma um annað sætið. í þvi einvigi verða tefldar 4 skákir samkvæmt frekari ákvörðun um stað og tima. Ef keppendur verða jafnir i þvi ein- vigi, verða stigin úr skákum mótsins látin ráða. Nómslónin: Skyndikönnun ó neyðar- tilfellum hafin ,,Við höfum rætt vandamál námsmanna á rfkisstjórnarfund- um nú undanfarið og hefur verið lögð á það rik áherzla aðþauverði leyst sem fyrst,” sagði Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráð- herra i viðtali við Dagblaðið. ,,Ég á einnig von á tillögum endur- skoðunarnefndarinnar núna um miðjan mánuðinn, enda hefur störfum hennar verði hraðað eftir megni”. Um skyndikönnun á neyðartilfellum til að fyrirbyggja það, að fólk yrði að hverfa frá námi, sagði ráðherra, að stjórn Lánasjóðsins hefði nú hafið rann- sókn á þeim tilfellum og yrði reynt að gripa inn i eins fljótt og auðið yrði. Kja rabaráttunefnd náms- manna hefur sent frá sér 3ja dreifibréfið i baráttunni fyrir auknum námslánum og segir þar m.a. að á siðasta starfsári Lána- sjóðs islenzkra námsmanna hafi lánþegar vérið um 3000 og náms- og framfærslukostnaður þeirra verið 1300 millj. króna að mati sjóðsins. Var það mat byggt á neyzlumódeli frá 1968. Fjárþörf- inni i fyrra var mætt á eftirfar- andi hátt: Tekjur námsmanna voru 520 millj. eða 40%. Námslán voru 653 millj eða 50% og siðan tóku menn vixla og þess háttar að upphæð 127 millj. sem voru 10%. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyr- ir 43% niðurskurði frá áætlun LIN um að reyna að halda námslán- unum óbreyttum að raungildi miðað við sama neyzlumódelið frá 1968 og að hlutfall eigin tekna námsmanna héldist óbreytt. Samkv. könnun, er gerð var 1973 er framfærslukostnaður hins veg- ar vanmetinn um 16,7% og reikna má inn i dæmið, að tekjur náms- manna hafa rýrnað aö raungildi um 20% eins og annarra laun- þega. Ef reiknað er með, að náms- og framfærslukostnaður hvers námsmanns verði greiddur að fullu, litur dæmið þvi þannig út: Eigin tekjur námsmanns eru 27,5% og námslánin. sem fjár- málaráðherra vill lána fólki er nú 24,5%. óleyst fjárþörf er þvi hvorki meira né minna en 48,0%. Þessi niðurskurður hefur sem kunnugt er skapað gifurleg vand- ræði fyrir námsmenn og fjöl- skyldur þeirra.oger þvermóðska ráðamanna. eða öllu heldur skammsýni nánast furðuleg. þeg- ar tekið er tillit til þess, að ráð- herrunum báðum var kunnugt um þennan aðsteðjandi vanda fyrir tveim árum. þvi þá var komið á fót nefnd. er endurskoöa á töggjöfina um námslánin. Um þá endurskoðun hafa námsmenn fátt látið frá sér fara. enda kannski ótfmabært þar til skvrari linur mótast. Þó hafa þeir krafizt. að námslán verði 100% og að það verði lögbundið. Vilja þeireinnig. að endurgreiðslur verði i fullu samræmi við greiðslugetu og að sett verði lágmark, þar sem tekið veröi mið af „nauðþurftartekj- um”, enda greiði menn hlutfall af þvi sem þar er umfram á sama hátt og með tekjuskatt. Ein aðalkrafan er einnig. að lánin verði verðtryggð, en sé end- urgreiðslum ekki lokið innan á- kveðinna timatakmarka. falli skuldin niður. Á þetta að tryggja. að námsmenn geti stundað það nám sem þeir hafa áhuga og getu tit, að endurgreiðslurnar verði aldrei óbærileg byrði og að há- tekjumenn greiði sin lán i fullu verðgildi. —HP

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.