Dagblaðið - 11.11.1975, Page 4

Dagblaðið - 11.11.1975, Page 4
Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. Niósnqrinn í nœsta húsi 'Laugarásbió. Barnsránið (The black windmill) + + + + 106 min. brezk 1974. Panavision og Technicolour. Leikstjóri: Don Siegel. Tarrant heitir maður i brezku leyniþjónustunni. Hann hefur það starf á höndum að komast fyrir vopnasendingar sem fara eiga til Norður-lrlands. Syni hans er rænt og krafizt fyrir hann lausnargjalds sem brezka stjórnin á að greiða. Það er greinilegt að mannræningjarnir hafa haldgóðar upplýsingar og grunur beinist að Tarrant. A meðan gera ræningjarnir ýmis- legt til að gera Tarrant tor- tryggilegan. Á endanum tekst honum þó að rekja slóð ræningj- anna og komast að þvi hver stendur á bak við þá. Don Siegel er enginn viðvan- ingur i gerð spennandi mynda. Ekki verður þessi mynd til þess að hann lækki i áliti sem slikur. Þetta er vel unnin kvikmynd og vel þess virði að eytt sé á hana tima og peningum. Ahorfendum er haldið i spennu alla myndina út i gegn en þrátt fyrir það kem- ur endirinn nokkuð á óvart. Þegar drengnum er rænt er stutt skot af fótum sem standa örlitið skakkir á gólfi. Nokkru seinna sér maður yfirmann Tarrants standa á mjög svipað- an hátt heima hjá Julyan lá- varði, yfirmanni sinum. Aha, hugsar maður, stráknum verður bjargað og hann þekkir lappirnar og allt kemst upp. Bara, hvenær skeður það? Það er nú einmitt það. Sigel er eng- inn klaufi. Það er alltaf hressandi að sjá Michael Caine i hlutverkum eins og þessu. Fjölskyldu- maðurinn i vanda og það er starfið sem hefur komið honum i klipuna. Allir á móti honum, samstarfsmennirnir gruna hann um græsku, konan ásakar hann um hvernig komið sé og sonurinn i lifsháska. 1 gegnum allt þetta siglir Caine að þvi er virðist áreynslulaust og af fá- dæma öryggi, sem margir leik- arar mættu þakka fyrir að hafa. Það sem gerir Caine svona skemmtilegan að minum dómi Tarrant (Michael Caine) fær fregnir af hvarfi sonar sins. ALLSHERJAR ELTINGALEIKUR er að hann virkar svo ósköp venjulegur. Kvikmyndataka er vel af hendi leyst og ákaflega brezk og það sama gildir um aðra tæknivinnu. Það er alltaf greinilegt hvort tæknivinnan er brezk eða annars staðar frá. Sú brezka er svo miklu virðulegri og rólegri og laus við allt fum. Einnig er Bretinn alltaf meira fyrir blátt áfram vinnu fremur en einhverjar brellur eins og hraðar klippingar til dæmis. Tarrant gefur skýrslu. Kvik myndir Háskólabió: S.P.Y.S. + + 100 min. brezk 1974, Techni- colour. Leikstjóri: Irvin Kershner. Douglas Griffin og Eric Brulard eru starfsmenn CIA I Paris. Þeim er næstum kálað af samherjum sinum i misgripum. Svo virðist sem öll mistök, sem gerð eru af leyniþjónustum þeim sem starfandi eru i Paris, séu CIA að kenna að einu eða öðru leyti. Eftir að hafa klúðrað verkefni, sem þeim er falið af yfirmanni sinum, er reynt að losna við þá. Þeir ákveða þá að fara út i sjálfstæðan atvinnu- rekstur og skreppa til London. Þar ætla þeir að handsama sendimann og ná i upplýsingar frá honum sem þeir geti svo selt hæstbjóðanda. Þeir hafa þó i fyrstu ekkert upp úr þvi nema hund mannsins. Að endingu komast þeir þó að þvi að það sem þeir eru að leita að er falið á hundinum. Or þessu verður svo einn allsherjar eltingaleikur þar sem CIA og KGB eltast við þá og hvor annan og Kinverjar eltast við KGB. Að sjálfsögðu tekst þeim að klóra sig út úr þessu. Donald Sutherland og Élliott Gould fara hér á kostum og er ekki laust við að maður hafi lúmskt gaman af á köflum. Þvi miður er myndinni svo illa leik- stýrt að hvert tækifærið á eftir öðru til að sprengja áhorfendur af hlátri fer til spillis. Suther- land og Gould bjarga þó þvi sem bjargað verður en án þeirra hefði hverjum manni með snefil af kimnigáfu dauðleiðzt. Þeir kaflar i myndinni, sem hægt er að hafa gaman af, eru eingöngu bornir uppi af þeim. Það er einnig virðingarvert að mynd sem greinilega er ætlað að ná sömu áhrifum og MASH skuli ekki vera bein stæling á þeirri mynd. Það eru meira að segja allt aðrar kringumstæður i þessari mynd þrátt fyrir sams konar titlahönnun. Það sem skilur á milli þessara mynda er það að i MASH var háðið og ádeilan napurt og hnitmiðað en i SPYS er það fremur máttlaust og ruglingslegt. Maður fær ó- sjálfrátt á tilfinninguna að það sem kemur vel út i SPYS hafi gert það af slysni og enginn hafi vitað um það fyrr en búið var að vinna myndina. Tveir v_ góðir saman. Elliott Gould og Donald Sutherland. ✓ Aö leikslokum. Tarrant heldur heim á leið með soninn. Aukið húsrými hjá Vörumarkaðnum Matvörudeild Vörumarkaðs- ins við Armúla hefur nú verið stækkuð og er gölfflötur hennar 900 fermetrar. Er nú hægt að fá bæði kjöt og mjólkurvöru i Vörumarkaönum, en það hefur ekki veriö þar til þessa. A jarðhæð er verið að ganga frá 500 fermetra verzlunar- húsnæði, þar sem seld verða húsgögn og heimilistæki. Eirinig er verið að koma upp bættri aðstööu fyrir starfsfólkið, m.a. steypiböðum og mun það vera nýlunda hér á landi. Þá hefur bifreiðastæðum verið fjölgað við verzlunina, sem hefur aukið starfsemi sina mjög mikið siðan hún var stofn- sett árið 1967. Ljósm. Ragnar Th. A.Bj. át i ■■••'TTnTíti Séð yfir hluta Vörumarkaðarins eftir stækkunina.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.