Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 5

Dagblaðið - 11.11.1975, Qupperneq 5
Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. { Útvarp Sjónvarp Útvarp kl. 21.00 í kvöld: Flugfreyju- og þjónsstörf kynnt í þœtti fyrir unglingo Kl. 21.00 i kvöld er þáttur fyr- ír unglinga á dagskrá útvarps- ins, sem Guðmundur Árni Stef- ánsson sér um, ,,Frá ýmsum hliðum”. Hefur hann Þorvald J. Viktorsson sér til aðstoðar. í kynningarþætti i útvárpinu sagöi Guðmundur að efni þátt- arins skiptist i 2 meginþætti. Fyrst og fremst er þetta starfs- kynningar- og skólakynningar- þáttur, þar sem tekin verða fyr- ir hin ýmsu störf á almenna vinnumarkaðnum. 1 þættinum i kvöld verður tek- ið fyrir starf flugfreyjunnar og flugþjónsins ásamt veitinga- þjónsstarfinu. Seinna i vetur verður starf hinna ýmsu skóla tekið fyrir og kynnt. Hinn hluti þáttarins verður i léttari tón og verða þá tekin fyr- ir ýmís áhugamái unglinga, svo sem tónlist og félagslif þeirra. Farið verður i skólana og spjall- að við ungiingana og kannað hvað þeir hafa fyrir stafni. Þá verða tekin fyrir ýmis vandamál unglinganna, komið inn á kynferðismál og vandamál heima fyrir. Við munum leggja á- herzlu á, sagði Guð- mundur Arni, að unglingarnir sjálfir verði virkir i mótun þessa þáttar og höfum lagt mikla áherzlu á að þeir láti i sér heyra og komi með tillögur um efni sem tekiö yrði fyrir. Tölu- vert góðar undirtektir voru frá fyrsta þættinum og hafa borizt um 100 bréf. 1 þeim komu fram margar athyglisverðar tillögur sem verða notaðar siðar i vetur. A.Bj. Útvarp á morgun kl. 14:30 Saga um heyrnarlaus hjón eftir banda- rískan verðlaunahafa Á morgun kl. 14:30, er annar lestur m iðdegissögunnar „Fingramál” eftir Joan Green- berg. Bryndis Viglundsdóttir les þýðingu sina. 1 kynningarþætti útvarpsins á laugardaginn sagði Bryndis m.a. um söguna og höfund hennar: — Sagan fjallar um heyrnar- laus hjón og segir frá lifsferli þeirra allt frá þvi að þau eru börn i heyrnleysingjaskóla þar sem þau 'læra 'málið ekki nógu vel, þannig að þegar þau eiga að verða virkir þáttlakendur i lif- inu i venjulegu samfélagi reka þau sig illilega á. Höfundurinn er bandarisk kona sem er vel þekkt i heima- landi sinu og hefur m.a. fengið Puiitzerverðlaunin. Með þekkt- ari bókum hennar er ,,Ég lofaði þér aldrei rósagarði”. Um sannleiksgildi þessarar sögu er það að segja að höfund- urinn, sem er dómtúlkur fyrir heyrnleysingja fylgist mjög vel með hvað gerist i málum þeirra fyrir vestan, hefur sagt að þau mál, sem getið er um i bókinni, hafi öB átt sér stað i raunveru- ieikanum. A.Bj. Ástin og heimovistin r Astin og bjortsýnin Ástin og kennarinn Sjónvarpið í kvöld kl. 21.40: Svona er ástin Það er gamanmyndasyrpan ,,Svona er ástin” sem við sjáum i kvöld. Sumir hafa það nú raunar á orði að svona sé ástin bara i henni Ameriku, en ekki hérnaútiá hjara veraldar. En hvað um það, fyrsta myndin heitir „Astin og heimavistin” og fjallar um táninga sem búnir eru i gagnfræðaskóla og eru nú að fara i heimavistarskóla. Krakkarnir vissu að visu að i skólanum yrðu bæði piltar og stúlkur, en það sem þeir vissu ekki var að þar væri svo frjals- legt að piltar og stúlkur yrðu saman i herbergi. Það kom lika á daginn að tölva hafði gerzt sek um nafnabrengl, en eins og gefur að skilja verður út úr þessu alls konar misskilningur. Næsta mynd heitir „Ástin og bjartsýnin” og er um bjart- 'sýnan en jafnframt óheppinn uppfinningamann. Hann kemst á snoðir um að kvenmaður einn ætlar að fremja sjálfsmorð og rýkur af stað til þess að reyna að telja honum hughvarf. Það fer hins vegar svo að hann smit- ast af sjálfsmorðshugleiðingun- um sjálfur. Hvað verður úr þessu hjá þeim sjáum við svo i kvöld. Q Utvarp 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 fimmta þætti er fjallað um streitu. 15.00 Miðdegistónleikar. ts- len/.k tónlist. a. lög eftir Þórarin Jónsson, Skúla Halldórsson, Markús Kristjánsson, Jónas Tómas- son, Karl O Runólfsson og Knút R. Magnússon. í Sjónvarp D 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi invndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. Lokaþáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Þingið og þjóðarhagur. Umræðuþáttur i framhaldi af þættinum „Þrýstihópar og þjóðarhagur”, sem sýnd- ur var 28. október siðastlið- inn.-Meðal annars verður rætt við alþingismennina Gunnar Thoroddsen og Lúð- vik Jósefsson. Umræðunum stýrir Eiður Guðnason. 21.40 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwaid. 22.30 Utanúr heimi. Dagbók arþættir frá Lissabon.Kvik- mynd, gerð af danska sjón- varpinu á þessu hausti um gang mála i Portúgal. Þýð- andi Dóra Diego. 23.20 l'agskrárlok 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving fóstra sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i sþænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 FréUir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Verklegt nám og val- greinar i grunnskóla. Matthias Gestsson kennari flytur erindi. 20.00 l.ög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Árni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 Sinfónia i C-dúr (K200) el'tir Mozart. Mozarteum- hljómsveitin leikur, Ger- hard Wimberger stjórnar. 21.45 „Land og stund i lifandi myndum".Gunnar Stefáns- son les ljóð eftir Matthias Jochumsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (12).' 22.40 liannonikulög. Andrew Walter og Walter Erikson leika. 23.00 A hljóðbergi. „Ástin og kennarinn” heitir svo þriðja myndin og sú siðasta. Listamaður nokkur fræðir ungan son sinn um staðreyndir lifsins og telur að sér hafi farið það vel úr hendi. Sonurinn fær hins vegar heldur bágbornar einkunnir hjá kennara sinum og telur hann að strákurinn viti heldur litið um málið. Lista- maðurinn fer þá að hitta kennarann i þeim tilgangi að lesa aðeins yfir honum. En kennarinn er þá ung og lagleg stúlka. Þau virðast hafa ólikar skoðanir i fyrstu en ýmislegt breytist þegar þau fara að ræðast við. -EVI Um aldir hefur ÞRÍGRIP þróast og er nú bezta lausnin á innréttinga- og lagervandamálum margra atvinnu- greina. Möguleikar á breytingum auka notagildi samstæðunnar að gera hana hag- kvæma og þægilega. Viðafgreiðum eftir máli og erum einnig ávallt reiðubúnir að veita upplýsing- ar og leiðbeina yður um hvers konar hugmyndir og óskir sem f ram koma. útsölustadur: J.ÞORLÁKSSON & NORÐMANN Bankastræti 11

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.