Dagblaðið - 11.11.1975, Side 6

Dagblaðið - 11.11.1975, Side 6
6 Dagblaðið. Þriðjudagur 11. nóvember 1975. Þessa skemmtilegu mynd af Henry Kissinger fengum við frá UPI. Myndin var tekin á fundi utanrikismálanefndar Bandarikjaþings, þar sem Kissinger fór fram á fjárveitingar til aðstoðar við israel og Egyptaland. Takið eftir stúlkuandlitinu, sem speglast vinstra nteg- in. CIA verðlaunaði með eiturfyfjum Bandariska leyniþjónustan CIA verðlaunaði eiturefnaneytendur og sjúklinga með miklu magni af sterkum eiturlyfjum fyrir að taka þátt i tilraunum með slik efni. Rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandarikjaþings var skýrt frá þessu á föstudaginn. Tveir eiturlyfjasjúklingar, sem sögðust hafa verið fangelsaðir fyrir eiturlyfjabrot, kváðust hafa fengið mikið magn af morfíni og annarri sterkri lyfjategund „i borgunarskyni” eftir að tilraun- unum var lokið. Mennirnir tveir, Edward Flowers og James Childs, sögðu i yfirheyrslum hjá undirnefnd dómsmálanefndar öldungadeild- arinnar, að þeir hefðu verið látnir skrifa undir „samþykkisyfirlýs- ingu” þess efnis, að þeir friuðu embættismenn af allri ábyrgð ef eitthvað kæmi fyrir þá. Mennirnir sögðu nefndinni, að þeir hefðu gefið sig fram til til- raunanna þar sem þeir hefðu vit- að, að þeir myndu fá eiturlyf i staðinn. „Bardot var sköpuð,” skrifar franska skáldkonan Francoise Sagan, ,,og allur heimurinn samþykkti.” Svo segir i nýjasta hefti bandariskra fréttaritsins News- week Greinir þar frá nýút- kominni bók með myndum af BB og skrifar Sagan texta myndanna. Aðdáun skáldkon- unnar á Brigitte Bardot fer ekki leynt i textanum. Myndirnar sýna Bardot i öllum mögulegum stellingum og búningum. Sagan segir m.a., að Bardot hafi ómeðvitað verið stofnandi kvenréttindahreyfingar nútimans. ,,Hún tók sér eðlileg réttindi fegurðar sinnar, skrifar Sagan, sem sjálf er mannréttindakona mikil. „Heiður va'rð enginn meiri eða mikilvægari en að sigra — i hvaða rúmi sem var — mann- inn, sem hún vildi sigra. itSfS Allsherjarþingið ítrekar stuðning við sjálfstœði Palestínumanna Allsher jarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt álykt- anir, þar sem staðfest er krafa palestinsku þjóðarinnar til sjálfstæðis og jafnframt að Palestinumenn verði aðiljar að friðarviðræðum Miðaustur- landa. Allsherjarþingið samþykkti að fela Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra samtakanna, að gera stjórnum Bandarikjanna og Sovétrikjanna — sem sam- eiginlega sitja i forsæti við frið- arviðræðurnar i Genf — að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að bjóða frelsisfylkingu Palestinu (PLO) þátttöku i starfi Genfarfundarins „sem og i öllum öðrum friðarumleitun- um”. 1 annarri ályktun samþykkti þingið að setja á laggirnar 20- manna nefnd fulltrúa, er kannar og finnur leiðir til að tryggja Palestinumönnum fullt frelsi og sjálfstæði sem fullvalda þjóð. Nefndarmenn verða skipaðir af forseta Allsherjarþings SÞ, Gaston Thorn, forsætisráðh. Luxemburgar. Eiga þeir að skila áliti til Waldheims fyrir 1. júni á næsta ári. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra fsraels, sagði i Jerúsalem i gærkvöldi, að samþykktirnar hefðu engin siðferðileg áhrif eða gildi. Það var Sadat Egyptalands- forseti, sem bar tillögurnar fram er hann ávarpaði þing SÞ i New York fyrr i þessum mán- uði. Fyrri ályktunin var samþykkt með 101 atkvæði gegn átta. Tuttugu og fimm sátu hjá. Bret- land og Bandarikin greiddu at- kvæði gegn báðum tillögunum. Siðari tillagan var samþykkt með 93 atkvæðum gegn 18. Tutt- ugu og sjö sátu hjá, þar á meðal Frakkland og Portúgal. Belgar, Danir og Hollendingar voru m.a. á móti. Áfrýjunarréttur Aþenu hefur látið niður falla ákærur um land- ráð á hendur GeorgePapadopoulos, fyrrum einræðisherra i Grikk- landi. Jafnframt hefur verið fallið frá landráðaákærum á hendur 14 ráðherrum hans fyrir að hafa afnumið griska konungdæmið með tilskipun og lýst yfir stofnun lýðveldis 1. júni 1973. Brezka blaðið Times skýrði frá þessu i fyrri viku. Papadopoulos, sem þegar hefur veriðdæmdur til dauða (dómnum siðan breytt i lifstiðarfangelsi) - fyrir að skipuleggja byltinguna 1967, er nú fyrir rétti sakaður um að hafa æst til fjöldamorða á stúdentum, er efndu til uppþota við tækniháskólann i Aþenu i nóvember 1973. Rétturinn, sem samanstendur af öllum áfrýjunardómurum i höfuðborginni, staðfesti þann úrskurð saksóknara rikisins, að i þessu tilliti væru sakborningarnir saklausir. 1 dómsorðinu sagði: „Hinni frjálskjörnu lýðræðisstjórn Grikklands var steypt af stóli 21. april 1967. Þar með var i raun ekkert lýðræði i landinu, til- hæfulaust var að kalla stjórnina „konunglega” eða „lýðveldisins”. Þvi skoðast það ekki glæpur, að hafa komið á einhverju skipulagi i stað þess, sem i ráun var ekki til.” Allmargir fyrrum ráðherrar herforingjastjórnarinnar, sem verið hafa i haldi og beðið réttar- halda sinna, verða nú látnir lausir. Aðrir hafa verið dæmdir til dauða eða til langrar fangelsis- I vistar. Tveir ráðherranna, sem | Papadopoulos sýknaður af landráðaákœru George Papadopoulos (t.v.) og Dimitrios Ioannides, fyrrum yfirmaður leynilögreglunnar, við réttarhöldin i Aþenu. undirrituðu tilskipunina á sinum Evrópu. Þeim verður nú frjálst tima, flýðu siðar til Vestur- að snúa aftur. Ford afþakkar „come-back" Nixons Ford Bandarikjaforseti sagði i sjónvarpsviðtali á sunnudaginn, að hann teldi ekki að Nixon, fyrrum forseti, ætti i framtiðinni hlutverki að gegna i rikisstjórn sinni. Hann bætti þvi við, að hann teldi ekki að viturlegt væri af Nixon að snúa aftur til opinbers lifs. Er forsetinn var spurður um álit á þvi, hvort hann teldi við- eigandi eða gagnlegt, að Nixon sneri aftur til opinbers lifs, svaraði hann: „Ég álit ekki að það sé i hans eigin þágu, og jafnvel þótt hugsað væri lengra.” Fagnað úrskurði í máli Quinlan Vatikanið hefur látið i ljós létti yfir úrskurði bandariska dómarans Roberts Muirs um að Karen Anne Quinlan fái ekki að deyja fyrir tilstilli lækna. Vatikanið hefur allt frá upphafi verið andvigt þvi, að Karen fengi að deyja, eins og foreldrar hennar hafa óskað eftir. Áhrifamikill guðfræðingur i Páfagarði, faðir Gino Concetti, skrifaði nýlega i blað Vatikansins, L’Osservatore Romano, að það væri „enginn réttur ti! dauðans, það er að- eins til réttur til að lifa.” Rússar njósna um flota- œfingar NATO Herafli átta NATO-rikja, með mörg hundruð flugvéla, hóf i gær mestu heræfingar bandalagsins á sjó á þeásu ári. Sovézk skip og flugvélar fylgj- ast gaumgæfilega með æfing- unum. Norðurstjórn NATO sagði i yfirlýsingu um heræfingarn- ar, að rúmlega 17000 menn tækju þátt i þeim. Æfingarnar eru miðaðar við að verið sé að leita að kafbátum út af vestur- strönd Skotlands. Heiti áætl- unarinnar er „Ocean Safari”. Æfingarnar standa i 10 daga og munu ná yfir svæði á Norð- austur-Atlantshafi og Noregs- hafi sömuleiðis.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.