Dagblaðið - 14.11.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Föstudagur 14. nóvember 1975.
BIAÐIÐ
frfálst, úháð datfblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Simonarson
Iiönnun: Jóhannes Reykdal
Blaöamcnn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiösla Þverliolti 2, simi 27022.
Tilfærslukerfin blífa
Gamansamir menn segja, að nú sé
verið að reikna, hvort betra sé að fara
út- og suðurfærsluleiðina eða norður-
og niðurfærsluleiðina. Slikir brandar-
ar eru vel viðeigandi i þjóðfélagi, þar
sem flest vandamál efnahagslifsins
eru leyst til bráðabirgða með tilfærsl-
um.
Menn muna hvernig næstsiðasta rikisstjórn
þurfti einu sinni siðla á ferli sinum að velja milli
svonefndrar uppfærsluleiðar, niðurfærsluleiðar og
millifærsluleiðar. Að baki þessara nafngifta liggur
sú dapurlega staðreynd, að efnahagslifið er i stór-
um dráttum orðið að bókfærslukerfi hjá hinu opin-
bera.
Hér rikir tiltölulega fullkomin jafnaðarstefna i
efnahagslifinu. Rikið hefur tekið að sér að sjá um
atvinnuvegina og flestir virðast ætlast til, að svo sé.
Þetta leiðir til þess, að haldið er uppi framleiðslu i
úreltum og dýrum atvinnuvegum, sem ekki eru til
þess fallnir að standa undir góðum lifskjörum. I
staðinn er hagvaxtar- og lifskjaragreinum haldið
niðri.
Ofnýting margvislegra tilfærslukerfa i hálfa öld
hefur komið efnahagslifinu i slika bókhaldsflækju,
að útilokað er orðið að meta raunverulegt gildi
einstakra þátta atvinnulifsins. Ekki er unnt að bera
saman afköst og fyrirhöfn hliðstæðra innlendra og
erlendra atvinnugreina. Þvi siður er hægt að haga
hinum ytri aðbúnaði atvinnulifsins á þann veg, að
hagkvæmustu greinarnar eflist á kostnað þeirra,
sem óhagkvæmastar eru.
I þessu jafnaðarkerfi er stefnt að þvi, að út komi á
núlli rekstur sem flestra þátta atvinnulifsins. í þvi
skyni er beitt margvislegum tilfærslum, svo sem of
háu gengi, sjóðakerfi, millifærslum, niðurgreiðsl-
um, uppbótum og lánakjörum. Að svo miklu leyti
sem þetta dugir ekki kemur rikissjóður sjálfur til
skjalanna með þvi að auka skuld sina við Seðla-
bankann og magna þannig verðbólguna.
Engum virðist nú detta i hug önnur lausn á núver-
andi efnahagsvanda en sú að fylgja einhverri hinna
gamalkunnu bókhaldsaðferða. Að visu hefur ein
leiðin, svonefnd uppfærsluleið, sem áður var
einfaldlega kölluð gengislækkun, verið farin svo oft,
að hana má ekki lengur nefna. Mest gamna menn
sér við möguleika á niðurfærsluleið, sem lika ver^
ar eins og gengislækkun, en hefur verið svo sjalaan
notuð, að hún er ekki eins óvinsæl um þessar mund-
ir.
Tilfærslukerfin hafa i hálfa öld dregið verulega úr
hagvexti hér á landi og eiga mikinn þátt i þvi, að ís-
lendingar verða að vinna óhóflega langan vinnudag
til að komast i lifskjörum i samjöfnuð við
nágrannaþjóðirnar. Þetta gildir meira að segja um
starfsfólk i fiskveiðum og fiskvinnslu, sem löngum
hefur haldið uppi þjóðarbúinu. Tilfærslukerfin hafa
nefnilega um langan aldur stefnt starfskröftum og
fjármagni i rangar áttir.
Vegna alls þessa er ekki nema sanngjarnt að tala
um val milli út- og suðurfærsluleiðar annars vegar
og norður- og niðurfærsluleiðar hins vegar. öll þessi
bókfærslukerfi hins opinbera eru rangfærsluleiðir,
sem hindra þjóðarskútuna i að sigla á fullum
dampi.
Rafael Trujillo Molina, forseti Dóminíkanska lýðveldisins:
MESTI ÞJOFUR
VERALDAR?
Á 30 árum dró hann sér helming allra eigna landsins
Veröldin er yfirfull af þjófum,
er sagt. Þjófar eru af ýmsu tagi.
Þeir, sem verst verða úti úr hópi
þjófa, eru smáþjófarnir. Þeir
eiga yfir höfði sér refsingu og for-
dóma þjóðfélagsins. Stórþjófarn-
ir, sem stela milljónum og millj-
örðum, ganga lausir yfirleitt.
Einn af mestu þjófum okkar
tima — ef til vill sá allra mesti —
var Rafael Trujillo, einræðis-
herra i Dóminikanska lýðveldinu.
Þegar hann gekk á fund feðra
sinna 1. júni 1961 var hann talinn
vera 1520 billjóna virði. Það er á-
gætis skotsilfur.
En hann gerði ein meiriháttar
mistök, sem kostuðu hann lifið.
Hann fór að gera sér dælt við
kommúnista.
Langurog miskunnarlaus arm-
ur bandarisku leyniþjónustunnar
CIA náði til hans.
í skottinu á
yfirgefnum bil
Endalok Trujillos urðu blóðug.
Fyrstgerðist þaðað sitthvað þótti
benda til þess að hann hefði lent i
„einhverju”: blóðpollur, hers-
höfðingjaskikkja hans, glerbrot
og tómt magasin sjálfvirkrar
skammbyssu. Daginn eftir fannst
lik hans sundurskotið i farangurs-
geymslunni á yfirgefnum bil.
Hann hafði sjálfur endað lif sitt
á sama hátt og hann hafði látið
svo marga aðra enda sin á.
Er Trujillo dó 1961 var hann
þekktur og fyrirlitinn fyrir að
vera einhver blóðugasti harð-
stjóri veraldar. Sá hluti ferils
hans er rækilega kortlagður.
Minna hefur verið vitað með
vissu um haganleg viðskipti hans
sem þó eru ekki siður fróðleg
lesning.
Byrjaði sem
hestaþjófur
Rifjum upp nokkur atriði um
fortið Trujillos:
Rafael Trujillo fæddist 1891 i
smábæ skammt frá höfuðborg-
inni Santo Domingo. Faðir hans
var póstþjónustumaður.
Tiu ára gamall komst Trujillo i
skóla. Fjórum árum siðar lauk
skólagöngu hans og fjórum árum
eftir það gerðist hann simritari.
1912 skipti hann um atvinnu og
gerðist hestaþjófur og veðmang-
ari. Tæpum fimm árum siðar
réðst hann til bandarisks sykur-
fyrirtækis sem ráðgjafi og eftir-
litsmaður. Ekki liðu nema tvö ár
þangað til hann hafnaði i fangelsi
ásamt Petan bróður sinum. Þeir
höfðu falsað vöruskýrslur og
dregið sér fé.
Hann var orðinn 27 ára gamall
þegar hann slapp úr fangelsinu
eftir að hafa afplánað sex mán-
aða dóm. Þá grunaði engan að
Rafael ætti eftir að verða forseti
og einn auðugasti maður verald-
arinnar.
Njósnir fyrir
Bandarikin
Stóra tækifærið kom 1919 þegar
Bandarikjaher gerði innrás i ey-
rikið til að koma á jafnvægi inn-
anlands, einskonar forsmekkur af
innrásinni 1965.
Trujillo réðst sem njósnari til
bandariska setuliðsins. Fljótlega
varð hann undirforingi i alræmd-
um her sem settur var i að bæla
niður mótmæli alþýðu landsins er
oft brauzt út i skæruhernaði.
Það tók Bandarikin þrjú ár að
koma ástandinu i Dóminikanska
lýðveldinu i þolanlegt ástand.
Setuliðið fór úr landi og Trujillo
reis til metorða i hernum. í laumi
fór fram blóðug valdabarátta inn-
an hersins og Trujillo varð yfir-
maður heraflans 1927.
Einn i framboði.
Fljótt er fariðyfir sögu. Þrem-
ur árum siðar var Trujillo kjörinn
forseti iandsins. Hann var forseti
i 31 ár, til æviloka.
STÚDENTAR Ul
f———
Fyrir mörgum árum gerði
Kristján Albertsson það að tillögu
sinni að teknar yrðu upp óvenju-
legar refsingar yfir ósiðuðum
ungum mönnum, sem réðust á
gamlar konur og beittu þær of-
beldi. Hann lagði til að þeir væru
rassskelltir opinberl. á Lækjar-
torgi eða lokaðir þar inni i búri,
svo allir mættu skoða þessi
afstyrmi. A bak við bjó hjá
Kristjáni i stranglegu aldamóta-
siðgæði hans, að' hann taldi að
gæjar þessir stæðu ekki á hærra
siðgæðis- og menningarstigi en
forfeður okkar, aparnir i frum-
skóginum. Þvi væri eðlilegt að
loka þessi dýr inni i búri eins og
hverjar aðrar skynlausar skepn-
ur.
Auðvitað tök enginn alvarlega
þessar makalausu tillögur
Kristjáns, þó hann hefði orðið
fyrstur til að „uppgötva” Kiljan
og þó hann setti þær ábyggilega
fram i' fullri alvöru. Þær urðu um
skeið gamanmál yfir kaffibollum
á Hressó. Og auðvitað vorum við
allir svo hámenntaðir og frjáls-
lyndir, að þetta varð ekkert nema
grfn. Við nútimamenn erum svo
mannúðarfullir og hátt upp hafnir
yfir likamlegar refsingar og
gapastokka, sem geta sært
viðkvæmar sálir, að auðvitað
kom þetta ekki til greina.
En nú get ég ekki að þvi gert, að
það hvarflar að mér i raun og
veru, hvort ekki sé kominn timi til
að taka i praxis hugmyndir
Kristjáns Albertssonar. Þær
fréttir utan frá Noregi, að hópur
íslenskra námsmanna i Björgvin
hafi tekið sig til og reist islensku
rikisstjórninni niðstöng ásamt
með særingum og bölbænum, eru
svo ógeðslegar og strákslegar, að
það hvarflar að manni, hvort við
ættum ekki að gera út safari-
leiðangur til vesturstrandar
Noregs, veiða þessi villidýr i net
og gildrur, hvar sem þau eru á
stjái I greniskógarrjóðrum upp
um Flöjen, og flytja þau heim i
búri. Ég vil nú ekki leggja til að
farið verði að rassskella þau á
Lækjartorgi, til þess er ég alltof
viðkvæmur dýravinur, en hitt
væri ei svo fjarri lagi að koma
upp búri fyrir hópinn i Sædýra-
safninu i Hafnarfirði við hliðina á
simpönsunum, svo mætti merkja
það „íslenskir stúdentar frá
Björgvin. Aðvörun, þeir klóra og
blta.”
Siðan væri sjálfsagt að Sædýra-
safnið fengi námsstyrki þessa
„rúmpulýðs”, svo að það kæmist
úr kröggum og gæti bætt við
hliðina búrum með fleiri tegund-
um af órangútönum og apakött-
um.
Niðstöngin við Björgvin er
hámarkið i þeirri ógeðslegu
heimtufrekju, stráksskap og
dónahætti sem svokallaðir for-
ustumenn stúdenta hafa sýnt i
haust vegna takmörkunar og
skerðingar námslána. Ég held
það sé nú alveg ljóst að
framkoma þessara ungu óupp-
dregnu pilta hefur hneykslað
þorra almennings og er hætt við
að hún skaði málstað stúdenta i
framtiðinni. Stúdentar skammast
sin margir fyrir þetta og óvild
alþýðustétta i þeirra garð hefur
vaxið stórkostlega og sú spurning
gerist áleitin viða, hvers vegna sé
verið að moka milljarðafjár-
magni i þessa einskisnýtu iðju-
leysingja og ræfla sem hugsi ekki
um nema eitt af tvennu, að
slæpast eða komast sem allra
billegast og fljótast með rikis-
styrkjum upp á hálaunadyngjur
skriffinnskunnar.
Ég er nú ekki alveg sammála
þeim hörðu orðum sem ég heyri
viða um svokallaðan „stúdenta-
skril”. En hitt gefur auga leið að
pottur er brotinn. Það er ekki
verst að þeir eru heimtufrekir,
hitt er enn miklu verra að þar fer
saman heimtufrekja og
ábyrgðarleysi. Setja verður það
frumskilyrði að sá, sem heimtar
og fær, sýni að hann er þess verð-
ur að fá.
Alveg sama gildir hina svo-
kölluðu þrýstihópa i þjóðfélaginu.
Það versta við þá er að þeir eru
ábyrgðarlausir og búa hvorki um
né sópa gólfin I sinu sóðabæli.
Þegar þeir hafa þröngvað sinu
fram, er þeim skitsama, hvernig
allt rekur á reiðanum i sóun, mis-
munum og ranglæti.
Um leið og stúdentar mynduðu
hagsmunasamtök til að heimta,
þá láðist þeim að samtökin skyldu
líka vera ábyrg og tryggja að
þeim gifurlegu fjármunum, sem
veitt var til þeirra, væri heiðar-
lega og réttlátlega úthlutað. Það
er nú ljóstað svo hefur ekki verið.
Engin innri gagnrýni eða aðhald
virðist þekkjast i samtökunum.
Ekkert var rumskað við i þessu,
meðan Islendingar voru eyðslu-
rikir og allir voru að swinga með
milljónir. En nú þegar að kreppir
og allir sjóðir eru tæmdir, er
þetta eitt af mörgu, sem hlýtur að
lenda undir smásjá og verður að
færast i lag áður en peningaaustri
er haldið áfram úr tómum rikis-
sjóði.
Tvennar óhæfur eru aðallega
gagnrýndar. I fyrsta lagi að slæp-
Föstudags-
grein
ingjar geti spilað upp á styrk og i
öðru lagi að vel stæðir menn með
góðar tekjur geti bætt við sig
námslánum til að lifa swingandi
ljúfu lifi. Sterkur orðrómur er um
að báðar þessar fáránlegu öfgar
viðgángist i sk jóli þess að lánaút-
hlutun fer fram ómanneskjulega I
gegnum tölvur án alls tillits til
persónulegs hags. Þessu verður
hvoru tveggja að kippa i lag og
enginn er fremur til þess skyldur
að axla þá ábyrgð en einmitt
samtök námsmanna, sem ættu
með heilu kerfi umboðsmanna að
vera öllum hnútum kunnug. Ekki
er rétt að taka mikið mark á
heimtufrekju námsmannasam-