Dagblaðið - 14.11.1975, Blaðsíða 14
14
Dagblaðið. Föstudagur 14. nóvember 1975.
ipElPjör að fœrast í
Sheriff
— gamalreyndir
popparar með nýja
hljómsveit
Ef til vill hafa ein-
hverjir lesendur Dag-
blaðsins heyrt minnzt
á hljóms veitina
SHERIFF i auglýs-
ingum i hernámsút-
varpinu á Keflavikur-
flugvelli. Þarna er
ekki um neina mis-
heyrn að ræða, —
hljómsveitin er svo
sannarlega til.
Sheriff var stofnuð fyrir
tæpum mánuði af þeim Ara
Jónssyni, Clyde „Barrow"
Autrey, Kristjáni Blöndal og
Jóni Pétri Jónssyni. Þarna er
um að ræða gamalreynda
hesta i bitinu svo að varla ættu
menn að verða sviknir af þvi
sem þeir hafa upp á að bjóða.
Þeir félagarnir einbeita sér
að rokki og aftur rokki. Tón-
listin, sem þeir taka fyrir, er
að mestu leyti bandarisk, ætt-
uð frá hljómsveitum eins og
James Gang, Lynyrt Skynyrd
og fleiri slikum. Einnig hafa
þeir samið nokkur lög.
Að sögn þeirra voru viðtök-
urnar á Vellinum mjög góðar,
er þeir léku þar i siðustu viku.
—AT—
leikinn hjá Change
— Björgvin Halldórsson í viðtali við Dagblaðið
,,Við höfum verið mjög upp-
teknir að undanförnu, eða allt
siðan við komum til London. Ég
hef verið sjálfur með Hljómum i
nærri mánuð við upptökur og þeir
hinir gerðu Ábótar-plötu,” sagði
Björgvin Halldórsson um
Change, en hann er hér heima i
einkaerindum um stuttan tima.
,,1 rauninni hefur ekkert gerzt i
okkar meiriháttar málum i Bret
landi,” sagði Björgvin, „vegna
þessa, sem ég gat um, og eins af
þvi að við erum fyrst þessa
dagana að fá þau tæki sem okkur
hefur vantað til að geta spilað.
Ýmsu hefur orðið að fresta.
Til að vera með allt á hreinu er
lika verið að ganga frá ýmsum
lagalegum atriðum.”
Að sögn Björgvins verður
hljómsveitin farin að leika opin-
berlega i Bretlandi eftir 10-12
daga gangi allt skv. áætlun.
Dráttur hefur orðið á Frakk-
landsferð Change og er nú unnið
að samningagerð um framkomu
á u.þ.b. 20 diskótekum, sem rekin
eru af The Bailey Circuit.
Þá kom ný tveggja laga plata,
„Wild Cat” / „Hold On”, út i
Bretlandi um sí. mánaðamót og
EMI vill fá fjögur ný lög i
upptökusafn sitt með Change. 1
hópi þessara fjögurra laga verður
MARKAÐSTORG
HÉGÓMANS
Leikhús fáránleikans rikir
enn yfir enska vinsældalistan-
um þessa vikuna. — David
Bowie er i fyrsta sæti með Space
Oddity. Stutt kvikmynd varð
gerð til að kynna lagið og að
sögn nýtur það sin mun betur
þar heldur en beint af plötunni.
1 öðru sæti eru svo Roxy
Music með lofgjörð til fárán-
leikans, Love Is The Drug.Ekki
hefði veitt af kvikmynd til að
kynna það lag. — 1 sjötta sæti
eru tveir meðlimur Moody
Blues, þeir Justin Hayward og
John Lodge með ágætis lag,
Blue Guitar. — Það sem mesta
athygli vekur þessa vikuna er
að Jim Capaldi, Traffic-
meðlimur, þeysist úr 22. sæti i
það áttunda með lagið Love
Hurts.
1 Bandarikjunum er Elton
John enn i fyrsta sæti með
Island Girl, ósköp venjulegl
Eltonjohnlag, i engu frábrugðið
þvi sem hann hefur verið að
England
gera áður. — Annars er ósköp
litið um bandariska listann að
segja, nema helzt að dóttir
söngvarans gamla, Nat King
Cole, er komin á lista. Sú heitir
Natelie Cole og er i tiunda sæti
með lagið This Will Be.
David Bowie: nr. 1 i Bretlandi,
ekki á lista i USA.
1. < 1) Space Oddity.........................David Bowie
2. ( 2) Love Is The Drug ...................Roxy Mucic
3. ( 8) Hold Back TheNight......................Trammps
4. ( 4) Rhinestone Cowboy...................GlenCampbell
5. (18) D.I.V.O.R.C.E........................Billy Conolly
6. (11) Blue Guitar.............Justin Hayward/John Lodge
7. ( 3) IOnly Have Eyes For You.............Art Garfunkel
8. (22) Love Hurts ...........................Jim Capaldi
9. ( 4) Feelings.............................Morris Albert
10. ( 6) What A Difference A Day Makes........Ester Phillips
BANDARÍKIN
1.
2.
3.
4.
5.
(>.
7.
8.
9.
10.
( 1)
( 8)
(10)
( 7)
( 5)
(12)
( 9)
( 6)
(13)
(11)
Island Girl.....................-.........Elton John
Fly, Robin, Fly.....................Silver Convention
The Way I Want To Touch You......Captain And Tennille
HeatWave .............................Linda Ronstadt
Low Itider......................................War
That’s The Way I Like It..KC And The Sunshine Band
Who Loves You...........................Four Seasons
Lyin’ Eyes...................................Eagels
Nights On Broadway.........................Bee Gees
This WillBe.............................Natelie Cole
—AT—
m.a. „Memphis, Tennessee” eftir
Chuck Berry.
„Það er verið að klára LP-
plötuna svona smám saman,”
sagði Björgvin. „Þetta verður allt
að fá að hafa sinn gang og taka
sinn tima. Þeir eru að gera ýmsar
lagfæringar á nokkrum lögum,
eins og t.d. „Magic Man”.
Fyrri tveggja laga platan, sem
einnig kom út hérlendis (sú nýja
gerir það líklega ekki), seldist i
um 6000 eintökum i Bretlandi,
sem er gott fyrir nýja og óþekkta
hljómsveit.
„Við hlökkum til að fara að
spila,” sagði Björgvin að lokum.
„Við erum með mörg ný lög og
fullir áhuga. Sjálfur hef ég hug á
að gera sólóplötu þegar fyrsta
skorpan hjá Change er afstaðin.
Ég er með nokkur lög i kollinum
og svona aðeins farinn að spá i
þetta.”
—ÓV
Björgvin við upptöku ósamt Hljómum i London
DB-mynd: HP.
Ákvörðun um kaup
ó 24 rásum verður
tekin fljótlega"
— segir Sigurjón Sighvatsson í Hljóðrita
„Við ætlum að biða og sjá
hvernig útkoman verður úr jóla-
márkaðnum áður en ákvörðun
verður tekin um hvort við
kaupum 24ra rása stúdió til
landsins,” sagði Sigurjón Sig-
hvatsson, framkvæmdastjóri
stúdiósins Hljóðrita i Hafnarfirði
i samtali við fréttamann blaðsins
i gærkvöldi.
Við verðum i raunipni að
stækka til þess einfaldlega að
fylgjast með i tæknilegri þróun.
Iskyggilegt ástand I efnahags-
málum þjóðarinnar bremsar
okkur þó aðeins af i augnablikinu.
Átta rásir, eins og við erum með,
eru góðar út af fyrir sig en annað-
hvort er að taka þetta af fullri
alvöru eða ekki,” sagði Sigurjón
ennfremur.
Jónas R. Jónsson, upptöku-
maður og einn eigenda fyrir-
tækisins, er kominn aftur frá Los
Angeles, þar sem hann dvaldist
um nokkurra vikna skeið við að
kynna sér upptökur og upptöku-
tækni. Var hann viðstaddur
margar merkilegar upptökur og
kynntist ýmsu ágætu fólki.
Blaðinu tókst ekki að ná i Jónas i
morgun til að spyrja hann nánar
um dvöl hans vestra. ÓV
Átta rása borðið í Hafnarfirði: „Gott, svo langt
sem það nœr.7' — DB-mynd: BP.
Plötusnúðar troða upp
„Við ætlum að halda svona....
ja, ég veit eiginlega ekki hvað
ég á að kalla það... eins konar
plötusnúðaskemmtun I Laugar-
ásbiói á morgun klukkan tvö,”
sagði Vilhjálmur Astráðsson
sýningarmaður i Laugarásbiói
er við spurðum hann um orðróm
þess efnis að hann ætlaði að fara
að gera eitthvað geysilega ó-
venjulegt.
,,Ég hef fengið plötusnúðana,
Vigni Sveinsson I Klúbbnum og
Stuart Austin á Óðali, til að
koma fram,” bætti hann við,
,,og einnig koma fram 10—15
manns og sýna nýjustu dans-
ana, svo sem bump, hustle og
þess háttar.”
Þessi skemmtun er aðallega
ætluð krökkum á aldrinum
12—16 ára en að sjálfsögðu eru
allir velkomnir. Fyrrgreindur
aldurshópur hefur mjög fá tæki-
færi til að skemmta sér á diskó-
tekum. Að sjálfsögðu verður
þetta þó ekki sambærileg
skemmtun, þar sem gestirnir
geta einungis setið og hlustað á
plötusnúðana.
En nú eru engin hljómtæki i
Laugarásbiói sem geta fullnægt
kröfum atvinnuplötusnúða. Við
spurðum Vilhjálm um þetta at-
riði.
„Við höfum að sjálfsögðu ekki
gleymt þvi,” svaraði hann.
„Diskótekið Aslákur og hljóm-
sveitin Paradis voru svo elsku-
leg að lána okkur öll hljómtæki
og ég er þeim alveg geysilega
þakklátur fyrir það. Þarna gefst
fólki einnig kostur á að sjá alla
ljósadýrðina sem Paradis hefur
fjárfest i, svo að þetta ætti að
verða fyrir margra hluta sakir
forvitnileg skemmtun,” sagði
Vilhjálmur að lokum. —AT—