Dagblaðið - 14.11.1975, Síða 24

Dagblaðið - 14.11.1975, Síða 24
frjálst, óháð daghlað Föstudagur 14. nóvember 1975. „ÉG lifði EINS OG GREIFI" — sagði 15 ára piltur sem stal á 5. hundrað þúsund kr. til að njóta „hins Ijúfa lífs" Fimmtán ára piltur i Keflavik viðurkenndi i gær að hafa brot- izt inn i sölubúð kaupfélagsins við Faxabraut 28. október og stolið þaðan peningakassa með 2—300 þúsund kr. i. Sami piltur viðurkenndi i gær að hafa i fylgd með öðrum 14 ára pilti brotizt inn i Gagnfræðaskóla Keflavikur i fyrrinótt og stolið þaðan um 130 þús. kr. og unnið þar gifurleg skemmdarverk. John Hill rannsóknarlög- reglumaður i Keflavik vann að rannsókn þessa máls. Kvað hann piltinn hafa verið undir grun og var hann meðal þeirra sem yfirheyrðir voru er kaupfé- lagsþjófnaðurinn var i rann- sókn. Þar var. hann einn á ferð og harðneitaði öllu. 1 gær gaf hann sig og viðurkenndi glæp- inn. 1 kaupfélagskassanum voru 2—300 þús kr. Hluti af þvi var i ávisunum og brenndi hann þeim. Fénu hafði hann öllu eytt i lystisemdir. „Lifði eins og greifi”, eins og hann orðaði það sjálfur. Á uppsprengdan pen- ingakassann visaði pilturinn i söluskúr við iþróttavöllinn. i innbrotinu i skólann var hann með 14 ára pilti, sem er i skólanum og hafði hlerað að peningafúlga væri þar geymd vegna bókasölu. Sá 14 ára var drukkinn við innbrotið. Þeir leituðu fyrst i skólastjóraskrif- stofunni, fundu ekkert, urðu reiðir og hófu skemmdarverkin. Þá eygðu þeir skjalaskápinn, sem þeir brutu upp. Þar var „fjársjóðuriiin”, alls 170 þús. kr„ en þeir skildu ávisanir eftir en höfðu á brott með sér rúm- lega 130 þús. kr. i peningum. f fórum piltanna fundust 137 þús. krónur og var þeim skilað til skólans. Yngri pilturinn var sendur á upptökuheimilið i Kópavogi. ASt Krakkarnir í Árbœ grípo til sinna ráða Gamalt hús á Selásbletti 2 i Ar- bæjarhverfi hefur lengi verið mörgum til ama, ekki sizt skóla- fólki i Arbæjarskóla. Lögreglunni hafa borizt margar kærur um svall og óreglu þarna en þangaö hafa leitað ýmsir ógæfumenn þjóðfélagsins. Nú hefur ibúum hússins verið komið fyrir annars staðar en eigandi þess ekki efnt loforð um lagfæringar eða niður- rif. Nú hafa krakkar i hverfinu tek- ið til sinna ráða og eru byrjuð á niðurrifi hússins. Óttast lögreglan að þau geti farið sér að voða við þetta niðurrif og hefur tvivegis haft afskipti af þeim við iðju þeirra. Þyrftu yfirvöld þarna að gripa inn i og koma i veg fyrir aö slys geti af hlotizt. —ASt. MEÐ ÁMINNINGUM" “ ;ií ^ „BYRJUM „Við höfum alltaf byrjað með áminningum,” sagði Pétur Sig- urðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, laust fyrir hádegið. „Við erum ekki komnir að neinum ennþá en sjáum, hvað setur. Það var vitlaust veður f nótt fyrir vestan, og togararnir voru inni á fjörðunum. Þeir voru að leggja út i morgun. Enginn brezkur togari var undan Suðurlandi, allt að Hvalbak. Þar hafa verið einn og tveir siðustu daga,” sagði Pétur. „Fyrir norðan var spáð vonzku veðri. Við gerum ráð fyrir, að flestir brezku togararnir haldi sig fyrir austan. Enn ligur laust, hvað gert verður,” sagði hann. Islenzkir ráðherrar hafa lýst yfir, að engin grið verði gefin Bretum, þótt ráðherrann Hattersley sé væntanlegur um helgina til við- ræðna við Islendinga. Allar undanþágur útlendinga til veiða innan 200 milna runnu út á miðnætti siðastliðnu. Brezki sjávarútvegsráð- herrann Edward Bishop sagði i gær, að Bretar væru reiðubúnir að fallast á 200 milna efnahags- lögsögu, ef um það yrði samið á alþjóðlegu hafréttarráð- stefnunni, en ekki fyrr. Hann mótmælti þvi, sem hann kallaði „ryksuguveiðar” sumra rikja og sagði, að þær striddu gegn sjónarmiðum umhverfis- verndar. HH Hér eru leifar bilsins sem ekið var aftan á kyrrstæðan dráttarvagn Vegagerðarinn- ar austur á Djúpavogi 8. nóvember sl. 1 þessu slysi hlutu þri'r piltar mikil meiðsli og einn þeirra liggur enn meðvitundarlaus i gjör- gæzludeild Borgarspitalans. Er hann þar i öndunarvél vegna heilaskemmda er hann hlaut i slysinu. — ASt.— Með breyttu fyrirkomulagi tannlœkninga Gullœði" á íslandi Menn eru farnir að kalla þetta „gullæði”. Meö breyttu fyrir- komulagi á tannviðgerðum skólabarna er tannlækni i sjálfsvald sett, hvaða ókeypis aögerðir hann telur nauðsynleg- ar. Þar á meðál gullfyllingar. Otkoman eru miklu meiri að- gerðir og hærri reikningar en áður var. Gisli Teitsson framkvæmda- stjóri Heilsuverndarstöövarinn- ar sagöi i viðtali viö Dagblaðið, að öll skólabörn á aldrinum 6—15 ára ættu nú rétt á fuli- komnum, algerlega ókeypis tannlækningum, að frátöldum tannréttingum, eftir samkomu- lag við tannlæknafélagið frá 19. april siðastliðnum. Þetta hefði valdið miklum breytingum. Börn 3—5 ára, unglingar 16 ára, fólk eldra en 67 ára og ör- orkulifeyrisþegar eiga rétt á aö fá helming kostnaöar við tann- lækningar endurgreiddan, nema gullfyllingar, krónu- og brúargerðir. Þeir, sem fá þessa þjónustu, framvisa reikningum hjá sjúkrasamlagi. „Nú eru læknar i vaxandi mæli að segja upp hjá skólatannlækningum,” sagði Gisli. Börnin eru látin koma i stofu tannlæknisins. 1 skólatannlækningunum fær læknirinn aðgang að stofu og tækjum, en læknarnir vilja greinilega heldur fá börnin i stofuna til sin. Gisli kvaðst hafa séð reikninga hjá sjúkra- samlaginu og hefðu þeir verið allt upp i 231 þúsund krónur fyr- ir slikar aðgerðir. „Niðurstaðan er, að reikningarnir hafa hækk- að,” sagði Gisli. Hann benti á, að fyrir ókeypis gullfyllingar væru siðustu forvöð, þegar ung- lingurinn væri 15 ára. Þvi er lagt i slikar aðgerðir af kappi, áður en unglingurinn verður 16 ára, þvi að eftir það eru gullfyllingar ekki lengur ó- keypis. Þvi sýna nú æ fleiri ung- lingar gullfyllingarnar sinar, þegar þeir brosa og tannlækn- arnir hafa fengið „mokbis- ness.” —HH ÞINGMENN AFSALA SÉR LAUNUM! Nokkrir alþingismenn hafa afsalað sér kaupi, það er að segja þeim kennaralaunum, sem þeir höfðu áður haldið sam- kvæmt „kerfinu”. Þingmennirnir Karvel Pálmason, Jónas Árnason, Helgi Seljan og Sigurlaug Bjarnadóttir hafa náð samning- um um að sá hluti kennara- launa, sem kerl'ið ætlaði þeim, verði felldur niður. Samkvæmt þeim reglum, sem gilda um laun þingmanna, geta þeir haldið læpum þriðjungi launa, er þeir hafa sem opinberir starfsmenn, þegar um ræðir þingmenn utan af landi. Jónas Árnason sagði i viðtali við Dag- blaðið að sig hefði fýst að af- neita þessum launum fyrr. Sá hængur hefði verið á, að við það hefðu falliö niður margs kyns réttindi, sem hann hefði haft, svo sem lifeyrissjóðsréttindi. „Maður heföi ekki átt i neitt hús aö venda,” sagði Jónas, ,,ef kennarastarfið hefði algerlega veriö lagt niöur. Nú hefur verið samið um, að við höldum rétt- indum okkar sem kennarar en launin falli niður.” Jónas kvaðst hafa starfað um tima kauplaust viö aukakennslu. i Stýrimannaskólanum, þvi að sér hefði fundizt óréttlátt að þiggja laun samkvæmt kerfinu fyrir ekki neitt. Nú er eftir að sjá, hvort aðrir þingmenn, sem eru jafnframt opinberir starfsmenn, fylgja i fótspor kennaranna. —Hll Tónlistarf élagið býður upp á nýjung: Leika saman á tvö píanó Það mun vera harla óvenju- legt hér á landi, aö pianóleik- arar flytji tónlist sina saman á tvö pianó. Svona samleikur hefur að undanförnu rutt sér mjög til rúms erlendis og nýt- ur orðið mikillar hylli. Á morgun, laugardag, munu pianóleikararnir Halldór Har- aldsson og Gisli Magnússon leika nokkur verk, frumsamin eða umsamin fyrir tvö pianó. Hljómleikar þessir verða á vegum Tónlistarfélagsins i Reykjavik og verða haldnir i Háskólabiói. Þeir hefjast klukkan liálf þrjú.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.