Dagblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Laugardagur 6. marz 1976 — 52. tbl.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, simi 27Q22.
Tílboð um smíði hraðskreíðs
varðskips streyma að
— Ný þyrla vœntanleg á nœstunni
Kappar fornaldar í göngugötunni
Þessir tveir kappar voru að kljást í hinna friðsamari af víkingaættum, munurinn, annar með sverð hinn
göngugötunni í gær, vígalegir sem sem þarna áttu leið hjá. Ekki vitum aðeins tvo skildi til varnar! — DB-
kappar fornaldarinnar, og vöktu að við hvernig fór hjá köppunum . mynd Björgvin.—
vonum nokkurn ugg í brjóstum en talsverður fannst okkur aðstöðu-
„Það streyma inn til okkar tilboð
um smíði eða sölu á hraðskreiðum
skipum til gæzlustarfa,” sagði
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar í viðtali við
DB í gær.
Hann sagði að þessi tilboð kæmu
ýmist beint að utan eða í gegnum
innlenda aðila. Þau væru mjög mis-
munandi og mismunandi skip í boði.
Fljótt á'litið sagði Pétur að gera
yrði þær kröfur til þess háttar skips,
að það kæmist hratt yfir á úthafínu
við misjöfn veðurskilyrði, fremur en
miðað væri við að það færi með
ströndum og gæti skotizt út þegar
tilefni gæfist' til og þá aðeins í
þokkalegu veðri.
Til þess að uppfylla fyrri kröfurnar
sagði hann að ekki kæmi til greina
minna skip en nokkur hundruð tonn
að stærð, minni skip yrðu að draga
verulega úr hraða ef eitthvað væri að
veðri.
Nú hefur verið skilað bráðabirgða-
greinargerð til dómsmálaráðuneytis
og er þar einkum mælt með tveim
jerðum skipa. Annars vegar er um að
ræða bandarísk skip af Asheville
gerð, og koma þar tvær útgáfur til
greina, og hins vegar Mirka smá-
freigátum, smíðuðum í Rússlandi.
Dómsmálaráðuneytið hefur þegar
óskað eftir við Bandaríkjastjórn, að
Asheville skip verði látið í té og er
skírskotað til varnarsamningsins í því
sambandi. Nú eru að hefjast við-
ræður á Alþingi og meðal fjárveit-
inganefnda um aukinn fjárstyrk til
Gæzlunnar og það stóraukinn, því á
næstunni er væntanleg ný meðal-
;tór þyrla, sem hentug verður til
nota á varðskipum. G.S.
baksíða
Siglir kœnu
frá írlandi
— hefur viðkomu
á íslandi
— sjá nánar um
Brendan-
leiðangurinn
- bls. 7
Fúlsaði við
5-6 þúsund
krónum
Brotizt var inn í Netaverkstæði
Suðurnesja í fyrrinótt og þar gerð
atlaga með sleggju að peninga-
skáp. Ekki hafði þjófurinn erindi
sem erfiði því skápurinn lét ekki
undan. Skemmdir voru unnar á
skrifborðr í skrifstofum fyrir-
tækisins. í skrifborðinu voru 5—6
þúsund krónur en þjófnum
fannst lítið til þeirrar upphæðar
koma og skildi hana eftir. AST.
Skuldabréfum og
víxlum stolið
úr íbúð
Skjalatösku var stolið úr
íbúðarhúsi í Garðabæ milli
klukkan 10 og 11 á fimmtudags-
kvöldið. íbúar hússins voru
gengnir til náða þá er þjófnaður-
inn var framinn.
í skjalatöskunni voru ýmis
verðmæt bréf og skjöl, m.a.
skuldabréf og víxlar. Talið er að
töskunni hafi verið stolið í þeirri
von að hún geymdi peninga.
Málið er í rannsókn hjá rann-
sóknarlögreglunni í Hafnarfirði.
ASt.
Ertu að kaupa varahlut
I bílinn?
Það getur munað
helmingi á verði
eftir því hvar
keypt er
— bls. 5
Furðulegur
HAMLET
sýndur
á Nesinu