Dagblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976.
MWBIAÐW
frfálst, nháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Evjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri—Jón Birgir Pétursson
RitstjórnarfuIItrúi: Haukur Helgason
íþrójtir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
i-jósmyndir: tJjarnleiíur Bjarnleitsson, Björgvin Balsson, ivagnar l'h. Sigurosson.
Ojaldkeri: Þráinn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði inhanlands.
f lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sínii 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Súpan
Flest bendir til þess, að við verðum í
sömu súpunni í atvinnumálum eftir 10
ár og við erum nú. Við höfum verið allt
of sein að taka við okkur. Stjórnvöld og
aðrir forráðamenn hafa sofið á verð-
inum.
Lengi hafa menn talað um hættuna við að byggja
útflutninginn nær eingöngu á sjávarafurðum. „Ein-
hæfni atvinnuveganna” er viðtekin klysja í orðræðum
forystumanna. En hvað hafa þeir gert?
í samdrættinum árin 1967-68, þegar fiskverð féll og
síldin hvarf, fóru menn í alvöru að gera eitthvað til að
byggja upp iðnað. Álverið og kísilgúrverksmiðjan eru
frá þeim tíma. Við gengum í EFTA og gerðum síðar
samning við Efnahagsbandalagið. Fyrir mörgum vakti
með þeim samningum, að við eignuðumst stóra mark-
aði fyrir útflutning iðnaðarvara. En hvar eru þessar
iðnaðarvörur?
Útflutningur iðnaðarvara, fyrir utan ál, kísilgúr, ullar-
og skinnavöru, er svo lítill, að hann skiptir nánast ekki
máli fyrir þjóðarbúið sem heild. Þetta hefur verið innan
við eitt prósent af útflutningnum. Samt vinna flestir
landsmenn við iðnað.
Við hikuðum hvergi við að flytja inn skuttogara. Það
var einfaldara verkefni en að byggja upp iðnað. Hvergi
fundust forystumenn til að taka í taumana í þeim
efnum, þótt nú, skömmu síðar, sé vitað, að þorskurinn
er ofveiddur og mikil hætta á, að veiðarnar hrynji fyrir
þær sakir. Forystumönnum yfirsást, að fjárfesting í
steypu á bráðnu áli hefði ekki þurft að vera nema
andvirði 0,2 skuttogara, 0,4 skuttogara í fiskkassaverk-
smiðju, hálfur togari í hveitimyllu, einn í ylræktarver
og 1,6 í sykurverksmiðju, svo að nokkur dæmi séu
nefnd. Hvers vegna varð þessi stefna, eða réttara sagt
þetta stefnuleysi, ofan á?
Tilhneigingin í okkar tiltölulega unga þjóðfélagi, sem
hefur svo mjög einkennzt af verðbólgu, hefur verið að
lifa fyrir líðandi stund. Slíkt þjóðfélag þarfnast öðrum
fremur góðrar forystu manna, sem sjá skóginn fyrir
trjám, hafa til að bera þá framsýni, sem almenning
skortir. í stað þess að forystumenn ryddu brautina og
hefðu forgöngu um uppbyggingu iðnaðar, þannig að
grundvöllur yrði lagður fyrir framtíðarþjóðfélag góðra
lífskjara, var ódýra leiðin valin að láta menn bara
kaupa fleiri skip. Margra ára undirbúning þurfti til að
byggja iðnfyrirtæki, en um allt land voru menn,
gamalgrónir við sjávarútveg, fúsir til að kaupa skip, ef
þau fengjust með góðum ríkisstuðningi. Ríkisstjórnin
hafði ekki vit fyrir mönnum.
Því sitjum við í súpunni og munujn sitja lengi. Það
tekur fjögur til átta ár að mati sérfróðra manna að
koma á fót nýjum iðnaði. Fyrir löngu hefði átt að vera
til áætlun um iðnþróun, sem mark væri á takandi.
Þvert á móti hefur sú úttekt á stöðu iðnaðarins, sem
heitið var, dregizt langt úr hömlu. Því fer fjarri, að við
sýnum þess merki, að við ætlum að axla með karl-
mennsku þá byrði, sem staða atvinnuveganna leggur
okkur á herðar.
Það er engu sýnna en við ætlum að ly ppast niður.
:p|ál|iÍSpll
Bros Jimmy Carters er eitt hið breiðasta frambjóðenda demókrata og hann
hefur kannski ennþá mesta ástæðuna til þess að brosa.
Fyrir mann, sem innan árs ætlar
sér að verða voldugasti maður eins
voldugasta ríkis veraldar, hljóta að-
stæðurnar að vera auðmýkjandi. Hér
stendur t.d. Morris Udall við hliðið
að vefnaðarverksmiðjunni og tekur í
hendur á fólki. Fólk kemur á stangli
út úr verksmiðjunni, fáir taka í hönd-
ina á honum og enn færri virðast
ánægðir með að sjá hann þarna, á
meðan menn reyna að hemjá sig í
slyddu og rigningu.
En Udall hleypir í sig kjarki og segir
við lítinn hóp fréttamanna, sem
þarna standa í nepjunni: „Aðalmálið
í þessum kosningum er lungna-
bólga.”
í því fer bíll á fullri ferð framhjá
honum og skvettir aur yfir hann í
ljósum frakkanum: ”Þetta hlýtur að
hafa verið einn af kjósendum
Wallage.”
Kímni er vörumerki Udalls og
hann virðist hafa einkaleyfi á henni í
þessari kosningabaráttu. A.m.k. á
þessari afslöppuðu kímni, sjálfs-
fyndninni.
En Udall er ekki eini frambjóð-
andi demókrata til útnefningar sem
forsetaefni. Þeir eru nú orðnir fjöl-
margir og flestir þeirra eiga litla von
um að ná takmarki sínu. Sá þeirra er
næst markinu virðist vera kominn
er fyrrum ríkisstjóri Georgiu, Jimmy
Carter.
Carter er kaupsýslumaður og
bóndi, að vísu af stærri gerðinni,
verkfræðingur, vísindamaður og fyrr-
um sjóliðsforingi. Hann er eins
óþekktur og hver hinna frambjóð-
enda demókrata, en á einhvern
furðuleganhátt hefur honum tekiztað
ná leiðandi stöðu í keppninni. Eftir
því er tekið um leið og dvalið er með
honum á kosningaferðalögum.
Fréttamannahópurinn sem fylgir
honum er stærri en allra hinna fram-
bjóðendanna, samanlagt. í fylgdar-
liði hans eru nú landsþekktir frétta-
menn, eins og Roger Mudd frá CBS,
sem eftir er tekið hvar sem hann fer
og ummæli hans tekin til greina.
Svo virðist sem Carter hafi náð
tökunum á fjölmiðlum, enda þótt
ekki sé í fyrstu ljóst hvað það er sem
hann hefur við sig, — einhver kraftur
fylgir þó manninum. Áhugi hans á
því að verða forseti bókstaflega skín
út úr honum — og vilji hans til að
VERNDUM KRÍUNA!
ÉG hef haft mikla ánægju af því
að fylgjast með kríunni í Tjarnar-
hólmanum. Stundum hafa ungarnir
synt upp á bakkann fyrir framan
Iðnó, og þar hafa þeir verið næstum
mataðir af fólkinu, sem gengið
hefur þar um eða setið á bekkjunum,
og fólkið hefur notið ánægjunnar af
að fylgjast með hinni miklu ástúð,
umhyggju. dugnaði og viti. sem þessi
merki fugl synir öllum, sem á horfa.
Um það leyti sem krían kom í vor,
var hólminn þéttsetinn af einhverj-
um mávfuglum. Einhver kona skrif-
aði þá í Velvakanda og lýsti áhyggj-
um sínum yfir því, að mávurinn
mundi koma í veg fyrir, að krían gæti
verpt í hólmanum. Ég var líka
áhyggjufullur af sama tilefni.
Nokkru seinna kom ég niður að
Tjörn og sá, að krían var búin að
flæma allan mávavarginn burt úr
hólmanum. Mér létti, er ég sá þetta,
og aðdáun mín á dugnaði og hörku
kríunnar óx til muna. Þegar fram í
ágústmánuð kom, gat ég ekki betur
séð en að krían væri farin að mata
unga sína í hólmanum. Litlu síðar
birtust ótíðindin í Morgunblaðinu:
Minkur heimsækir Tjörnina og er
skotinn þar, og líka er sagt, að lög-
reglan hafi farið út í hólmann og ekki
séð nein merki þess, að nokkurt varp
hafi verið þar. Ég er viss um, að
minkurinn hefur drepið og etið
hvern einasta unga, sem í hólmanum
var. Það er gengið hreint til verks þar
sem þessi mikli skaðvaldur í íslenzkri
náttúru birtist.
Ein fegursta náttúru-
perla Reykjavíkur
Kríuvarpið í 'Fjarnarhólmanum
hefur öldum saman verið hin mesta
bæjarprýði, og á síðari árum ínætti
Kjallarinn
Ingjaldur Tómasson
nefna það einstætt náttúruundur í
hjarta borgarinnar. Það er sannar-
lega andlega dauður maður, sem ekki
fyllist aðdáun af að horfa á og fylgj-
ast með kríuvarpinu og upþeldi ung-
anna og herskáum, smæfðum hern-
aðaraðgerðum gegn vargfuglum og
öðrum vágestum.
Það 'munaði ekki miklu í þörfum
og óþörfum fjáraustri borgarinnar,
þótt tveir eða fleiri skólamenn, til
dæmis nemendur í náttúrufræði,
hefðu vörzlu dag og nótt við'Tjörnina
um varptímann. Þeir ættu að beita
öllum hugsanlegum ráðum til vernd-
unar fuglalífsins þar.
Eldri menn, sem ferðast um sveitir
landsins, komast að raun um, að
„raddir vorsins eru að þagna” víðs-
vegar hér á iaridi. Ég held, að Nátt-
úruverndarráð og Torfusamtökum
væri nær að skipta sér með fullum
þunga af þessum málum heldur en
að vera stöðugt að reyna að torvelda
lífsnauðsvnlegar virkjunarfram-
kvæmdir eða að halda við eldgöml-
um, nauðljótum kofaræflum, sem eru
orðnir borginni til stórskammar.
Ég er ekki á móti því, að merk,
fögur og sögufræg hús séu friðuð og
þeim vel við haldið, nefni sem dæmi
hús Thor Jensen og umhverfi,
Viðeyjarstofu og Nesstofu. En að
verja geysilegum fjárhæðum úr al-
mannasjóði til friðunar kofaskrifla
eins og Bernhöftstorfuhúsanna eða
annarra álíka, það er að mínu viti
hrein fjarstæða.
Utrýmum minkinum
eins og mæðiveikinni!
Sem dæmi um offjölgun minka vil
ég nefna, að á síðastliðnu sumri urðu
menn á Eyrarbakka varir við mink í
nágrenninu. Minkabani með hunda
kom á vettvang og hafði upp úr
krafsinu um 60 minka á einum degi.
Ég held, að það hafi gerzt á Sauð-
árkróki, að minkur komst inn í
íbúðarhús. Það vildi til, að húsfreyj-
an var snarráð og gat banað minkin-
um.
Það hefði átt að dæma þá menn í
fésektir og fangelsi, sem unnu að því
að flytja þetta skaðræðisdýr til
Iandsins.
Ég vil að lokum skora á stjórnvöld
landsins, Náttúruverndarráð, borgar-
stjórn, bæjarstjórnir, forystumenn
Dýraverndunarfélagsins og Búnaðar-
fél. að vinna að skipulagðri útrým-'
ingu minks og stórfækkun svartbaks,
svo að takast megi að bjarga fjöl-
mörgum fuglategundum frá algerri
útrýmingu.
Það þarf að hefjast handa sem
fyrst, annars fara margár fuglateg-
undir sömu leið og geirfuglinn.
Ingjaldur Tómasson,
verkamaður.