Dagblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 3
3 Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976. Verkföll eru böl og Raddir lesenda KATRÍN PÁLSDÓTTIR því neyðarúrrœði GREINIÐ MEIR FRA ÞEIM YNGRI! — segir lesandi sem vill fó íþróttasíðu Dagblaðsins til að greina meir en gert er frá hinum ýmsu mótum yngrí keppenda S. K. SKRIFAR: „Dagblaðið er að mínu mati mjög gott blað en þó get ég ekki leynt vonbrigðum mínum með íþróttasíðu blaðsins. Ekki það að hún sé ekki góð — heldur hitt að full lítið finnst mér greint frá yngri flokkum t.d. í knatt- spyrnu, handbolta og körfubolta. Að mínu mati eiga blöð að greina frá þessum atburðum nokkuð_ skilmerkilega því það eykur á fjölbreytni íþróttasíðunnar. Nú geri ég mér grein fyrir því að öll blöð eru undir sömu sök seld og því vil ég jafnframt beina þeirri áskorun til þeirra að unglingum verði veitt meiri athygli en hingað til.” Frá uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Glerdyrunum eftir Tennessee Williams. Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrimsson í hlutverkum sínum. Þðkk sé þér, Egill! Heimsókn Voku vargóð og vel unnin! HÚSMÓÐIR í austurbænum hringdi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni með þátt Egils Eðvarðssonar á þriðjudagskvöldið — Vöku. Þátturinn var afbragðs vel unninn, vel tekinn og það sem mest var um vert, farið var út á land og sýnt það sem þar er að gerast. Mál var til komið. Frá Akureyri fengum við að sjá hvað þar er að gerast og greinilegt er að Leikfélag Akureyrar situr ekki auðum höndum. Bæði leikritin, sem leik- félagið er að sýna, Rauðhetta og Glerdýrin, eru mjög áhugavekjandi og óskandi væri að okkur hér á höfuðborgarsvæðinu gæfist kostur á að sjá þessi skemmtilegu verk. Frá Akureyri brá Egill sér til Húsavíkur og sýndi frá sýningu Leik- félags Húsavíkur á Fétri Gaut. Eins og flestum mun sjálfsagt kunnugt brá Gunnar Eyjólfsson sér norður og leikur þar titilhlutverkið, hlutverkið sem hann hefur sjálfur sagt að sé honum hugstæðast. Ekki get ég annað en dáðst að framtaki Húsvíkinga því Pétur Gautur er viðamikið og erfitt verk og reynir þar á marga. En Leikfélagið hefur starfað af krafti undanfarin ár og innan þess eru margir góðir .leikarar, eins og raunar sást af uppfærslu Húsvíkinga á Góða dátanum Sveik í Iðnó. Ég efast ekki um að þessi heimsókn er leikfélögum úti á landi hvatning — vitneskjan um að það sé eftir því tekið hvað starfað er í menningarmálum ^úti um hipar dreifðu byggðir landsins. Þökk sé þer, Egill, fyrir framtak þitt." Er róðherrann reyndi að verja sinn heiður Malian virðist mögnuð úti í lonaum, magnast líka kannski sem vér stöndum í skuggahornum Finnst og sóðaforum. Á fyrirmenn hún ræðst með fólsku níði, í felum gjarnan er þá hún á í stríði og nýlega réðst að ráðherra vorum. Vont er þegar vondir bíta lengi, „vísir” til að skemma góða drengi í illsku og villu þeir vil mundi beita. En snarlega þá ráðherrann varð reiður reyndi mjög til að verja sinn heiður „Mafía er það og Mafía skal það heita”. Sófus Berthelsen. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON skrifar: „Nú er lokið viðamestu verkföllum íslandssögunnar. Samninganefndir Alþýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins hafa setið á fundum í nærfellt þrjá mánuði. Það er hart að þurfa að fara í verkfall til að koma skriði á samningaviðræður eftir tveggja mánaða fundi. En á hverjum skyldu verkföllin fyrst og fremst bitna? Þau bitna mest á þeim sem fara í verkfall og þeim serr minnst mega sín í þjóðfélaginu. Skyldi það bitna mikið á at-r vinnurekendum að strætisvagnar fækki ferðum sínum eða að mjólk fáist ekki? Þegar ýmsar undanþágur eru veittar verkfallsfólki í óhag fer verkfall að tapa sínum tilgangi. Það ætti einungis að veita undanþágur sem stuðla að betra úthaldi verkafólks og koma sjúklingum til góða — til að mynda starfsfólk á sjúkrahúsafn, elliheimilum svo og Þaó hefur lengi verið ágremingsefni hvemig fjölmiðlar eigi ao haga skrifum sínum af íþróttamótum og eins frá hverju eigi að greina. í framhaldi af því vakna spurningar eins og fyrir hverja íþróttasíður dagblaðanría séu, íþrótta- forustuna, keppendur eða lesendur blaðanna. En hvað um það. — Við látum fljóta með mynd af fremsta knattspyrnumanni heimsins, — sennilega sem uppi hefur verið — Pele. Hvort drengurinn á myndinni er upprennandi knattspyrnustjarna látum við ósagt en hann á greinilega fullt í fangi með knöttinn. HÖFUM EKKI YFIR NEINU AÐ KVARTA EINN HlSbA HRINGDI: „Vegna greinar, sem birtist í blaðinu núna fyrir skömmu og bar yfírskriftina „Ferðaafglöp—Ferðaginning” viljum við fímm, sem fórum auk annarra í þessa fcrð, taka það fram að okkur fínnst grein þessa manns, sem sjálfur fór ckki í ferðina, afskaplega villandi og að hann vegi þar ómaklega að ■■■■......................... Feröafélaginu. Ég veit ekki betur en allir sem þarna voru með hafí skemmt sér ágætlega enda verður fólk að vera við því búið að taka einhverja áhættu þegar lagt cr í fjallaferðir að vetrar- lagi. Við hófum alla vega ekki yfír neinu að kvarta og okkur finnst skrif mannsins ósmekkleg og í flestum tilfellum ósönn.” Landhelgisgæzla og dreifing mjólkur ætti að vera undanþegin verkfalli. Jafnframt ætti skilyrðislaust að veita undanþágur til kaupgreiðslna. Frjálsir samningar aðila vinnumarkaðarins eru hornsteinn lýðræðisins, stendur einhver staðar. En er það lýðræðislegt að svo mikilvægir samningar séu gerðir fyrir hálflokuðum eða lokuðum dyrum og svo fámennur hópur sem stjórn ASÍ geti tekið einræðislegar álcvarðanir og mótað kröfur verkalýðsfélaganna í svo til einu og öllu? Það kemur skýrt fram í könnun sjónvarpsins fyrir stuttu, að fólk sem var verið að semja fyrir, skildi hvorki hala né haus. í samningaviðræðunum. Það er að kenna leynimakki sem hefui viðgengizt á fundum. Það hefur aldrei þótt gott aó henda verðmætum á glæ — sízt vegna verkfalla. Stórkostleg verðmæti fara í hundskjaft, engir fiskibátar á veiðum. Á meðan tröllríða brezkir togarar fiskimiðum okkar. Stórkostlegum verðmætum er kastaö á glæ, þar sem er loðnan — sjórinn svartur af loðnu. Nei, það hljóta að vera til aðrar og betri leiðir.” Spurning dagsins Hefurðu lent í umferðaróhappi í vetur? EINAR GUNNLÁUGSSON frá Hornafirði: Já, ég hef lent í einu óhappi. Það datt tómur fiskkassi af lyftara á bílinn minn og hann skemmd- ist töluvert. BJÖRN BJÖRNSSON nemi: Nei, til allrar hamingju ekki í vetur. Ég hef verið nógu óheppinn undanfarin ár, t.d. valt bíllinn minn. STEINDÖRA STEINSDÓTTIR af- greiðslustúlka: Nei, ekki í vetur. Ég hef ekki lent í óhappi nema einu sinni á ævinni og þá var drengur á vélhjóli sem keyrði á bílinn minn, en það var nú ekki alvarlegt. REYNIR MARTEINSSEN bifvéla- virki: Nei, ég hef alveg sloppið við það. HJÁLMTÝR JÚLlUSSON: Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinu tjóni í vetur. Ég hef verið heppinn og aðeins orðið fyrir skakkaföllum tvisvar um ævina. BALDUR HEIÐDAL framreiðslu- maður: Nei, ég hef nú verið það hepp- inn. Það er mjög langt siðan eitthvað hefur komið fyrir mig 1 umferðinni, ég. held bara ekki síðan ég var nýbúinn að fá bílprófið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.